Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Saga Michaels Lewis af starfinu hjá Salomon-verðbréfafyrirtæk- inu er ævintýraleg. Könnun sýnir að meirihluti tilvonandi há- skólanema telur að leggja þurfi áherslu á siðfræði í MBA-námi. Lewis segir sögu af skuldabréfum og Baumgarten vill meiri siðfræði Sérstæðir Hönnun og hæfileikar eru það sem fyrirtæki ættu að leiða hug ilatriði í rekstri og markaðssókn í hröðu kapphlaupi fyrirtækj Þ RJÁR ráðstefnur hafa að undanförnu sett svip sinn á daga þeirra sem áhuga hafa á við- skiptum og markaðssetningu. ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks, fagnaði í lið- inni viku Íslenska mark- aðsdeginum í Háskólabíói og FVH, Félag viðskipta- og hagfræðinga, hélt upp á Íslenska þekkingardag- inn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu. Auk árlegra verðlaunaafhend- inga á þessum dögum voru haldnar ráðstefnur og fengnir erlendir fyrirlesar- ar til að greina frá straum- um og stefnum í rekstri og markaðssetningu fyrirtækja. Margt athyglivert kom þar í ljós. Þriðja ráðstefnan sem nefna ber fór líklega ekki hátt í viðskiptalífinu, enda var hún hönn- unarráðstefna. Sú var haldin í Nor- ræna húsinu undir yfirskriftinni „Hönnun – máttur og möguleikar“ á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins í samstarfi við Form Ísland, Sam- tök atvinnulífsins og fleiri. Þá ráðstefnu sótti fjöldi fólks og fyrirlesararnir voru bæði úr heimi viðskipta og hönnunar. Á fyrri tveimur ráðstefnunum var þó einn- ig verið að ræða um hönnun, þótt það hafi kannski ekki falist í yfirskrift þeirra. Hönnun lýtur að fleiru en auglýsingum ÍMARK ráðstefnan nefndist „Eftir höfð- inu dansar fjármagnið“ og á FVH þekk- ingarráðstefnunni var fyrirtækjamenn- ing og innri markaðssetning í brennidepli. Máttur og möguleikar hönn- unar til að stuðla að framþróun í at- vinnulífinu var hins vegar umræðuefnið í Norræna húsinu. Sérstaða fyrirtækja og frumleiki í markaðssókn og viðskipta- háttum virðist vera það sem máli skiptir og hönnun er veigamikill þáttur í þessari nýju fyrirtækjagerð. Þá er ekki aðeins átt við hönnun auglýsinga heldur kemur hönnun bygginga og vinnurýmis, vöru- og tæknihönnun mikið irtækjum sem ætla sér sínu sviði. Séu þess áþekku, áherslur á ráð ur dregnar saman sés urinn í gegnum alla fræðimanna, markaðsf uða, er að frumleiki sk má eingöngu öðlast m hæfileika hvers og ein fyrirtæki, því þeir eru ir“ og þær allra verðm Forstjórann í brúða eða viltu vera púkó Sænski viðskiptagúrú erstråle vakti mikla lu sínum á ÍMARK degi hann birtist í Morgu febrúar sl. Kenning ganga út á það að vegn keppni þá sé það bein Á BLAÐAMANNAFUNDI hinn 6. október árið 1979 tilkynnti þáverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Paul Volker, að fjármagn í umferð myndi í framtíðinni ekki lengur breyt- ast í takt við hringrás efnahagssveiflna. Þess í stað kæmi vaxtastig til með að breytast í meira mæli út frá markaðsaðstæðum. Tveimur árum eftir tilkynningu Volkers tók vaxtastig í Bandaríkjunum að lækka eftir að hafa hækkað stöðugt undanfarin fimmtán ár. Aukið flökt leiddi til þess að áhættufjárfestingar í skulda- bréfum jukust gífurlega. Samhliða lækkandi vaxtastigi jókst lántaka ríkis, fyrirtækja og neytenda stöðugt næstu árin gífurlega og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um að hægt væri að gjaldfæra lánakostnað urðu til að bæta olíu á eldinn. Skuldabréf með margvíslegum ríkisábyrgðum voru mest í sviðsljósinu, en það var þróun sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif á fjármálakerfi Bandaríkjanna. Þetta tímabil, árin 1981 til 1987, er meg- inviðfangsefni bókarinnar Liar’s Poker eftir Michael Lewis. Í bókinni lýsir Lewis reynslu sinni sem starfsmaður hjá verðbréfafyrirtæk- inu Salomon í þrjú ár, sem var fremsta fyr- irtækið á sviði skuldabréfa með ríkisábyrgð á þeim tíma. Auk þess dregur Lewis upp mynd af ástandinu hjá