Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                         ÞÁTTTÖKU ríkisins í rekstri Landsbanka Íslands lauk nú ívikunni. Af þessu tilefni sagði viðskiptaráðherra í samtalivið Morgunblaðið það vera í takt við breytta tíma að ríkiðtæki ekki þátt í rekstri viðskiptabanka. Það eigi ekki að vera hlutverk ríkisins að reka banka. Eftir stendur að ríkið á um 9% hlut í Búnaðarbanka Íslands. Mest munar hins vegar um að ríkið rekur eina stærstu lánastofnun landsins, Íbúðalánasjóð, sem hefur yfirburði á sviði lánveitinga til íbúðarkaupa og húsbygginga. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, kynntu í síðustu viku tillögur sem miða að því að færa hin almennu húsnæðislán frá ríkinu til frjálsa markaðarins. Sögðu samtökin að tími væri kom- inn til. Fyrirkomulag í þessum efnum hér á landi hefur að mati samtakanna ekki fylgt eftir þróun víðast hvar annars staðar í Evr- ópu. Í þessari viku var til að mynda greint frá því að stjórnvöld í Noregi væru með í undirbúningi að draga verulega úr þátttöku ríkisins í þessum málaflokki, en að Íslandi undanskildu hefur þátt- taka ríkisins í þessum efnum verið einna mest í Noregi af ná- grannalöndunum. Þar er ríkið hins vegar eingöngu á nýbygging- armarkaði en tekur ekki þátt í lánveitingum til kaupa á notuðu húsnæði, sem er stærsti hluti lánveitinga Íbúðalánasjóðs. Í skýrslu SBV eru nefndar þrjár leiðir til að færa almennu hús- næðislánin frá ríkinu til hins frjálsa markaðar. Tvær þeirra ganga út á að viðhalda ríkisábyrgðinni í kerfinu, sem hefði í för með sér að vextir myndu væntanlega ekki breytast frá því sem nú er. Þriðja leiðin gengur hins vegar út á að ríkið hætti alfarið þátttöku á þessum markaði og gera skýrsluhöfundar ráð fyrir að vextir af húsbréfalánum myndu þá hækka um 0,9–1,3%. Sparnaður í rekstri húsnæðislánakerfisins myndi hins vegar að mati SBV verða nokk- ur, því árlegur rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs er vel yfir hálfur milljarður króna á ári en skýrsluhöf- undar gera ráð fyrir að tvær af þeim leiðum sem nefndar eru myndu ekki hafa í för með að fjölga þyrfti starfs- fólki hjá fjármálastofnunum, ef al- mennu húsnæðislánin yrðu færð til þeirra. Umræður um hvort skynsamlegt geti verið að færa almennu húsnæðislánin frá ríkinu til frjálsa markaðarins hafa ekki verið miklar. Gert var ráð fyrir því með húsbréfakerfinu 1989 að ríkið myndi hverfa af húsnæðislánamarkaði með tímanum. Ýmislegt mælir með því að lánastofnanir á frjálsa markaðinum annist veit- ingu almennra húsnæðislána. Íbúðaeigendur gætu þá til að mynda verið með öll sín viðskipti á einum stað. Þá er næsta víst að greiðslumatið hefði meira vægi en nú. Núverandi greiðslumat er gallað. Með því að færa almennu húsnæðislánin yfir til frjálsa markaðarins er hugsanlegt að hægt verði að tryggja betri yfirsýn yfir lántökur fólks og þar með gera greiðslumat áhrifaríkara. Umfjöllun um bankana að undanförnu, um hagnað þeirra, þjón- ustutekjur, launakjör stjórnenda og fleira, hafa ekki ýtt undir um- ræður um að heppilegt geti verið að flytja almenna húsnæð- islánakerfið yfir til hins frjálsa markaðar. Þróunin í nágrannalöndunum sýnir þó engu að síður að kominn er tími til að huga að þessum málum. Morgunblaðið/Þorkell Innherji skrifar Ekki það sama sjóður og banki Gert var ráð fyrir því með hús- bréfakerfinu 1989 að ríkið myndi hverfa af húsnæð- islánamarkaði. innherji@mbl.is ll ÚTFLUTNINGUR ● Í VIKUNNI stóð Útflutningsráð fyrir kynning- arfundi um ZEC-frísvæðið á Kanaríeyjum (Zona Especial Canaria) en markmiðið með stofnun svæðisins var að örva efnahagslega og félagslega þróun á eyj- unum. