Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINUM þrautseiga samanburði á milli hlutverka málverksins og ljós- myndarinnar ætlar seint að linna, eins og heyra mátti á málþingi sem haldið var á Kjarvalsstöðum fyrr í mánuðinum um strauma og stefnur í myndlist. Þar voru miðlarnir tveir nokkrum sinnum nefndir til saman- burðar og varpaði einn gestanna m.a. fram þeirri spurningu hvort ljósmyndin hefði ekki endanlega sigrað málverkið. Samanburðurinn er skiljanlegur þar sem miðlarnir eru nátengdir og skerast oft saman. Dæmi um það eru Norrænu Carneg- ie-verðlaunin sem veitt eru fyrir málverk, en á þeim sýningum hefur enn ekki brugðist að nokkur ljós- myndaverk fylgi með, svona til að teygja hugmyndina um málverkið. Hið sama var gert út frá hlið ljós- myndarinnar á stórsýningunni „I am a camera“ árið 2001 í Saatchi- galleríinu í Lundúnum, en þar mátti sjá nokkur raunsæismálverk á milli ljósmyndaverkanna. Ljósmyndin er sprottin út frá málverkinu og hafa margir fræði- og listamenn, þ.á m. breski málarinn David Hockney, haldið því fram að ljósmyndin hafi í raun verið fundin upp á endurreisnartímanum með Cameru obscura-málaratækni, sem t.d. Johannes Vermeer notaði síðan óspart á 17. öldinni í sköpun meist- araverka sinna. Ljósmyndavélin (Camera lucinda), sem kom á mark- að árið 1839, er þannig séð ekkert annað en tæknileg útfærsla á Cam- eru obscura þar sem handverkið er ekki lengur milliliður frá auga til eft- irmyndar. Birtingarmynd andans Það er því eðlilegast að nota ljós- mynd til að skila ítarlegri eftirmynd, eins og t.d. af andliti manneskju. En þegar kemur að sköpun er málið kannski ekki svo einfalt. Eins og fram kemur í stuttum texta Þor- valds Þorsteinssonar fyrir mál- verkasýningu Karls Jóhanns Jóns- sonar, sem er í Hafnarborg um þessar mundir, þá er djúpstæð merking í orðinu „andlit“. Orðið vís- ar í andann sem býr í manninum. Það er einmitt þessi andi, þetta óáþreifanlega aðdráttarafl, sem við skiljum ekki heldur skynjum, sem myndlistarmenn hafa leitast við að tjá öldum saman, hvort sem það er í mannamyndum, landslagsmyndum, athöfnum eða abstraktsjónum, í málverki, skúlptúr, myndbandi, gjörningum eða þá ljósmyndum. Enginn listmiðill stendur uppi sem sigurvegari í þeirri leit því að hún snýst ekki um þess háttar sigur. Hún snýst um sigur andans yfir efn- inu. Eitt hlutverkanna sem ljósmyndin tók við af málverkinu var portret- myndin. Á sumum ljósmyndastofum í dag er jafnvel hægt að fá portret- mynd prentaða á striga. Portretmál- verk, og þá sérstaklega portret eftir pöntunum, hefur virst vera deyjandi grein á Íslandi á síðustu áratugum. Einar Hákonarson, Baltasar Samp- er og Eiríkur Smith eru þeir lista- menn sem helst hafa tekið slík verk- efni að sér. Helgi Þorgils Friðjónsson var jú með sýningu á portretmálverkum í Galleríi Sævars Karls fyrir tveimur árum en þau voru ekki unnin eftir pöntunum og ég hef heldur ekki orðið var við framhald á þeirri sýningu hjá Helga. Fleiri starfandi listmálarar koma mér ekki í hug varðandi portretmál- verk, nema þá Karl Jóhann Jónsson, fæddur 1968, sem undanfarin ár hef- ur helgað sig þessari listgrein. Mál- verkasýning Karls í Hafnarborg nefnist „Albúm“, sbr. myndaalbúm, og inniheldur 68 portretmyndir, all- ar málaðar með olíulitum á striga, utan nokkurra mynda á kaffistof- unni sem unnar eru með gvass og