Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AGA, aðalsögupersónan í Ekki segja frá eftir Írisi Anitu Hafsteinsdóttur, er samsett úr sögu fjögurra ungra kvenna. Kannski fimm ef saga höfundarins er meðtal- in, þótt sjálf gefi hún lítið út á að svo sé. Svarar því til að flestar konur þekki ofbeldi beint eða óbeint; kyn- ferðislegt sem andlegt, annaðhvort sem þolendur eða aðstandendur. Íris Anita, sem er tuttugu og sex ára, segir sterka réttlætiskennd hafa ráðið mestu um að hún réðst í að skrifa bók, sem tæki á ofbeldi af þessu tagi. Ennfremur að sjúkdóm- ur, sem hún greindist með, hafi gert henni ókleift að sinna áfram starfi sínu sem rekstrarstjóri á skyndibita- stað, og hún hafi einfaldlega orðið að snúa sér að einhverju öðru. „Ég hef verið með verki í mjaðma- grindinni síðan um vorið 2000. Sjúk- dómsgreiningin var skemmd í spjaldliðum, líklega hormónatengd- ur sjúkdómur, sem ómögulegt er að segja til um hvernig þróast,“ segir Íris Anita og lætur útrætt um veik- indin. Hún er nýkomin úr endurhæf- ingu á Reykjalundi og nokkuð spræk að sögn. Ekki í vandræðum með viðfangsefnið Þarna á vordögum fyrir tveimur árum var hún ekkert á því að leggja árar í bát og veslast upp í rúminu. Hún hugsaði með sér að þar gæti hún að minnsta kosti skrifað. Að vísu yrðu umskiptin töluverð því hún hafði lítið skrifað um dagana. En hún var ekkert í vandræðum með við- fangsefnið og bar það á borð fyrir Kristján B. Jónasson, útgáfustjóra Forlagsins, sem hvatti hana til dáða. Og svo byrjaði hún bara. „Mig langaði að skrifa um eitt- hvað, sem ég þekkti,“ segir Íris Aníta og fer nokkur ár aftur í tímann, þeg- ar náin vinkona hennar bjó við mikið andlegt ofbeldi af hálfu sambýlis- manns síns. „Eins og allflestar konur í svipuðum sporum var hún afskap- lega dugleg að leyna og ljúga til um ástandið við vini og vandamenn. Hún þorði ekki að segja frá. Ég er alin upp við ríka réttlætiskennd og sam- úð með þeim sem minna mega sín og átti afar bágt með að láta sem ekkert væri. Mig grunaði sterklega hvernig í pottinn væri búið, fann breytinguna á henni og gerði mér ljóst að afsak- anir um að hún gæti ekki hitt mig og þess háttar voru að undirlagi manns- ins. Ég aflaði mér upplýsinga hjá Kvennaathvarfinu um hvernig ég, sem vinkona, gæti sannreynt grun minn og hjálpað henni. Þar var mér sagt að það versta sem vinir eða aðrir nákomnir gerðu væri að láta sem ekkert væri, því þannig samþykktu þeir í raun ofbeldið. Mér var ráðlagt að segja vinkonu minni frá grun- semdum mínum og þannig hálfpart- inn neyða hana til að segja frá, en sýna henni jafnframt að ég væri allt- af til staðar fyrir hana. Þetta gekk eftir því smám saman trúði hún mér fyrir sögu, sem var býsna ljót,“ segir Íris Anita og bætir við að þegar þetta var hafi hún ekki haft nein áform um að skrifa bók. Skáldsaga með sannsögulegu ívafi Hugmyndin kviknaði sem sé ekki fyrr en síðar þegar aðstæður hennar breyttust í kjölfar sjúkdómsgrein- ingarinnar. „Þá ákvað ég að skrifa skáldsögu með sannsögulegu ívafi um ofbeldi gegn konum, byggða á reynslu þessarar vinkonu minnar, með hennar leyfi að sjálfsögðu. Þeg- ar ég viðraði hugmyndina við fleiri vinkonur mínar sögðu tvær þeirra mér ótilkvaddar frá ofbeldi, sem þær höfðu verið beittar, annaðhvort sem börn, unglingar og fullorðnar mann- eskjur eða á fleiru en einu æviskeiði. Ég hafði þekkt þær lengi, en ekki haft hugmynd um reynslu þeirra að þessu leytinu. Þær höfðu aldrei sagt frá.