Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 55 FÓLK  ÞÓRÐUR Guðjónsson meiddist á hné í leik með Bochum gegn Ro- stock í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu um síðustu helgi. Peter Neururer, þjálfari Bochum, sagði við Westdeutsche Allgemeine í gær að það kæmi ekki í ljós fyrr en á síð- ustu stundu hvort Þórður gæti leik- ið með gegn Hannover um næstu helgi.  SIGURÐUR Skúli Eyjólfsson, knattspyrnumaður úr KA, sleit krossband í hné á æfingu fyrir skömmu og leikur ekkert með liðinu í sumar. Sigurður Skúli er 19 ára og lék 6 leiki með KA í úrvalsdeildinni í fyrra.  FLENSBURG komst í gærkvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með því að sigra Kiel, 28:24, frammi fyrir 6.000 áhorfendum á heimavelli sínum. Joachim Boldsen og Lars Jeppesen skoruðu 6 mörk hvor fyrir Flens- burg en Demetrio Lozano skoraði 6 mörk fyrir Kiel. Ásamt Flensburg eru Göppingen og Wallau Massen- heim komin í undanúrslitin en fjórða liðið verður Essen eða Burgdorf.  MARKUS Baur skoraði 8 mörk fyrir Lemgo og Marc Baumgartner 7 þegar liðið vann Nordhorn, 35:33, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Lemgo hefur nú átta stiga forskot á Flensburg sem hinsvegar á tvo leiki til góða.  BURNLEY, sem leikur í 1. deild, lék úrvalsdeildarlið Fulham grátt, 3:0, í ensku bikarkeppninni í gær- kvöld. Burnley sækir því Heiðar Helguson og félaga í Watford heim í átta liða úrslitum keppninnar. Þar með er öruggt að í það minnsta eitt lið úr 1. deild kemst í undanúrslitin.  JEAN Tigana, knattspyrnustjóri Fulham, var æfur yfir frammistöðu Phil Dowd, dómara, eftir leikinn. Tigana sagði að leikmenn Burnley hefðu stöðvað Luis Boa Morte með öllum mögulegum ráðum og komist upp með það. „Ég sagði við hann í hálfleik að hann yrði að vernda mína menn, sér í lagi Boa Morte. Hann játti því, og veifaði svo rauðu spjaldi á fyrsta brot okkar í seinni hálfleik,“ sagði Tigana en Sean Davis hjá Ful- ham var rekinn af velli í byrjun síð- ari hálfleiks.  TIGANA sagðist ekki vera neinn Arsene Wenger eða Alex Ferguson. „Ég er því ekki með mikið á bakvið mig og það gerir mér erfitt fyrir, en dómararnir verða samt að bera virð- ingu fyrir mér og fyrir Fulham,“ sagði Frakkinn.  STAN Ternant, stjóri Burnley, kvaðst undrandi á ummælum Tig- anas. „Þetta er ekki sanngjarnt, en Jean á rétt á að hafa sína skoðun á hlutunum. Ef það er rangt að berj- ast, þá höfðum við rangt við í leikn- um,“ sagði Ternant og kvaðst himin- lifandi með sína menn sem hreinlega yfirspiluðu úrvalsdeildarliðið. „ÉG GET ekki tekið þátt í því að handknattleikur á Íslandi yrði að- eins stundaður fyrir vestan Rauðavatn og á Akureyri,“ sagði Bergur Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í gær en liðið er sem stendur í neðsta sæti 1. deildarinnar og var að missa aðalmarkaskorara sinn til Spánar, en Hannes Jón Jóns- son hefur samið við Naranco á Spáni. Bergur sagði það ekkert leynd- armál að rekstur deildarinnar væri afar erfiður, standa þyrfti við skuldbindingar frá gamalli tíð og glíman væri erfið en ekki von- laus. „Ég er smiður en vil ekki taka þátt í því að smíða kistuna fyrir handknattleikinn á Selfossi. Það blæs vissulega hraustlega á móti þessa stundina en við höfum lagt áherslu á yngri flokkana og eigum að geta haldið úti liði hér. Það á að reisa nýtt íþróttahús sem verður tilbúið haustið 2004 og það ætti að létta aðeins brúnina hjá þeim sem stunda íþróttir hér á Selfossi,“ sagði Bergur og vildi ekki meina að lið- ið yrði dregið úr keppni í vor þrátt fyrir erfiðleika. „Það er ljós í myrkrinu því 4. fl. karla lék til úrslita í bikakeppni HSÍ sl. sunnudag og þessir flokkar þurfa að hafa það sem markmið að leika í efstu deild. Að því stefnum við,“ sagði Bergur. Selfyssingar leggja ekki árar í bát Mikið gekk á fyrstu tíu mínút-urnar þegar alls voru skoruð 14 mörk. Haukar spiluðu vörnina framarlega en það gekk engan veginn upp því HK-menn eru frískir og fundu hverja smugu sem gestirnir gleymdu. Engu að síður náðu Haukar forystu en þegar 5 sóknir þeirra í röð fóru í súginn sneri HK taflinu við en þar munaði mikið um að Ólafur Víðir Ólafsson kom ferskur inná. Hinum megin hélt Halldór Ingólfsson Haukum inni í leiknum með mörkum úr ým- iss konar færum. Um miðjan hálf- leik dró úr hraðanum enda tók hann sinn toll af þrekinu. Eftir hlé færðu Haukar varnar- línuna aftar og það var ekki að sök- um að spyrja. Leiðin var ekki eins greið fyrir leikmenn HK, sem þá hikuðu í sókninni. Haukar gengu á lagið með Halldór í broddi fylkingar en vörnin auðveldaði líka markverði