Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERST er náttúrlegahversu lítil umræðaskapaðist um löggjöfinaá undirbúningstíman-um. Ég man eftir því að þegar lögunum var breytt í Svíþjóð varð umræðan um breytingarnar mjög heit í fjölmiðlum. Hér vissi fólk varla af því hvað stæði fyrir dyrum fyrr en lögin tóku gildi um áramótin. Svolítið íslenskt, finnst þér ekki – að ana svona að hlutunum,“ segir Hall- dór Þorgeirsson og Guðný Halldórs- dóttir, eiginkona hans og helsti sam- starfsmaður í kvikmyndafélaginu Umba sf., kinkar kolli. Þótt hjónin séu létt í lund þegar þau koma til viðtalsins á Kringlu- kránni er þeim síst hlátur í huga þegar kemur að nýju kvikmyndalög- gjöfinni. „Einn stærsti gallinn við löggjöfina er að framleiðendur þurfa að hafa vilyrði fyrir 60% áætlaðs kostnaðar til að geta gert sér vonir um 40% styrk frá Kvikmyndasjóði. Þessi skipting kemur einna harðast niður á framleiðendum staðbund- inna íslenskra kvikmynda því að nær ómögulegt er að afla jafnhás hlut- falls kostnaðarins innanlands og sí- fellt verður erfiðara að fá fjármagn til slíkrar kvikmyndagerðar erlend- is. Almennt hefur reyndar orðið sí- fellt erfiðara að sækja fjármagn í er- lenda sjóði síðastliðin svona 4 árin. Ein af ástæðunum er að sjónvarps- stöðvum hefur fjölgað og þjóðir eins og Danir og Þjóðverjar hafa verið að leggja meira upp úr ódýru innlendu sjónvarpsefni,“ segir Halldór. „Svo eru sífellt fleiri þjóðir farnar að setja ákveðin skilyrði fyrir því að láta fjár- magn af hendi rakna til kvikmynda- gerðar,“ skýtur Guðný inn í. „Ég get nefnt að Svíar fara fram á að kvik- myndin sé að hluta til tekin í Svíþjóð og helst að einhverjir starfsmann- anna séu Svíar. Þjóðverjar krefjast þess að fyrir hverjar 100 kr. sé 150 kr. eytt í Þýskalandi. Sjóðurinn í Köln gengur svo langt að krefjast þess að einhver atriði í kvikmyndinni séu tekin í sjálfri sýslunni.“ „Já,“ segir Halldór. „Umhverfið er allt orðið erfiðara. Nú er svo kom- ið að Íslendingar sækja um styrk í Norræna kvikmyndasjóðinn til að framleiða nánast hverja einustu ís- lensku kvikmynd. Svíum og Norð- mönnum þykir ekki nærri því jafn- sjálfsagt að sækja um fé úr sjóðnum. Sumum stjórnarmönnunum þykir nóg um ásóknina frá Íslandi. „Hafið þið enga sjálfsvirðingu?“ sagði einn við mig um daginn. Svona hefur ástandið breyst á síðustu árum. Möguleikunum fækkar og allir eru að reyna fyrir sér á sömu miðunum – líkt og í „Smutthullen“ í gamla daga. Ætli verði ekki bara sett alþjóðleg lög á allan flotann að lokum.“ Lausir endar Halldór telur að gera ætti grein fyrir ákveðnum viðmiðunum í fjár- hagsáætlun í lögunum. „Eðlilega gætir ákveðinnar tilhneigingar til að umsækjendur reyni að sýna fram á að þeir hafi eins mikið fé handa á milli og hugsast getur til að hámarka mótframlag Kvikmyndasjóðsins. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að setja ákveðin viðmið inn í lögin, t.d. til að tryggja að áætluð aðsókn að kvikmyndinni sé innan skynsam- legra marka. Við getum hugsað okk- ur annað dæmi. Umsækjandi segist ætla að útvega bíla og kvikmynda- tökuvélar að verðmæti 30 milljónir til framleiðslunnar. Ekkert eftirlit er með því að þessi tæki og tól séu svona verðmæt. Þarna eru lausir endar í nýju lögunum,“ segir Halldór og tekur fram að flestir aðrir sjóðir séu yfirleitt töluvert strangir hvað fjárhagsáætlunargerð varðar. „Ég get nefnt að Evrópski kvikmynda- sjóðurinn myndi aldrei líða að leik- stjóra væru ekki áætlaðar tekjur fyrr en eftir frumsýningu.