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur hjá Út- flutningsráði mættu fulltrúar 20 fyrirtækja og bæjarfélaga á fundinn en í framhaldinu áttu fulltrúar ZEC fundi með nokkrum íslenskum aðilum. Fyrirlesarar á fundinum voru Juan Ignacio Perez- Nievas Hernández forstjóri ZEC, Benicio Alonso Perez aðili að ZEC og Christian Rigoll- et ráðgjafi. Ræddu þeir um markaðs- og fjár- hagslegan ávinning af ZEC-frísvæðinu, sam- skipti ESB, stjórnvalda á Kanaríeyjum og stjórnvalda á Spáni og viðskiptatengsl Evr- ópu, S-Ameríku og Afríku meðal annars. Á fundinum kom meðal annars fram að ávinningur af stofnun ZEC fyrirtækis væri einkum í formi ýmislegs skattalegs hagræðis. ZEC-svæðið kynnt Juan Ignacio Pérez- Nievas Hernández, forstjóri ZEC, hélt erindi á fundinum. ● Í MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær segir að stækkun Norðuráls muni mjög lík- lega hafa töluverð áhrif á hagvöxt á þessu ári og því næsta. „Á undanförnum dögum og mánuðum hefur útlitið í efnahagsmálum breyst leiftursnöggt en áhrif sértækra að- gerða ríkisstjórnarinnar auk stækkunar Norðuráls munu hafa veruleg áhrif á efna- hagsumsvif á þessu ári og er viðbúið að end- urskoða þurfi efnahagsspár,“ segir Kaup- þing í Morgunpunktum sínum. Viðbúið að endurskoða þurfi efnahagsspár ◆ ◆ ● SAKSÓKNARI í Michigan í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákærur á hendur tveimur fyrrverandi yfirmönnum Kmart stórmarkaðakeðj- unnar, Enio Montini og Joseph Hofmeister, fyrir fjársvik og að veita bandaríska fjármálaeft- irlitinu rangar upplýs- ingar. Fjármálaeftirlitið hefur líka kært Hofmeister og Montini fyrir umrætt brot, sem varð þess valdandi að tap Kmart á árinu 2001 var van- metið um 0,06 dollara á hlut. Kmart varð sem kunnugt er nýverið gjaldþrota. Fyrrverandi stjórnendur Kmart ákærðir ll STÓRMARKAÐIR ● BANDARÍSKA eignarhaldsfélagið Kohlberg Kravis Roberts & Co (KKR) hefur dregið sig úr baráttunni um bresku stórmarkaðakeðjuna Safeway. Hlutabréf í Safeway féllu í verði við þessar fréttir. Fjögur fyrirtæki eru nú um hituna, en yfirtaka á Safeway hefur legið í loftinu um þó- nokkurn tíma. Það eru Will- iam Morrison Supermarkets, sem einn vonbiðla hefur gert formlegt tilboð, Tesco Plc, J. Sainsbury Plc, ASDA. Þar að auki hefur breski fjárfestirinn Philip Green lýst yfir áhuga á yfirtöku. Að sögn talsmanns KKR fann fyrirtækið ekkert athugavert við skoðun á bókhaldi Sa- feway. Talsmaðurinn sagði að málið hefði ekki strandað á fjármögnun, en nokkrir þættir rekstrarins hefðu orðið til sinnaskipta KKR, meðal annars verð hlutabréfa og óvissa í kringum yfirtökuna. KKR vill ekki Safeway Í Bandaríkjunum velta fjármálaspekúl- antar því nú fyrir sér hverjir fari verst út úr hugsanlegu stríði við Írak. Talið er ljóst að flestar atvinnugreinar muni finna fyrir stríðinu svo um munar en að þau fyrirtæki sem hvað mest eru háð auglýsingum