Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 B 7 NFRÉTTIR Frá hugmynd að fullunnu verki Heildarlausnir H ön nu n: G ís li B . ÖLGERÐIN Egill Skallagríms- son ehf. og Vöruhótelið ehf. hafa undirritað samning um að Vöruhót- elið muni annast allt birgðahald öl- gerðinnar næstu fjögur árin. Í því felst að öll vöruafgreiðsla og lager ölgerðarinnar, bæði fyrir gosdrykki og áfenga drykki, flyst til Vöruhótelsins. 16 starfsmenn hafa unnið á lager ölgerðarinnar. „Öllum starfsmönn- um á lagernum verður boðin at- vinna, annaðhvort hjá Ölgerðinni eða hjá Eimskip, en það fækkar að sjálfsögðu í lagerhaldi hjá ölgerð- inni. Við munum hins vegar tryggja að öllum verði boðin atvinna, að minnsta kost fram á haustið,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Öl- gerðarinnar, í samtali við Morgun- blaðið. Framleiðslan á einn stað Jón segir að aðal hagræðið hjá Öl- gerðinni sé að þetta gefi tækifæri til að koma framleiðslunni að mestu leyti á einn stað, í núverandi lager- húsnæði fyrirtækisins sem sprengt hafði lagerinn utan af sér, en fram- leiðsla á vatni og plastflöskum mun nú flytjast þangað inn. „Vöruhótelið gefur okkur mikla möguleika á gæðastýringu og rekjanleika vör- unnar sem er mjög mikilvægt fyrir okkur. Sá tölvubúnaðuar sem Vöru- hótelið er með, er með því besta sem gerist og mun fullkomnari en við höfum verið með á okkar lager.“ Jón segir að kostnaður fyrirtæk- isins vegna birgða hafi hlaupið á tug- um milljóna króna á ári. Jón segir aðspurður að enn sé sá möguleiki fyrir hendi að byggja nýjan lager fyrir Ölgerðina. „Við gerðum fjög- urra ára samning við Vöruhótelið en erum með leyfi fyrir byggingu lag- erhúsnæðis á lóð ölgerðarinnar. Við förum núna á fullu í að vinna með Vöruhótelinu, en erum ekki að afsala okkur þeim möguleika að byggja lager sjálfir í framtíðinni.“ Í fréttatilkynningu frá ölgerðinni kemur fram að samningurinn feli í sér að Ölgerðin verði með allt sitt birgðahald á einum stað og geti nýtt sér geymslu bæði á frísvæði og toll- afgreiddu svæði Vöruhótelsins, sem mun annast móttöku á vörum og geymslu á framleiðslu og innfluttum vörum Ölgerðarinnar. „Við þetta verður allur birgðahaldskostnaður ölgerðarinnar breytilegur og fjár- binding fyrirtækisins minnkar um- talsvert. Þá öðlast ölgerðin með þessu fullkomið svigrúm í birgða- haldi sínu og getur þannig mætt vexti í sölu og árstíðabundnum sveiflum á hagkvæmari hátt. Við af- greiðslu pantana mun ekki skipta máli hvort varan sé á frísvæði eða tollafgreiddu svæði. Vöruhótelið mun taka að sér afgreiðslu pantana og ábyrgjast að á hverjum tíma sé magn tollafgreiddrar vöru í lág- marki. Með þessu getur ölgerðin samnýtt afgreiðslu á áfengi og gosi,“ segir í tilkynningunni. Vöruhótelið tekur að sér að fylgj- ast með framleiðsludagsetningum og síðasta söludegi á öllum vörum öl- gerðarinnar og tryggja algjöran rekjanleika þeirra. Ölgerðin mun áfram sjá um dreifingu frá Vöruhót- elinu til sinna viðskiptavina. Allar pantanir og önnur samskipti fara eins og áður í gegnum sölumenn öl- gerðarinnar. Ölgerðin flytur allt birgða- hald til Vöruhótelsins 16 starfsmönnum lagers verður boðin vinna fram á haustið Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Gunnar Bachmann, fram- kvæmdastjóri Vöruhótelsins, Höskuldur H. Ólafsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, Ásgeir Jónsson, vörustjóri Ölgerðarinnar, og Tryggvi Þór Ágústsson, sölu- og markaðsstjóri Vöruhótelsins. SÍMINN Breiðband hefur hafið stafræna dreifingu sjónvarps á breiðbandsneti sínu samhliða því að halda áfram að sinni með hefð- bundna sjónvarpsdreifingu. Segir í tilkynningu frá Símanum að í upp- hafi verði rúmlega 40 sjónvarps- stöðvar í boði í þremur áskriftar- pökkum ásamt yfir 20 erlendum útvarpsstöðvum sem sérhæfa sig í tema-tónlist. Í tilkynningu Símans segir, að stafrænt sjónvarp opni nýja mögu- leika í framboði á sjónvarpsefni þar sem flutningsgetan sé mun meiri en með hefðbundinni tækni. Ör þróun í sjónvarpsdreifingu um allan heim eigi sér stað með stafrænni tækni þannig að nýjunga sé þar að vænta. Hljóð- og myndgæði batni almennt frá því sem áður hefur þekkst. Síminn hóf undirbúning að hinu stafræna sjónvarpi á síðasta ári og hafa uppsetning og prófanir gengið eftir áætlun. SkjárEinn og Sjónvarpið eru í stafrænu sjónvarpi og auk þeirra er kristilega sjónvarpsstöðin 3ABN inni á kerfinu. Af erlendum sjón- varpsstöðvum má nefna 4 með frétt- ir, 3 með barna- og unglingaefni, 5 með íþróttir, 5 með fræðslutengt efni, 4 með skemmtiefni, 4 með tón- list, 3 með lífsstílsefni, 6 norrænar stöðvar og 8 frá öðrum Evrópulönd- um. Verð áskriftarpakka er frá 2.295 krónum til 3.995 króna á mánuði. 40 sjónvarpsstöðvar og 20 útvarpsstöðvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.