“ Ekki frekar en Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, tuttugu og fjögurra ára, sem á fjórðung í Sögu og Íris Anita kynntist á spjallrás á Netinu. Hrafnhildur Ýr var nýskilin við of- beldishneigðan sambýlismann sinn og lá mikið á hjarta. „Öfugt við vinkonur mínar, átti Hrafnhildur Ýr auðvelt með að segja frá upplifun sinni, tilfinningum og líðan. Hún vílar heldur ekki fyrir sér að koma fram og lýsa hvernig and- legt og kynferðislegt ofbeldi braut hana smám saman niður og gerði hana óörugga og undirgefna,“ segir Íris Anita. Ástæðan er vitaskuld ekki sú að Hrafnhildi Ýr finnist svo óskaplega gaman að velta sér upp úr fortíðinni. Þvert á móti. Hún kveðst eingöngu tala svona opinskátt um reynslu sína til þess að blása kjarki í konur sem svipað er ástatt fyrir; segja þeim að líf eftir ofbeldisfullt samband sé ekki endilega bara dimma og drungi. „Þar fyrir utan, segir Hrafnhildur Ýr, „er ég barnlaus og nýt ég þeirra forrétt- inda umfram flestar þessara kvenna að ég lifi ekki í stöðugum ótta um að maðurinn sitji fyrir mér og geri mér allt til miska ef ég opna munninn.“ Upp úr dúrnum kemur að fyrrum sambýlismaður hennar er útlending- ur, sem fjölskyldan lagðist á eitt um að bola af landi brott eftir að Hrafn- hildur Ýr hafði sagt henni allt af létta. Þraukað í von um kraftaverk Þrátt fyrir ógnina sem kann að stafa af ofbeldishneigðum fyrrum sambýlismönnum, er mörgum fyrir- munað að skilja hvers vegna konur segja ekki strax skilið við slíka menn og leiti sér hjálpar. Ástæðuna segja Íris Anita og Hrafnhildur Ýr fyrst og fremst þá að ofbeldi, sérstaklega það andlega, brjóti niður allan sjálfstæð- an vilja, kraft og þor auk þess sem þolendur skammist sín að ósekju og vilji ekki bera meinta niðurlægingu sína á torg. Þeir þrauki í von um hálf- gert kraftaverk, þ.e. að ofbeldismað- urinn láti af athæfinu og allt verði gott á ný. „…sem er afar hæpið,“ fullyrða þær stöllur og taka skýrt fram að þótt þær tali um ofbeldis- menn geti þeir allt eins verið í líki kvenna, sérstaklega þegar andlegt ofbeldi er annars vegar. Þær segja fjölmörg dæmi slíks hafa komið upp á yfirborðið að undanförnu og nefna konuna, sem reimaði ekki skóna sína í eitt og hálft ár vegna þess að hún gat látið manninn sinn gera það. Svo hætti hún með honum af því að henni fannst hann svo mikill aumingi. Frá því við byrjuðum með Her- ferðina gegn heimilis- og kynferðis- ofbeldi í tengslum við útgáfu bókar- innar Ekki segja frá síðla seinasta árs höfum við séð og heyrt svo marg- ar og viðbjóðslegar en dagsannar sögur, að saga Sögu virðist bara gluggi inn í þennan heim ofbeldis- verka. Við höfum hitt konur með síg- arettubrunasár um allan líkamann, skemmda olnboga, úlnliði og fingur og fjölda kvenna sem eiga við viðvar- andi þunglyndi að stríða, þrátt fyrir að vera búnar að slíta sambandi