vatnslitum. Aðallega eru þetta mannamyndir, en jafnframt leynast þarna myndir af trjám, mat og dýr- um sem má skoða sem portret þótt ekki sé um mannsandlit að ræða. Einungis tvö málverk á sýningunni eru máluð eftir pöntun, þau eru af fyrrverandi skólastjóra og skóla- stjórafrú Menntaskólans að Laugar- vatni. Aðrar fyrirsætur hefur lista- maðurinn sjálfur valið og túlkað í mynd. Má þar nefna Sigrúnu Hjálm- týsdóttur sem Karl Jóhann túlkar sem melankólíska húsmóður og er mjög ólíkt þeirri ímynd sem hingað til hefur verið dregin af þessari glað- væru brosmildu söngkonu. Karl tekst á við andlit margra annarra kunna Íslendinga, þ.á m. Megasar, Össurar Skarphéðinssonar, Þorvald- ar Þorsteinssonar, Arthúrs Björg- vins Bollasonar, Árna Björnssonar þjóðháttarfræðings og Eiríks Smith. Talsvert er af fjölskyldumyndum á sýningunni, þ.e. sjálfsmyndir og myndir af konu og börnum lista- mannsins og svo eru nokkrar tillög- ur að andliti Jesú Krists. Karl Jóhann Jónsson er sem bet- ur fer ekki vélrænn portretmálari, sbr. myndakassa eins og eru í Kringlunni sem tölvuteikna líflausar portretmyndir á einni mínútu eða svo. Karl styðst þó við tæknina og nýtir sér ljósmyndir á milli þess að hann hittir fyrirsæturnar. Myndirn- ar eru misjafnar að gæðum. Í sum- um tilfellum heppnast honum ekki vel en í öðrum hefur hann fundið töfrana sem þarf. Það hefur ekkert með hlutföll eða línur að gera heldur hvort listamaðurinn nái andlegri tengingu við fyrirmynd sína eða ekki. Heilabylgjur og húsgögn „Andrúm“ nefnist samsýning þeirra Kristins Pálmasonar, listmál- ara, Baldurs J. Baldurssonar tónlist- armanns og Gulleik Lövskar hús- gagnahönnuðar í Sverrissal og apoteki Hafnarborgar. Kristinn hefur hægt og rólega verið að stíga upp sem einn af at- hyglisverðum listmálurum yngri kynslóðarinnar. Hann sýnir 9 óhlut- bundin málverk, ýmist máluð með olíu eða akrýl á ál, MDF eða striga. Kristinn notar eiginleika olíu- og akrýlefnanna mjög vel. Í akrýlverk- unum liggur plastefnið sem þykkt yfirborð á fletinum, en olíuverkin eru aftur á móti unnin í mörgum lög- um sem listamaðurinn málar og skefur til skiptis. Þannig skapast dýpt á fletinum sem er öfugt við það sem hann virðist ætla með akrýl- málningunni. Hljóðverk eða tónverk Baldurs J. Baldurssonar eru í sitt hvorum saln- um, en vinna saman á milli salanna. Í Sverrissal er verk sem hann bygg- ir á heilabylgjum og í apoteki er hljóðverk á mýkri nótunum í þremur stuttum köflum. Verkin minna mig helst á hugleiðslumúsík, léttir tónar sveima yfir þungri jarðtengingu og á köflum skapast örlítill drami. Ef- laust gæti ég allt eins lýst málverk- um Kristins Pálmasonar með þess- um hætti og eiga verk þeirra félaga margt sameiginlegt, enda eru þeir ekki óvanir samstarfi. Kristinn og Gulleik Lövskar sýndu saman í Galleríi Skugga í fyrra, Kristinn var með málverk á jarðhæðinni en Gulleik með stóla í kjallaranum sem voru á mörkum skúlptúrs og húsgagna. Í Hafnar- borg sýnir Gulleik stóla á ný, en að þessu sinni eru þeir augljóst hús- gagn. Stólarnir eru þrír, hæginda- stóll, barstóll og borðstofustóll úr eik með leðuráklæði. Þeir eru skop- legir á að líta. Stólfæturnir minna á dýrafætur, svo sem á kanínu, og spennan í fótunum gerir það að verkum að þeir virðast ætla að stökkva af stað á hverri stundu. Gulleik er prýðishönnuður en ég upplifi stóla hans í