Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Litla lirfan ljóta verður Katie the Caterpillar „CAOZ hf. vinnur nú að markaðs- setningu á Litlu lirfunni ljótu erlendis. Í samstarfi við viðskiptafulltrúa VUR ytra er m.a. unnið að því að fara markvisst inn á tvo af lykilmörkuðum í Evrópu. Okkar hugmyndum hefur verið tekið opnum örmum og eftir gott undirbúningsstarf og þarfagreiningu hefur tekið við öflugt starf á báðum mörkuðum. Það er okkar reynsla af samvinnu við VUR að þar fer mjög hæft starfsfólk saman við metnað og vilja til að ná árangri. Ekki síðra virði fyrir okkur er sú staðreynd að viðskiptafulltrúarnir opna okkur dyr sem virtust lokaðar áður. Við erum þess fullviss að sam- starfið við VUR muni bera góðan ávöxt.“ Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ hf. E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 2 -0 3 AFLI smábáta á norðanverðum Vestfjörðum dróst saman um tæp 4 þúsund tonn á síðasta fiskveiði- ári, í kjölfar kvótasetningar á ýsu og steinbít, samkvæmt tölum sem Landssamband smábátaeigenda hefur unnið upp úr gögnum Fiski- stofu. Ælta má að verðmæti aflans nemi allt að 600 milljónum króna. Þorskkvóti króaflamarksbáta á starfssvæði Smábátafélagsins Eld- ingar, frá Súðavík til Þingeyrar, jókst á hverju ári frá fiskveiðárinu 1995/1996 þegar krókaaflamarks- kerfið var sett á, allt þar til ýsa og steinbítur voru felld undir kvóta fiskveiðiárið 2001/2002. Á tíma- bilinu meira en þrefölduðust þorskveiðiheimdildir krókaaflahá- marksbáta á svæðinu og voru á fiskveiðiárinu 2000/2001 um 3,45% af heildarþorskaflanum. Á fisk- veiðiárinu 2001/2002 tók kvóta- setning aukategunda, ýsu og stein- bíts, gildi og minnkaði þá hlutdeild báta á svæðinu niður í 2,82%. Guðmundur Halldórsson, for- maður Eldingar, segir að rekstr- argrundvöllur margra smábátaút- gerða hafi brostið við kvótasetninguna og við það hafi menn neyðst til þess að selja frá sér þorskvótann. Guðmundur segir að miðað við meðalverð á fiskmörkuðum á svæðinu undanfarið ár, sem er 156 krónur á kíló, jafngildi aflasam- drátturinn ríflega 600 milljónum króna. „Og það er einungis verð- mæti þorskaflans upp úr sjó. Þarna vantar inn í margfeldis- áhrifin sem fara að skila sér í vinnslunni og allri þjónustu við flotann. Byggðaleg áhrif hljóta að vera heilmikil þegar svo mikið fjármagn fer út af svæðinu á svo skömmum tíma.“ Guðmundur segir ánægjulegt að stjórnvöld séu nú að úthluta 700 milljónum króna til nýsköpunar á landsbyggðinni á vegum Byggða- stofnunar, en honum finnst það skjóta skökku við að fyrst séu tækifæri fólks til að bjarga sér takmörkuð og síðan séu því veittir styrkir af almannafé. „Þetta eitrar allt andrúmsloftið, mismunar öll- um byggðum og mönnum og gerir alla vitlausa. Það átti náttúrlega að láta okkur í friði með ýsuna og steinbítinn. Við vorum að taka þetta hérna á heimamiðum eins og við höfum gert í gegnum aldirnar. Við erum aðeins að fara fram á að réttur byggðanna sé virtur, líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá,“ segir Guðmundur. Samdráttur í kjölfar kvóta- setningar Afli smábáta á Vestfjörðum minnkaði um 4.000 tonn á síðasta fiskveiðiári 0  ' -%        * ) '% %$( %(  %"%  *"% +,,-./00/ , ,    ,+, - .!" % -   !  !/ /  * $!%&0 % 1 % 1!"! % SJÁVARÚTVEGSSKÓLI Háskóla Samein- uðu þjóðanna útskrifaði fimmta árgang sinn hér á landi nýverið. Að þessu sinni útskrifuðust 19 nemendur sem er stærsti hópurinn til þessa, en þá hafa frá upp- hafi starfseminnar alls 62 nemendur út- skrifast. Þar af hefur helmingurinn komið frá löndum í Afríku sunnan Sahara, 21 frá Asíu, átta frá Mið- og Suður-Ameríku og tveir frá Evrópu. Skólinn er starfræktur samkvæmt sér- stöku samkomulagi við Háskóla Samein- uðu þjóðanna og er fjármögnun hans að mestu leyti hluti af framlögum Íslands til þróunaraðstoðar. Skólinn er hluti af reglulegri starfsemi Hafrannsóknastofn- unarinnar, og er rekinn í nánu samstarfi við Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands, auk þess sem fleiri stofnanir og fjöldi fyr- irtækja leggur þar hönd á plóg. Eitt helsta markmið skólans er að taka þátt í uppbyggingu á fagþekkingu á stofnunum og í fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi í þessum löndum. Því eru nemendur valdir frá löndum þar sem veið- ar eru mikilvægar og þar sem þróun- armöguleikar eru umtalsverðir. Leitast er við að halda samstarfi við hvert land, eða svæði innan hvers lands, um eitthvert árabil þannig að þar verði til hópur fólks á ýmsum sviðum sem hafi fengið þjálfun við Sjávarútvegsskólann. Nú þegar hafa verið teknir inn nemendur frá 19 löndum og á þessu ári bættust fjögur ný lönd í hópinn, Íran, Malasía, Eistland og Rússland. Á næstu árum er gert ráð fyrir að eitt til tvö ný lönd eða svæði bætist í hópinn ár hvert. Morgunblaðið/Jim Smart Útskriftarnemendur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Sjávarútvegsskóli SÞ útskrifar nemendur SAMSTARFSNEFND Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál hafa komist að samkomulagi um úrbætur og einfaldanir á reglum um fiskveiðar íslenskra skipa í lög- sögu Rússlands. Nefndin hélt þriðja fund sinn í Reykjavík dag- ana 18.