Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 27. feb.–2. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus svínakótilettur ............................ 499 699 499 kr. kg Bónus svínahnakki m/beini .................. 399 599 399 kr. kg MS nýmjólk / léttmjólk ......................... 77 79 77 kr. ltr Frosinn kjúklingur ................................ 249 299 249 kr. kg Ferskur kjúklingur heill .......................... 349 399 349 kr. kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 28. feb. nú kr. áður kr. mælie.verð Móna kókósbar.................................... 45 55 1.500 kr. kg Móna buff, 33 g................................... 65 75 1.860 kr. kg Sharp extra strong ............................... 49 65 1.440 kr. kg Sharp eucalyptus ................................. 49 65 1.440 kr. kg Coke ½ ltr í dós og Hersheys rally .......... peanut/caramel .................................. 189 225 Toppur sítrónu 0,5 lítra og Sóma ........... tortilla með túnfiski .............................. 369 425 11–11 Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Bautabúrs saltkjöt ............................... 299 Nýtt 299 kr. kg Uncle Bens forsoðin hrísgrjón................ 109 149 270 kr. kg Uncle Bens 2step sweet&sour sósa....... 219 298 400 kr. kg SS forsteiktar farsbollar ........................ 248 309 248 kr. kg SS forsteiktar beikonbollur.................... 288 359 288 kr. kg Þeytitoppur (jurtarjómi) ........................ 159 249 159 kr. st. Mömmu jarðarberjasulta, 400 g ............ 198 259 490 kr. kg Mömmu bláberjasulta, 400 g ............... 198 259 490 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 27. feb.–1. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri og lambahryggir .................. 699 898 699 kr. kg Coke, 2 ltr ........................................... 189 209 95 kr. ltr Lamba súpukjöt................................... 399 458 399 kr. kg Cheerios, 567 g................................... 338 368 596 kr. kg Svínakótilettur ..................................... 499 645 499 kr. kg Prins pólo kassi, 30 st. í kassa.............. 948 1395 32 kr. st. Svínahakk........................................... 249 398 249 kr. kg Blandað saltkjöt frá kf .......................... 564 808 564 kr. kg Pillsbury hveiti, 2,26 kg ........................ 158 189 70 kr. kg Libbys tómatsósa, 1.021g.................... 218 254 192 kr. kg HAGKAUP Gildir 27. feb.–2. mars nú kr. áður kr. mælie.verð ½ skrokkar, pokar, bestu kaupin ........... 429 648 429 kr. kg Goddfellas pitsur ................................. 399 449 1.330 kr. kg Hatting hvítlauks snittubrauð, fr............. 249 283 830 kr. kg Provamel soja rjómi, 250 ml ................. 139 163 556 kr. ltr Lambhagasalat ................................... 189 249 189 kr. st. Knorr 1.2.enjoy.................................... 279 329 698 kr. ltr Jack Daniels BBQ ................................ 249 329 527 kr. ltr KRÓNAN Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð SS hunangsl. grísahryggvöðvi................ 1.234 1.898 1.234 kr. kg McCain GarlicFingers, 472 g................. 389 458 389 kr. kg Mccain kartöflumús, 400 g................... 179 198 440 kr. kg O & S höfðingi ..................................... 229 279 229 kr. st. O & S gotti, stór stykki.......................... 757 1.009 757 kr. kg ABT, 170 g .......................................... 65 77 380 kr. ltr Palmolive handsápa, fljótandi, 300 ml .. 159 171 530 kr. ltr NÓATÚN Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Oetker pitsa m/salami ......................... 299 399 299 kr. st. Oetker pitsa speciale ........................... 299 399 299 kr. st. Oetker pitsa Hawai............................... 299 399 299 kr. st. Daloon kínarúllur, 10 st. ....................... 499 629 50 kr. st. River basmatic hrísgrjón, 500 g............. 179 219 358 kr. kg Royal karmellu- eða súkkulaðibúðingur .. 89 119 89 kr. st. Fón Kafé noir kex, 200 g....................... 129 179 640 kr. kg SAMKAUP Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Búb. Mömmu rabarbarasulta ................ 189 218 472 kr. kg Búb. Mömmu bl. ávaxtasulta ................ 189 239 472 kr. kg Búb. Mömmu drottningarsulta .............. 189 224 472 kr. kg Búb. Mömmu bláberjasulta .................. 