allt öðrum takti en verk Kristins og Baldurs og fyrir mitt leyti skapa þeir annars konar „andrúm“ en félagar hans leggja upp með. Kann heildarmynd sýning- arinnar að líða svolítið fyrir það, en hver listamaður fyrir sig skilar samt frá sér fyrirtaks verkum. Íslensku sæskrímslin Þessa vikuna stendur yfir sýning á átta lágmyndum eftir Huldu Há- kon í kjallaranum í Gallerí i8 og í Slunkaríki á Ísafirði. Myndirnar eru unnar eftir skrímslamyndum sem sjást á miðunum við Ísland á landa- korti sem hollenski kortagerðar- maðurinn Abraham Ortelius gaf út árið 1590. Höfundur þess er ókunn- ur en öll bönd berast þó að Guð- brandi Þorlákssyni, biskupi á Hól- um. Lágmyndir Huldu hafa naív yfir- bragð og kannski eðlilega ef miðað er við upprunalegu myndirnar. Ekki er mér fyllilega ljóst hvers vegna listakonan endurvinnur þessar myndir yfir í lágmyndir, hvort það er af einskærum áhuga hennar á þessum furðulegu fyrirbærum, hvort það séu einhver þjóðleg ein- kenni við myndirnar sem heilla eða hvort hún sé að nota skrímslin ásamt rituðum textum sem staðsetn- ingartákn umhverfis landið, sem kann þá að vera ástæðan fyrir því að hún vilji sýna verkið samtímis á tveimur stöðum á landinu. Sjálfur sé ég lágmyndirnar sem einhvers kon- ar íslenskt kitsch í líkingu við yf- irgengilegar eftirgerðir Jeff Koons af sætum keramikhundum sem seld- ir eru í blóma- og minjavöruversl- unum. Munurinn er þá fyrst og fremst þjóðlegur enda hafa þessar furðuverur fylgt okkur í um 400 ár. Í kjallaranum í i8 blandast lág- myndir Huldu við önnur verk sem þar eru til sölu eftir aðra listamenn svo erfitt að sjá verk hennar sem sérstaka einkasýningu þar. Ég hef ekki séð sýninguna í Slunkaríki, sem byggir á afsteypum af sömu sæ- skrímslamyndum, en ég geri mér það í hugarlund að verkin njóti sín betur ein og sér í rými á Ísafirði. Listin, and- inn og efnið MYNDLIST Hafnarborg Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17 og standa til 10. mars. PORTRETTMÁLVERK KARL JÓHANN JÓNSSON SVERRISSALUR OG APOTEK MÁLVERK, HLJÓÐVERK OG HÚS- GAGNAHÖNNUN KRISTINN PÁLMASON, BALDUR J. BALD- URSSON OG GULLEIK LÖVSKAR Gallerí i8 – kjallari Galleríið er opið fimmtudaga til laug- ardaga frá kl. 11–18 og eftir sam- komulagi. Sýningunni lýkur 2. mars. LÁGMYNDIR HULDA HÁKON Einn af stólum Gulleiks Lövskar. Olíumálverk eftir Kristin Pálmason í Sverrissal. Jón B.K. Ransu Andlitsmynd af eiginkonu listamannsins og portrett af Eiríki Smith list- málara á sýningu Karls Jóhanns Jónssonar í Hafnarborg. FÁUM blandast hugur um að vart hefur meiri herkonunungur gengið um grundir en Alexander mikli. Hann lagði undir sig mikinn hluta Evrópu og Asíu og raunar einnig hluta Afríku. Ævi hans frá upphafi valdatíma hans var nánast ein herför og sigrar hans með ólík- indum. Snemma hafa því sagnir margar verið til um þann merka mann sem síðar voru endurvaktar á miðöldum seint á 12. öld í söguljóði á latínu eftir Galterus de Castel- lione, franskt skáld og lærdóms- mann. Það söguljóð fékk heitið Alexandreis eða Alexanderskviða og dregur dám af verkum hinna klass- ísku rómversku höfunda í máli stíl og lærdómslist, ekki síst af Eneas- arkviðu Virgils. Þetta söguljóð fór sem eldur um sinu um Evrópu og rataði einnig hingað til Íslands. Hér á landi féll söguljóðið þó í annars konar farveg en víðast hvar annars staðar því að á 12. og 13. öld