Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐGENGI UPPLÝSINGA Microsoft Business Solutions–Axapta „Eins og við vitum er það lykilatriði í harðri samkeppni að allar upplýs- ingar séu fáanlegar strax og aðgengilegar jafnt stjórnendum sem öðrum starfsmönnum fyrirtækja. Axapta kerfið varð fyrir valinu á sínum tíma þar sem kerfið er þeim kostum gætt að geta vaxið með fyrirtækinu auk þess sem það býður upp á mikla möguleika varðandi tengingar við vefinn.“ „Sérlausnir okkar sölu- og þjónustu- aðila hafa reynst okkur afar vel en með þeim hafa samskipti við bæði vöruhús okkar hjá Eimskipum og frísvæði Jóna- Transport hf. verið færð í rafrænt form með EDI - samskiptum. Hagræðingin af þessu er mikil þar sem kerfið sparar okkur mikinn innslátt við pantanir auk þess sem það stuðlar að lágmörkun lagerhalds.“ „Það hefur sannast í öllum okkar samskiptum við okkar sölu- og þjónustuaðila hversu dýrmætt er að vinna með fólki með mikla reynslu og víðtæka þekkingu á þörfum viðskiptavina sinna þegar kemur að þjónustu við upplýsingakerfi fyrirtækja.“ Fanney Einarsdóttir fjármálastjóri Globus hf. auðveldar KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kýp- ur í gær til að reyna að fá leiðtoga Grikkja og Tyrkja á eynni til að fallast á áætlun samtakanna um sameiningu landsins en fresturinn til þess rennur út á morgun. „Ég vona, að Kýpur-Grikkir og Kýpur-Tyrkir átti sig á því, að ör- lögin hafa stefnt þeim til mikilvægs fundar,“ sagði Annan við komuna. „Þegar ég kom hér í maí í fyrra þá skildi ég, að eyjarskeggjar allir vildu binda enda á deiluna og skiptingu þessa fallega lands.“ Annan minnti á, að yrði frest- urinn ekki nýttur, yrði heldur ekk- ert af samningum um Evrópusam- bandsaðild Kýpur í apríl næstkomandi. Hefðu fulltrúar þjóðarbrotanna í mesta lagi nokkra daga til að taka af skarið um þetta. Tregða hjá leiðtogunum Annan ætlar að eiga fund í dag með Rauf Denktash, leiðtoga Kýp- ur-Tyrkja, og Tassos Papadopoul- os, verðandi forseta Kýpur- Grikkja, en báðir leiðtogarnir hafa sett sig upp á móti sameiningar- áætlun SÞ að sumu leyti. Bar Pap- adopoulos sigurorð af Glafcos Clerides, fráfarandi forseta, vegna þess, að hann barðist fyrir betri samningi fyrir Grikki. Annan benti hins vegar á, að ekkert í áætluninni hefði átt að koma þeim á óvart. George Papandreou, utanríkis- ráðherra Grikklands, sagði í gær, að hann væri hóflega bjartsýnn á lausn Kýpur-deilunnar en taldi þó, að margt benti til, að Tyrklands- stjórn væri tilbúin að þrýsta á Kýpur-Tyrki í því skyni að leysa hana. Annan á lokafundi með leiðtogunum Larnaca. AFP. Frestur til að fallast á sameiningu Kýpur að renna út BRESKUR ellilífeyrisþegi, Derek Bond, með eiginkonu sinni á blaðamannafundi í Durban í Suð- ur-Afríku í gær eftir að hann var leystur úr þriggja vikna varð- haldi. Bond, sem er 72 ára, var í orlofi í Suður-Afríku þegar hann var handtekinn að beiðni banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna gruns um að hann væri Sykes Derek Loyd, sem er eft- irlýstur í Bandaríkjunum fyrir fjársvik. „Þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn telja sig for- ystuþjóð í heiminum hélt ég að þeir myndu beita mannúðlegri aðferðum,“ sagði Bond. Loyd er sagður vera með vega- bréf með nafni Bonds, auk þess sem það er með sama númeri og vegabréf ellilífeyrisþegans. Hermt er að þeir séu einnig líkir í útliti. Reuters Alríkislög- reglan fór mannavillt HUGSANLEGT er, að þýska ríkið komi bankakerfinu til hjálpar og létti af því skuldum, sem nema meira en 4.000 millj- örðum íslenskra króna. Kemur þetta fram í vikuritinu Stern, sem kemur út í dag. Tímaritið segir, að þróunar- bankinn KfW, sem er í ríkis- eigu, ætli að taka við vafasöm- um útlánum upp á 50 milljarða evra, um 4.225 milljarða ísl. kr., hjá HypoVereinsbank, Comm- erzbank og Dresdner Bank. Myndi ríkið ábyrgjast endur- greiðslu lánanna en selja þau síðan á almennum markaði. Er þetta hins vegar háð samþykki framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu bankanna í Þýska- landi komu saman til fundar á sunnudag til að ræða erfiðleik- ana á þýskum fjármálamarkaði en þeir eru þeir mestu frá árinu 1945. Klaus-Peter Müller, aðal- bankastjóri Commerzbank, fullyrti hins vegar í gær, að bankinn þyrfti ekki á opinberri hjálp að halda. Þýska bankakerfið Ríkið til hjálpar? Frankfurt. AFP. UM 50.000 Kosovo-Albanar söfn- uðust saman í gær á götum Pristina, höfuðstaðar héraðsins, til að mótmæla handtöku fjögurra fyrrverandi forystumanna í Frels- glæpadómstólnum í Haag. Fjórði maðurinn var handtekinn í Slóven- íu 18. febrúar og búist er við að hann verði framseldur til Haag á næstunni. isher Kosovo, sem hefur verið leystur upp. Friðargæsluliðar und- ir stjórn Atlantshafsbandalagsins handtóku þrjá mannanna í vikunni sem leið og framseldu þá stríðs- Reuters Handtökum mótmælt í Kosovo AÐ MINNSTA kosti tíu manns fór- ust þegar eldur kviknaði í hjúkrun- arheimili fyrir aldraða í borginni Hartford í Connecticut í fyrrinótt. Ungur maður var handtekinn, grun- aður um íkveikju, en hefur ekki enn verið ákærður, að sögn lögreglu. Tuttugu manns voru fluttir á sjúkrahús og fimm þeirra voru í lífs- hættu. Um 100 vistmenn voru fluttir út úr hjúkrunarheimilinu, meðal annars rúmfastir sjúklingar og fólk í hjóla- stólum. Margir vistmannanna norp- uðu fyrir utan heimilið í frostinu meðan slökkviliðsmenn reyndu að bjarga þeim sem voru enn í húsinu. „Viltu vera svo vænn að færa mig inn í herbergið mitt,“ sagði ráðvillt kona á meðal vistmannanna. Ótta- slegnir ættingjar vistmanna flýttu sér á staðinn til að athuga hvort þeir væru óhultir. Eldurinn blossaði upp um klukkan hálfþrjú um nóttina að staðartíma og slökkvistarfið tók nokkrar klukku- stundir. „Þegar við komum var ljóst að við þurftum allan þann mannafla sem við höfðum,“ sagði Charles Teale, lögreglustjóri Hartford. „Það var ekki aðeins eldurinn sem var banvænn, heldur reykurinn líka.“ AP Slökkviliðsmenn kanna skemmdir á hjúkrunarheimili í Hartford í Conn- ecticut eftir eldsvoða í fyrrinótt. Tíu farast í bruna á hjúkrunar- heimili Hartford. AP, AFP. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.