Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður í Þýskalandi og í Belgíu um næstu helgi þar sem hann ætlar að fylgast með íslensku leikmönnunum sem þar leika. Á laugardaginn ætlar hann að fylgj- ast með Þórði Guðjónssyni hjá Bochum þegar liðið tekur á móti Hannover í þýsku Bundesligunni og á sunnudaginn heldur hann til Belgíu þar sem hann fylgist með leik Lokeren og Mechelen en með Lokeren leika sem kunnugt er fjór- ir Íslendingar – Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Krist- insson og Marel Baldvinsson. Íslendingar mæta Skotum í und- ankeppni EM í Glasgow 29. mars. Atli í „njósnaferð" LITLAR líkur eru á að Árni Gautur Arason mark- vörður geti leikið með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu þegar það mætir Skotum í undankeppni Evrópumótsins í Glasgow hinn 29. mars. Árni Gautur þarf að gangast undir aðgerð á olnboga í næstu viku og segja læknar að hann verði frá æf- ingum og keppni næstu 4–6 vikurnar. Það kemur því væntanlega í hlut Birkis Kristinssonar að verja mark Íslands í Glasgow en leikurinn er báðum þjóðum ákaflega mikilvægur – Íslendingar með þrjú stig í riðlinum eftir tvo leiki og Skotar fjögur. „Læknir sem skoðaði myndir af olnboganum hefur fundið út að fjarlægja þurfi beinflísar og brjósk svo ég geti rétt úr olnboganum og hann segir að ekki verði hjá því komist að ég fari í upp- skurð. Rosenborg leggur mikla áherslu á að ég fari sem fyrst í aðgerðina. Það væri kannski hægt að fresta henni fram yfir tímabilið en með því væri verið að taka mikla áhættu. Ég fer því að öllum líkindum í aðgerðina á mánudginn,“ sagði Árni Gautur við Morgunblaðið í gær en hann er staddur með Rosenborg í æfinga- og keppnisferð á La Manga á Spáni. Árni Gautur segir að læknirinn hafi sagt sér að litlar líkur væru á að hann gæti verið með í lands- leiknum við Skota. Hann segir að olnboginn hafi verið að plaga sig frá því á síðustu leiktíð en á undanförnum vikum segist hann hafa fundið meira fyrir meiðslunum. „Læknirinn talar um að ég verði frá í 4–6 vikur svo það lítur ekki út fyrir að ég verði klár í leikinn við Skotana. Ég er samt ekki búinn að gefa upp alla von. Það verður auðvitað hundfúlt af missa af leiknum sem maður er búinn að bíða lengi eftir en ég verð bara að bíta í það súra epli ef svo fer,“ sagði Árni. Árni Gautur ekki í marki Íslands á móti Skotum í Glasgow FRAMTÍÐ Árna Gauts hjá Rosen- borg er enn óráðin en eins og Morg- unblaðið greindi frá fyrir skömmu var Árni ekki sáttur við tilboð norska liðsins sem bauð honum að framlengja samning sinn um þrjú ár en núgildandi samningur rennur út í lok ársins. „Við höfum ekki enn náð saman. Ég er hins vegar búinn að gera Ros- enborg gagntilboð sem það er að skoða og ég vænti þess heyra í Rune Bratseth sem hefur með samningamálin að gera þegar við komum heim frá La Manga um helgina. Það má því segja að bolt- inn sé hjá Rosenborg.“ Boltinn er hjá Rosenborg  HARRY Redknapp knattspyrnu- stjóri Portsmouth segist vilja fá Ítal- ann Paolo Di Canio í sumar en Di Canio hefur ákveðið að yfirgefa West Ham eftir leiktíðina. „Paolo er einn besti knattspyrnumaðurinn sem ég hef augum litið,“ segir Redknapp sem keypti Di Canio frá Sheffield Wednesday þegar hann var við stjórnvölinn hjá West Ham.  DIEGO Forlan verður ekki með Manchester United í úrslitaleiknum við Liverpool í deildabikarkeppninni á Þúsaldarvellinum í Cardiff á sunnu- daginn. Forlan varð fyrir meiðslum á upphafsmínútunum í leik United og Juventus í fyrrakvöld og verður hann frá æfingum næstu þrjár vikurnar.  ÞAÐ mættu 19.450 áhorfendur til að sjá Brasilíumanninn Juninho, 30 ára, leika með varaliði Middles- brough gegn varaliði Bradford á Riv- erside-leikvanginum á þriðjudags- kvöld. Hann skoraði eitt af mörkum liðsins, sem vann 9:0. Juninho hefur ekki leikið með Middlesbrough í sex mánuði, en hann meiddist í æfinga- leik aðeins degi eftir að hann kom til liðsins frá Atletico Madrid.  ÁHORFENDAMET á leik með varaliði Middlesborugh var slegið. Áhorfendur voru um fjögur þúsund fleiri en sáu Brasilíumanninn Branco leika með varaliðinu á Riverside 1996.  