við ofbeldismanninn fyrir löngu,“ segja Íris Anita og Hrafnhildur Ýr. Sagan af Sögu Og þótt þær kalli ekki allt ömmu sína í þessum efnum var þeim virki- lega brugðið þegar þær heyrðu að blákaldur raunveruleiki margra kvenna reyndist jafnvel verri en saga Sögu. Enda fátt hægt að ímynda sér nöturlegra en að vera sviptur barn- æskunni á sjö ára afmælinu sínu eins og henti Sögu. Í stuttu máli fjallar fyrsti hluti sögunnar um kynferðis- lega misbeitingu, kúgun, sifjaspell og öfugsnúna væntumþykju. Þá er lýst hvernig Saga, full reiði og sjálfsfyr- irlitningar, snýst gegn foreldrum sínum og umhverfi með því að hætta í skóla, neyta eiturlyfja og vera í vafasömum félagsskap. Henni finnst hún hafa himin höndum tekið þegar hún svo kynnist Hemma. Þótt hann stökkvi stundum upp í nef sér og sé laus höndin finnst henni það framan af ekkert tiltökumál. Um síðir áttar hún sig þó á að hún er flækt í sömu gildru sjálfsásökunar, þagnar og skammar og hún upplifði í foreldra- húsum. Síðari hluti bókarinnar fjallar svo um hvernig henni tekst að glíma við fortíðina til að takast á við erfiðleikana. Frásögnin er blátt áfram og geng- ur meira út á að lýsa tilfinningum, viðbrögðum og hugarástandi Sögu heldur en ofbeldinu sem slíku. Íris Anita hefur heyrt að margir verði hálfhvumsa yfir eigin viðbrögðum þegar þeir lesi kaflann þar sem Jó- hann, hálfbróðirinn sem er aðeins þrettán ára þegar hann fær kynferð- islegum fýsnum svalað með Sögu, sjö ára. „Æ, greyið, hann er nú bara hálfgerður óviti,“ segir Íris Anita vera algeng viðbrögð lesenda, enda hafi Jóhanni áður verið lýst sem af- skaplega góðum og geðþekkum náunga. „Markmiðið er að varpa fram áleitnum, siðferðilegum spurn- ingum. Jóhann þvingar Sögu til að segja ekki frá og heldur uppteknum hætti löngu eftir að gerðir hans verða ekki afsakaðar sem óvitaskap- ur. Ef Saga hefði þrátt fyrir allt sagt frá, hefði hún hugsanlega getað stöðvað ferlið, sem leiddi til þess að hún varð andlega niðurbrotin og auð- veld bráð ofbeldismanna síðar.“ Andlegt ofbeldi undanfari líkamlegs ofbeldis Af tvennu illu segir Hrafnhildur Ýr að andlegt ofbeldi sé verra en kynferðislegt, en fyrrum sambýlis- maður hennar beitti hana hvoru tveggja. „Það læddist að mér,“ segir hún „hægt og sígandi urðu athuga- semdirnar andstyggilegri og tíðari. Ég fór að trúa að ég væri ómöguleg í alla staði; heimsk og ljót og að flest Morgunblaðið/Jim Smart Íris Anita og Hrafnhildur Ýr: „Nánast hver sem er getur orðið fórnarlamb ofbeldis, en þær manngerðir sem beita því eru afar líkt innréttaðar.“  Líf eftir ofbeldis- fullt samband er ekki bara dimma og drungi  Miðað við raunveru- leikann virðist saga Sögu bara gluggi inn í heim ofbeldisverka Nafn bókarinnar Ekki segja frá eftir Írisi Anitu Hafsteinsdóttur er lýs- andi fyrir tangarhaldið sem ofbeldismenn hafa á fórnarlömbum sínum og um leið andstæða við boðskap bókarinnar, sem snýst um mikilvægi þess að segja frá. Val- gerður Þ. Jónsdóttir fékk höfundinn og Hrafnhildi Ýr Víglunds- dóttur, tvo af forsprökk- um Herferðar gegn heimilis- og kynferðisof- beldi, til að segja frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.