Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 1

Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  GEGNUM ÞAGNARMÚRINN/2  ARMBÖND ÚR FISKROÐI/3  UNG- LINGAMENNING, VINÁTTA OG FRELSI/4  LJÓS Í KRÓKUM OG KIMUM/4  STREITUVALDAR OG VINNUSÁLFRÆÐI/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÞEGAR Gyða Hrund Þor-valdsdóttir var 15 áraflutti hún í nýtt herbergi áheimili sínu í Hafnarfirði. Henni þóttu veggirnir helst til fölir og þar sem flinkur teiknari var í kunningjahópnum datt henni í hug að fá hann til þess að skreyta vegg- inn. Veggjalist, eða graffití, er sem kunnugt er yfirleitt unnið á veggi utanhúss, en öllu sjaldgæfara er að fólk láti lífga upp á híbýli sín með þessum hætti. Ívan Guðmundsson tók hins vegar vel í hugmyndina og mætti snarlega með möppuna sína. Þar valdi Gyða sól og fjólubláan bakgrunn og Ívan bætti við frá eigin brjósti kærulausri geimveru. Þar með var það ákveðið – á pappírnum – en mikið fjör skap- aðist þegar verkið hófst fyrir alvöru. „Þetta tók tvo daga, ef ég man rétt. Svona málningarúði er svo sterkur að við gátum ekki verið inni í herberginu nema í ákveðinn tíma í einu, svo hlupum við út til þess að ná okkur í súrefni. Foreldrar mínir voru ekki beint hressir, þar sem lyktin barst um allt hús, en við reyndum að loka á milli og lofta út um eina gluggann sem er á herberg- inu, en það er í niðurgröfnum kjall- ara,“ útskýrir Gyða Hrund bros- andi. Þá gekk gjörningurinn sjálfur brösuglega til þess að byrja með, eftir fyrstu tilraun þurfti Gyða að pússa útlínur myndarinnar af áður en hægt var að hefjast handa að nýju. „Við þurftum líka að setja plast yfir allt gólfið, loftið, hurðar- karma og annað, því fjólublái úð- inn frussaðist í allar átt- ir. Ég ráðlegg engum að gera þetta í svona litlu rými. Þetta var sem sagt talsvert maus, en borgaði sig al- veg því ég var mjög ánægð með myndina og hef verið það síðan. Hún gerir herbergið einhvern veginn hlýlegra.“ Veggurinn hefur nú skartað geimverunni góðu í fimm ár en nú er komið að því að Gyða Hrund flytji að heiman. „Litli bróðir minn, sem er fimmtán ára, tekur við herberginu og ég held að hann sé bara ánægður með þessa mynd. Sem betur fer, því mér skilst að erfitt sé að mála yfir hana,“ segir Gyða Hrund og á við að ekki þýði að mála beint yfir lakk- úðann. Pússa verði allan vegginn upp og spartla að nýju. „En í raun- inni finnst mér dálítið leiðinlegt að þurfa að skilja vegginn minn eftir. Ég er að fara í leiguíbúð og þá getur maður víst ekki látið gera neitt svona fyrir sjálfan sig.“ Graffití inniá gafli Morgunblaðið/Kristinn Gyðu Hrund Þorvaldsdóttur finnst synd að geta ekki tek- ið vegginn góða með sér þegar hún flytur. Undirskrift Ívans var Daq, en að sögn Gyðu hefur hann lagt brúsann á hilluna.Veggjalist í heimahúsum 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.