ÞAÐ hafa oft fleiri komið á leiki varaliðs Newcastle – um 30 þús. áhorfendur. Það hefur oft verið sagt um knattspyrnuáhugann í New- castle, að það þurfi ekki nema að hengja búninga liðsins upp til þerris á snúru á St. James’s Park, þá mæti yf- ir tíu þúsund manns til að horfa á búningana.  STEVEN Gerrard og El-Hadji Diouf eru komnir úr leikbanni og geta því leikið með Liverpool gegn Auxerre í UEFA-bikarnum á An- field í kvöld. Stephane Henchoz, sem hefur verið meiddur á ökkla, er einnig tilbúinn í slaginn. Þá mun Michael Owen, sem var á bekknum gegn Birmingham, verða í byrjunarliðinu.  MIÐVÖRÐUR enska úrvalsdeild- arliðsins Manchester United, Laur- ent Blanc, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok leiktíðarinnar en Blanc er 37 ára gamall. Frakkinn hafði reyndar sagt hið sama fyrir ári en þá var lagt hart að honum að skrifa undir samning til eins árs til viðbótar. Blanc segir að nú sé hann harðákveð- inn og honum verði ekki hnikað.  PETER Schmeichel, markvörður Manchester City, sem hefur ekki get- að leikið með liðinu sl. fimm leiki vegna meiðsla, leikur með gegn Blackburn á laugardaginn á Ewood Park. Þá mun hann reyna að koma í veg fyrir að tveir fyrrverandi sam- herjar hans hjá Man. Utd., Dwight Yorke og Andy Cole, skori hjá hon- um. FÓLK Eyjólfur lék með Stuttgart í 6 ár,fór þaðan til Besiktas í Tyrk- landi þar sem hann lék eitt tímabil og frá árinu 1995 hefur hann verið í her- búðum Hertha Berlin og tekið þar þátt í miklu ævintýri en uppgangur félagsins hefur verið gríðarlegur síð- an Eyjólfur gekk í raðir þess þegar það lék í 2. deildinni. Eyjólfur ákvað eftir mikinn þrýst- ing frá forráðamönnum Berlínarliðs- ins að framlengja samning sinn í fyrra um eitt ár en á vormánuðum segir hann skilið við félagið og flytur til Íslands. Leiktíðin í ár hefur verið sú rólegasta fyrir Eyjólf enda hefur hann verið mikið fyrir utan liðið og aðeins spilað fimm leiki með Hertha- liðinu. Það er af sem áður var, er hann var fastamaður liðsins, enda einn fjöl- hæfasti leikmaður Þýskalands – gat leikið allar stöður á vellinum. „Þetta er bara alveg eins og talað hafði verið um. Þjálfarinn Huub Ste- vens er að byggja upp nýtt lið með ungum leikmönnum og ég vissi að hlutskipti mitt yrði að vera nokkurs konar varaskeifa. Hann sagði mér við upphaf leiktíðarinnar að hann ætlaði að hafa mig til taks ef einhver skakkaföll yrðu svo ég hef aðeins komið við sögu í nokkrum leikjum þegar þannig hefur háttað til,“ segir Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs er hann ennþá að bræða það með sér hvort hann spili á Íslandi í sumar en vitað er af áhuga Fylkis og Grindavíkur á að fá hann í sínar raðir rétt eins og fyrir síðustu leiktíð. „Ég er enn óákveðinn og hef velt þessu fyrir mér fram og til baka. Það er allt opið hjá mér ennþá en ætli ég byrji ekki á því að ákveða mig fyrst hvort ég spili áður en ég ákveð með hverjum það verður. Ég held að ég eigi 99 leiki að baki fyrir Tindastól og það væri gaman að komast í 100 leikja klúbbinn,“ segir Eyjólfur og hlær við. Hann segir það vel koma til greina að koma heim áður en leiktíðinni lýkur í Þýskalandi í sumar svo framarlega sem hann ákveði að að spila á Íslandi. Hertha á leik fyrir höndum á móti Boavista í Portúgal í 16 liða úrslitum UEFA-bikarsins í kvöld. Eyjólfur sagðist fara með liðinu til Portúgals en reiknaði ekki með að vera í leik- mannahópnum. Eyjólfur Sverrisson enn að hugsa um hvort hann eigi að ljúka knattspyrnuferlinum með liði í efstu deild á Íslandi Eyjólfur Sverrisson hefur verið talinn einn fjölhæfasti knattspyrnumaður Þýska- lands í gegnum tíðina – getur leikið í vörn, á miðjunni og í sókn. Liggur enn undir feldi í Berlín „ÉG er bara að undirbúa heimkomuna,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, atvinnumaður hjá þýska lið- inu Hertha Berlin, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en Eyjólfur lýkur í vor glæsilegum ferli sínum í atvinnumennsku sem spannar heil 14 ár. Sauðkræingurinn, sem verður 35 ára gamall í sumar, fór út í atvinnumennsku árið 1990 þegar hann var keyptur frá Tindastóli til þýska liðsins Stuttgart. ’ Leik-tíðin í ár hefur verið sú rólegasta fyrir Eyjólf enda hefur hann verið mikið fyrir utan liðið og aðeins spilað fimm leiki. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.