Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 41 Fallinn er frá Krist- leifur á Húsafelli. Fram í hugann streyma minningar frá liðnum sextíu árum um vin- áttu, hjálpsemi og gestrisni, sem aldrei brást. „Til góðs vinar liggja gagnvegir,“ segir í fornum fræðum. Milli Húsafells og Kalmanstungu hefur verið mikil vinátta, þess er gott að minnast þegar leiðir skilur um sinn. Kristleifur var mikill framfara- maður eins og verk hans sýna, jafnan að hugsa um hvað til framfara horfði fyrir byggðina hér um slóðir. Hann sá það á undan öðrum mönnum að ferðaþjónusta myndi verða framtíð- aratvinnuvegur og eitt af hans síð- ustu áhugamálum var að koma upp þjóðgarði hér í efstu byggðum. Vel má vera að það takist, þótt síðar verði. Við Bryndís sendum Sigrúnu og allri fjölskyldu hans samúðar- kveðjur við fráfall hans. Kristleifs er gott að minnast, nú þegar hann er farinn „meir að starfa Guðs um geim“. Kalman Stefánsson. Kristleifur Þorsteinsson var for- ystumaður í sinni heimasveit og þjóð- kunnur frumkvöðull í ferðaþjónustu. Ég kynntist honum fyrst á unglings- árum, er leið okkar Úlfsstaðafrænda lá til útilegu og veiða á Arnarvatns- heiði. Hann hafði sjálfur kynnst heið- inni á unga aldri og hinum góðu áhrifum, sem dvölin þar hefur á menn, og var jafnan reiðubúinn að leiðbeina hinum yngri Borgfirðing- um um leiðir og vænlega veiðistaði. Síðar rökræddum við stundum fram- tíðarskipan mála á heiðinni; vildi KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON ✝ Kristleifur Þor-steinsson, bóndi og hreppstjóri, fæddist á Húsafelli 11. ágúst 1923. Hann andaðist á Grensás- deild Landspítalans 7. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Reykholts- kirkju 15. febrúar. Kristleifur leggja þang- að vegi og koma upp að- stöðu fyrir ferðafólk, en ég andmælti slíkum áformum. Ekki urðum við á eitt sáttir um þetta en þó tókst með okkur ágæt vinátta þrátt fyrir drjúgan ald- ursmun. Hittumst við oft að máli er leið mín lá framhjá Húsafelli. Kristleifur kynntist heimsfræðikenningum Helga Pjeturss í föður- garði og gekk fyrir hálfri öld í lið með nokkrum Borgfirðingum, sem þá hófu að afla málefni þessu fylgis að frumkvæði afa míns, Þorsteins Jóns- sonar á Úlfsstöðum. Þótt tími til íhugunar tilverunnar væri oft naum- ur í erilsömu starfi ferðabóndans studdi Kristleifur kenningar þessar alla tíð og var jafnan mjög hliðhollur útgáfu- og fræðslustarfi því, sem fað- ir minn og afi stunduðu ásamt öðrum um áratuga skeið. Einnig sýndi hann Áslaugu ömmu minni á Úlfsstöðum ræktarsemi síðustu æviár hennar. Fyrir þetta ber honum heiður og þökk að leiðarlokum. Þorsteinn Þorsteinsson. Mig langaði að minnast Kristleifs á Húsafelli, góðvinar míns og frænda með örfáum línum. Ég var ekki nema 14 ára þegar ég byrjaði að vinna í Húsafelli við ferða- þjónustu, fyrst hjá Kristleifi og Sig- rúnu, en síðar hjá Ingu og Dóra, Önnu og Nonna og síðast Hrefnu og Begga og er þar enn. Það er margs að minnast frá þess- um sumrum mínum í Húsafelli, en þau Kristleifur og Sigrún hafa verið mér eins konar afi og amma í gegn- um árin. Elsku Sigrún mín, missir þinn er mikill. Það er mikið lán að hafa kynnst manni eins og Kristleifi, því af hon- um var mikið hægt að læra, hann var alveg með ólíkindum duglegur og af- kastamikill, hann var hreinlega alltaf að. Snemma á morgnana var Krist- leifur alltaf mættur og yfirleitt var hann síðastur heim á kvöldin, eigin- lega veit ég ekki hvenær hann hvíldi sig, en stundum sást hvíta Ladan stopp í vegkantinum eða í skóginum og var þá verið að fá sér „kríu“ eins og honum var einum lagið. Það er af mörgu að taka og margt ansi broslegt. Hjá Kristleifi voru ekki til vandamál því vandamál voru til að leysa þau eins og hann sagði. Ég man einhverju sinni fyrir