Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs ítrekaði andstöðu sína við byggingu álverk- smiðju í Reyðarfirði í annarri um- ræðu um frumvarp þess efnis á Al- þingi í gær. Umræðan hófst í gærmorgun og var búist við því að hún stæði fram á nótt, en ræðutími í annarri umræðu er ótakmarkaður. Með frumvarpinu, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir í lok janúar, er leitað eftir heim- ild til samninga við Alcoa og tengd fé- lög um að reisa og reka 322 þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði. Árni Steinar Jóhannsson, fulltrúi VG í iðnaðarnefnd, mælti fyrir minni- hlutaáliti sínu í nefndinni. Hann lagði m.a. áherslu á að forsenda þess að hægt yrði að ganga til samninga um byggingu álversins væri bygging Kárahnjúkavirkjunar en hún myndi leiða af sér gríðarleg óbætanleg nátt- úruspjöll á landsvæðinu norðan Vatnajökuls og í Fljótsdal. „Hugsan- legur efnahagslegur ávinningur rétt- lætir ekki þau hrikalegu náttúru- spjöll sem auk þess myndu eyðileggja möguleikana á nýtingu þessa land- svæðis undir þjóðgarð á heimsmæli- kvarða.“ Lagði Árni Steinar til að frumvarpinu yrði vísað frá m.a. í ljósi þeirra náttúruspjalla sem Kára- hnjúkavirkjun myndi leiða af sér. Starfi við sama skattaumhverfi Í áliti fulltrúa Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd, þeirra Svanfríðar Jón- asdóttur og Bryndísar Hlöðversdótt- ur, kom fram að stuðningur væri inn- an Samfylkingarinnar við samþykkt frumvarpsins. Þær gerðu þó nokkrar athugasemdir við álversfrumvarpið, m.a. við atriði er varða skattamál. „Fulltrúar Samfylkingarinnar telja óeðlilegt og óæskilegt að þegar er- lend fyrirtæki, s.s. stóriðjufyrirtæki, hafa verið sett niður á Íslandi skuli samið við hvert þeirra fyrir sig um af- slætti frá þeim reglum, þ.m.t. skatta- reglum, sem íslenskum fyrirtækjum er ætlað að búa við. Það er fullkom- lega óeðlilegt að fyrirtæki sem starfa á sama sviði og að sams konar starf- semi skuli búa hvert við sitt skatta- umhverfi, allt eftir því hvernig að- stæður voru þegar samið var. Eðlilegra væri að öll fyrirtæki sem t.d. starfa á vettvangi stóriðju byggju við samskonar skattareglur og auð- vitað hlýtur markmiðið að vera það að öllum fyrirtækjum í landinu sé boðið upp á ásættanlegt skattaum- hverfi þannig að ekki þurfi að semja sérstaklega um frávik þegar laða á erlenda atvinnustarfsemi inn í land- ið.“ Hjálmar Árnason, formaður iðnað- arnefndar, mælti fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar, en hann skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Guðjón Guðmundsson, Pétur H. Blöndal og Kjartan Ólafsson, og fulltrúar Framsóknarflokksins, þ.e., auk Hjálmars, Ísólfur Gylfi Pálma- son. Hjálmar sagði að yrðu umrædd- ar framkvæmdir að veruleika myndi hlutfall sjávarútvegs í íslensku efna- hagslífi í fyrsta sinn fara niður fyrir 50%. „Og þar með má segja að skap- ast hafi forsendur fyrir enn frekari stöðugleika í íslensku efnahagslífi.“ Hann sagði aukinheldur að með framkvæmdunum væri verið að leggja grunninn að velferðarkerfinu til framtíðar. „Með því kunnum við einmitt að vera að skapa grunn að frekari skattalækkunum en umfram allt betri kjörum fyrir íslenskt efna- hagslíf og fyrir íslenska þjóð.“ Önnur umræða um álversfrumvarp Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt var um álverksmiðjur og framkvæmdir vegna stóriðju á Alþingi. VG ítrekar andstöðu við álversfrumvarp ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Utanríkismál munu ein- kenna dagskrá þingfundarins. MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar Al- þingis hvetur til þess, í tengslum við fyrirhugaða stækkun álvera Alcans og Norðuráls, að teknar verði upp viðræður við fyrirtækin um endurskoðun á samningum þeirra við hið opinbera, ekki síst í skattamálum og varðandi orku- verð. Kemur þetta fram í nefndaráliti meirihlutans vegna álversfrum- varps iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur. Í álitinu segir að samningurinn um byggingu álvers við Reyðar- fjörð sé sá þriðji í röðinni vegna slíkrar starfsemi hér á landi. „Eldri samningar eru ólíkir inn- byrðis og gagnvart Fjarðaráli. Nefndin telur mikilvægt að hið bráðasta verði mótuð sú stefna um álver að fyrirtæki í sambærilegum rekstri búi við sem líkust rekstr- arskilyrði. Hvetur því nefndin til að í tengslum við fyrirhugaða stækkun Alcan og Norðuráls verði teknar upp viðræður við fyrirtækin um endurskoðun á samningum þeirra við hið opinbera.