Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 51 DAGBÓK Fermingarskórnir komnir Kringlunni • Sími 553 2888 Sendum í póstkröfu Teg. 6373 St. 36-41 Litir: Hvítt, svart, beige. Verð 3.995 Teg. 7355 St. 36-41 Litir: Hvítt, beige, svart. Verð 3.995 Teg. 6052 St. 36-41 Litur: Hvítt, beige, svart. Verð 3.995 568 9345 544 5515 S. 552 9122 S. 551 7575 Jakkasprengja Fimmtud. - Föstud. - Laugard. Allir stakir jakkar 9.900. kr. (30-46% afsl.) Langur Laugardagur Claroderm þvottapokinn hreinsar óhreinindi og fitu, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni hreint og ferskt útlit. Húðhreinsun án allra kemiskra hreinsiefna. Húðvandamál og bólur? Claroderm Bólur á bakinu Claroderm bakklútur hjálpar Danska sveitin á Bridshátíð undir forystu Lars Blaksets varð í öðru sæti í Flug- leiðamótinu. Danirnir spiluðu vel, en guldu þó af- hroð gegn sigursveit Sub- aru, sem náði fullnaðarsigri (25-5) í tiltölulega rólegum spilum. „Þetta var okkar besti leikur,“ agði Jón Bald- ursson, fyrirliði Subaru- sveitarinnar, „þéttur og vel spilaður á báðum borðum“. Hér er bútaspil sem skilaði Subarumönnum 5 IMPum: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 4 ♥ 43 ♦ ÁD1097 ♣108754 Vestur Austur ♠ G9 ♠ ÁD1075 ♥ ÁDG82 ♥ 1075 ♦ KG864 ♦ 32 ♣6 ♣G92 Suður ♠ K8632 ♥ K96 ♦ 5 ♣ÁKD3 Í lokaða salnum spiluðu Sverrir Ármannsson og Að- alsteinn Jörgensen laufbút í NS og unnu. Blakset og Christiansen enduðu hins vegar í tveimur gröndum eftir nokkuð furðulega sagnröð. Jón og Þorlákur Jónsson voru í AV: Vestur Norður Austur Suður Jón Blakset Þorlákur Christiansen 1 hjarta 2 tíglar 2 hjörtu Dobl Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass Pass Baráttukerfi Dananna er háþróað, en ekki alltaf ár- angursríkt. Blakset kemur létt inn á tveimur tíglum yf- ir hjartaopnun Jóns og Þor- lákur lyftir í tvö hjörtu. Dobl Christiansens sýnir spaða í þessari stöðu, hvorki meira né minna. Þetta er angi af yfirfærslutaktík þeirra í sagnbaráttu. Makk- er ber að taka yfirfærslunni og það gerir Blakset sam- viskusamlega þegar hann segir tvo spaða á einspilið. Christiansen reynir þá við geim með tveimur gröndum og Blakset passar. Nú eru tvö grönd alls ekki slæmur samningur og vinn- ast auðveldlega með útspili í hjarta. En Jón sá fyrir sér laufsamlegu NS og vildi ekki gefa slag á hjartakóng- inn, sem gæti hæglega verið úrslitaslagurinn. Hann kom því út með smáan tígul, meðal annars til að reyna að skera á sambandið við blind- an. Sagnhafi svínaði drottn- ingunni, en gat aldrei fengið nema sjö slagi. Við segjum nú skilið við Bridshátíð, en leyfum háð- fuglinum breska Tony Forr- ester að eiga síðasta orðið. Ekki gekk sérlega vel hjá honum og félaga hans And- rew McIntosh. Einhverju sinni gerðist íslenskur mót- herji svo djarfur að spyrja út í sagnir McIntosh: „Hvað þýða þrír tíglar í þessari stöðu?“ „Ég get því miður engu svarað um það,“ sagði Forrester, „við spilum ekki sama kerfið.“ BRIDS Guðmudur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er fág- að í framkomu og nýtur trausts annarra. Það eru for- réttindi sem það þarf að standa vörð um. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að ráða fram úr málum áður en þau verða að vandamálum. Njóttu augna- bliksins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er eins og allur máttur sé úr þér dreginn. Að vinna ekki sigur er ekki sama og tapa. Heldur fremur þroski. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér hættir til að gefa loforð sem þér gæti reynst erfitt að efna. Það er ágætt að sleppa sér lausum við og við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Valdabarátta við sam- verkamenn er líkleg í dag. Skelltu ekki skollaeyrum við því sem vinir og vanda- menn segja þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú heldur rétt á spöð- unum ætti þér að takast flest það sem þú vilt leggja áherslu á. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þrátt fyrir miklar annir er nauðsynlegt að gefa sér líka tíma til að njóta hvíldar og sýna öðrum þolinmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sannfæringarkraftur þinn er mikill og einnig mælgi. Forðastu samt togstreitu við vandamenn og ná- granna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur verið erfitt að standast þá freistingu að kaupa einhvern hlut. Löng- unin líður hjá svo best er að bíða bara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Efasemdir um eigið ágæti og óvissa veldur þér hugar- angri í dag. Óttast að bak- tjaldamakk vinni gegn þér. Vertu bara jákvæð/ur og brettu upp ermarnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugboð ræður ferðinni hjá þér en þó gætir þú hitt ein- hvern í dag sem kann að hafa varanleg áhrif á þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér hefur tekist vel upp við endurskipulagningu starfs þíns. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Yfirboðarar gætu reynst óbærilegir í dag og reynt að egna þig til átaka. Þú þarft ekki að fara að fyrirmælum viðkomandi langi þig ekki til þess. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLENSK TUNGA Hvað er nú tungan? – Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði. – Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum. Heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum – geymir í sjóði. Matthías Jochumsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 O-O 7. Bd3 Rbd7 8. Rf3 He8 9. Dc2 Rf8 10. O-O c6 11. h3 g6 12. Bh6 Re6 13. Re5 Rg7 14. g4 Rd7 15. f4 Bf8 16. Df2 Rxe5 17. fxe5 Be6 18. Re2 Be7 19. Rf4 Bh4 20. Df3 Hf8 21. Kh2 De7 22. Rg2 Bg5 23. Bxg5 Dxg5 24. Hf2 f5 25. exf6 Re8 26. Haf1 Rxf6 27. Dg3 Hae8 Staðan kom upp á Stórmóti Hróksins sem lýkur í dag að Kjarvalsstöðum. Iv- an Sokolov (2688) hafði hvítt gegn Luke McShane (2568). 28. Hxf6! Hxf6 29. h4 Hxf1 30. hxg5 Hd1 31. Rf4 Hd2+ 32. Kh3 Bf7 33. Df3 Hf8 34. b4 Hxa2 35. b5 a5 36. bxa6 bxa6 37. e4 dxe4 38. Bxe4 Ha4 39. d5 He8 40. Rh5! gxh5 41. Bxh7+ Kf8 42. gxh5 He7 43. g6 Hb7 44. h6 Hab4 45. g7+ Ke8 46. Bg6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 4. janúar sl. af sr. Hjálmari Jónssyni þau Ásdís María Rúnarsdóttir og Atli Freyr Þórðarson. Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Selfosskirkju 11. janúar sl. af sr. Gunnari Björnssyni þau Þórdís Sól- mundsdóttir og Símon Tómasson. MEÐ MORGUNKAFFINU Er þetta matseðillinn?! Ég hélt að þú værir að safna fyrir blómakransi handa þjóninum sem tók pöntunina okkar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.