all- nokkrum árum, þegar óprúttnir ferðalangar höfðu brugðið sér í sund að næturlagi og illa gekk að reka þá upp úr að þá einfaldlega brá Krist- leifur á það ráð að taka fötin sem fólkið hafði verið í og hótaði að fara með heim ef þau kæmu sér ekki upp- úr lauginni, sundgestirnir brugðust skjótt við og forðuðu sér upp úr möglunarlaust. Eins man ég eftir einu atviki þegar ég var á leið heim úr vinnu að þá keyrði ég fram á Kristleif við brúna hjá Ásgili þar sem hann var á Löd- unni sinni með skóflu og sand í kerru og var að hamast við að fylla upp í holur í veginum sem myndast gjarn- an við brúna, ég spurði hann hverju þetta sætti og hann sagðist sko ekki nenna að bíða eftir því að þeir í vega- gerðinni löguðu veginn, svo hann gerði þetta bara sjálfur. Mikið hugarfóstur hjá Kristleifi var íshellirinn góði á Langjökli, ég man það svo vel því þetta sumar var ég að vinna í skálanum þar og voru það ófá skiptin sem Kristleifur kom þangað uppeftir til að grafa, moka og sjá til þess að allt ætti að vera eins og það átti að vera og afrekaði hann meira að segja að sofa yfir nótt í hell- inum, geri aðrir betur. Ein af mörgum hugmyndum sem hann átti og framkvæmdi var að tappa „heilsuvatni“ á flöskur sem síð- an voru seldar bæði í sjoppunni og í Jaka við mikla hrifningu barna- barnanna sem ávallt fengu að taka þátt í að hjálpa afa sínum. Já, það er margs að minnast en hér læt ég staðar numið því enda- laust er hægt að halda áfram. Krist- leifur á Húsafelli var merkismaður og átti engan sinn líka. Hans er sárt saknað. Elsku Sigrún, börn og barnabörn, ykkar missir er mikill. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hrafnhildur. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, þannig get ég hugsað mér vistaskipti Jóns Guð- mundssonar, eða Jóns granna eins og ég nefndi hann oftast. Jón lifði langa ævi, tæplega 92 ár og miklar þjóðfélagsbreytingar. Við átt- um langa samleið á vinnustað okkar Heilsustofnun NLFÍ. Var hann bygg- ingarmeistari frá fyrstu skóflustungu þar til sonur hans, Guðmundur, tók við. Nágrannar vorum við í Heiðar- brún, en það hverfi byggðist upp fyrir um 30 árum síðan og svo skemmtilega vildi til að við bjuggum þar frá því, andspænis hvort öðru þar til hann flutti á dvalarheimilið Ás. Lukkuhjól- ið hans Jóns var ævistarfið hans, að byggja hús og mörg eru þau sýnileg í Hveragerði eftir hann og ekki lítil, eins og Heilsustofnunin og Hvera- gerðiskirkja svo fátt eitt sé tínt til. Saga Jóns er hluti af byggingasögu og félagssögu Hvergerðinga og þegar ég lít yfir farinn veg er margs að minnast en Jón var virkur samborgari, góður samstarfsmaður og nágranni. Hann var félagsvera í orðsins fyllstu merk- ingu og fátt eitt var honum óviðkom- JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Jón Guðmunds-son fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 14. mars 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 13. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hvera- gerðiskirkju 26. febrúar. andi. En fyrst og fremst bar hann umhyggju fyr- ir öðrum og skemmti- legasti eiginleiki hans fannst mér vera forvitni hans um menn og mál- efni. Aðalkostur hans sem er andstæða for- vitninnar var þag- mælska. Hnýsni hans var ekki til þess að bera út Gróusögur heldur til að vera með og vera til taks ef við ætti. Að ferðast um Ísland var snar þáttur í hans lífi og margar ferðir voru farnar enda maðurinn léttur í spori. Einnar ferðar minnist ég sérstaklega sem við fórum með Ferðafélagi Ís- lands, ein áramót í Þórsmörk, fimm vinnufélagar sem deildum plássi sam- an og héldum okkar hátíð í ægifögru umhverfi skaparans ásamt ferða- félögum og nýju ári fagnað í góðra vina hópi. Við í vinnunni kölluðum hann stundum Jón á röltinu því hann