Hauka, Bjarna Frostasyni, vinnu sína og kjarkurinn í bikarmeistur- unum fjaraði út. Eftir sex mörk gestanna í röð án þess að HK tækist að svara fyrir sig urðu hlutverka- skipti í leiknum, í hlut HK kom að vinna upp fjögurra marka forskot Hauka, sem gripu þá til leikreynsl- unnar og héldu fengnum hlut. Reyndar fékk hvort lið mörg færi til að breyta muninum en tókst ekki. HK-menn náðu ekki að fylgja eft- ir góðri byrjun og tæplega hægt að skrifa það á bikarúrslitaleikinn síð- asta laugardag, frekar að þeir áttu ekki svar við leik gestanna. „Eftir glimrandi fyrri hálfleik ætluðum við að halda áfram,“ sagði Árni Stef- ánsson, þjálfari HK, eftir leikinn. „Það gekk ekki og getur verið að þreyta hafi spilað inní en við vorum að spila mjög óskynsamlega hver í sínu horni í stað þess að berjast eins og lið en við megum alls við því, okkar sterkasta vopn er liðsheild- in,“ bætti þjálfarinn við. Framan af voru Ólafur Víðir og Jaliesky Garcia sprækir auk þess að Alex- ander Arnarson vann vel bæði í vörn og sókn en eftir hlé var fátt um fína drætti. Þrautseigjan skilaði Haukum tveimur stigum því þrátt fyrir dapr- an fyrri hálfleik héldu þeir áfram þolinmóðir. Breytingar í vörninni skiluðu líka sínu og um leið góðri markvörslu. „Fyrri hálfleikur var dapur á öllum sviðum, vörnin eins og gatasigti og við hentum síðan boltanum beint í hendurnar á HK- mönnum og vorum heppnir að vera ekki nema þremur mörkum undir í hálfleik. Síðan bökkum við aftar í vörninni eftir hlé, vitum þá hver af öðrum og vinnum saman,“ sagði Bjarni Frostason markvörður. Halldór var þó hetja liðsins en Ro- bertas Pauzuolis átti líka góða takta. Morgunblaðið/Kristinn Robertas Pauzuolis skorar eitt sjö marka sinna fyrir Hauka gegn HK í gærkvöld án þess að Sam- úel Ívar Árnason fái vörnum við komið. Haukar eru nú komnir í annað sæti deildarinnar. HK hélt ekki út gegn Haukum NÝBAKAÐIR bikarmeistarar HK riðu ekki feitum hesti frá viðureign við fyrrverandi bikarmeistara Hauka í Kópavoginum í gærkvöldi. Lengi vel leit út fyrir að HK fengi enn eina rós í hnappagatið en þeir voru alls ekki viðbúnir bættri vörn Hafnfirðinga og töpuðu 31:28. Fyrir vikið taka Haukar annað sæti deildarinnar af ÍR. Stefán Stefánsson skrifar Árni Þorvarðarson, markvörðurStjörnunnar, gaf félögum sín- um tóninn í fyrri hálfleik og varði á köflum stórkostlega. Á sama tíma létu Valsmenn mótlætið fara í taugarnar á sér, innan vallar sem utan. Sem dæmi um það fékk Freyr Brynjarsson sína þriðju brottvísun skömmu fyrir leikhlé fyrir kröftug mótmæli. Stjarnan hélt 2-3 marka forskoti framan af síðari hálfleikn- um en Roland hrökk heldur betur í gang og lokaði hreinlega marki Vals á um 12 mínútna kafla. Þá skoruðu Valsmenn 8 mörk í röð án þess að Stjörnunni tækist að svara fyrir sig og náðu 5 marka forystu, 20:25. Þennan mun náðu Stjörnumenn ekki að yfirvinna og Valsmenn sitja því sem fastast á toppi deildarinnar. Stjörnumenn sýndu frábæran leik í fyrri hálfleiknum, ekki aðeins héldu þeir toppliðinu fyrir aftan sig heldur virtust Valsmenn ekki vita hvaðan á þá stóð veðrið. Vilhjálmur Halldórsson átti virkilega góðan leik ásamt Árna Þorvarðarsyni, mark- verði, og Þórólfi Nielsen en þeir náðu ekki að fylgja leik sínum eftir í síðari hálfleik. Stjarnan er án vafa eitt efnilegasta lið deildarinnar og með meiri stöðugleika og meiri trú getur það staðið jafnfætis hvaða liði sem er. Valmenn komu e.t.v. fullkæru- lausir til þessa leiks. En þeir lærðu það fljótt og örugglega að enginn leikur er unninn fyrirfram, það er ekkert gefið eftir. Þeir létu mótlætið í upphafi hafa alltof mikil áhrif á leik sinn en um leið og þeir fóru að leika eins og þeir eiga að sér áttu Stjörnu- menn ekkert svar. Snorri Steinn Guðjónsson er mikilvægur hlekkur í Valsliðinu eins og þeir Markús Máni og Hjalti Gylfason, sem þó léku ekki eins og þeir eiga að sér fyrr en í síð- ari hálfleiknum. En sterkasti hlekk- ur liðsins er þó Roland Valur Eradze, sem varði á köflum meist- aralega og var besti maður vallarins. VALSMENN spýttu heldur bet- ur í lófana í síðari hálfleik gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í Garðabæ í gær- kvöldi. Að sama skapi vantaði Stjörnumenn viljann og trúna á sigur þegar á leið, eftir að hafa haft mjög svo vænlega stöðu í fyrri hálfleiknum. Í leikhléi var staðan 15:11 fyrir Stjörnuna en Valsmenn, með Roland Val Eradze í far- arbroddi sneru leiknum sér í vil og unnu 27:24. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Frábær lokakafli hjá Val
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.