muni fara verst út úr því. Afþreyingarfyrirtæki og fjölmiðlar eru í þess- um hópi. Í frétt Reuters um mál- ið er nefnt að Fox sjónvarpsstöð- in fái um helming tekna sinna frá auglýsingum. Disney fyrirtækið er reyndar ekki eins háð auglýs- ingum, en þaðan kemur um fjórð- ungur tekna fyrirtækisins, en aðrar tekjuuppsprettur gæti þó verið erfitt að stóla á ef til stríðs kemur. Um 40% tekna Disney koma frá skemmtigarðarekstri en ætla má að færri sæki slíka garða á meðan stríð ríkir. Erfitt er að meta hversu mikil áhrif stríðsins gætu orðið á þennan iðnað en talið er að það velti mik- ið til á því hversu lengi stríðið stendur, ef til þess kemur. Stríðið verst fyrir- tækjum sem eru háð auglýsingum Fox fær helming tekna sinna frá auglýsingum Reuters Disney-fyrirtækið er líklegt til að þurfa að draga saman seglin komi til stríðs við Írak. ◆ NOKKRIR reiðir Bretar lögðu fram kvörtun til þarlendrar auglýsingasiðanefndar (Advert- ising Standards Authority) nýlega vegna aug- lýsingar frá ítalska tískuhúsinu Gucci sem þeir töldu misbjóða sómakennd sinni. Nefndin er þekkt fyrir að vera öllu harðari á reglum um auglýsingar en gengur og gerist í öðrum Evr- ópulöndum. Ekki höfðu þó kvartararnir erindi sem erfiði að þessu sinni því auglýsingin var leyfð. Auglýsingin, sem er tímaritaauglýsing, sýn- ir fáklædda konu í sem dregur nærbuxur sínar niður og afhjúpar með því stafinn „G“ sem á að standa fyrir Gucci. Karlmaður sést krjúpa á móti konunni og stara á bókstafinn. Töldu þeir sem lögðu fram kvartanirnar að þetta væri ósiðlegt enda er bókstafurinn á líkama kon- unnar myndaður úr skapahárum hennar. Ætlun Gucci með þessari auglýsingu mun vera að sýna fram á það hvernig kynhlutverk karla og kvenna hafa breyst. Myndin fyrir auglýsinguna var tekin af ljósmyndara sem er þekktur í Bretlandi fyrir að hafa tekið myndir af konungsfjölskyldunni, en hann virðst hafa fengið leið á þeim starfa og ákveðið að fara inn á önnur svið ljósmyndunar. Gucci leyft að birta „ósiðlega“ auglýsingu AP Ætli þessi dama hafi setið fyrir á hinni ósiðlegu – en lög- legu – auglýsingu Gucci? Þeir sem kvörtuðu höfðu ekki erindi sem erfiði TÖLVURISINN Hewlett-Packard, sem yfirtók Comp- aq á síðasta ári, olli fjárfestum von- brigðum með slakri afkomu á fyrsta árs- fjórðungi yfirstand- andi uppgjörsárs. Hlutabréf félagsins hafa lækkað veru- lega að undanförnu og kenna margir samruna HP og Compaq um, enda sanna dæmin að samrunar ganga alls ekki allt- af eins og til er ætlast. Frá þessu segir í frétt Reuters. Hið sameinaða félag hefur skorið kostnað niður um tæpa 19 milljarða dollara síðan í maí á síðasta ári en ár- angurinn hefur lát- ið á sér standa. Hagnaður á hlut á fyrsta ársfjórð- ungnum nam að vísu um 29 sentum á hlut sem er einu senti meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Slakar tekjur er hins vegar það sem helst veldur áhyggjum fjár- festa. Tekjur HP námu um 18 milljörðum dollara á fyrsta árs- fjórðungnum sem er um 600 milljónum dollara eða um 3% undir áætlunum. Minni sölu á Bandaríkjamarkaði er einkum kennt um minni tekjur. HP stendur ekki undir væntingum Forstjóri HP, Carly Fiona, virðist þurfa að herða róður- inn til að endurvekja traust. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.