189 229 472 kr. kg Þeytitoppur, 250 g ............................... 159 199 636 kr. kg Vilkó smábrauð fín, 500 g .................... 199 219 398 kr. kg Katla gular baunir, 400 g...................... 69 79 172 kr. kg Kjötsel saltkjöt, 1. fl. ............................ 623 733 623 kr. kg Kjötsel saltkjöt, 2. fl. ............................ 410 482 410 kr. kg SELECT Gildir 27. feb.–26. mars nú kr. áður mælie.verð Fanta, 0,5 ltr ....................................... 105 135 Villiköttur, 50 g .................................... 75 99 Läkerol ............................................... 55 70 Bentasil .............................................. 110 140 Leo Go................................................ 60 80 Frón kanelsnúðar ................................. 265 310 Frón sultusnúðar.................................. 265 310 Frón súkkulaðisnúðar ........................... 265 310 Crembollur .......................................... 85 65 Pascual jógúrt ..................................... 195 230 Pylsa & kók, 0,4 ltr .............................. 275 340 SPARVERSLUN Gildir til 4. mars nú kr. áður mælie.verð Lambasaltkjöt valið, kjötborð ................ 948 1.098 948 kr. kg Lambasaltkjöt blandað, kjötborð ........... 448 729 448 kr. kg Lambasaltkjöt 2. fl., kjötborð ................ 248 473 248 kr. kg Gulrófur .............................................. 39 118 39 kr. kg Gulrætur, 500 g................................... 156 183 312 kr. kg Blaðlaukur .......................................... 139 166 139 kr. kg Gular baunir, 454 g .............................. 69 76 152 kr. kg ÚRVAL Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Búb. Mömmu rabarbarasulta ................ 189 218 472 kr. kg Búb. Mömmu bl. ávaxtasulta ................ 189 239 472 kr. kg Búb. Mömmu drottningarsulta .............. 189 224 472 kr. kg Búb. Mömmu bláberjasulta .................. 189 229 472 kr. kg Þeytitoppur, 250 g ............................... 159 199 636 kr. kg Vilkó smábrauð fín, 500 g .................... 199 219 398 kr. kg Katla gular baunir, 400 g...................... 69 79 172 kr. kg Kjötborð saltkjöt, blandað .................... 699 833 699 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Febrúartilboð nú kr. áður kr. mælie.verð MS samloka + súkkulaði ...................... 295 394 Trópí appelsínusafi, 0,5 ltr .................... 109 140 Twix .................................................... 59 80 Kit Kat Chunky..................................... 59 105 ÞÍN VERSLUN Gildir 27. feb.–5. mars nú kr. áður kr. mælie.verð 1944 saltkjöt og baunir........................ 287 338 338 kr. pk. 1944 hakkbollur í brúnni sósu .............. 289 340 289 kr. pk. Oetker bollumix, 500 g......................... 249 298 498 kr. kg Mömmu jarðarberjasulta, 400 g............ 199 247 497 kr. kg Þeytirjómi, 250 g ................................. 189 239 756 kr..kg Vilkó vöffluduft, 500 g .......................... 289 316 578 kr. kg Rauður rúbín kaffi, 500 g...................... 379 399 758 kr. kg Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Mjólk og sprengidagsmatur með afslætti ANDLITSMÁLUN er vinsæl af- þreying fyrir börn í seinni tíð. And- litslitir eru notaðir í leikskólum víða, eins er boðið upp á málun í versl- unarmiðstöðvum um helgar eða nán- ast í hvert sinn sem efnt er til skemmtunar fyrir börn. Nú er ösku- dagur á næsta leiti og ekki úr vegi að kynna nokkrar ábendingar um val á andlitslitum. Mælt er með því að for- eldrar og aðrir forráðamenn vandi val andlitslita fyrir börn og noti þá í hófi. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er pistill um andlitsmálun og heil- brigðiseftirlit með andlitslitum. Vís- að er í lauslega athugun á andlits- litum frá árinu 1999 í nokkrum verslunum og leikskólum. „Í ljós kom að margvíslegir litir eru seldir og notaðir sem andlitslitir og eru sumir þeirra ekki sérstaklega ætlaðir til notkunar á húð.