Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir MIKLAR skemmdir urðu þegar eld- ur kom upp í byggingavöruverslun- inni Bláfelli við Hafnargötu í Grinda- vík í fyrrinótt. Lögreglan rannsakar eldsupptök sem enn eru ókunn. Ásmundur Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Grindavík, segir að tilkynning um eldinn hafi borist frá Neyðarlín- unni um 1.20 í fyrrinótt. Slökkviliðsmennirnir voru snöggir á staðinn. Segir Ásmundur að þeim hafi virst eldur í innkomu á lager sem er á bak við verslunina og er op- ið þar á milli. Tveir reykkafarar fóru inn og tókst fljótlega að slökkva eld- inn. Telur Ásmundur að þeir hafi ekki mátt vera seinni á staðinn því verr hefði farið ef eldurinn hefði náð að breiða meira úr sér. Mikill elds- matur var í búðinni og á lagernum, meðal annars eldfim efni. Innbú og verslunarvörur hafa eyðilagst í brunanum og skemmdir orðið á hús- næðinu. Þá barst reykur inn í sam- byggða fataverslun og iðnaðarhús- næði. Telur Ásmundur líklegt að skemmdir hafi orðið á fatnaði. Miklar skemmdir í bygginga- vöruverslun Allar vörurnar á lager Bláfells eyðilögðust, ýmist brunnu eða bráðnuðu. Grindavík „ÞETTA er einn af þeim þorskum sem Hafrannsóknastofnun vill friða,“ sagði Hafsteinn Sæmundsson sjómaður sem var að landa úr Trylli GK 600 í Grindvíkurhöfn í gær. Hann vísaði þar til tillagna Hafrann- sóknastofnunar um að tvöfalda veiðibann vegna friðunar hrygning- arþorsks. Mjög góð veiði hefur verið hjá stóru línubátunum sem leggja upp í Grindavíkurhöfn, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra. Bátarn- ir eiga að landa á ákveðnum dögum, vikulega, og eru fljótir að ná skammtinum. Í gær voru til dæmis þrír línubátar að landa góðum afla. Aðra sögu er að segja af netabát- unum. Sverrir segir að afli þeirra hafi verið lélegur það sem af er ver- tíð. Þeir sem eru að eltast við stóra fiskinn og nota stóra möskva hafi lít- ið fengið, fiskurinn sé svo smár. Lélegt á netum Feðgarnir Hafsteinn Sæmunds- son og Heimir Hafsteinsson voru að landa úr smábáti sínum, Trylli GK 600, um hádegisbilið í gær þegar blaðamaður var á ferð á bryggjunni. Aflinn var í minna lagi en þorsk- urinn stór. Þeir sögðu að tíðarfar hafi verið erfitt og lítill afli fengist í netin. Tillögur Hafrannsóknastofn- unar um að tvöfalda veiðibann á hryngingarsvæðum þorsksins lá þeim þó þyngra á hjarta. Sögðu að veiðibann frá 20. mars til 30. apríl, eins og lagt er til, myndi ganga end- anlega frá vertíðinni. Það tæki því ekki að byrja. Hafsteinn sagði að þeir feðgar gætu farið á grásleppu og myndu gera það en bann af þessu tagi myndi ganga endanlega frá margri útgerðinni. Þá myndu smærri vinnslur væntanlega þurfa að loka og segja upp starfsfólki. Þennan vilja þeir friða Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hafsteinn sýnir einn stóran sem kom í netin hjá Trylli. Grindavík HAFIN er vinna við að ná upp stórum steini sem nýlega var stað- fest að væri í innsiglingarrennunni til Grindavíkurhafnar. Sjómælingaskip Landhelgisgæsl- unnar, Baldur, mældi nokkrar hafnir og aðra staði hér við land í fyrrasum- ar með fjölgeisla sónartæki sem Landhelgisgæslan var með að láni. Við þessar mælingar fannst meðal annars gamalt flak flugvélar á botni Skerjafjarðar. Við athuganir á nið- urstöðum mælinga sem gerðar voru í Grindavíkurhöfn kom í ljós að stór steinn var í innsiglingunni þar sem átti að vera sléttur botn. Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri segir að steinninn sé um 1,7 metrar á hæð og hafi hann greinilega orðið eftir þegar innsiglingarrennan var dýpkuð 1997. Munar mikið um stein- inni því á stórstraumsfjöru er dýpt þarna 5,3 metrar en á að vera 7 metr- ar. Hefur steininn því skapað hættu fyrir stór skip sem þarna hafa farið um. Siglingastofnun og Grindavíkur- höfn sömdu við Sjóverk um að ná steininum upp og komu starfsmenn fyrirtækisins með pramma sinn til Grindavíkur í gær. Sverrir segir að pramminn sé með krana og spil og sé ætlunin að reyna að hífa steininn upp í prammann. Reyna að ná steini úr inn- siglingunni Grindavík NIÐURSTÖÐUR rann- sókna á sýnum úr land- námsskálanum sem fannst í haust í Höfnum benda til þess að hann sé frá 9. öld eða eldri. Þegar Bjarni F. Einars- son fornleifafræðingur vann að fornleifaskráningu fyrir umhverfis- og skipu- lagssvið Reykjanesbæjar fann hann tóftir í Höfnum, skammt frá Kirkjuvogs- kirkju, sem hann taldi gamlar. Var grafið í tóft sem Bjarni taldi að væri skáli og varð það til að renna frekari stoðum undir það álit hans. Komið var niður á heillegt gólf frá land- námsöld og hleðslu sem talið er að geti verið úr langeldinum. Þarna fannst brot úr brýni og af járnhring, viðarkol og soðsteinar. Bjarni taldi strax allar líkur á að þarna hafi verið skáli og útihús á landnámsöld. Hann sér móta fyrir 5 öðrum tóttum á svæðinu og garði. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- rúnu Ástu Jónsdóttur, forstöðu- manni Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, hafa nú komið niðurstöður úr geislakola- aldursgreiningu á sýnum sem send voru til rannsókn- ar í Bandaríkjunum. Benda niðurstöðurnar til þess að sýnið sé frá 690 til 900 eftir Krist, það er að segja að skálinn sé frá 9. öld eða eldri. Sigrún Ásta hefur það eft- ir Bjarna að þetta sé um margt athyglisverð niður- staða og gefi góð fyrirheit. Húsið í Höfnum sé með elstu skálum ef niðurstöð- urnar reynist réttar. Tekið er fram að ekki megi treysta einni greiningu um of. Byggðasafnið hafði áhuga á að ráðast í frekari fornleifarannsóknir á svæðinu en ljóst er að það verður ekki á þessu ári. Bæjarráð Reykja- nesbæjar hafði ekki fjármagn til að kosta dýrar rannsóknir. Niðurstöður rannsókna á sýnum úr landnámsskálanum Skálinn er frá 9. öld eða eldri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafið var ofan í miðjan landnámsskálann fyrr í vetur. Hafnir EIGENDUR og stjórnendur Skipa- afgreiðslu Suðurnesja ehf. (SAS) ákváðu að gefa Íþróttafélaginu Nesi 500 þúsund krónur í tilefni af 40 ára afmæli SAS sem er á þessu ári. Færðu þeir forystumönnum íþróttafélagsins gjöfina á æfingu hjá Nesfélögum í íþróttahúsi Heið- arskóla fyrr í vikunni. Fjárframlagið er hluti af tekjum fyrir afmæliskveðjur sem við- skiptavinir SAS senda fyrirtækinu af þessu tilefni og birtar verða í Víkurfréttum auk þess sem fyr- irtækið sjálft leggur fram hluta fjárhæðarinnar. Á gjafabréfi sem Jón Norðfjörð, Ólafía Guðjóns- dóttir, Guðmundur R.J. Guðmunds- son og Sólveig Þórðardóttir af- hentu Gísla Jóhannssyni, formanni Ness, og fleiri stjórnarmönnum er lögð áhersla á að fyrirtækin sem sendu afmæliskveðjur eigi þannig hlutdeild í gjöfinni. Íþróttafélagið Nes heldur uppi þróttmiklu íþrótta- og félagsstarfi og er markmið félagsins að efla íþróttir og félagslíf fatlaðra ein- staklinga á Suðurnesjum undir kjörorðinu: „Það snýst allt um við- horf.“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Ánægja ríkti á æfingunni hjá Nesi þegar gjöf SAS var afhent. SAS styrkir Íþróttafélag Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.