Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 16
Fyrirtækjalausnir f j a r v i n n a s k i l a r á r a n g r i N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 7 1 4 siminn.is Nánari uppl‡singarí síma 800 4000     @.?9?D @.33.EFD 3.?GCHI9@.I3HJH63HG 0.I5@.I3H F?D   (   , (   (   (   (  ,, ( ,  , ( ,  (   (   ( ,  -B  - 3 ? ! %!3 1%  ! % / .%   .+- 807 89- 8:0 89+ 80- 809 .0; @KI.L.D@.I3H G$.D6.MN 8+0 8:9 20.I5@.I3H .6$JDOH MÁLI sem Lífeyrissjóður Norður- lands, LSA, og fjárfestingarfélagið Nordica S.A. í Lúxemborg höfðuðu gegn upplýsingatæknifyrirtækinu iDigi Communications í Flórída í Bandaríkjunum síðastliðið vor vegna meintra óvandaðra vinnubragða stjórnenda iDigi og meintra færslna á verðmætum úr iDigi í félag í eigu for- svarsmanna iDigi, lauk með dómsátt síðastliðið haust, þar sem bæði fjár- festingar og lán voru gerð upp við Nordica S.A. Nordica fjárfesti í hlutabréfum iDigi fyrir 5 milljónir Bandaríkjadala í útboði árið 2000 auk þess að veita fyrirtækinu 5 milljón dollara lán árið 2001. LSN átti 15% hlut í Nordica S.A. þegar kaupin voru gerð. iDigi sérhæfði sig í þróun þráð- lausra örbylgjulausna og svokallaðra modulation-lausna en fyrirtækið sæt- ir nú rannsókn skattayfirvalda í Bandaríkjunum, alríkislögreglunnar FBI og fjármálaaeftirlitisins SEC vegna meintrar fjármálaóreiðu. LSN tapaði ekki peningum Kári Arnór Kárason, framkvæmda- stjóri LSN, sagði í samtali við Morg- unblaðið að LSN hefði í heild ekki tapað peningum á fjárfestingu sinni í Nordica S.A. en fjárfestingin í iDigi var einungis ein af mörgum fjárfest- ingum Nordica S.A. Í ítarlegri grein í The Herald Trib- une frá því í haust segir að LSN hafi fjárfest fyrir eina milljón dollara í byrjun árs 2001 í fjarskiptakerfi sem sett var upp með tækni fyrirtækisins í Reykjavík en því vísar Kári Arnór á bug. Kári Arnór segir að öllum afskipt- um LSN af iDigi hafi lokið þegar- stærsti eigandi Nordica S.A., Brym- eswell ltd. í Bretlandi, keypti 15% eignarhlut LSN í Nordica S.A. í fyrra. Kári undirstrikar að fjárfesting sjóðsins í Nordica hafi ekki haft nein áhrif á afkomu Lífeyrissjóðs Norður- lands. „Enda hefur afkoma sjóðsins verið nokkuð góð og fyllilega staðist samanburð við aðra lífeyrissjóði. Ef það má gagnrýna okkur fyrir eitthvað væri það að við fórum kannski full- bratt í að hækka réttindi sjóðfélaga á árunum 1999–2000 í ljósi mjög góðrar afkomu á þeim árum og árunum næst á undan, sem er e.t.v. að koma að ein- hverju leyti í bakið á okkur núna. Ástæðan fyrir því að við vorum fengnir að málaferlinu á sínum tíma var að aðkoma stofnanafjárfestis eins og okkar þótti styrkja málið í heild sinni. Það má segja að það hafi verið mistök hjá okkur að leyfa það, enda drógum við okkur algjörlega út úr þessu undir það síðasta, og áttum í raun enga beina kröfu á iDigi,“ segir Kári Arnór. Örbylgjutæknin virkaði ekki Þess má geta að Síminn og iDigi gerðu samning um tilraunaverkefni á sviði þráðlausra internettenginga um áramót 2000–2001. Samkvæmt Heið- rúnu Jónsdóttur, forstöðumanni kynningarmála Símans, entist það samstarf einungis í um tvo mánuði en því var slitið þar sem að örbylgju- tækni iDigi reyndist ekki virka sem skyldi. Íslenskir lífeyrissjóðir og fjárfest- ingarsjóðir hafa margir hverjir tapað stórum fjárhæðum á