Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER misjafnt hvað fólkskilur eftir sig þegar aðstarfslokum kemur. Sumirhafa unnið þannig störf aðlítið sést af verkum þeirra en til eru þeir sem geta ekið út um all- an bæ og sagt: „Þetta hús byggði ég og þetta og þetta,“ – einn úr þeirra hópi er Kristinn Sveinsson húsasmíða- meistari. Ekki aðeins hefur hann reist mikinn fjölda húsa hér á höfuðborg- arsvæðinu og víðar heldur sá hann höf- uðborgarbúum um árabil fyrir svína- kjöti ásamt fleirum. Áratugum saman hafði Kristinn því mikið umleikis. Þótt tilveran hans sé nú kominn í rólegri gír er enn til staðar sami hugurinn og dugnaðurinn og fleytti honum í fremstu röð í sinni grein þótt hann kæmi frá fremur fátæku og barn- mörgu heimili og væri föðurlaus frá barnsaldri. „Ég fæddist í Dagvarðarnesseli í Klofningshreppi í Dalasýslu 17. októ- ber 1924,“ segir Kristinn. Foreldrar hans voru Sveinn Hallgrímsson frá Túngarði á Fellsströnd og Salóme Kristjánsdóttir frá Breiðabólsstað á Fellsströnd. Þau byrjuðu að búa á Köldukinn, voru eitt ár á Hóli, síðan í Stóra-Galtardal. „Þar varð mamma léttari að þriðja barni sínu,“ segir Kristinn. „Árnar voru þá svo miklar sitt hvor- um megin við tunguna sem bærinn stóð á að það var ófært. Pabbi varð því að taka á móti barninu og tók á móti okkur öllum sjö sem fæddust eftir það, en við vorum tíu alls. Ég var fimmti í systkinaröðinni. Eldri voru Ingunn, Friðgeir, Gestur Zophanías og Sigurjón, yngri voru Jó- fríður Halldóra, Ólöf Þórunn, Baldur, Steinar og Kristján. Það urðu engin vanhöld hjá pabba í fæðingarhjálpinni. Ég man sérstaklega eftir þegar Ólöf systir mín fæddist. Ég var þá fimm ára og enginn var vakandi í baðstofunni nema mamma, pabbi og ég. Klukkan var um tvö að nóttu. Ég var mikill pabbastrákur, var eins og skugginn hans og svaf alltaf fyrir ofan hann. Þegar Olla fæddist tók pabbi hana og vafði hana inn í stykki og sagði svo: „Diddi minn, þú verður að hlúa að henni systur þinni og taka hana undir sængina, ég þarf að sinna henni mömmu þinni.“ Það var yndislegt að fá þetta litla barn í fangið og þetta er sennilega eft- irminnilegasta nótt sem ég hef lifað. Ég er ekki frá því að samband mitt við Ollu hafi verið sterkara en við hin systkinin alla tíð. Við krakkarnir vorum mikið dugleg að leika okkur, áttum bú og smíðuðum báta og bíla. Bíl sá ég fyrst þegar við vorum að heyja úti á engjum. Ég var þá níu ára. Þá kom bíll í ljós fyrir neðan Sveins- staði, þangað sem við vorum nýlega flutt. Við rukum öll upp á veg og feng- um að sitja í hjá Guðmundi Jónassyni sem var þarna á Ford ’31. Við strák- arnir fengum að sitja á pallinum en Inga systir sat inn í og við öfunduðum hana mikið. Við fórum til næsta bæjar sem heitir Hnjúkur og svo hlupum við til baka. Tók tvær svartar töflur og dó svo Pabbi og mamma stofnuðu nýbýli úr jörðinni Kvenhóli og kölluðu að Sveinsstöðum 1935. Þá var byggð hlaða, ári síðar fjós og íbúðarhús. Ég vann með smiðnum ásamt bróður mín- um Sigurjóni, við sóttum allt vatnið í steypuna og grjót til þess að drýgja steypuna með, því var sökkt ofan í hana. Við sóttum þetta á hestvagni sem Gráni gamli dró. Svo réttum við grjótið til pabba. Við krakkarnir höfðum reist okkur hús þegar ég var sex ára. Við byggðum tóft, 1x2 metra að stærð en áttum eng- an mæniás. Við tókum þá hríslu í Arn- arbælisskóg og höfðum í mæniásinn, árefti gerðum við úr minni hríslum og settum svo á torfþak og sátum svo ákaflega glöð í húsinu okkar. Enn í dag fer ég ár hvert að Seli til að gá að tóft- inni okkar sem enn mótar fyrir. Það