Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Æ VINTÝRABLÆR er líklega eina orðið sem dugar til þess að lýsa andrúmsloftinu í Grundaskóla á Akranesi um þessar mundir. Innanstokks er að vísu flest hornrétt, nemendurnir mannlegir og námsefnið eins og gerist og gengur í grunnskólum. En ferski andvarinn sem leikur um ganga stafar frá söng- leiknum Frelsi sem þriðjungur ung- linga í skólanum tekur þátt í og hvorki meira né minna en þriðjungur bæjarbúa hefur komið til að sjá og heyra. Lagt var upp með fjórar sýn- ingar í upphafi, bjartsýnustu menn spáðu kannski þremur aukasýning- um, en nú hafa tólf sýningar farið fram og uppselt á þær allar. Og æðið teygir sig um allt, á fleiri hundruð heimilum hljóma lög af geisladiskn- um Frelsi, á leikskólum í grenndinni söngla börnin með og yngri nemend- ur í Grundaskóla endurgera heilu at- riðin í skólastofunum – einn þykist vera leikstjóri og hinir leika senur eftir minni. Yfir þessu öllu gleðjast hetjurnar að baki Frelsi, nemendur í 8., 9. og 10. bekk og svo auðvitað höfundarnir, Gunnar Sturla Hervarsson og Flosi Einarsson, og framkvæmdastjórinn Einar Viðarsson. Þeir eru allir kenn- arar við skólann og eiga að auki feril að baki á sviði. Útsendari Daglegs lífs hitti þá á kennarastofunni. Vinátta sem endist ævilangt „Þetta er auðvitað búið að vera ótrúlegt. Aðsóknin kallar í raun á enn fleiri sýningar, en við höfum þurft að gera hlé vegna prófa hjá krökkunum,“ segir Flosi, sem er ensku- og tónlistarkennari við skólann og var á árum áður í hinni lands- frægu hljómsveit Tíbrá. Hann segir hugmyndina að söngleikn- um í raun fimm ára gamla og sprottna út frá söngvarakeppn- inni Hátónsbarkanum, sem hald- in hefur verið fyrir nemendur grunnskólanna tveggja, Brekku- bæjar- og Grundaskóla, frá 1989. „Við höfum lengi búið að miklu tónlistarlífi og leiklist í skólum bæjarins og okkur langaði að at- huga hvað væri hægt að koma krökkunum langt á því sviði,“ út- skýrir hann. Þegar ákveðið var að láta til skarar skríða í vetur úthlutaði skól- inn Flosa og Gunnari Sturlu tíma til undirbúnings. „Við fengum klukku- tíma á viku – til þess að skrifa heilan söngleik – sem var fínt, þótt það end- aði auðvitað með því að við eyddum mun fleiri stundum í þetta,“ segja fé- lagarnir kankvísir, en lögin, textana og söguþráðinn sömdu þeir saman frá grunni. „Við höfum brallað sitt- hvað saman frá því Gunni kom hér til starfa og þekktum því hvers annars vinnubrögð,“ segir Flosi, en þeir eru „næstum því“ saman í hljómsveit. „Já, Flosi verður mjög bráðlega tekinn inn í hljómsveitina Abbababb með formlegri vígslu. Á þessu stigi getum við hins vegar ekki upplýst hvað í slíkri vígslu felst,“ segir Gunn- ar Sturla, en með honum í þeirri gleðisveit til margra ára er einmitt framkvæmdastjóri Frelsis, Einar Viðarsson. „Við leituðum einmitt oft til Flosa hér á árum áður í hljómsveitabrans- anum, fengum lánaðar græjur og þannig. Grundaskóli hefur alltaf ver- ið svo vel tækjum búinn,“ rifjar Ein- ar upp. Ekki er reyndar víst að allir landsmenn kannist við Abbababb, þótt hún sé heimsfræg á Skaganum, en sveitin gaf fyrir fáeinum árum út plötu sem hét því látlausta nafni Gargandi snilld og stýrði Flosi ein- mitt upptökum. Þá tóku þeir Einar og Gunnar Sturla þátt í fjölmörgum uppfærslum Listaklúbbs Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi meðan þeir voru þar við nám, léku m.a. saman í söng- leikjunum Blóðbræðrum og Láttu ekki deigan síga, Guðmundur. Þar þróuðu þeir að eigin sögn með sér þann lífseiga áhuga á leikhúsi og tón- list sem þeir smita nú til unglinganna í Grundaskóla. „Já, sagan endurtekur sig. Þau eru farin að mæta hér með gítara og syngja saman í pásum baksviðs, en það var einmitt þannig sem Abbababb byrjaði,“ segir Einar. „Við svona aðstæður myndast líka oft vin- skapur sem endist ævilangt – við get- um vottað það allir hér. Nálægðin er svo m ingja að öð Ei nem ingu verk „O hópn tuttu ir vi stýri hæg enda sem um þ tekið Flos um u Unglingamenning, vinátta og frelsi „Það er í lagi, lagi að vera lummó,“ segir á einum stað í flunkunýjum söngleik um heim unglinga. Sigurbjörg Þrastardóttir ræddi við höfundana og elsta leikarann um gildi listarinnar í skólastarfi, um dugnað nem- endanna – og um eigin forna frægð. Leikið af innlifun Í söngleiknum kemur fram breiður hópur í leik og söng. Á innfelldu myndinni safna Fríða (Sigurbjörg Halldórsdóttir) og Leó (Jón Ingi Þrastarson) kjarki áður en þau mæta skrattanum. Hljó Garg sviðs Stur Í UNGLINGABEKK í ónefnd- um skóla birtist einn daginn nýr nemandi, Fríða frá Forna- hvammi, stúlka sem hefur ekki átt sjö dagana sæla þar sem foreldrar hennar festa hvergi rætur og eru alltaf að flytja. Tíska, tölvur og nýjasta símatækni eru unglingahópn- um ofarlega í huga og verður Fríða fljótt fyrir aðkasti skóla- félaganna sem hæðast m.a. að klæðaburði hennar. Lærdóms- hestarnir Anna og Leó eru þau einu sem taka henni vel og saman bralla þau margt. Stúlkuna Fríðu dreymir samt um að verða vinsæl með- al fjöldans og þegar ókunnur drengur, Ísak, birtist og lofar að uppfylla drauma hennar, handsalar hún við hann samn- ing. Í stað vinsældanna sem hann lofar henni, mun hún verða hans á lokaballinu. Þegar Ísak hefur nám við skólann falla helstu skvísur skólans flatar fyrir honum, og þykir mikið til koma að Fríða virðist þekkja hann. Hún er að auki orðin ný manneskja, með flottasta GSM-símann og í há- tískufötum. Af þessum sökum er henni kippt inn í klíku hinna vinsælu og snýr um leið baki við Önnu og Leó. En fljótlega fara að gerast undarlegir hlutir sem benda til þess að Ísak sé ekki allur þar sem hann er séður. Reynd- ar er hann kölski sjálfur, kom- inn til að heimta sál Fríðu sem er síðasti afkomandi Sæmund- ar fróða, sem forðum daga lék kölska grátt. Nú reynir á sam- heldni, ráðvendni og sönn gildi. Er nauðsynlegt að eiga allt? Er kannski í lagi að vera „lummó“? Hvernig vinur ertu í raun? Er ofbeldi rétta leiðin til að leysa vandamál? Fram úr því verða Fríða og félagar að ráða áður en yfir lýkur. Rauðir þræðir ÞETTAbyrjaðiað breið-ast út fyrir um tveimur árum en varð fyrst að almenni- legri bylgju fyrir síðustu jól. Þá urðum við vör við að sala á jóla- seríum, sem venjulega fer af stað í október, hófst mun fyrr og fólk var að setja upp seríur með það fyrir augum að taka þær ekki niður aftur,“ segir Anton Magnússon, deildarstjóri í Garðheimum, en þar eins og víðar eiga heilsársseríur miklum vinsæld- um að fagna. Um er að ræða ljós í ýmsum útfærslum á snúrum, með glærum, gulum eða mislitum perum. Að sögn Antons eru svonefndar gúmmíperur vinsælastar, en þá eru perurnar steyptar í glært eða litað gúmmí sem lagað er eins og blóm, hjarta, tígull o.s.frv. „Um þessar perur er ekki hægt að skipta, en springi ein svona pera þá logar samt áfram á seríunni. Líftími þeirra er líka 2500–5000 tímar á meðan venjuleg jólaljósapera endist að jafnaði í 700 tíma. Hér erum við því að tala um allt öðruvísi endingu,“ útskýrir Anton, sem kveður hug- myndaflug fólks skemmtilegustu hliðina á þessari nýjung. „Fólk gerir nánast hvað sem því dettur í hug við svona seríur, jafnt glærar sem litaðar. Mikil tíska er að nota þetta í kringum gler af ýmsu tagi, til dæmis ofan í glerkrukkur og vasa. Svo eru seríur hengdar í kring- um spegla eða hurðarkarma, nú eða látnar hanga beint ofan úr loftinu. Í síðastnefndu tilfellunum erum við komin eins langt frá jólaseríum og hugsast getur, þá eru þetta eins kon- ar óróar eða lítil ljósker.“ Á heimasíðu Garðheima er tekið þannig til orða að vakning hafi orðið meðal þjóðarinnar í notkun heils- ársinniljósasería. Anton staðfestir að salan fari vaxandi og úrvalið einnig. „Við erum með þrjár tegundir af rauðum hjartaljósum og þær seldust til hægri og vinstri í tengslum við Valentínusardaginn. Einna vinsæl- ust var lítil sería sem gengur fyrir rafhlöðum og er gjarnan sett í blóm- vendi,“ segir hann, en talað er um gúmmíljósin sem „köld ljós“ og af þeim á því ekki að stafa eldhætta. Þrátt fyrir aukna sölu á Valent- ínusardegi segir Anton að inniljós séu í raun rómantík fyrir alla. „Þetta hefur ekki farið út í neina „amerík- anseringu“ með blikki eða hamagangi, heldur er þetta látlaust og notalegt,“ segir hann og bendir á fullbúið fermingarborð þar sem ljósasería er vafin inn í fjólubláan, hálfgegnsæjan trefjadúk. Flestar seríurnar eru að sögn til innanhússnota, en einnig eru til ljós sem þola vatn og henta þannig til skreytinga á sólpöllum, í sumarbústöðum og í garð- veislum. Munir í dimmum hillum lifna við með ljósum. Rauð bergfl Slönguljós má vefja upp um alla veggi til upplyftingar. HEILSÁRSSERÍUR Á HEIMILUM ERU KOMNAR TIL AÐ sith@mbl.is Ljós í krókum og kimum Eina Flos bros Frumsamdi söngleikurinn Frelsi sýndur við miklar vinsældir á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.