Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 43 Flestar ef ekki allar fjölskyldur eiga sér sína frænku. Stundum er þeim titli bætt við skírn- arnafn, í öðrum tilvikum er hann lát- inn nægja til nafngreiningar. Mín fjöl- skylda var rík. Hún átti þær tvær, Stínu frænku sem við kvöddum síðla vetrar árið 1992 og Helgu frænku sem við kveðjum nú. Helga Hansdótt- ir var systir móður minnar. Þó þær væru um margt ólíkar manneskjur og lífsferill annar, þá voru þær góðar systur. Það voru ekki margir stórat- burðir í lífi fjölskyldunnar þar sem hún Helga frænka var ekki á staðnum með strákana sína fjóra. HELGA HANSDÓTTIR ✝ Helga Hansdótt-ir fæddist á Ket- ilsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu 7. nóvem- ber 1924. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík hinn 11. febrúar síðastliðinn og var útför Helgu gerð í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Helga frænka var á margan hátt stórbrotin kona og að sumu leyti öðruvísi en hinar kon- urnar í fjölskyldunni. Hún lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum þegar aðrar konur fóru í Kvennaskóla eða Hús- mæðraskóla. Hún gifti sig, eignaðist strákana sína fjóra og hún skildi, sem þá var fátítt. Hún helgaði Landsbanka Ís- lands starfskrafta sína, þar sem hún starfaði á fjórða áratug. Þegar ég ólst upp unnu konur ekki utan heim- ilis. Vissulega hafði hún ekkert val. Hún átti kröftuga stráka sem þurfti að fæða og klæða. En hefði hún haft val, þá held ég að hún hefði hvort sem er valið að vera virk í atvinnulífinu. Vinnan var henni afar mikilvæg. En ég veit líka að stundum var vinnudag- urinn langur og lífið erfitt. Helga frænka hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum, og lá ekki á þeim. Hennar flokkur var Sjálfstæðisflokkurinn. Það urðu oft fjörugar umræður í nýársboðunum hennar mömmu þegar rædd voru landsmálin eða jafnréttisbrölt okkar yngri kvennanna. Og þó svo við vær- um ekki oft sammála, þá skyggði það aldrei á væntumþykju mína og virð- ingu. Fljótlega eftir að Helga lét af störf- um, veiktist hún og náði aldrei fullum bata eftir það. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu. Mér skilst að hún hafi verið hvíldinni fegin. Ég kveð hana frænku mína með söknuði. Son- um hennar, konum þeirra og börnum, móður minni og Erlingi frænda sendi ég mínar samúðarkveðjur. Elsa S. Þorkelsdóttir. ✝ Guðrún Jónsdótt-ir fæddist á Ás- geirsbrekku í Viðvík- ursveit í Skagafirði hinn 4. september 1911. Hún lést á hjartadeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut hinn 17. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Fanney Sigfúsdóttir, f. á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði 10. september 1884, d. 24. febrúar 1912 og Jón Jónsson, f. í Hofstaðaseli í Hof- staðabyggð 6. október 1883, d. 2. október 1950. Systkini Guðrúnar eru: 1) Zophonías Gestur, albróðir, f. 1909, d. 1985, 2) Jóhannes, f. 1923, samfeðra, d. 1966, 3) Stefán, f. 1932, samfeðra, búsettur á Borg- arhóli í Skagafirði. Auk þess átti Guðrún tvö hálfsystkin, sem dóu kornabörn. Eiginmaður Guðrúnar var Páll Ásgeirsson bifreiðastjóri, f. á Sól- borgarhóli í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 8. júlí 1911, d. 5. desem- ber 1998. Foreldrar Páls voru Anna Pálsdóttir húsfreyja, f. í Þrí- hyrningi í Hörgárdal 20. septem- ber 1876, d. 24. júlí 1955, og Ásgeir Þorvaldsson bóndi á Sólborgar- hóli, f. á Finnastöðum í Hrafnagils- hreppi 13. september 1883, d. 19. maí 1969. Sonur Guðrúnar og Páls er Gestur Ingvi, barnalæknir í Reykjavík, f. 23. nóv- ember 1946, kvænt- ur Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru: a) Jón Páll stúdent, f. 27. október 1967, kvæntur Írisi Sam- úelsdóttur. Sonur þeirra er Breki Dag- ur, f. 2001. Fyrir á Jón Páll soninn Ingva Stein, f. 1995. b) Inga Guð- rún viðskiptafræðingur, f. 14. febrúar 1970, sambýlismaður Ágúst Agnarsson. Börn: Ástrós Ögn, f. 1999 og Sunna Dögg, f. 2002. c) Bryndís Ósk félagsráð- gjafi, f. 14. febrúar 1973, sambýlis- maður Thomas Zahniser. Sonur: Andri Freyr, f. 2000. Dóttir Páls af fyrra hjónabandi er Guðbjörg Anna Pálsdóttir, f. 30. ágúst 1937. Guðrún fluttist ung til Akureyr- ar og átti þar heimili, lengst af á Víðivöllum 6. Hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík sumarið 2000 og átti ekki aftur- kvæmt norður. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Minningar úr æsku, góðar minn- ingar um sól og hita, sundlaugina á Akureyri. Minningar um afa og ömmu á Akureyri en þangað fórum við systkinin sem börn á sumrin. Afi er einnig látinn, hann dó fyrir fjórum árum. Það reyndist ömmu mjög þungbært að verða ein, hún var orðin veikburða og þarfnaðist aðhlynningar. Fyrir tæpum þrem árum kom hún suður til Reykjavík- ur til að gangast undir augnaðgerð og átti ekki afturkvæmt norður. Amma missti móður sína á fyrsta aldursári og ólst upp við þröngan kost. Henni og Gesti frænda, bróð- ur hennar, var komið í fóstur og þurftu þau fljótlega að sjá sér far- borða með kaupavinnu á sveitabæj- um. Fátæktin var mikil í þá daga og matur oft af skornum skammti. Þannig mótaðist amma. Ég minnist þess vel hversu gestrisin hún var og matur í hávegum hafður, engri mál- tíð sleppt og alltaf kvöldkaffi með fullt af kökum. Fyrir vikið kom ég yfirleitt nokkrum kílóum þyngri til baka suður. Amma varð liðlega 91 árs gömul. Undir lokin var hún komin með sykursýki á háu stigi og hafði feng- ið nokkur hjartaáföll en samt var hún skýr andlega og fullkomlega með á nótunum. Hún fylgdist vel með og vildi fá fréttir af því sem henti barnabarnabörnin. Það gleður mig mikið, að hún náði að vera viðstödd giftingu mína og Írisar 1. febrúar síðastliðinn og upplifa með mér besta dag lífs míns. Amma lést í svefni, án þess að þjást. Hún var friðsæl yfirlitum síð- ast þegar ég sá hana. Ég veit að henni líður vel í örmum Drottins og að hún er komin aftur á sinn stað við hlið afa. Hvíl þú í friði, amma mín. Jón Páll. Elsku amma. Nú ertu komin til hans afa. Okkur er huggun í því, þar sem við vitum að lífið var aldrei eins hjá þér eftir að hann dó. Í minningunni eruð þið alltaf saman við hvað eina sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Þegar við vorum yngri var æv- inlega farið á sumrin norður til Ak- ureyrar í heimsókn til ykkar afa. Þær heimsóknir voru ykkur dýr- mætar og þú kvaddir okkur alltaf með tár í augum. Það er ýmislegt, sem við skildum ekki þá en skiljum í dag. Þú lagðir t.d. mikla áherslu á að við borðuðum vel og hafðir áhyggjur, ef við borðuðum lítið. Þú ólst sjálf upp við fátækt og kynntist sjálfsagt svengdinni vel. Það var því þín leið til að sýna okkur vænt- umþykju að ganga úr skugga um að við værum ævinlega saddar á með- an við dvöldumst hjá þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert nú, þið afi saman. Hvíldu í friði elsku amma. Inga Guðrún og Bryndís. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað get- ur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein að- algrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 18. febrúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 27. febrúar, kl. 13.30. Málfríður K. Björnsdóttir, Guðmundur A. Þórðarson, Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR GUÐMUNDSSON, Dalbraut 21, áður Bogahlíð 10, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 25. febrúar. Útförin auglýst síðar. Sigríður Gunnarsdóttir, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Jóhann Hólmgrímsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Már Óskarsson, Gunnar Ragnarsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, ANNA ALFONSDÓTTIR, Starhólma 16, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 25. febrúar. Harry Sampsted, Alfons Sigurður Kristinsson, Gerður Aagot Árnadóttir, Hannes Ómar Sampsted, Eygló Íris Oddsdóttir, Bergsveinn Sampsted, Hrönn Sveinsdóttir, Alfons Oddsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT B. ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugaskarði, Hveragerði, lést á Landspítalunum við Hringbraut sunnu- daginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14:00. Ester Hjartardóttir, Halldór Sigurðsson, Þorsteinn Hjartarson, Erna Ingvarsdóttir, Jóhanna M. Hjartardóttir, Ragnar M. Sigurðsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og sonur okkar, SVEINN GUÐFINNUR RAGNARSSON, lést þriðjudaginn 25. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Svanfríður Eygló Ívarsdóttir, Kristín Anna Baldvinsdóttir, Geir Grétar Pétursson, systkini, börn og barnabörn, Gabríel Máni Unnarsson. Elskuleg móðir mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Víðivöllum 6, Akureyri, sem lést mánudaginn 17. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtu- daginn 27. febrúar, kl. 13.30. Gestur Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.