var stórkostlegt að flytja í nýja íbúðarhúsið á Sveinsstöðum, þótt ým- islegt væri eftir að gera. En gleði okk- ar stóð ekki lengi. Hinn 26. nóvember 1936 dó pabbi. Hann hafði fengið eitthvað í kjálka- taugina upp úr mislingum vorið 1935. Hann fór í Búðardal að leita sér lækn- inga. Hann fékk meðul, 50 gular töflur sem ég man vel eftir. Stefán Guðnason læknir átti ekki meira af töflunum en sagði pabba að fá fleiri í Stykkishólmi. Hann gerði það, fékk 50 svartar töflur til viðbótar. Hann tók inn tvær af þeim svörtu og sagði svo við bróður minn „Sigurjón minn, skrepptu niður í Tumamýri og náðu í féð. Ég ætla að leggja mig á meðan.“ Sigurjón var svona 20 mínútur í ferðinni en þegar hann kom aftur var pabbi dáinn. Töflurnar voru sendar til rannsókn- ar suður en það kom ekkert út úr því, þá var allt öðruvísi en það er í dag, bæði samgöngur og annað, enginn læknir kom og engin krufning fór fram. Sjö stiga frost þegar við háttuðum Við tóku erfiðir dagar. Við vorum sjö börnin innan við fermingu en Frið- geir elsti bróðir okkar fékk sig lausan úr vinnu og kom til að aðstoða mömmu með búið. Hann var heima í eitt ár en fór þá á Laugarvatn. Inga systir trú- lofaði sig skömmu síðar. Mamma hélt áfram búskap á Sveinsstöðum. Kristján bróðir var á öðru ári þegar pabbi dó og var alltaf að kalla á hann. Mér er í minni hve erfitt var fyrir okkur Sigurjón að fara í fjár- húsin og fjósið eftir lát pabba en um annað var ekki að ræða. Ég var heima hjá mömmu fram til 16 ára aldurs. Þá fór ég að Efra-Hvoli í Mosfellssveit, til Ingveldar Árnadótt- ur og Vígmundar Pálssonar, þau voru mér sem aðrir foreldrar. Heim fór ég þó á vorin til að hjálpa mömmu í hey- skapnum. Sigurjón bróðir tók við búskapnum 1945 þegar hann gifti sig. Mamma var óskaplega dugleg, manneskjur eins og hún eru algjörar hetjur. Það var ótrúlegt það sem hún þurfti að leggja á sig. Hún fór alltaf fyrst á fætur og síðust í rúmið og það var ekki slegið slöku við. Hún var trúuð og það hjálpaði henni mikið, ég sá hjá henni hvers virði trúin er. Mamma var óskaplega góð við okk- ur börnin og treysti okkur. Þegar við bræðurinir vorum að fara í vegavinnu sagði hún: „Strákar mínir, þið munið að standa ykkur og láta ekki halla á ykkur.“ Við reyndum að hafa það svo. Eftir áramótin 1936 gerði mikla kuldatíð, ég man að við Sigurjón fórum með hitamæli í herbergið þar sem við sváfum, það var 7 stiga frost þar inni þegar við háttuðum. Það var ekki alltaf dans á rósum okkar æskutíð. En okk- ur varð sjaldan misdægurt og ekki alltaf verið að sækja handa okkur með- ul. Eina meðalið sem var til heima var brennsluspritt, ef við fengum háls- bólgu var það blandað til helminga í vatni og við tókum það inn til að sótt- hreinsa hálsinn. Svo var það borið utan á hálsinn á okkur. Einn bróðir minn fór með höndina ofan í sjóðheitan vatnspott. Það smokkaðist skinnið fram af hendinni á honum. Það var enginn læknir sóttur, mamma og göm- ul kona af Stakkabergi, næsta bæ við, læknuðu þetta með kartöflumjöli og ósöltu smjöri og það sá ekkert á hend- inni. Við fórum í sjóinn á sumrin og stungum okkur stundum milli jakanna á veturna – svo tók maður sprettinn heim. Við systkinin vorum samrýnd og rif- umst ekki oft. Grísinn sem varð að útvarpi Í apríl 1937 kom Óskar móðurbróðir minn á Hóli til að athuga hvernig syst- ir hans hefði það með allan barnahóp- inn sinn. Hann sagði við mömmu: „Það er leiðinlegt að þú skulir ekki geta keypt útvarp fyrir krakkana, þau myndu hafa gaman af því. Við Theódóra (kona hans Guðlaugsdóttir) ætlum að gefa þér lítinn grís, þú getur alið hann í sumar og selt hann í haust og keypt út- varp fyrir jólin.