fyrirtækinu almennt og mörkuðum á því tímabili. Hluti bókarinnar fer í að lýsa vinnuandan- um sem ríkti hjá Salomon, aðallega út frá sjón- arhóli Lewis sem þá var enn í starfsnámi (verðbréfamiðlarar í Bandaríkjunum verða að taka 3 mánaða starfsnám áður en þeir mega hefja viðskipti) og reynslu hans sem sölumað- ur skuldabréfa. „Kúltúrinn“ í fyrirtækinu líkt- ist frekar því sem ætla má að sé algengt í menntaskólabekk heldur en í virtu verðbréfa- fyrirtæki. Fjögurra stafa klúryrði var mest notaða lýsingarorðið, jafnvel á tíðum mæli- kvarði um karlmennsku (konur voru að mestu leyti settar í störf sem lítið bar á). Lewis komst sjálfur fljótt að því að það skipti litlu máli fyrir hann og fyrirtækið hvort viðskiptavinir hans högnuðust eða töpuðu á viðskiptum sínum við Salomon. Reyndar var það oftar en ekki svo að ef Salomon hagnaðist á því að selja illseljanleg skuldabréf úr bókum sínum til viðskiptavina, sem þurftu augljós- lega að gjalda það dýru verði að hafa verið leiddir í gildru, þá var salan í augum yfir- manna hans jafnvel enn betri. Lewis var iðu- lega minntur á að það var Salomon en ekki við- skiptavinir hans sem greiddu honum launin hans. Lítið var lagt upp úr menntun starfsfólks til að það gæti metið almennilega þau skuldabréf sem það var að selja, nema með yfirborðsleg- um hætti svo það gæti sagt eitthvað um gildi og hlutföll sem hluta af kynningu bréfanna. Talið var gott að nýliðar fengju minni við- skiptavini til að glíma við því þeir viðskiptavin- ir væru síður líklegir til að vera til vandræða ef fjárfestingar þeirra færu illa, sem oft gerðist. Sjálfur hafði Lewis sáralitla þekkingu á mörg- um þeirra bréfa sem hann seldi fyrir milljónir dala og hið sama gilti um flesta samstarfsaðila hans sem hann lýsir í bókinni. Þó svo að lesningin um „kúltúrinn“ hjá Sal- omon sé stundum litrík og ævintýraleg er sag- an um uppgang skuldabréfaviðskipta fyrir- tækisins jafnvel enn stórkostlegri. Sú saga tengist aðallega svokölluðum Savings and Loans (S&L) fjármálastofnunum sem höfðu fram að því verið stöndugir lánveitendur til húsbyggjenda. Vegna hækkandi vaxtastigs veitti Bandaríkjastjórn S&L skattafríðindi síðari hluta ársins 1981, þegar vaxtastigið var kaldhæðnislega í hámarki sem ekki hefur sést síðan. Eini gallinn á gjöf Njarðar var að S&L þurftu að selja fasteignaveðbréf sín, og kaupa önnur í staðinn, til að fá skattafríðindin. Eina fjármálafyrirtækið með mannskap sem hafði þekkingu á þeim bréfum og var þar af leiðandi tilbúið að versla með þau var Salomon. For- stjórar S&L höfðu fáa aðra valkosti en að selja í gegnum Salomon, þrátt fyrir að vera með- höndlaðir á þeim bæ með dónaskap, bæði hvað framkomu varðaði og ekki síst verðlagningu. Annaðhvort gengu þeir að kjörum Salomon eða þeir urðu atvinnulausir vegna þess að fyr- irtæki þeirra fóru einfaldlega á hausinn ef þau gátu ekki umbreytt lánum og nýtt skattaaf- sláttinn. Fákunnátta margra stjórnenda S&L- stofnana var nýtt til hins ýtrasta hjá Salomon. Auk þess áttuðu starfsmenn Salomon sig fljót- lega á því að hægt væri að reikna út líkurnar á því að veðbréf yrðu greidd upp á ákveðnum svæðum. Salomon keypti bréf, sem voru líkleg til að vera greidd upp fljótlega, með miklum afföllum, til að fá þau greidd án affalla skömmu síðar. Um tveimur árum eftir útgáfu bókarinnar Liar’s Poker lentu mörg S&L-fyr- irtæki aftur í hremmingum því mörg þeirra höfðu fjárfest í fyrirtækjabréfum á slæmum kjörum sem mörg urðu verðlaus. Afleiðingin var mesta tap sögunnar í fjármálageiranum. Liar’s Poker er í senn afar beinskeytt og fyndin bók um lífið á Wall Street. Hún er fróð- leg heimild um þá ótrúlegu þróun sem átti sér stað í skuldabréfaheiminum árin 1981 til 1987. Þá má velta fyrir sér hversu mikið af því sem þar er lýst á sér samsvörun í fjármálaheim- inum í dag, tveimur áratugum seinna. ll SKULDABRÉF Már Wolfgang Mixa Fróðleg heimild mixa@sph.is