“ Halldór nefnir fleiri ágalla á nýju kvikmyndalöggjöfunni. „Eins og í öðrum greinum er ekki óeðlilegt að komið geti upp ágreiningur í tengslum við starfsemi Kvikmynda- sjóðs. Engu að síður er ekki gert ráð fyrir því að þeir sem telji sig órétti beitta geti áfrýjað máli sínu til stjórnar eða annars konar yfirvalds innan Kvikmyndastofnunar. Ekki er heldur gert ráð fyrir því að hægt sé að leita til annarra aðila en ráðherra vegna vandamála í tengslum við tengsl starfsmanna og einstakra kvikmyndagerðarmanna. Ætli ráð- herra hafi ekki nóg á sinni könnu þó að ekki bætist við þessi verkefni vegna Kvikmyndasjóðs,“ segir hann og bætir því við að tengsl hafi ekki skipt jafnmiklu máli áður. „Í gamla kerfinu kom nokkuð stór hópur beint að ákvarðanatökunni. Þess vegna skiptu tengsl einhverra innan hóps- ins við ákveðna kvikmyndagerðar- menn ekki svo miklu máli. Núna er bara einn ráðgjafi og svo tekur for- stöðumaðurinn einn endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðn- ings.“ Er þetta kerfi ekki svipað og á hin- um Norðurlöndunum? „Jú, mestan- partinn. Þó er ýmislegt ólíkt, t.d. eru ráðgjafarnir 5 í Noregi og þá skipta tengslin ekki eins miklu máli. Norð- menn hafa verið sérstaklega dugleg- ir að styðja við stuttmyndagerð. Sú stefna hefur komið ákafleg vel út. Kvikmyndagerðarmenn hafa aflað sér reynslu með því að gera stutt- myndir og síðan farið út í kvikmynd- ir í fullri lengd.“ Miðað sé við 40.000 áhorfendur Halldór segir að tryggja verði að áfram verði hægt að fjármagna kvik- myndir alfarið á Íslandi.„Ég get til gamans nefnt að bæði Stuðmanna- myndirnar og Stellumyndirnar eru alfarið fjármagnaðar á Íslandi. Fæstir Íslendingar vildu væntanlega vera án þeirra,“ segir hann og svarar því til að ekkert þak hafi verið á stuðningi Kvikmyndasjóðs í gömlu lögunum. „Miðað við nýju löggjöfina þarf framleiðandi að leggja fram um 48.000.000 kr. til að fjármagna 60% hlut í um 80.000.000 kr. kvikmynd. Sú fjárhæð jafngildir því að um 60.000 áhorfendur sjái kvikmyndina. Að mínu mati er alls ekki viðunandi að framleiðandinn taki svo mikla áhættu. Ef nauðsynlegt þykir að hafa eitthvert þak væri nær að miða við að kvikmyndin stæði undir sér miðað við um 40.000 áhorfendur.“ Halldór er spurður að því hvort raunsætt sé að gera ráð fyrir því að tækninýjungar við kvikmyndatöku valdi afgerandi kostnaðarlækkun í kvikmyndaframleiðslu. „Stundum hefur því verið haldið fram að lausn kvikmyndaframleiðslunnar væri fal- in í digital-tækninni – svo er alls ekki. Kvikmyndir teknar með venju- legri digital-tækni eru einfaldlega ekki samkeppnishæfar við aðra kvik- myndir á alþjóðlegum markaði. Kvikmyndir teknar með hágæða digital-tækni eru síðan jafndýrar í framleiðslu og kvikmyndir teknar á venjulega filmu.“ En eru ekki einhverjir jákvæðir punktar í nýju lögunum? „Jú, vissu- lega,“ svarar Halldór. „Ég get nefnt að nýju lögin gera ráð fyrir því að umsækjandinn geti leitað til ráðgjafa um hvort að hann sé að stefna í rétta átt með verkefnið. Með því móti minnkar hættan á að hann sé að eyða dýrmætum tíma sínum til einskis eins og stundum gerðist í gamla kerfinu. Ég hef sjálfur ágæta reynslu af því að vinna með ráðgjöf- um erlendis. Maður getur borið und- ir þá alls konar þætti, t.d. hafa þeir stundum gefið góð ráð varðandi leik- araval.