“ Ég var sendur til að sækja grísinn um vorið. Ég fór ríðandi á klárnum Svani og teymdi Grána gamla. Á hon- um var reiðingur og kassi öðrum meg- in með steini en grísinn var hinum megin. Ég var svo öðru hverju að fara af baki til að athuga hvað grísnum liði. Við urðum afskaplega miklir vinir, ég og grísinn. Svínin eru svo greind. Þau eru í hópi tíu greindustu dýra jarðar- innar, ef maðurinn er talinn nr. 1. Ég fór oft með hluta af matnum mínum til gríssins. En svo kom að því að hann varð að fara í sína hinstu ferð. Hann elti mig að vagninum sem hann var settur upp á en þegar hann var kominn þangað þá hljóp ég fyrir horn og fór að gráta. Grísinn var svo fluttur í Stykkishólm, aflífaður og seldur en útvarpið kom á Þorláksmessu 1937. En það var mjög tregablandið að hafa þurft að fórna grísnum til að eignast útvarpið. Oft fór ég aleinn út í myrkið og syrgði grísinn. Það var að brjótast í mér að ég hefði svikið grísinn sem treysti mér. Þessi kynni mín af grísnum leiddu eigi að síður til þess að ég setti á stofn svínabú 1959 og rak það þangað til síð- asta vetur. Ég átti upp í 1.400 dýr og byggði svínasláturhús til þess að vand- að yrði vel til meðhöndlunar á þessum elskulegu skepnum. Flutningum og slátrun á skepnum var oft mikið ábóta- vant áður fyrr. Þegar ég opnaði svínasláturhúsið fékk ég þau ummæli um það hjá Páli Agnari Pálssyni yfirdýralækni að það væri í topplagi, hugsað væri fyrir öllu og ég fengi öll leyfi athugasemdalaust. Áhuga minn á svínum get ég rakið beint til litla gríssins sem lét lífið fyrir útvarpið. Áhugi minn á svínum hefur raunar orðið svo mikill að ég á orðið talsvert safn af styttum af ýmsu tagi af svínum, þessu hef ég safnað m.a. á ut- anlandsferðum mínum og eins hef ég fengið margar þeirra að gjöf.“ Stóð fyrir endurbyggingu á Staðarfelli Kristinn er trésmiður að mennt. „Tildrög þess voru þau að ég fór að vinna í Bretavinnu 1942. Þá voru þar við störf margir „gervismiðir“. Ég sá að sumir þeirra voru klaufar og hugs- aði með mér að ég gæti þetta alveg eins og þeir. Ég fór til Karls Sæ- mundssonar trésmiðameistara og bað um vinnu sem smiður og hann sagðist geta svo sem reynt mig í tvo til þrjá daga þótt hann væri orðinn þreyttur á strákum sem þættust geta smíðað en gætu svo ekki neitt. Ég var ekki búinn að vera nema nokkra daga hjá honum þegar hann spurði hvort ég vildi ekki koma til hans sem nemandi. Það varð þó ekki fyrr en ég var 19 ára vorið 1944. Ég var bara búinn að vera viku í þjónustu Karls þegar hann setti mig í að smíða eldhús- innréttingu heima hjá sér og konu sinni, Helgu Jónsdóttur. Ég var um tíma lánaður til Einars Jónssonar myndhöggvara. Hann sagði jafnan þegar hann vantaði mann til að smíða: „Heyrðu, Kalli, lánaðu mér hann Kidda minn.“ Hann söng hástöf- um þegar hann var að móta myndir sínar og sagði svo við mig: „Komdu, nú förum við inn til Önnu og fáum kaffi og púðursykur.“ Ég lauk námi sem trésmiður fjórum árum seinna og sveinsstykkið mitt var geirnegld smárúðuútidyrahurð, nokk- uð vandasöm. Ég fékk góða einkunn fyrir hana. Varla hafði ég lokið prófi frá Iðn- skólanum þegar ég fór vestur að Stað- arfelli til þess að standa þar fyrir end- urbyggingu skólahússins. Ég stjórnaði þar 18 manna flokki og þetta var fyrsta húsið sem ég vann að sem verktaki. Halldór E. Sigurðsson var þá formaður skólanefndar Staðar- fellsskóla. Ég var búinn að vera vetrarmaður hjá Halldóri og hirti m.a. hjá honum fjósið þegar ég var 18 ára. Ég greip auk þess í viðgerðir en líklega hef ég mokað fjósið sæmilega því Halldór vildi ekki heyra annað nefnt en ég tæki að mér starf yfirsmiðs við endurbygg- inguna 1948. Einn úr byggingaflokkn- um var Jóhannes Þorleifsson. Hann orti mikið, m.a. þessa vísu. Víst er ég til verka fús, velviljaður lýðum, ef að ég gæti ort upp hús þá yrðu mörg í smíðum.