“ Vilja við- ræður við Alcan og Norðurál Meirihluti iðnaðar- nefndar Alþingis ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um svæðis- bundið átak til að treysta byggð og efla atvinnulíf á landsbyggð- inni. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Þuríður Backman. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórn- inni að gera á næstu árum svæð- isbundið átak til að efla byggð um land allt og stuðla að já- kvæðri þróun atvinnulífs og mannlífs. „Í því skyni verði veittar 600 milljónir kr. árlega í sex ár af fjárlögum íslenska rík- isins frá og með árinu 2003,“ segir í tillögunni. „Fjármunum þessum verði skipt milli at- vinnuþróunarfélaga um allt land í samræmi við reglur sem taki mið af byggðaþróun og atvinnu- ástandi á einstökum svæðum. Árangur og framvinda verkefn- isins á svæði hvers atvinnuþró- unarfélags verði metin áður en tímabilið er hálfnað og ákvarð- anir um framhaldið teknar með hliðsjón af því mati, m.a. lífs- kjarakönnun á viðkomandi svæðum. Við val verkefna verði annars vegar lögð áhersla á fjöl- breytni í atvinnusköpun og hins vegar á stuðning við hvers kyns nýsköpun og þróun.“ Í greinargerð tillögunnar seg- ir m.a. að stórfelldir búferla- flutningar hafi átt sér stað hér á landi um nokkurra ára skeið. „Mikil fólksfjölgun hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu en víðast hvar á landsbyggðinni hefur fólki fækkað að sama skapi.“ Í greinargerðinni segja flutnings- menn að brýnt sé að bregðast við þessari þróun. Tillaga um að efla lands- byggðina SAMTALS 415 einkahlutafélög á sviði heilbrigðisþjónustu voru skráð hér á landi 12. febrúar sl. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Er í svarinu vísað í upplýsingar úr fyrirtækjaskrá Hagstofu Ís- lands. Flest félaganna eru starfrækt um sérfræðiþjónustu lækna, eða 194. Næstflest eru starfrækt um tannlækningar eða 116. Þá eru 20 einkahluta- félög starfrækt um tannsmíðar, 41 um starfsemi sjúkraþjálfara, 7 um starfsemi sálfræðinga, 7 um heilsugæslu, 2 um dvalar- heimili aldraðra og 26 um aðra heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu nefnd. 415 einka- hlutafélög á sviði heilbrigðis- þjónustu FYRRVERANDI forstjóri Byggðastofnunar, Theodór Agnar Bjarnason, heldur fullum launum, um 650 þúsund kr. á mánuði, fram til 30. júní 2004 samkvæmt starfs- lokasamningi sem gerður var við hann í júní 2002, en þá var honum veitt lausn frá störfum. Auk þess fékk hann, skv. samningnum, greidda eina milljón kr. vegna bú- ferlaflutninga. Þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Nýr for- stjóri, Aðalsteinn Þorsteinsson, tók við Byggðastofnun hinn 1. jan- úar sl. Í svarinu segir að forstjórinn fyrrverandi hafi verið skipaður, af viðskiptaráðherra, til fimm ára frá ársbyrjun 2001 til loka árs 2005. „Vegna sérstakra ástæðna var tal- ið óhjákvæmilegt að semja um starfslok. Var það gert með und- irritun samnings 13. júní 2002 þeg- ar 3,5 ár voru eftir af skipunar- tíma forstjórans,“ segir í svarinu en forstjóranum var veitt, að eigin ósk, lausn frá störfum 21. júní sl. „Forstjórinn heldur fullum laun- um, skv. ákvörðun kjaranefndar til 30. júní 2004 eða í tvö ár frá því að starfsskyldum hans lauk hjá Byggðastofnun. Um var að ræða þáverandi heildarlaun metin til 650.000 kr. á mánuði. Einnig fékk forstjórinn greiddar 1.000.000 kr. til að bæta honum hluta af þeim kostnaði og röskun sem hann hafði af því að hafa flust búferlum frá Danmörku til Íslands til að taka við starfi forstjóra Byggðastofn- unar ásamt því að lögmannskostn- aður hans vegna starfslokanna var greiddur. Afnot af ferðatölvu og farsíma í eigu stofnunarinnar fékk forstjórinn til loka júní 2004 þó þannig að hann ber allan kostnað af notkun frá lausnardegi. Bifreið sem stofnunin hafði lagt honum til, hafði hann svo til afnota frá lausn- ardegi til loka ágúst 2002 eða í um tvo mánuði.