Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 15
KARFINN er vanmetið hnoss- gæti og er alltof sjaldan á borðum Íslendinga. Karfann má nálgast í öllum fiskbúðum á mun betri kjör- um en flestar aðrar fisktegundir. Það er Einar Jónsson, trillukarl á Glað GK frá Njarðvík, sem býður upp á soðningu dagsins en hún er bæði einföld og fljótleg. Uppskriftina er að finna á nýju dagatali Lands- sambands smábátaeigenda en þar er að finna uppskriftir sem trillukarl- ar hafa eldað úr afla sínum. Verði ykkur að góðu! 2–4 karfaflök 2 laukar ¼ l rjómi 1 Camembertostur Season all-krydd olía til steikingar UPPSKRIFTIN Karfaflökin eru roðflett, krydduð með Season all og látin standa í 10–15 mínútur. Á meðan er laukurinn skorinn og léttsteiktur á pönnu. Því næst eru karfaflökin snöggsteikt á pönnu og laukurinn og rjóminn sett út á. Að endingu er Camembertosturinn skorinn í sneiðar, lagður yfir fiskinn og lokið sett á pönnuna. Rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er bráðn- aður. Karfi og Camembert S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 B 15 NFRÉTTIR VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum hefur tekið í notkun nýjan og öflugan gufuþurrkara, auk rafskautaketils í fiskimjölsverk- smiðju félagsins. Með þessum breyt- ingum aukast afköst verksmiðjunnar úr 850 tonnum í allt að 1.200 tonn á sólarhring. Nýi rafskautaketillinn mun jafnframt hita vatn fyrir dreifi- kerfi hitaveitunnar í Vestmannaeyj- um sem er í eigu Hitaveitu Suður- nesja. Þegar verksmiðjan verður í gangi mun hún hita allt að helming húsa í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin hf. gerði samning við Hitaveitu Suðurnesja árið 2002 um kaup á ótryggu rafmagni fyrir væntanlegan rafskautaketil fiski- mjölsverksmiðu félagsins. Þetta leið- ir af sér að rafskautaketillinn er keyrður á innlendri orku, rafmagni í stað svartolíu. Landsvirkjun útvegar raforkuna sem er háð vatnsstöðu í miðlunarlónum fyrirtækisins. Flutn- ingsgeta rafmagnslína RARIK frá Búrfelli til Hvolsvallar annar ekki samanlagðri orkuþörf Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum og hins nýja rafskautaketils, þegar fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðv- arinnar er í gangi. Til að leysa þenn- an vanda sér fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar Hitaveitu Suð- urnesja fyrir orku til upphitunar húsa í Vestmannaeyjum. Gera má ráð fyrir að þannig leggi fiskimjöls- verksmiðjan Hitaveitunni til orku til að hita upp helming allra húsa í Vest- mannaeyjum, þegar fiskimjölsverk- smiðjan er í gangi. Rafskautaketillinn framleiðir gufu með raforku fyrir gufuþurrkarann. 11.000 volta rafstraumur er leiddur í gegnum vatn og vegna viðnáms í vatninu myndast varmi sem nýtist til uppgufunar. Nýr gufuþurrkari sem kom til landsins í haust hefur einnig verið tekinn í notkun. Þurrkarinn er gríðarlegt mannvirki og vegur 110 tonn. Hann er annar stærsti hlutur- inn sem fluttur hefur verið í einu lagi til landsins og sá langstærsti sem komið hefur til Vestmannaeyja, enda þurfti tvo af öflugustu krönum lands- ins til að koma honum á áfangastað í fiskimjölsverksmiðjuna. Kostnaður við stækkun og breyt- ingar í fiskimjölsverksmiðjunni er áætlaður um 250 milljónir króna. Orkan úr bræðslunni beisluð Tímamótasamningur Vinnslustöðvarinnar við Hitaveitu Suðurnesja Morgunblaðið/Sigurgeir Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og Edmund Bellesen rafmagnstæknifræð- ingur starta nýja rafskautakatlinum. Dagskrá aðalfundar: 1. Tillaga um samruna Síldarvinnslunnar hf. og SR-Mjöls hf. Gert er ráð fyrir að við samrunann verði hlutafé í Síldarvinnslunni hf. hækkað um 528.400.000 og að hluthafar falli frá áskriftarrétti að aukningarhlutum. Aukningarhlutir verða afhentir hluthöfum í SR Mjöli hf. í skiptum fyrir hluti í því félagi. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2002, ásamt tillögu um greiðslu arðs. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7 Tillögur til aðalfundar, löglega upp bornar: - Tillaga um heimild til handa félagsstjórn til kaupa á hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. 8. Önnur mál. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 8. mars 2003 í Egilsbúð, Neskaupstað, kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.