Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTAND holræsakerfisins er víða slæmt í elstu hlutum borgarinnar og brýn þörf á endurbótum. Þetta kemur fram í greinargerð gatna- málastjóra en borgarrráð sam- þykkti á fundi sínum á þriðjudag 500 til 600 milljóna króna fjárveit- ingu til endurnýjunar holræsakerf- isins á næstu fjórum árum. „Við höfum beint sjónum okkur að svæðinu vestan Kringlumýrar- brautar en það er á nokkuð mörg- um stöðum sem rörin eru orðin tærð, brotin, illa gengið frá stútum inn á þau og annað slíkt,“ segir Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri. „Núna er hins vegar kominn möguleiki á að fóðra þau með því að draga í þau lina plast- fóðrun sem síðan er hert með ýms- um aðferðum. Þetta gerir okkur kleift að endurbæta og lagfæra kerfið með miklu minni óþægind- um fyrir íbúa en áður var þegar endurbætur þýddu að að grafa varð upp göturnar og menn þurftu að búa við opin holræsi vikum og mánuðum saman.“ Ítarleg skýrsla hefur verið gerð um ástand kerfisins í vesturhluta borgarinnar sem Sigurður segir að stuðst verði við þegar kemur að endurbótunum. „Sums staðar í Hlíðunum má segja að rörin séu nánast eydd og horfin og eftir er bara gat í jarðveginum. Það er í sjálfu sér í lagi því við getum sett plastkápu inn í gatið svo fremi sem það er ekki fallið saman.“ Hann segir því mikilvægt að ráð- ast í framkvæmdir núna þegar hreinsun strandlengjunnar er nán- ast lokið en það verkefni hefur tekið afar mikið fjármagn á und- anförnum árum að hans sögn. Sigurður tekur undir að verk- efnið sé talsvert aðkallandi þótt ástandið sé ekki þannig að það trufli íbúa viðkomandi svæða. „Það gerist þó ekkert í dag eða á morg- un eða á næsta ári þótt við gerum ekki neitt heldur er þetta lang- tímaverkefni. Reyndar var í skýrslunni gert ráð fyrir meiri fjárveitingu í upphafi sem síðan fari verulega lækkandi en ég vel að fara aðeins hægar af stað til að auka ekki skuldir heldur frekar greiða þær niður.“ Hann segir þó um umtalsverða fjármuni að ræða því aðrar tekjur komi til en ein- ungis fjárveiting borgarinnar. Ár- lega verði því um 150 til 200 millj- ónum varið til verkefnisins. Í greinargerð Sigurðar kemur fram að talið sé að aðeins tveir innlendir verktakar hafi þau tæki og reynslu sem þarf til að taka verkefnið að sér. Með útboðinu aukist hins vegar líkurnar á að fleiri séu reiðubúnir til að afla sér tækjabúnaðar og þekkingar sem þarf. Hann segist eiga von á að verkið fari í útboð á næstu vikum og framkvæmdir hefjist þegar á þessu ári. „Núna munum við setja fullan kraft í málið í ljósi þessara fjárveitinga sem borgarráð hefur nú samþykkt,“ segir hann. Ástand holræsa víða mjög slæmt Morgunblaðið/Sverrir Lagnir eru víða orðnar tærðar í Hlíðunum en þessi mynd var einmitt tekin við endurnýjum veitukerfa í Bogahlíð síðastliðið sumar. Með nýrri tækni er hægt að komast hjá því að grafa upp heilu göturnar við endurnýjun rör- anna þannig að íbúar verða ekki fyrir eins miklum óþægindum og áður. Borgin ver 500 til 600 milljónum til endurbóta lagnakerfisins Reykjavík BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að breyta lögreglusam- þykkt bæjarins í þá veru að einka- dans verði bannaður á sama hátt og gert hefur verið á Akureyri og