fjárfestingum í erlendum hlutabréfum á síðustu misserum vegna mikillar verðlækk- unar á mörkuðum. Að sögn Kára Arn- órs má rekja slaka ávöxtun LSN í fyrra til lækkana á erlendum hluta- bréfamörkuðum og styrkingu ís- lensku krónunnar líkt og hjá öðrum lífeyrissjóðum, en sjóðurinn sýndi neikvæða ávöxtun upp á 1,91% á síð- asta ári. Máli gegn iDigi lokið með dómsátt Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands segir sjóðinn í heild ekki hafa tapað peningum. Nordica keypti LSN út. HAGNAÐUR fasteignafélagsins Landsafls hf. á árinu 2002 nam 182 miljónum króna að teknu tilliti til skatta. Árið áður var hagnaður fé- lagsins 51 milljón. Í tilkynningu frá Landsafli segir að afkoma síðasta árs sé viðunandi að mati stjórnenda félagsins. Stóran hluta afkomunnar megi hins vegar rekja til gengishagnaðar og jákvæðs fjármagnskafla. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 483 millj- ónum í fyrra og hagnaður fyrir fjár- magnsliði 244 milljónum. Rekstrar- tekjur félagsins námu samtals 771 milljón samanborið við 614 milljónir árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir félagsins í lok síð- asta árs 6.873 milljónum króna og bókfært eigið fé var 1.254 milljónir. Veltufé frá rekstri á árinu 2002 var 250 milljónir og handbært fé frá rekstri var 90 milljónir. Í tilkynningunni kemur fram að meðal afskrifta fastafjármuna fyrir árið 2002 sé færð sérstök afskrift að fjárhæð 68 milljónir vegna kjúk- lingaafurðastöðvar á Völuteig 2. Einnig sé færð sérstök niðurfærsla viðskiptakrafna að fjárhæð 50 millj- ónir til að mæta kröfum sem hugs- anlega kunni að tapast. Segir í tilkynningunni að horfur í rekstri félagsins á árinu 2003 séu ágætar þrátt fyrir mikið framboð leiguhúsnæðis. Endanleg niðurstaða muni þó meðal annars ráðast af skil- yrðum á fjármagnsmörkuðum og gengisskráningu íslensku krónunnar. Landsafl hf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Markmið félagsins er að eiga og reka fasteignir í langtíma- og/eða skammtímaút- leigu. Félagið hefur yfir að ráða yfir 90 þúsund fermetrum af húsnæði, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðn- aðarhúsnæði, vörugeymslum og fleiru. Viðskiptavinir félagsins eru ríki og sveitarfélög, félög skráð í Kauphöll Íslands sem og ýmis önnur stór og smá fyrirtæki. Landsafl er í eigu Íslenskra aðal- verktaka, sem eiga 49,0% hlut í félag- inu, Landsbankans, sem á 25,5%, og Framtaks Fjárfestingarbanka, sem áður var Þróunarfélag Íslands, og á 25,5% hlut. Landsafl hf. hagnaðist um 182 milljónir í fyrra HAGNAÐUR af rekstri Spari- sjóðs Norðlendinga á árinu 2002 nam um 80 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var tap sjóðsins 122 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 24,4% og hagnaður fyrir skatta tæplega 100 milljónir. Vaxtatekjur Sparisjóðs Norð- lendinga á árinu 2002 námu 460 milljónum króna en vaxtagjöld árs- ins námu 274 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur voru því 186 milljónir. Aðrar rekstrartekjur námu 118 milljónum króna en voru neikvæðar um 126 milljónir á árinu 2001. Framlag í afskriftarreikning út- lána nam 30 milljónum króna, en var 54 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall 13,9% Eigið fé Sparisjóðs Norðlendinga í árslok 2002 nam 411 