er að þróast margháttar skáldskap- ar- og sagnaritunarhefð á íslensku við hlið hinnar latnesku rithefðar sem ríkti í flestum löndum kristinna manna. Menn höfðu auk þess unnið að ýmiss konar þýðingum helgum að miklu leyti voru raunar endur- sagnir og túlkanir en farið var að örla á veraldlegum þýðingum. Það fór því svo að til varð á íslensku Al- exanders saga sem ekki getur þó talist til söguljóða þó að hún byggi efnislega á Alexanders kviðu. Al- mennt er talið að Brandur Jónsson, biskup á Hólum hafi þýtt verkið eða í það minnsta haft umsjón með þýð- ingunni. Alexanders saga hefur töluvert sjálfstæði gagnvart frumtextanum. Höfundurinn vitnar að vísu oft í meistara Galterus og efnisleg þýð- ing fer oft nærri upprunalegum textum ritsins en hann sleppir ýmsu flúri söguljóðsins, styttir textann sums staðar og lengir hann annars staðar með því að staðfæra söguna miðað við forsendur íslenskra les- enda, gefur textanum íslenskt sagnaform og veltir jafnvel ýmsu því fyrir sér sem ekki er getið um í kviðu hins franska meistara. Ný útgáfa Alexanders sögu sem Gunnlaugur Ingólfsson hefur búið til prentunar hefur nú séð dagsins ljós. Þetta er vönduð og aðgengileg útgáfa, byggð á eldri útgáfu Finns Jónssonar en tillit tekið til útgáfna þeirra Ungers (1848) og Halldórs Laxness (1945) og jafnvel tekið mið af leshætti Jóns Helgasonar. Henni fylgja orðskýringar og gagnlegur eftirmáli. Í raun og veru býður Alexanders saga upp á margt það besta sem miðaldasagnaritarar íslenskir höfðu upp á að bjóða, töfrandi gullald- armál, stórbrotnar bardagalýsingar, sterkar mannlýsingar, siðferðisleg- ar og heimspekilegar vangaveltur á stundum með trúarlegu ívafi en um- fram allt markviss stíltök. Fá rit túlka betur heimsmynd miðalda. Það er líka engu líkara en maður verði vitni að fæðingu máls og ný- sköpun, samhæfingu latnesks mál- og hugmyndaheims og íslensks þar sem hvergi hallar þó á íslenskuna. Ég nefni sem dæmi þegar þýðandi útskýrir amasónur fyrir lesendum sínum ,,er á danska tungu megu vel heita skjaldmeyjar“. Meira þarf ekki til. Þetta skilja íslenskir les- endur. Það er því ástæða til að gleðjast yfir því að Alexanders saga skuli nú vera enn á ný aðgengileg mönnum annars staðar en á söfnum og fræðasetrum. Af fræknum herkonungi BÆKUR Miðaldasaga eftir Galterus de Castellione. Gunnlaugur Ingólfsson bjó söguna til prentunar, samdi skýringar og ritaði eftirmála. Steinholt. 2002 - 222 bls. ALEXANDERS SAGA Skafti Þ. Halldórsson KEITH Reed heldur tvenna ein- söngstónleika á næstunni. Þeir fyrri verða í Egilsstaðakirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og hinir seinni í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit á sunnudag kl. 16. Á efnisskrá verða lög eftir Johannes Brahms. Undirleikari er Aladar Rácz frá Húsavík. Tónleikarnir bera yfir- skriftina Milli ljóss og skugga. Keith Reed hefur starfað sem söngkennari og tónlistarkennari á Egilsstöðum undanfarin sex ár. Hann hefur sungið á mörgun tón- leikum bæði hér heima og erlendis, sungið bassahlutverk í fjölda kór- verka og einnig fjölmörg óperuhlut- verk bæði erlendis og við Íslensku óperuna. Keith mun syngja Leporello í óp- erunni Don Giovanni sem verður flutt í júní á sumarhátíð Óperustúdíó Austurlands sem nefnist Bjartar nætur. Keith Reed syngur Brahms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.