“ Hjónaband og húsbyggingar Það varð afdrifaríkt fyrir Kristin að taka að sér starf yfirsmiðs á Staðar- felli. „Ég var einn eftir um haustið til að ljúka því sem eftir var úti sem inni og þau verkefni entust nokkuð lengi. Vet- urinn eftir kom myndarleg stúlka frá Hrísey til að kenna við skólann. Þetta var Margrét Jörundsdóttir, tvítug og kenndi hún þvotta og ræstingu og að hluta til matreiðslu. Ég sá að þetta var glæsileg og hress stúlka, efnilegur kvenkostur og við trúlofuðum okkur um veturinn. Ég fór suður til að kaupa hringana. Við giftum okkur svo haust- ið 1950 norður á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Við bjuggum á Akureyri í fimm ár. Við leigðum fyrst í 95 ára gömlu timb- urhúsi með kolaofni en mig langaði til að byggja yfir okkur. Ég starfaði við Kassagerð hjá KEA og vorið 1953 sótti ég um lóð í Kambsmýri 2 og hóf svo byggingu íbúðarhúss í hálfs mán- aðar fríi sem ég átti inni eftir að ég hafði reist íbúðarhús tilsniðið í Gríms- ey fyrir Steinunni útibússtjóra kaup- félagsins þar. Húsið okkar var 83 fermetrar með þriggja metra risi. Fyrsta morguninn í fríinu keypti ég efnið í KEA og vann svo við bygginguna frá 7.20 til tíu á kvöldin. Ég kom húsinu upp á þessum hálfa mánuði að mestu. Við fluttum inn vorið 1954. Þar fæddist annað barn okkar Friðgeir, María fæddist í Hrís- ey, yngri synir okkar tveir, Jörundur og Jóhannes Kári, fæddust í Reykja- vík. Byggði Framsóknarblokkina og Kassagerð Reykjavíkur Ég var ekki ánægður með það kaup sem ég hafði hjá KEA og við fluttum suður 1955. Fyrst fengum við leigt hjá skólabróður mínum en um þær mund- ir var verið að byggja Bogahlíð 12–18, 24 íbúðir. Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi vildi endilega fá mig til að standa fyrir byggingu þessa húss, sem framsóknarmenn byggðu. Ég tók þetta að mér og fékk íbúð fyrir okkur hjónin í þessari blokk. Ég hef verið kallaður framsóknar- maður en satt að segja hef ég löngum metið það sem vel er gert, hver sem í hlut á og engir hafa reynst mér betur heldur en t.d. sjálfstæðismenn. Nokkru síðar byggði ég blokk í Álf- heimum og svo kom þetta koll af kolli. Á þessu 50 ára tímabili sem ég var í byggingarbransanum tók ég um 50 lærlinga. Stærsta verkið sem ég tók að mér í fyrstu var bygging Kassagerðar Reykjavíkur. Kristján Jóhann Krist- jánsson var þar þá forstjóri. Ég hitti múrarameistara utan vegar við Kleppsveginn og hann sagði mér hvað til stæði. Ég spurði hvaða trésmíða- meistari yrði við verkið. „Það er ekki búið að ráða neinn, á ég að benda á þig?“ Í framhaldi af því fór ég svo og talaði við Kristján daginn eftir, hann var svo hlýr og brosandi að mér datt helst pabbi minn í hug. Mér hafði aldrei dottið hann í hug fyrr í sambandi við Ég gafst ekki upp í fjalli Menn hafa afrekað misjafnlega mikið við starfslok. Kristinn Sveinsson húsasmiður getur horft stoltur á margar þekktar byggingar sem hann reisti á höf- uðborgarsvæðinu. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá starfi sínu í byggingabrans- anum, svínaræktinni og ýmsu frá æskuárunum. Morgunblaðið/Golli Kristinn Sveinsson fyrir framan Hús verslunarinnar sem hann annaðist smíði á ásamt sínum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.