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall sparisjóðs- ins var 13,9% í árslok 2002 en var 11,2% í árslok 2001. Samkvæmt lög- unum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Skuldir og eigið fé samtals námu 4.099 milljónum króna og er það hækkun um 3,6% á milli ára. Innlán í Sparisjóð Norðlendinga námu ríflega 2.739 milljónum króna á árinu 2002, sem er aukning um 23,8% frá árinu áður. Útlán námu 2.816 milljónum og minnkuðu um 2,6% á milli ára. Rekstargjöld Sparisjóðs Norð- lendinga á árinu 2002 námu 174 milljónum króna en voru 163 millj- ónir króna árið 2001. Kostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrar- tekjum var 57,4%. Ánægjuleg þróun Í tilkynningu frá Sparisjóði Norð- lendinga segir Jón Björnsson spari- sjóðsstjóri mikil umskipti í rekstr- inum vera ánægjuleg. Hann segir að það hafi verið stöðug aukning á flestum sviðum starfseminnar og þessar afkomutölur sýni að sjóður- inn sé á réttri leið. Umskipti í af- komu Sparisjóðs Norðlendinga ÞRÁTT fyrir að íslensk verslunarfyrirtæki eins og Baugur verði sífellt stórtækari í út- rás á erlenda markaði komast Íslendingar ekki með tærnar þar sem danskar versl- unarkeðjur hafa hælana í þessum efnum. Í nýrri úttekt sem birt er í Berlingske Tidende fyrr í vikunni segir að dönsk smá- söluverslun sæki nú fram af miklum krafti til annarra landa, þrátt fyrir bágt efna- hagsástand í heiminum, yfirvofandi átök í Írak og mikið atvinnuleysi í Evrópu. Danskar verslunarkeðjur hafa sam- anlagt 4.869 útibú í öðrum löndum og í ár er vöxturinn í þessum efnum 15% þar sem 718 danskar búðir verða opnaðar í útlönd- um í ár. Alls eru 44 danskar verslunarkeðjur með starfsemi erlendis. <%( % %  # (  >  !/!  !                 % 1,/# , % (  1,/# 5   (  1,/# , % I:  1,/ 4""%%" AB =B A;, >/B 4  C D%-" A; >B 6" A B EE A  B 4 *"F AB GH H& B AB 2B  A >B $%" $ !" A  "B H%. H& B A;, "" B >) 6 AB 25"(>(+   A  B > "  %  A1("" "   -  B )"  ="" A;     B 4 E A  B 4 (""1 A! "B 4*& A!%;, ;%B H% " AB 2E %" AB $%"F /1.%" A;, "" B               ,   !*                   !*                    ,  !* , !*  !*     !/4!* $!%&@!  " !'%! %! Danskar verslunarkeðjur í kraftmikilli útrás BANDARÍSKA viðskiptatíma- ritið Fortune valdi á dögunum Al- coa „virtasta fyrirtæki Bandaríkj- anna á sviði málmframleiðslu.“ Alcoa hefur hlotið þennan titil tímaritsins síðan það hóf að gefa fyrirtækjum einkunn árið 1983, ef frá er talið árið 1994. Alcoa var einnig valið meðal virtustu fyr- irtækja bandarísku þjóðarinnar í könnun Fortune. Gildi Alcoa að leiðarljósi hér „Það gleður okkur mjög að hljóta þessa útnefningu Fortune,“ segir Mike Baltzell, framkvæmdastjóri málmsviðs Alcoa og aðalsamn- ingamaður fyrirtækisins hér á landi. „Þegar við hefjum starfsemi á Íslandi munum við hafa gildi Al- coa að leiðarljósi og leggja kapp á að eiga gott samstarf við Íslend- inga.“ Við einkunnagjöf Fortune er horft til átta lykilþátta í rekstri; nýjunga, hæfni og þekkingar starfsfólks, eignastýringar, sam- félagsábyrgðar, stjórnunarhæfni, fjárhagslegs stöðugleika, langtíma- fjárfestingar og þjónustu- og fram- leiðslugæða fyrirtækisins. Alcoa hlaut hæstu einkunn allra málmfyr- irtækja fyrir alla þessa þætti í rekstri. Alcoa valið eitt virtasta fyrirtækið vestra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.