Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  KRISTÍN Unnsteinsdóttir lauk á síðasta ári doktorsprófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Centre for Applied Research in Education í University of East Anglía í Norwich í Englandi. Doktorsritgerð Kristínar ber heitið „Fairy tales in tradition and in the classroom: Traditional and self-generated fairy tales as catalysts in children’s educational and emotional development.“ Leiðbeinandi Kristínar við rannsóknir hennar og skrif ritgerðarinnar var dr. Maggie MacLure prófessor. Andmælendur við doktorsvörn Kristínar voru dr. Terry Philips frá University of East Anglia og dr. Carol Fox frá University of Brighton. Ritgerð Kristínar lýsir því hvernig sígild ævintýri og æv- intýri sem börn semja sjálf hafa áhrif á samverkan meðvitundar og dulvitundar. Í rannsókninni er stuðst við kenningar greining- arsálfræðinga af skóla Carls G. Jung og kenningar formgerð- arsinna. Í greiningu sinni á æv- intýrum úr munnlegri geymd og túlkun á ævintýrum frumsömdum af börnum teflir Kristín saman hugmyndum þessara tveggja skóla fræðimanna. Kristín greinir í ritgerð sinni tvö ævintýri úr munnlegri geymd, Söguna af Kisu kóngsdóttur og Gullintönnu út frá kenningum Jungs um frummót eða erkitýpur og einsömun og kenningum Levi- Strauss um formgerð goðsagna. Sömu aðferðum er beitt við að greina ævintýri sem hópur tíu og ellefu ára gamalla íslenskra barna samdi, ýmist með því að skrifa ævintýrin niður eða með því að mæla þau beint af munni fram. Einnig lýsir Kristín í ritgerð sinni ytri einkennum ævintýranna í ljósi einkenna sígildra indó-evrópskra ævintýra. Afbrigði íslensku ævintýranna tveggja sem Kristín vinnur með í ritgerðinni eru ættuð úr Fljóts- hlíð. Bakgrunnur, uppeldi og per- sónuleiki fjögurra kvenna sem ým- ist sögðu eða skráðu þessi ævintýri á tuttugustu öld er kann- aður í þeim tilgangi að varpa ljósi á eðli ævintýra og sagnalistar og gildi þeirra fyrir einstaklinginn. Kristín Unnsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1947, dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Unnsteins Stefánssonar, fyrr- verandi prófessors. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og stundaði eftir það nám í bókasafnsfræðum við Danmarks Bibliotekskole í Kaupmannahöfn þaðan sem hún lauk prófi árið 1971. Árið 1972 var Kristín við fram- haldsnám í La bibliotheque en- fantine de Clamart í Frakklandi. Kristín lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Ís- lands árið 1988 og M.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1997. Hún starfaði sem skólasafnskenn- ari við Æfingaskóla Kennarahá- skóla Íslands á árunum 1975–97. Á árunum 1997 og 1998 kenndi Kristín námskeið um barnabók- menntir á Leikskólakennarabraut við Háskólann á Akureyri og starfaði jafnframt við Amts- bókasafnið. Í vetur annast Kristín sér- kennslu í Ártúnsskóla í Reykjavík. Sambýlismaður Kristínar er Trausti Ólafsson. Sonur Kristínar af fyrra hjónabandi er Tómas Lemarquis. Doktor í uppeldis- og kennslu- fræðum JAPANSKI sendiherrann, Masao Kawai, heimsótti Viðskiptahá- skólann á Bifröst í gær, kynnti sér starfsemi skólans og ræddi samstarf Bifrastar við Við- skiptaháskólann í Otaru á sviði nemendaskipta og rannsókna. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á samskipti við Asíuríki og þá sérstaklega Japan og dvelj- ast nú tveir japanskir skiptinem- ar á Bifröst. Einnig hafa 3. árs nemar Viðskiptaháskólans að- gang að eins árs alþjóðlegu hag- fræði- og markaðsnámi í Otaru í Norður-Japan og eru fyrstu tveir nemendur skólans í því vænt- anlegir heim í maí eftir árs dvöl við nám þar ytra. Samstarfssamningur skólanna tveggja, sem komið var á í tengslum við opnun sendiráðs Ís- lands í Tókýó, hefur fyrst og fremst fjallað um nemendaskipti. Nú eru hins vegar í gangi við- ræður um virkt rannsóknarsam- starf á milli skólanna, segir í fréttatilkynningu. Ræða rannsóknarsamstarf milli Bifrastar og Japans Frú Kawai, Okazaki ritari, Masao Kawai, sendiherra Japans á Íslandi, Runólfur Ágústsson rektor, Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor, Sig- rún Hjartardóttir alþjóðafulltrúi, Fumiko Yamamoto og Takayo Saikawa, báðar skiptinemar á Bifröst. GISTINÓTTUM á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 6,4% milli áranna 2001 og 2002 sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum töldust 1.256.000 árið 2002 en árið á undan voru þær 1.180.000, sem er aukning upp á 76 þúsund nætur. Gisti- nóttum Íslendinga fjölgaði um 6% en útlendinga um 6,5%. Gististöðum fjölgaði um 22 á milli ára en herbergjum um 600. Aukningin þarf ekki einungis að þýða opnun nýrra gististaða þar sem sumir heimagististaðir urðu að gistiheimilum á síðasta ári í kjölfar skipulagsbreyt- inga. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum milli áranna 2001 og 2002, þó mest á Suðurlandi. Þar fjölgaði þeim um 25,7%. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði um 16,2%, á Vestfjörð- um um 13,9%, á Norðurlandi eystra um 8,2% og Norðurlandi vestra um 7,8%. Þá var 3,6% aukning á Vesturlandi og 1,2% á Suðurnesjum. Minnst var aukningin á höfuðborgarsvæð- inu en þar fjölgaði gistinóttum um 0,6% milli ára. Gistinótt- um fjölgaði um 6,4% milli ára INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi tilkynnti á hádegis- fundi Röskvu, samtökum fé- lagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands, sl. mánudag að framlag Reykjavíkurborgar til Nýsköpun- arsjóðs yrði aukið um helming. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár styrkt sjóðinn um 12 milljónir á móti 12 milljónum frá ríki. Fram- lag borgarinnar verður 24 milljónir og því þrefaldast sjóðurinn miðað við undanfarin ár. Á fundinum voru ræddar leiðir til að auka atvinnumöguleika stúd- enta og er aukið framlag borg- arinnar þáttur í því. Þetta aukna framlag mun nýtast til að veita 108 námsmönnum atvinnu í einn mán- uð. Ingvi Snær Einarsson, formaður Röskvu, segir marga nemendur nú þegar farna að hafa áhyggjur af sumarstörfum. „Þetta skiptir nán- ast öllu máli. Það eru sífellt fleiri stúdentar sem leita eftir styrkjum úr sjóðnum,“ segir Ingvi Snær. Borgin eykur framlag í Ný- sköpunarsjóð HLUTFALL þeirra sem stunda nám hér á landi er yfir meðaltali Evrópusambandslanda, að því er fram kemur í ritinu Key Data on Education in Europe 2002, en þar er að finna samanburðarhæfar upplýs- ingar um menntamál í 30 Evrópu- löndum. Fram kemur að 65% lands- manna á aldursbilinu 0–29 ára eru í skóla en 58% að meðaltali í löndum ESB. Í ritinu, sem fjallar um aðildarlönd ESB og EFTA/EES-landa, kemur fram að 15% landsmanna eru í námi ofar skyldustigi, en til samanburðar er hlutfallið 10% í löndum ESB. Þá kemur fram að börnum í leikskólum hefur fjölgað mjög í Evrópu