“ Í pistlinum segir að litir sem ætl- aðir séu til notkunar á húð teljist bæði til snyrtivara og leikfanga og verði því að uppfylla ákvæði reglu- gerða. CE-merki og upplýsingar um innihald „Litirnir skulu vera CE-merktir. CE-merking er staðfesting framleið- anda á því að vara, í þessu tilfelli leikfang, uppfylli þær kröfur um heilsu, öryggi og umhverfi sem gerð- ar eru til viðkomandi vöru á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Á umbúð- um allra snyrtivara skulu koma fram upplýsingar um innihaldsefni. Þetta þýðir að á húðlitum þarf að vera inni- haldslýsing. Upplýsingar um inni- hald gera notendum til dæmis mögu- legt að forðast ákveðin efni. Ef ekki er rými fyrir innihaldslýsingu á um- búðunum þarf að vera hægt að fá slíkar upplýsingar hjá seljanda. Ekki er ráðlegt að nota húðliti á ein- staklinga sem eru ofnæmisgjarnir eða með viðkvæma húð, því að þrátt fyrir að vara uppfylli settar kröfur getur hún valdið ertingu. Þeim til- mælum er beint til foreldra og ann- arra sem nota andlitsliti að hafa eft- irfarandi í huga: – Gætið þess að húðlitir sem þið kaupið séu ætlaðir til notkunar á húð og séu CE-merktir og með upplýs- ingum um innihald. – Lesið innihaldslýsinguna og forðist liti sem ekki er hægt að fá fullnægjandi upplýsingar um hjá seljanda. – Gætið fyllsta hreinlætis við með- höndlun litanna, þvoið vel pensla og önnur áhöld sem komast í snertingu við litina, sérstaklega ef sömu áhöld eru notuð fyrir marga einstaklinga. – Gætið þess að litirnir berist ekki í augu. Minna um varasöm efni nú Upplýsingastofnun um umhverfi og heilbrigði í Danmörku kannaði gæði andlitsmálningar á dönskum markaði þrjú ár í röð og segir á heimasíðu sinni, greeninfo.dk, að mun minna sé um varasöm efni í slík- um litum nú en áður. Tæpur helm- ingur lita sem stofnunin athugaði í fyrra inniheldur hvorki efni sem skaðleg eru umhverfinu, né efni sem talin eru valda hormónabreytingum eða heilsutjóni. Fram kemur að 128 mismunandi kemísk efni hafi fundist í þeim 26 vörutegundum sem skoðaðar voru. Sum þessara efna eru sögð valda stofnuninni áhyggjum. Annars vegar er um að ræða efni sem eru skaðleg umhverfinu og hins vegar efni sem talin eru geta valdið hormónatrufl- unum. Bent er á rotvarnarefnið Iodopropynyl butylcarbamate (IPBC), sem bannað er að setja í vöru sem komist getur í snertingu við varirnar og er talið geta valdið lifrarskemmdum. Einnig segir stofn- unin að IPBC í snyrtivörum geti valdið ofnæmi. „Þar sem andlitslitir dreifast oft um allt andlitið, líka munninn, er for- eldrum ráðið frá því að nota liti sem innihalda Iodopropynyl butylcarb- amate,“ segir greeninfo.dk. Furðar stofnunin sig á því að efni sem ekki má komast í snertingu við munninn sé notað í vöru handa börnum. Fleiri efni sem foreldrum og upp- alendum er ráðlagt að varast er rot- varnarefnið butylparaben sem valdið hefur hormónatruflunum í dýratil- raunum. Einnig má nefna Butylhydrox- ytoluen, BHT, sem sagt er eitrað, þrávirkt og safnast fyrir í lífverum, en það er á lista yfir efni skaðleg um- hverfinu í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Geta innihaldið bakteríur Ein vörutegund reyndist inni- halda 2-bromo-2-Nitropropane-1,3- Diol sem sagt er hættulegt vatna- lífverum. Einnig fannst rotvarnar- efnið Imidazlidinyl urea sem talið er skaðlegt umhverfinu, og mýkingar- efnið Ammonium nonoxynol-4 sulfate, en hið nonoxynol var bannað í snyrtivörum í Noregi 1. janúar 2002. Hið síðarnefnda safnast fyrir í neysluvatni og veldur hugsanlega estrógenáhrifum á líkamann. Þá fundust ilmefni í nokkrum vörutegundum, en þau geta valdið ofnæmi og eru í sumum tilvikum skaðleg umhverfi, samkvæmt heima- síðu stofnunarinnar. Rotvarnarefni þjóna þeim tilgangi að hindra vöxt baktería og segir greeninfo.dk að andlitslitir sem búið er að opna geti innihaldið fjölda sjúk- dómsvaldandi örvera, þar sem þeir séu oft notaðir á mörg börn í einu. Fram kemur að þótt sum efnanna sem fundust í athugun dönsku stofn- unarinnar geti valdið ofnæmi sé ekki gott að segja hvort hættan sé mikil eða lítil. „Umbúðir geta haft sitt að segja, ekki er heldur hægt að segja til um gæði hráefnisins sem notað er í litina eða í hve miklu magni tiltekin efni eru. Grøn Information ráðleggur foreldrum eftir sem áður að bera ekki andlitsliti á ofnæmishúð eða þurra og sprungna húð.“ Vatnsleysanleg andlitsmálning er þvegin af með vatni og sápu. Fitu- leysanleg málning næst einungis af með hreinsikremi og andlitsvatni og kranavatni í lokin. Loks ráðleggur stofnunin foreldr- um og forráðamönnum að nota and- litsmálun einungis til tilbreytingar, ekki hvað eftir annað. Farið sparlega með and- litsliti og vandið valið 128 mismunandi efni hafa fundist í andlitsmálningu í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.