gekk sjaldnast heldur hljóp við fót. Til margra ára var Jón liðsmaður Leik- félags Hveragerðis, smíðaði leiktjöld en á þeim árum voru leiksýningar líka haldnar í nágrannabyggðum. Frá ár- dögum Bridgsfélagsins á ég líka minningar með honum. Eftir að eldri- borgarafélagið varð til var hann með og þegar Þorlákssetrið var vígt var hann búinn að gefa borðbúnað svo vel væri tekið á móti veislu- og vígslu- gestum. Svona var Jón gjafmildur og kirkjan naut líka gjafa hans. Kirkju- smiðurinn Jón var sjálfsagður ferða- félagi kirkjukórsins og minnisstæð er mér ferð kórsins til Narvíkur í Nor- egi. Naut Jón ferðarinnar og í góðum félagsskap gestgjafa á Jónsmessuhá- tíð, við bálið, brá hann sér í sjóinn til að kæla sig. Gestgjafarnir, norsku hjónin, voru ljósmyndarar og mynd- rænt útlit Jóns var myndað. Á marg- ar árshátíðir og starfsmannaskemmt- anir var hann mættur fyrstur manna og einnig gátum við samstarfsmenn heiðrað hann við merk tímamót en hirðskáldið okkar Þórhallur læknir, ljóðaði þá oft til hans smellnum vís- um. Lífsins lukkuhjólið hans Jóns hefur stöðvast og samferðamennirnir kveðja hann með þökk og virðingu. Þökk sé þér fyrir samfylgd þína, Jón minn granni. Við hjónin biðjum af- komendum blessunar og samúðar við ferðalokin sem öllum mæta. Far vel til æðri starfa og himnasmiðurinn tekur þar á móti þér. Jóna Einarsdóttir. Kynni okkar af Sig- urði í Loftorku, eins og hann var jafnan nefnd- ur í okkar hópi, hófust fyrir rúmum þremur áratugum, þegar við SIGURÐUR SIGURÐSSON ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. febrúar. hófum að starfa fyrir fyrirtæki hans, Loft- orku, við mælingar og magnútreikninga vegna ýmissa fram- kvæmda á vegum fyr- irtækisins við lagningu hitaveitu og gatnagerð. Sigurður var glað- sinna og alltaf var stutt í brosið, en hann var líka skapmaður og gat verið harður í horn að taka ef svo bar undir. Það er okkar álit að Sigurður hafi verið far- sæll vinuveitandi enda eru flestir af þeim starfsmönnum Loftorku, sem við kynntumst í upp- hafi, enn að störfum þar. Það þarf lagni og útsjónarsemi til að reka verktakafyrirtæki á sviði jarðvinnu og gatnagerðar í því harða umhverfi sem þessi fyrirtæki hafa lengst af búið við og til marks um það skal nefnt að flest þau fyrirtæki sem störfuðu á þessu sviði á Reykjavík- ursvæðinu um 1970 eru ekki lengur til. Undir stjórn Sigurðar hefur Loft- orka lifað og dafnað og er nú orðið 40 ára gamalt og eitt af elstu verktaka- fyrirtækjum landsins. Um leið og við þökkum Sigurði fyrir ánægjuleg samskipti og sam- starf öll þessi ár sendum við eftirlif- andi konu hans, Sæunni Andrésdótt- ur, og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Guðjón Torfi og Þorgeir Guðmundssynir. ✝ Kristín Þórðar-dóttir fæddist á Brávöllum á Stokks- eyri 28. nóvember 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. febrúar síð- astliðinn. Kristín var dóttir hjónanna Mál- fríðar Halldórsdótt- ur, f. 8.8. 1889, d. 7.11. 1933, og Þórð- ar Jónssonar bók- haldara frá Stokks- eyri, f. 16.4. 1886, d. 28.9. 1959. Systkini Kristínar eru Sig- urður, f. 1912, d. 1978; Ragnar, f. 1915, d. 1972; Guðrún, f. 1922, og Helga, f. 1926. Kristín giftist 15. júlí 1939 Birni Magnússyni vélfræðingi, f. 5. des. 1913, d. 21. sept. 1985. Björn var sonur hjónanna Magn- úsar Björnssonar fuglafræðings, d. 1947, og Vilborgar Þorkels- dóttur, d. 1930. Dætur Kristínar og Björns eru: 1) Málfríður Krist- ín læknaritari, f. 20.12. 1939, gift Guðmundi A. Þórðarsyni vél- fræðingi, f. 29.6. 1934. Börn þeirra eru: a) Guðrún Helga, f. 1959, gift Jóni Gunnlaugssyni, dætur þeirra eru Fríða Kristín og Hildur; b) Björn, f. 1961, kvæntur Skúlínu H. Guðmunds- dóttur. Börn þeirra eru: Hjörtur Björn, Jóhann Skúli og María Rós; c) Krist- ín, f. 1962, sambýlis- maður Guðmundur Benediktsson, dæt- ur þeirra eru Anna Björk og Oddný; d) Þórður, f. 1976. 