Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 B 11 NÚR VERINU  F R Y S T I S K I P FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. GEIRI PÉTURS ÞH 344 272 101 Rækja Húsavík HÁKON EA 148 1554 1427 Loðna Seyðisfjörður HUGINN VE 55 1136 41 Loðna Neskaupstaður SÖLUHORFUR á grásleppu- hrognum á komandi vertíð eru góðar, enda mikil spurn eftir hrognunum á heimsmarkaði. Framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda varar þó við of miklum verðhækkunum. Greiddar verða 70 þúsund krónur fyrir tunnuna af hrognum á kom- andi vertíð sem er um 12% hækk- un frá meðalverði vertíðarinnar í fyrra. Grásleppuvertíðin hefst úti fyrir Norðurlandi og Austurlandi, að undanskildum Bakkafirði og Vopnafirði, hinn 20. mars nk. og þá mega grásleppukarlar sunnan við Reykjanes einnig leggja net sín. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að vel horfi með sölu á hrognum fyrir vertíðina. Framleið- endur hafi sjaldan eða aldrei átt jafn litlar birgðir en rætt sé um að birgðastaðan sé varla meiri en 5 þúsund tunnur. Þannig sé nú mikil spurn eftir hrognum en jafnframt töluverður þrýstingur á verðhækk- anir. „Við viljum hins vegar fara gætilega í þessum efnum og búa í haginn fyrir framtíðina en ekki að- eins komandi vertíð. Við höfum áð- ur upplifað það að verð hefur hækkað mikið á skömmum tíma. Þá flykkjast menn á veiðar, yf- irfylla markaðinn á einni vertíð og verðið hrynur í kjölfarið. Því hefur nú verið ákveðið að fara ekki með skilaverðið hærra en í 70 þúsund krónur fyrir tunnuna á komandi vertíð. Verðið á síðustu vertíð var að jafnaði um 62 til 63 þúsund krónur en undir lok vertíðarinnar skapaðist töluverð spenna á mark- aðnum, einkum vegna aflabrests í Kanada, og voru dæmi um að verð- ið á tunnunni færi yfir 100 þúsund krónur. Í ljósi reynslunnar stefnum við því á að ná fram stíg- anda í verðhækkunum.“ Stefnt að 30% meiri afla Á grásleppuvertíðinni á Íslandi á síðasta ári veiddust um 10.300 tunnur og segir Örn að stefnt sé að því að auka aflann upp í um 13 þúsund tunnur á komandi vertíð. „Það er vitanlega erfitt að spá um veiðina en mér heyrist að grá- sleppukarlar séu almennt bjart- sýnir á góða vertíð. En grásleppu- veiðin er hins vegar mjög háð tíðarfarinu. Þó að nóg sé af grá- sleppunni þarf ekki nema tvær til þrjár brælur á miðri vertíð til að rústa veiðinni.“ Örn segir útlit fyrir að framboð á grásleppuhrognum á heimsmark- aði, aukist töluvert frá vertíðinni í fyrra. „Grásleppuveiði á Grænlandi hefur aukist talsvert á síðustu ár- um, aflinn var um 7.200 tunnur í fyrra og Grænlendingar stefna á að veiða um 10 þúsund tunnur í ár. Norðmenn veiddu í fyrra um 6.900 tunnur og gera ráð fyrir að aflinn verði svipaður á komandi vertíð. Þá veiddu Danir um 1.200 tunnur á síðasta ári en vertíðin í Danmörku, sem hófst í janúar, hefur farið illa af stað,“ segir Örn. Góðar söluhorfur á grásleppuhrognum Landssamband smábátaeigenda varar við of miklum verðhækkunum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Grásleppukarlar á Húsavík hreinsa net sín eftir síðustu vertíð. Þeir mega leggja net sín á ný hinn 20. mars nk. ÚRSKURÐARNEFND sjó- manna og útvegsmanna hefur ákveðið að verð á þorski, ýsu og karfa sem útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík greiðir áhöfnum skipa sinna skuli lækka um 5%. Í úrskurði úrskurðarnefndar segir að í