á síð- ustu áratugum. „Ísland er í hópi nokkurra landa sem hafa hæst hlutfall fjögurra ára barna í leikskólum, eða yfir 90%. Ís- land er einnig í hópi þeirra landa þar sem hlutfall þriggja ára barna er hvað hæst, eða yfir 80%. Börn á hvern starfsmann í leikskólum á Ís- landi eru með því fæsta sem gerist, eða átta,“ segir í fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins um ritið. Fæstar kennslustundir í skyldunámi Einnig kemur fram að árlegur kennslustundafjöldi talinn í klukku- stundum, í grunnskólum hér á landi skólaárið 2000/2001 var að meðaltali 746. „Er Ísland meðal þeirra landa sem hafa fæstar árlegar kennslu- stundir að meðaltali á skyldunáms- stigi. Þess ber þó að gæta að laga- ákvæði um fjölda kennslustunda í íslenskum grunnskólum var ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en skólaárið 2001/2002. Heildar- kennslustundafjöldi í 10 ára skyldu- námi á Íslandi er hins vegar yfir meðaltali samanburðarlandanna þar sem skólaskylda í mörgum Evrópu- löndum er 9 ár,“ segir í fréttatil- kynningu. Þá segir að í Evrópulöndum séu almennt fleiri nemendur í starfsnámi en almennu bóknámi á framhalds- skólastigi. „Í nokkrum löndum er þessu þó öfugt farið, þar á meðal á Íslandi, þar sem tveir þriðju hlutar nemenda á framhaldsskólastigi eru í almennu bóknámi.“ Ennfremur kemur fram að í öllum samanburðarlöndunum, nema Bret- landi, séu stúlkur í almennu bóknámi í framhaldsskólum fleiri en piltar. „Á Íslandi er munurinn mestur, en hér á landi eru 78% stúlkna í framhalds- skólum í almennu bóknámi, en 58% pilta. Þrjár stúlkur á móti tveimur piltum útskrifuðust hér á landi úr al- mennu bóknámi árið 2000,“ segir í fréttatilkynningunni. Hlutfallslega fleiri stunda nám á Íslandi en í ESB-löndum 15% landsmanna við nám ofar skyldustigi FISKVINNSLAN Kambur á Flateyri hefur fest kaup á 200 tonna skipi sem nota á til línuveiða, einkum yfir vetrartímann. Skipið, sem ber nafnið Sólrún, sigldi ný- lega til hafnar á Flateyri en þangað kemur það frá Grindavík. Að sögn Hinriks Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Kambs ehf., er skipið ekki nýtt af nálinni, smíðað um miðjan sjöunda áratuginn. Kambur gerir út samtals sex trillur og segir Hinrik að hugmyndin með kaupunum á skipinu sé að auka hráefnisöflun yfir vetrartímann þegar alla veðra er von. Ráðgert er að 11 manns verði í áhöfn. Enginn kvóti fylgir skipinu, en fyrirhugað er að leigja og kaupa aflaheimildir til skipsins. Að sögn Hin- riks er eftir að ákveða nýtt nafn á skipið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Nýtt skip til Flateyrar SKIPASMÍÐASTÖÐIN í Lübeck í Þýskalandi mun afhenta Smyril Line nýja Norrænu 7. apríl næstkomandi. Tæknilegum prófunum á ferjunni lauk í síðustu viku og er vinnu við hana því að ljúka. Norræna leggur af stað frá Lü- beck 8. apríl nk. og kemur til Þórs- hafnar í Færeyjum 10. apríl. Þaðan heldur skipið til Hjaltlandseyja, Danmerkur og Íslands og fylgir hefðbundinni áætlun. Fram kemur í tilkynningu frá Smyril Line að stjórnendur fyrir- tækisins eru mjög ánægðir með ferj- una og vinnu skipasmíðastöðvarinn- ar sem er sögð fyrst flokks. Um 150 manns voru um borð í Norrænu í ferð þar sem hæfni skips- ins var prófuð. Vélar skipsins voru keyrðar á fullu afli í Eystrasalti og stóðust þær prófraunina. Norræna verður afhent 7. apríl ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.