–20. febrúar 2003 þar sem rædd voru þau mál sem helst eru á döfinni varðandi samstarf land- anna. Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsingum um fram- kvæmd samnings frá 15. maí 1999 milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs. Meðal annars var rætt um að einfalda reglur varðandi úthlutun veiðileyfa til íslenskra skipa. Fram til þessa hafa skipstjórar íslenskra skipa sem stunda veiðar innan rússneskrar lögsögu þurft að hafa gögn kvótastöðu skipsins í frumriti um borð í skipinu. Þar sem fram- sal með veiðiheimildir getur breytt kvótastöðu einstakra skipa frá degi til dag, hefur þetta ákvæði gert framsalið nokkuð þungt í vöf- um. Eins var rætt um að nýta bet- ur fjareftirlit með veiðum skip- anna. Nefndin ræddi jafnframt sam- starf landanna á sviði hafrann- sókna, meðal annars um fjölþjóð- lega rannsóknaleiðangra varðandi úthafskarfa og norsk-íslenska síld. Þá var fjallað um samskipti land- anna um vísindasamstarf og menntun á sviði sjávarútvegs. Ennfremur var fjallað um stjórn annarra sameiginlegra stofna á Norður-Atlantshafi, m.a. karfa, kolmunna og norsk-íslenska síld. Lýstu fulltrúar landanna áhyggj- um af því að enn hefur ekki náðst samkomulag um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2003 og lögðu áherslu á ábyrga stjórn- un slíkra veiða, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Reglur verði einfaldaðar HINN 18. febrúar voru 70 ár síðan Sigurður Ágústsson, kaup- maður og alþingismaður, stofnaði fyrirtæki sitt. Sigurður keypti þann dag árið 1933 á uppboði eignir Tang og Riis og er fyr- irtækið eitt það elsta í sjávar- útvegi á Íslandi sem starfar á sama grunni. Þessara tímamóta var minnst með veglegri veislu sem haldin var á hótelinu laug- ardaginn 22. febrúar. Þangað var boðið starfsmönnum og öðrum gestum. Sigurður Ágústsson ehf. er fjöl- skyldufyrirtæki og eru eigendur Rakel Olsen og börn hennar. Rakel Olsen rakti sögu fyr- irtækisins og kom þar fram hvað Sigurður, tengdafaðir hennar, hefur tekið þátt í fjölbreyttri upp- byggingu atvinnulífsins í Stykk- ishólmi og á öðrum stöðum á Snæfellsnesi. Hann rak verslun til ársins 1967, en sjávarútvegur hef- ur verið stærsti þátturinn í starf- seminni alla tíð. Fyrirtækið rekur skelvinnslu, rækjuvinnslu og kaví- arvinnslu ásamt því að gera út einn bát. Til skemmtunar voru þættir frá þorrablótinu þar sem Rakel kom við sögu. Þrjár dætur Sigríðar Þorvaldsdóttur og Lárusar Sveinssonar skemmtu með söng og hljóðfæraleik. Starfsfólki sem átti lengstan starfsaldur hjá fyr- irtækinu var þakkað samstarfið og veitt viðurkenning. Að lokum var stiginn dans. Fyrirtækið Sigurður Ágússton ehf. hefur verið einn af burðar- ásum í atvinnulífi og uppbygg- ingu í Stykkishólmi og á þessum tímamótum er þess óskað að svo megi verða áfram um ókomin ár. 70 ára afmæli fagnað Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þremur starfsmönnum var veitt viðurkenning fyrir áralanga þjónustu. Á myndinni eru Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri, Rakel Olsen, Sigurður Ólafsson, Elsa Valentínusdóttir, Hanna Ágústsdóttir og Sigurður og Ingibjörg Ágústsbörn. BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi nýverið bát af gerð- inni Cleopatra 33 til skosku eyjar- innar Lewis sem er hluti af Suðureyjum. Heimahöfn bátsins er í Stornoway. Kaupandi bátsins er Do- nald Morrison. Báturinn hefur hlotið nafnið Sonas M SY-200 en hann er 10 metra langur og mælist 10 brúttó- tonn. Báturinn er sérútbúinn til veiða á smáhumri með gildrum en það er humar sömu tegundar og veiddur er við Ísland. Í bátnum eru tvær fiski- lestar. Önnur þeirra er sérútbúin með úðara og súrefniskerfi til að halda humri lifandi um borð. Í lúkar er svefnpláss fyrir tvo menn, ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Að- alvél bátsins er af gerðinni Cummins og er 430 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Furuno. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar frá Stornoway í næstu viku. Trefjabátur til Skotlands Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.