Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 58
KVIKMYND Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, gerð eftir sögu Hall- gríms Helgasonar, var „mynd dags- ins“ á einni víðlesnustu kvikmynda- vefsíðu í heimi í gær, Internet Movie Database. Það gerist afar sjaldan að myndir á öðrum tungumálum en ensku verði fyrir valinu, en IMDb, eins og síðan er jafnan kölluð, hefur á síðari árum orðið að einhverri mikilvægustu handbók kvikmyndaunnenda um heim allan, sem margir hverjir heimsækja síðuna oft á dag. Í texta sem birtist í gær með mynd dagsins, 101 Reykjavík, segir að myndin taki forboðna kynlífs- umræðu fetinu lengra en kunnar myndir á borð við Gælt við gæjann (Spanking The Monkey - e. David O. Russell) með það markmið fyrir aug- um að segja óvenjulega þroskasögu. Baltasar Kormákur er sagður hafa greinilegt nef fyrir því að gæða grá- glettinn húmor dýpri þýðingu og auga fyrir smekklegum stílbrigðum sem þó beri efnið aldrei ofurliði. Victoria Abril í mynd (gær)dagsins. TENGLAR ..................................................... www.imdb.com Kvikmyndavefurinn Internet Movie Database 101 Reykjavík kvikmynd dagsins 58 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Síðasta sýning sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Daredevil verður frumsýnd á morgun Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. B.i. 16. kl. 5.30. Sýnd kl. 8. Bi. 12. Síðustu sýningar kl. 9. Frábær mynd sem frá leik- stjóranum Martins Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10 Daredevil verður frumsýnd á morgun  HJ MBL HLJÓMSVEITIN Cleaning Women leikur á þrennum tónleikum hér- lendis í tilefni Vetrarhátíðar Reykja- víkurborgar. Þvottakonurnar finnsku spila í Ráðhúsinu klukkan 20 í kvöld og á tvennum miðnæturtón- leikum í Iðnó, á föstudags- og laug- ardagskvöld. Sveitin er sérstök fyrir það að tón- listin er einungis leikin á sérsmíðuð hljóðfæri, sem búin eru til úr hrein- lætisáhöldum, eins og þvottagrind- um og ryksugum. Félagarnir Tero Vänttinen, Timo Kinnunen og Risto Puurunen klæða sig ennfremur í kvenmannsföt á tónleikum. Þrátt fyrir þessa sérstöku umgjörð er út- koman góð, tónlistin er mikil stuð- tónlist og hefur hljómsveitin leikið við góðan orðstír allt frá Rússlandi til Þýskalands. Ekkert grín „Margir halda að þetta sé eitt- hvert grín þegar þeir heyra fyrst um okkur,“ segir Risto, upphafsmað- urinn, sem fyrir nokkrum árum tók eftir því að skemmtilegt hljóð mynd- aðist þegar hann hengdi herðatré á þvottagrind. „Fyrst voru bara hljóð, síðan kom tónlistin eftir nokkur ár,“ útskýrir Risto en árið 2001 kom út frumraun Þvottakvennanna, Puls- ator. „Ég hef ekkert á móti hljóð- smölum eða tölvum en við notumst ekki við þessi tæki. Við kunnum ekki einu sinni að nota þau! Tónlistin hljómar kannski rafræn en hún er það í raun ekki.“ Hljómsveitin stefnir á að gefa út aðra plötu innan tíðar. „Ég held að hún verði lífrænni en samt hörð,“ segir Risto og bætir við að hljóm- sveitin ætli bæði að spila nýtt og gamalt efni á tónleikunum í Iðnó. „Það verður ekki sama prógrammið á föstudags- og laugardagskvöld- inu.“ Líka diskódrottningar Cleaning Women var stofnuð árið 1996 en tveimur árum síðar varð sveitin til í þeirri mynd sem hún er nú. „Í fyrstu voru í hljómsveitinni bara ég og ein vinkona mín. Við hugsuðum með okkur – hverjir myndu spila á þessi hljóðfæri? – og svarið var að þetta gæti verið áhuga- mál þvottakvenna. Þær nota tækin til hreingerninga á daginn en á kvöldin þá breytast þvottakonurnar í diskódrottningar.