“ Einnig samningur við Guðmund Að auki kemur fram í svarinu að einnig hafi verið gerður starfsloka- samningur við Guðmund Malm- quist, sem lét af störfum forstjóra stofnunarinnar, í árslok 2000. Sá samningur var gerður í september það ár. „Samningurinn fól í sér að viðkomandi héldi fullum launum og hlunnindum í eitt ár frá því að hann lét af störfum í árslok 2000. Launin námu um 590 þúsund kr. á mánuði en auk þess var 13. mán- uðurinn greiddur. Þá hafði hann afnot af bifreið til loka árs 2001.“ Í svarinu segir að á móti hafi komið að Guðmundur hafi starfað að ýmsum verkefnum fyrir Byggðastofnun m.a. vegna flutn- ings og yfirfærslu starfsemi stofn- unarinnar frá Reykjavík til Sauð- árkróks. „Í starfslokasamningnum eru einnig ákvæði um ákveðna til- færslu á lífeyrisréttindum. Um var að ræða að 40% af útreiknuðum eftirlaunaréttindum eftir 65 ára aldur færu í viðurkenndan sér- eignalífeyrissjóð. Á móti lækkuðu samningsbundin eftirlaun um 40% frá 65 ára aldri.“ Heldur fullum launum í tvö ár Starfslokasamningur Byggðastofnunar við fyrrverandi forstjóra til umræðu JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra ítrekaði á Alþingi í gær að reynt yrði að finna lausn á þeim vanda sem skapast hefði hjá Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala háskólasjúkra- húss (BUGL) vegna skorts á legu- plássum á deildinni. Þetta kom fram í máli hans í upphafi þingfundar eftir að þrír þingmenn í stjórnarandstöð- unni höfðu gagnrýnt ástand mála í geðheilbrigðisþjónustu barna og ung- linga. Í skriflegu svari ráðherra, sem dreift var á Alþingi síðar um daginn, kom m.a. fram að innlögnum á deild- ina hefði fjölgað um „tugi prósenta á fáum árum.“ Innlagnir voru 33 árið 1997 en 91 árið 2002. Ellefu til þrettán unglingar hafa verið á deildinni síð- ustu mánuði eða tveimur til fjórum fleiri en gert sé ráð fyrir skv. „skil- greindum legurýmum.“ Deildin hefur m.ö.o. verið yfirfull. „Brýnt er að fjölga rýmum á deildinni,“ segir í svarinu. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, vakti at- hygli á málefnum BUGL í upphafi þingfundarins. Sagði hún m.a. að vandi BUGL hefði verið „viðvarandi a.m.k. frá 1998.“ Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, tók í sama streng og kallaði rík- isstjórnina til ábyrgðar á því hvernig málum væri háttað í þessum efnum. „Kerfið er gjörsamlega að bregðast geðsjúkum börnum,“ sagði hún. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs, blandaði sér einnig í umræðuna og sagði ástandið í geðheilbrigðis- þjónustu barna og unglinga langt frá því að vera viðunandi. Jón Kristjáns- son sagði hins vegar ekki rétt að ekk- ert hefði verið aðhafst í þessum mál- um sl. ár. Sagði hann m.a. að unnið hefði verið að því sl. fimm ár að mæta mjög vaxandi þörf á þessu sviði. „Það er komið upp vandamál með innlagnir sem við verðum að taka á og við ein- setjum okkur að gera það.“ Ráðherra sagði ennfremur að hann hefði þegar gert ráðstafanir til þess að ræða við það fólk sem hefði orðið fyrir barðinu á því ástandi sem hefði skapast að undanförnu. „Ég vonast svo sannarlega til þess að við finnum lausnir á þessu erfiða og alvarlega máli.“ Starfshópur settur á laggirnar Í fyrrgreindu skriflega svari ráð- herra, sem barst þingmönnum í gær, er m.a. minnt á að nýlega hafi verið sett á laggirnar nefnd til að skoða hvernig Landspítali háskólasjúkra- hús geti mætt þeim vanda sem BUGL glími við. Þá muni ráðherra á næstu dögum stofna starfshóp einstaklinga sem þekki vel til málsins „frá mörgum sjónarhornum“. Sé það gert að ósk Barna- og unglingageðlækna. Í svarinu kemur aukinheldur fram að hinn nýi barnaspítali muni ekki hýsa BUGL. Sú ákvörðun hafi verið tekin að vel athuguðu máli um 1994 eða þegar undirbúningur að barna- spítalanum hófst. Gagnrýna geðheilbrigðis- þjónustu barna og unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.