ALMENNT er orðið viðurkennt að umhverfið skiptir máli fyrir líðan starfsmanna og þar geta hönnuðir og arkitektar komið inn í. Aðstaða starfsmanna fyrirtækja er talin skipta miklu máli þegar kemur að starfsánægju. Vinnurými hjá fyrirtækjum eru af ýmsu tagi en Halldór Gíslason, arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arki- tektúrdeildar LHÍ, hefur fengist nokkuð við að hanna starfsaðstöðu hjá íslenskum fyrirtækjum. Hann segir að mörg fyrirtæki séu nú farin að leggja áherslu á að brjóta upp hin hefðbundnu vinnusvæði. Starfsmenn fyrirtækjanna séu þannig ekki endilega með sína eigin skrifstofu með köntuðu skrifborði og einka- tölvu innanborðs. Opin svæði séu orðin algengari. Í sumum þeirra fyrirtækja sem hann hefur hannað eru hvorki almennir starfsmenn né stjórnendur með lokaða skrifstofu heldur vinna allir í einu rými. Nýstárleg fund- arherbergi sem Halldór hefur hannað eru t.d. ekki með neinum stólum heldur einungis háborði sem fundarmenn standa við. Þannig verða fundirnir styttri og líklegt má telja að þeir skili allt eins miklu eins og þegar setið er á fundum. Þau fyrirtæki sem hafa endurnýjað híbýli sín að und- anförnu hafa mörg hver lagt sig fram um að laga vinnur ið að nýjum straumum í fyrirtækjarekstri. Þannig eru ný höfuðstöðvar Marels hannaðar með það fyrir augum að boðleiðir milli starfsmanna og stjórnenda verði sem sty ar. Í húsinu, sem er sérhannað fyrir hátæknistarfsemi, að mynda að finna líkamsræktarstöð og bókasafn fyrir starfsfólk. Lögð er áhersla á að rými séu opin enda er þ talið spara tíma og auðvelda boðleiðir. Auðvelt á að ver flytja vörur til og frá nýja húsinu. Sérstakar „þankahríð- arstöðvar“ eru einnig í húsinu, ætlaðar sem vettvangur skapandi samvinnu starfsfólks Marels. Í nýju húsi Íslen ar erfðagreiningar eru til að mynda margir gangar og a kyns rými önnur en lokuð herbergi sem starfsfólk getur til óformlegs fundahalds. Þessi stefna að vinna í opnum rýmum og gera þannig raunir til að brjóta niður múra milli starfsmanna og stjó ll REKSTUR FYRIRTÆKJA hönnun og sérstaða Opin vinnurými í anda Al NÝLEG könnun meðal tilvonandi háskóla- nema í Flórída sýnir að mikill meirihluti þeirra telur, að í MBA-námi (Master of Bus- inesss Administration) þurfi að leggja meiri áherslu á viðskiptasiðfræði í framtíðinni, í ljósi fjölda hneykslismála sem hafa skekið viðskiptalífið í Bandaríkjunum og víðar á síð- ustu misserum. Frá þessu er sagt í vefútgáfu The Business Journal í Tampa Bay í Flórída í Bandaríkjunum. Framkvæmdaaðili könnunarinnar, GradSchools.com, gerði hana til að kanna áhrif Enron- og WorldCom-hneykslanna á MBA-nám. Í greininni er vitnað í Mark Shay, forstjóra Educational Directories Unlimited, og segist hann hafa orðið var við almenna aukningu siðfræðitengdra námskeiða í við- skiptaháskólum. GradSchools.com kannar áhuga tilvonandi nemenda ársfjórðungslega og sú breyting hefur orðið á vinsældum einstakra náms- brauta að í kjölfar niðursveiflu á mörkuðum og fyrrnefndra hneykslismála er MBA-nám, sem löngum hefur mælst nr. 1–2 í vinsæld- um, dottið niður í fimmta sætið á eftir sál- fræði, tölvunarfræði, réttarsálfræði og verk- fræði. Steve Baumgarten yfirmaður MBA-náms í háskólanum í Suður-Flórída, segir að nið- urstöður könnunarinnar séu eðlileg viðbrögð við því þegar græðgi fárra hefur áhrif á marga, eins og gerst hefur síðustu misseri í viðskiptalífinu. Hann segir þó að MBA-námið standi traustum fótum og eftirspurn sé áfram mikil, enda námið almennt talið vera góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu. MBA þarf meiri siðfræði tobj@mbl.is ll MBA-NÁM Þóroddur Bjarnason ◆ Umfjöllun um mikilvægi hönnunar og frumleika hefur farið hátt í viðskiptalífinu að undanförnu. Eyrún Magnúsdóttir hefur setið hverja ráðstefnuna á eftir annarri þar sem nýstárlegar hugmyndir um rekstur fyrirtækja hafa komið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.