gerðardómi sem settur var í kjölfar sjómannaverkfallsins árið 2001 hafi verið kveðið á um ákveðin markmið um verðlagningu á þorski, ýsu og karfa. Verðlags- stofa skiptaverðs hafi gefið út við- miðunarverð fyrir umræddar fisk- tegundir sem sé í raun það verð sem miðað hefur verið við í bein- um viðskiptum frá því úrskurður gerðardóms tók gildi. Samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofu hafi viðmiðunarverð á þorski verið hækkað frá ágústmánuði 2001 um 38% en í karfa um 35% í fjórum áföngum. Verðlagsstofa hafi upp- lýst að markmið um verð fyrir karfa og ýsu hafi náðst í nóv- embermánuði sl., en fyrir þorsk hafi tekist að uppfylla fyrirmæli gerðardómsins í síðasta mánuði. Því er það niðurstaða úrskurð- arnefndar að lækka skuli viðmið- unarverð um 5% fyrir þorsk, ýsu og karfa. Samkvæmt úrskurðinum verður þorskverð til áhafna skipa Vísis hf. frá 100 til 180 krónur fyr- ir kílóið, ýsuverð frá 82 til 142 krónur og karfaverð frá 35 til 71 krónur. Verð á undirmálsfiski er þó lægra. Verð á þorski, ýsu og karfa lækkað um 5% LOÐNUFRYSTING stendur nú sem hæst og hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hafa á tæpri viku ver- ið fryst um 500 tonn, allt á Rúss- landsmarkað. Unnið er á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn og hefur vantað meiri mannskap í vinnu en um 18 manns eru á vakt í einu. Nemendur í tíunda bekk grunnskólans hafa unnið í loðnu- frystingunni um helgar og einnig hafa þeir komið dag og dag eftir hádegi á virkum dögum en það þykir ágæt viðbót við skólalær- dóminn að komast í beina snert- ingu við undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Í svona tarnavinnu er oftast líf og fjör og enginn deyfðarbragur á mannskapnum þó unnið sé næturlangt. Loðnan sem nú veiðist er fín í frystingu en kvótinn að verða bú- inn og spurning hvað fæst mikill viðbótarkvóti en verið er að meta stöðuna. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Líflegt í loðnufrystingu VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is „Viðskiptaþjónusta VUR er einhver mikilvægasta aðstoð sem ég hef fengið við markaðssetningu á Penzími erlendis. Viðskiptafulltrúarnir í Frakklandi og Þýskalandi hafa veitt djúpa sýn á heimamarkaði sína með skýrslum og opnað þar mikilvæg sambönd. Ef misskilnings hefur gætt í samskiptum við milliliði eða tækniörðugleikar orðið, hef ég getað reitt mig á stuðning viðskiptafulltrúanna og leiðsögn. Jafnframt veit ég að VUR hefur opin augu fyrir viðskiptatækifærum og upplýsingum sem gagnleg hafa reynst Ensímtækni á ókunnum og fjarlægum slóðum.“ Jón Bragi Bjarnason, prófessor, framkv.stjóri Ensímtækni E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 0 -0 3 Dýpri sýn á markaði fyrir Pensím Aðalfundur Opinna kerfa hf. 2003 verður haldinn í húsakynnum félagsins að Höfðabakka 9, Reykjavík, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 16.00. OD DI H F J 39 96 Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn félagsins leggur til að samþykktum félagsins verði breytt þannig að nafn félagsins verði Opin Kerfi Group hf. og að breytingar verði gerðar á skráðum tilgangi félagsins samkvæmt 3. gr. félagssamþykktanna. Tillögur til fundarins liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund til kynningar fyrir hluthafa. Stjórn Opinna kerfa hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.