“ Halldór er spurður að því hvernig gengið hafi að fjármagna Stellu- myndirnar. „Stella í orlofi er alfarið fjármögnuð af íslenskum peninga- mönnum. Okkur datt heldur ekki í hug að leita eftir erlendu fjármagni við gerð seinni myndarinnar. Nánast sami hópur stóð að fjármögnun Stellu í framboði og fyrri myndar- innar. Auðvitað verður síðan að búa svo um hnútana að þessir fjárfestar komi ekki út í tapi og hingað til hefur okkur tekist að halda okkur réttu megin við strikið. Annars er þessi grein náttúrulega alveg á hausnum. Við værum örugglega betur sett sem garðyrkjubændur. Maður verður líka þreyttur á þessu eilífa lotteríi. Fyrir 20 árum lifðum við áhyggju- lausu lífi og létum okkur hafa að taka áhættu. Núna erum við í þessum hópi orðin foreldrar,“ segir Halldór. „Afar og ömmur,“ skýtur Guðný inn í og er spurð að því hvað Stella í framboði hafi kostað. „Níutíu millj- ónir, “ svarar hún, „og allir fengu greidd laun.“ Halldór segir að um 35.000 áhorf- endur hafi séð Stellu í framboði – um 50.000 áhorfendur þurfi til að standa undir kostnaði við myndina. Hann er spurður að því hversu margir hafi séð Stellu í orlofi á sínum tíma. „Mig minnir að um 89.0000 áhorfendur hafi séð myndina í kvikmyndahúsun- um. Við megum heldur ekki gleyma því að samfélagið hefur breyst tölu- vert frá því að Stella í orlofi var sýnd fyrir 17 árum. Núna er miklu meiri afþreying á boðstólum – fleiri sjón- varpsstöðvar, Netið og hvaðeina. Svo kemur auðvitað inn í myndina að kvikmyndahúsaeigendur skipta mun örar um titla í sölunum en áður. Eig- inlega er alveg óskiljanlegt að svona undur eins og að 100.000 manns sjái Titanic geti enn gerst.“ Við förum náttúrulega dálítið oft í bíó miðað við aðrar þjóðir – ekki satt? „Jú, 5 sinn- um á ári að meðaltali.“ Veiðileyfi á grín Nú fékk Stella í framboði bæði mjög jákvæða og svo neikvæða dóma. „Já,“ segir Guðný. „Alveg eins og Stella í orlofi. Ég man að einn gagnrýnandi notaði orðið forkastan- legt í dómi um kvikmyndina. Gagn- rýnendur virðast stundum telja sig hafa sérstakt veiðileyfi á grínmynd- ir. Ef þeim líkar ekki húmorinn virð- ast þeir blindir fyrir öllu öðru. Við erum að tala um að 70 til 100 manns vinna svo mánuðum skiptir að ólík- um þáttum einnar svona kvik- myndar. Maður getur náttúrlega orðið dálítið sár,“ segir Guðný og brosir út í annað. „Kvikmyndagagnrýnendur virð- ast oft ekki byggja dóma sína á jafn- mikilli fagþekkingu og leikhúsgagn- rýnendur,“ heldur Guðný áfram og Ný kvikmyndalöggjöf komin til framkvæmda Lausir endar í lögunum Ný kvikmyndalöggjöf kom að fullu til fram- kvæmda í gær – 1. mars. Halldór Þorgeirsson og Guðný Halldórsdóttir hjá Kvikmyndafélaginu Umba sf. hafa ýmislegt við nýju lögin að athuga, t.d. geri þau framleiðendum nær ómögulegt að fjármagna staðbundnar íslenskar gamanmyndir. Næsta kvikmynd Umba er þó alls ekki af þeim toga eins og Anna G. Ólafsdóttir komst að í spjalli við hjónin því að hún fjallar um sammannlegar tilhneigingar og ber latneska vinnutitilinn Habeas corpus – Sýnið mér líkið. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór og Guðný gera ráð fyrir að leita eftir fjármagni fyrir næstu kvikmynd í fleiri löndum en á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.