í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að end- urskoðun samþykktarinnar verði lokið innan tveggja mánaða og að bannið taki þá gildi. Á fundinum lagði Samfylkingin fram að nýju tillögu sína um bann við einkadansi í Kópavogi en áður en kom til afgreiðslu hennar kynnti Sig- urður Geirdal bæjarstjóri tillögu sem fól í sér að fram færi „heildar- endurskoðun á lögreglusamþykkt Kópavogs, þar sem m.a. verði bætt inn ákvæði er banni einkadans skv. því sem dómur Hæstaréttar frá 20. feb. sl. gefur tilefni til.“ Er þar vísað til þess að Hæstirétt- ur sneri við dómi héraðsdóms frá því í nóvember og staðfesti að Reykja- víkurborg hefði mátt setja ákvæði í lögreglusamþykkt sem bannar svo- nefndan einkadans á nektarstöðum. Í greinargerð með tillögu bæjar- stjóra kom fram að gert væri ráð fyr- ir að endurskoðuninni yrði lokið inn- an tveggja mánaða og eftir að samþykkt var, að beiðni Flosa Ei- ríkssonar, oddvita Samfylkingarinn- ar, að bæta því við tillöguna sjálfa var tillaga meirihlutans samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Birgisson, sem áður hefur lýst yfir efasemdum um slíkt bann, var ekki á fundinum. Hann segist þó ekki ósáttur við afgreiðslu málsins og leggur áherslu á að einkadans sem slíkur hafi ekki verið bannaður, heldur einungis í lokuðum rýmum. „Við frestuðum þessu á meðan við vildum fá úr því skorið hvort það væru lagalegar forsendur fyrir því að gera þetta eða ekki.“ Hann segir slíka niðurstöðu hafa fengist um málið með dómi Hæstaréttar. „Með þessu held ég að það verði einfald- lega kominn friður um málið.“ Bann við einkadansi samþykkt Kópavogur MOSFELLSBÆR leggst gegn því að Reykjavík noti heitið Úlfarsfell á nýtt hverfi sem fyrirhug- að er í hlíðum Úlfarsfells. Bæjarstjóri segir nafnið og fellin í kring um bæinn standi fyrir náttúrulegri sérstöðu Mosfellsbæjar auk þess sem stærsti hluti fjallsins sé innan lögsögu bæj- arins. Því sé ekki við hæfi að heilt hverfi í Reykjavík beri þetta heiti. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar sendi á dögunum erindi til Mosfellsbæjar þar sem óskað var eftir skoðun bæjarins á því að nýtt hverfi í hlíðum Úlfarsfells beri sama heiti og fjallið. Sú hugmynd er komin frá svokallaðri nafnanefnd Reykjavíkur, sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að nöfnum og heitum fyrir hverfi og götur í borginni. Í mars 2001 undirrituðu Reykjavíkurborg og Mosfellsbær samkomulag um að 447 hektarar í suðurhlíðum Úlfarsfells færðust úr lögsögu Mosfellsbæjar til Reykjavíkur en í staðinn eign- aðist Mosfellsbær öll lönd Reykjavíkurborgar í Mosfellsbæ eða samtals 253 hektara auk þess sem borgin greiddi bænum um 400 milljónir króna. Síðan hefur borgin unnið að skipulagn- ingu um 3.000 íbúða byggðar sem rísa mun undir Úlfarsfelli. Sem fyrr segir lagðist bæjarráð á fundi sínum í síðustu viku gegn því að hverfið beri heitið Úlf- arsfell. „Það er einfaldlega vegna þess að okkur finnst að þessi fell, Úlfarsfellið, Lágafellið, Reykjafellið, Helgafellið, Grímarsfellið og Mos- fellið, séu eins konar náttúruleg sérstaða okkar í Mosfellsbæ,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri. „Auk þess er stærri hluti Úlfarsfells innan lögsögu Mosfellsbæjar og því finnst okkur ekki við hæfi að heilt hverfi í Reykjavík heiti Úlf- arsfell. Okkur finnst við hálfpartinn eiga þessi fell og þess vegna leggjumst við gegn því að Reykjavíkurborg noti þetta nafn sem hverfa- heiti.