“ Risto segir að þeir semji allt sam- an, bæði tónlist og texta. „Við búum flest allt til með spuna í æfinga- húsnæðinu okkar,“ segir hann og játar að sumir textarnir séu svolítið bull. „Sumt er ekki raunverulegt tungumál. Það hljómar kannski eins og rússneska en er það í raun og veru ekki.“ Tero, Timo og Risto hafa lengi verið vinir og stunduðu þeir allir nám í kvikmyndagerð við Stadia, listaskóla í Helsinki. Risto starfar einnig sem myndatökumaður og hef- ur leikstýrt myndböndum sveit- arinnar. Hljómsveitin hefur líka gert tónlist við tvær kvikmyndir og hefur það verið hvetjandi fyrir sveitina, að sögn Risto. Markmiðið að hreinsa jörðina Þrátt fyrir að í fyrstu hafi boð- skapur sveitarinnar snúist um hvað þvottakonur geri á kvöldin hefur hann þróast með tímanum. Á sviði eru Tero, Timo og Risto hreingern- ingavélmennin CW04, CW03 og CW01. „Við erum frá plánetunni Clinus og erum hérna til að hreinsa jörðina. Það er markmið okkar. Það er mikið verk fyrir þrjár konur þannig að við erum að reyna að fá sem flesta í lið með okkur,“ útskýrir Risto. Aðspurður segir Risto að hljóm- sveitin sé frekar hluti af tónlist- arsenunni en listasenunni þrátt fyrir að hún samsami sig báðum sviðum. „En það er jákvætt að við séum hljómsveit sem brúar bilið. Við get- um bæði spilað á rokkklúbbum og menningarhúsum. Það er kostur.“ Ennfremur hefur verið gerð mynd um hljómsveitina, sem heitir Clean- ing Up!, og er eftir rússneska leik- stjórann Rostislav Aalto. Myndin, sem hefur ekki verið sýnd enn hér- lendis, var tilnefnd til kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs. Barnvæn tónlist? Þvottakonurnar hafa líka spilað fyrir börn og segist Risto hafa heyrt að börn hafi ekki síður gaman af þeim en fullorðnir. „Ég heyrði af krakka sem var búinn að rífa öll föt- in niður af þvottagrindinni heima hjá sér og farinn að spila á hana. Hann var samt líklegast frekar að hugsa um að drasla út en taka til.“ Tero Vänttinen, Timo Kinnunen og Risto Puurunen eru þvottakonur með hugsjónir. Hljómsveitin heimsækir landið í tilefni Vetrarhátíðar. Finnska sveitin Cleaning Women spilar á Vetrarhátíð Hvað gera þvottakonur á kvöldin? ingarun@mbl.is Cleaning Women leika í Ráðhúsinu kl. 20 í kvöld og á miðnæturtón- leikum í Iðnó föstudag og laugardag. Samskip og finnska sendiráðið styðja heimsóknina. MARGFALDIR sigurvegarar í Evróvisjón, Írar, ætla sér greinilega stóra hluti í keppninni í Ríga í ár. Tvær af skærustu stjörnum landsins, poppararnir heimsfrægu Ronan Keating, fyrrum BoyZone- forsprakki, og Brian McFadden úr Westlife bítast nefnilega um að fá lag sitt flutt sem fulltrúi Írlands. Báðir eiga þeir strákarnir lög í forkeppni fjög- urra laga sem framundan er í Írlandi, Ronan ball- öðuna „Couldn’t Love You More“ sem hann samdi ásamt vini sínum Brian Kennedy og Brian Mc- Fadden, sem nýlega átti lag á vinsældalistum í fluttningi Girl Aloud, hefur samið lagið „A Better Plan“. Það verður bæði á valdi írsku þjóðarinnar og dómnefndar að velja á milli laganna 8. mars en tal- ið er að McFadden eigi heldur meiri séns því kona hans Kerry Katona og umboðsmaður, Louise Walsh, eru bæði í dómnefnd. Evróvisjón í Ríga Brian McFadden ætlar sér til Ríga. Ronan Keating hefur lag á að semja grípandi smelli. Mikill hugur í Írum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.