2) Margrét skrifstofu- maður, f. 29.1. 1947, var gift Eiríki Karlssyni. Börn þeirra eru: a) Ingi- björg, f. 1972, dóttir hennar er Þórhildur Marteinsdóttir; b) Karl, f. 1975, í sambúð með Steinunni Bjarnar- son. Kristín ólst upp á Stokkseyri til 11 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum til Reykja- víkur. Ung að árum hóf hún störf í bókabúð Guðmundar Gamalíels- sonar og vann þar um áratugs- skeið. Síðustu æviár sín dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför Kristínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vegna mistaka birtust minning- argreinar í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á þeim mis- tökum. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Kristínar Þórðar- dóttur, í nokkrum orðum, en um þessar mundir eru u.þ.b. 45 ár síðan ég kom fyrst á heimili hennar og Björns í Barmahlíðinni, þar sem þau bjuggu þá, og var ég einmitt þá að gera hosur mínar grænar fyrir eldri heimasætunni, henni Fríðu, sem varð konan mín. Að sjálfsögðu var ég hálfkvíðinn er ég kom fyrst á heimili þeirra, en sá kvíði hvarf brátt og var ég strax tekinn sem einn af fjölskyldunni og hefur aldrei síðan borið skugga á, enda voru bæði tvö einstaklega ljúfar og við- mótsþýðar persónur. Kristín var þá eins og alla tíð fyrst og fremst húsmóðir. Á yngri árum hafði Kristín unnið um árabil í bóka- búð Guðmundar Gamalíelssonar, sem þá var ein virtasta bókabúð bæjarins, og heyrði ég hana oft minnast þeirra tíma með mikilli virðingu. Í slíku umhverfi sé ég tengdamóður mína eins og drottn- ingu í ríki sínu innan um allt þetta bókaflóð. Þekking hennar á bók- menntum þeirra tíma var ótrúleg. Sérgrein hennar var þó fyrst og fremst ljóðabækur þeirra tíma, sem hún meðhöndlaði og dáði mest. Kunni hún og þuldi ljóð helstu ljóð- skálda þeirra tíma, svo sem Davíðs og Einars Ben. Þau Björn og Kristín áttu mjög gott bókasafn og sér í lagi ljóðasafn. Allmargar bækur voru innbundnar af þeim sjálfum og stunduðu þau þetta tómstundagaman á seinni ár- um. Eitt sinn barst það í tal milli okk- ar Kristínar að afi minn, sem hét Jón Ólafsson, hefði drukknað á flóa- bátnum Geraldínu hér í Faxaflóa ár- ið 1908. Sagðist ég hvergi hafa séð neitt um þetta slys á prenti. Næst þegar ég hitti Kristínu kom hún með tvær bækur sem sögðu frá þessu slysi. Þetta sýnir m.a. hve þekking hennar á þessu sem öðru var geysi- lega víðtæk. Enda sagði hún oft og einatt að bækur væru til að lesa en ekki bara horfa á þær í hillum. Bæði voru þau hjón einstaklega barngóð og barnabörnin hændust að þeim, hvort heldur að afi og amma komu í heimsókn upp á Skaga, eða börnin voru í nokkra daga dvöl í Álf- heimum. Það var alltaf tilhlökkunar- efni hjá börnunum á þessum árum. Kristín var framan af ævi sinni mjög heilsuhraust og vel á sig kom- in. Hún var glæsileg kona með brún augu og einkar fallegt kastaníu- brúnt þykkt hár, sem hún hélt að mestu til hins síðasta. Heimili hennar og Björns var hlý- legt og notalegt og var samband þeirra einstaklega gott og elskulegt. Björn, tengdafaðir minn, var gull að manni, en eftir að hann veiktist og féll frá, eftir löng og erfið veikindi, var eins og strengur brysti hjá Kristínu og heilsu hennar, bæði andlega og líkamlega, hrakaði skjótt. Síðustu níu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir og viljum við aðstandendur Kristínar flytja sérstakar þakkir til starfsfólks fyrir þá frábæru hjúkrun og aðhlynningu sem hún fékk á þessum árum og var starfsfólkinu til sóma. Að lokum vil ég þakka tengda- móður minni samfylgdina. Hvíl þú, í guðsfriði. Guðmundur A. Þórðarson. KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.