“ Vilja ekki að borgin noti heitið Úlfarsfell Mosfellsbær NÝR gervigrasvöllur og stúka, miðasöluhús og ný flóðlýsing er með- al þess sem koma skal á íþróttasvæði KR við Frostaskjól samkvæmt til- lögu að deiliskipulagi sem auglýst hefur verið. Þetta er í fyrsta sinn sem deiliskipulag er gert af svæðinu. Að sögn Helgu Bragadóttur, skipulagsfulltrúa í Reykjavík, er með deiliskipulaginu verið að af- marka lóðina sem íþróttasvæðið er á. „Þarna er verið að koma fyrir gervi- grasvelli í stað malarvallar sem áður var ráðgerður,“ segir hún en sam- kvæmt auglýsingunni verða bíla- stæði á malarvellinum jafnframt lát- in falla niður. Þá gerir deiliskipulagið ráð fyrir nýrri stúku að vestanverðu til móts við þá sem fyrir er en æfingavellir verða minni en áður. Aðkomuleiðir verða óbreyttar og er gert ráð fyrir sex hliðum inn á völlinn sem verða við Frostaskjól, Flyðrugranda og Kaplaskjólsveg. Bílastæði við Grandaskóla nýtt á stórleikjum Möguleiki verður á miðasöluhúsi auk lítillar viðbyggingar við eitt af íþróttahúsunum, að sögn Helgu. Áformað er að koma upp nýrri flóð- lýsingu á átta 30 metra háum staur- um með því skilyrði að hún trufli ekki íbúðarhús í kring. „Það má einnig nefna að búið er að samþykkja bílastæði við Flyðru- grandann norðan við svæðið og gert er ráð fyrir að þegar um stórleiki er að ræða þá sé hægt að nýta bílastæði við Grandaskóla,“ segir Helga. Hægt er að kynna sér deiliskipu- lagstillöguna nánar hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar sem hefur aðsetur í Borgartúni 3 eða á á heimasíðu sviðsins sem hefur slóðina www.skipbygg.is. Athuga- semdum skal skilað skriflega til skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. apr- íl 2003. Deiliskipulag KR-svæðisins auglýst Morgunblaðið/Árni Sæberg Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir nýrri stúku gegnt þeirri sem fyrir er. Ný stúka, flóð- lýsing og gervi- grasvöllur Vesturbær EIN stærsta sýning sem haldin hef- ur verið í Hafnarfirði, Fólk og fyr- irtæki, verður í maí nk. en samn- ingur þar um var undirritaður sl. þriðjudag. Alls munu vel á annað hundrað fyrirtæki taka þátt í henni. Auk bæjarins er Alcan stærsti bakhjarl sýningarinnar en Alcan er stærsti vinnustaður bæjarins. Framkvæmdaaðili sýningarinnar er markaðsfyrirtækið MB Miðlun. Segir í fréttatilkynningu að fyrir utan fyrirtækjakynningar verði á sýningunni settir upp ólíkir mark- aðir, m.a. uppboðs- og flóamarkaðir auk stórrar kauphallar. Sýningin, sem fer fram dagana 29. maí til 2. júní, mun einnig marka upphaf menningarhátíðar Hafnarfjarðar. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri und- irritaði samninginn fyrir Hafn- arfjarðarbæ en Björgvin Rún- arsson, framkvæmdastjóri MB Miðlunar, fyrir framkvæmdaaðila. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ein stærsta sýning hingað til Hafnarfjörður ♦ ♦ ♦                          .                /    0             123456  7  8                          ! "#            '   "$ % # &'  # ()"*(+,-"*(         !    "  ! "#      634#     9   %&      !            "#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.