Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 7
vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug að Stella í framboði hafi ekki verið nægilega vel unnin tæknilega. „Ég get nefnt að sá sem sá um hljóð- vinnsluna í London og vann m.a. að Harry Potter-myndunum hrósaði Pétri Einarssyni hljóðmanni sér- staklega fyrir hans þátt. Vönduð vinnubrögð Péturs urðu til þess að hljóðvinnslan gekk mun hraðar fyrir sig en áætlanir gerðu ráð fyrir í upp- hafi. Með sama hætti kom berlega í ljós við vinnsluna hvað tökumað- urinn Hálfdan Theódórsson hafði staðið sig rosalega vel. Svo sest gagnrýnandi með takmarkaða þekk- ingu á kvikmyndagerð kannski niður til að sjá myndina með lélegum græj- um og telur sig geta dæmt um gæð- in. Hann áttar sig kannski ekki einu sinni á því hvar vísvitandi er beitt tæknilegum brögðum til að ná fram ákveðnum áhrifum.“ Guðný segir að sér finnist stund- um gæta ákveðinnar ólundar út í kvikmyndagerðarmenn. „Hugsan- lega er þessi ólund að einhverju leyti okkur að kenna. Við erum alltaf að fara á einhverjar hátíðir, koma svo heim og monta okkur í blöðunum – til að fá meira áhorf. Þessar kvik- myndahátíðir eru bara ekki nærri því eins mikið húllumhæ og nafnið gefur til kynna. Þetta er miklu meira eins konar markaður þar sem allir eru að reyna að ota sínum tota. – Og þó svo að fólk fái einhverja athygli á þessum mörkuðum eru sjaldnast nokkrir peningar í spilinu. Á því var reyndar ánægjuleg und- antekning í Berlín á dögunum. Þar fór Ungfrúin góða og Húsið inn í nor- rænan pakka til Bandaríkjanna. Samningurinn gerir ráð fyrir að kvikmyndin verði í sýnd í um 700 kvikmyndahúsum og sjónvarpi vest- anhafs svo að út úr því fást vænt- anlega einhverjar tekjur.“ „Sýnið mér líkið“ í bígerð Hvert verður næsta verkefni Umba? „Við höfum aðallega verið að hjálpa nokkrum ungum norðlensk- um mönnum við að koma á koppinn nýrri íslenskri kvikmynd – svona spennumynd með twist.“ Twist? „Já, svona spennumynd með sínu nefi. Við höfum aðeins verið að gefa þeim góð ráð við fjárhagsáætlunargerðina og þvíumlíkt. Þessi vinna hefur verið mjög skemmtileg og gefið góð fyr- irheit um framhaldið. Handritshöf- undurinn kallar sig Baldvin Z. En meira vil ég ekki segja í bili,“ segir Halldór dularfullur á svipinn. Guðný upplýsir að fyrir utan ráð- gjafarverkefnið séu hjónin að vinna að nýrri kvikmynd undir vinnuheit- inu Habeas Corpus (Sýnið mér líkið). „Ef einhver hefur haldið að við vær- um að gagnrýna styrktarhlutfallið til staðbundinna kvikmynda til að búa í haginn fyrir næstu kvikmynd er sá hinn sami á algjörum villigötum. Við gerum ráð fyrir því að næsta kvik- mynd höfði til breiðs áhorfendahóps og teljum því eðlilegt að leita eftir fjármögnun í fleiri löndum en bara á Íslandi,“ segir Guðný og forvitnast er um umfjöllunarefni nýju kvik- myndarinnar. „Kveikjan að handrit- inu er að ég vann einu sinni á ung- lingsárunum á betrunarheimili í Breiðavík. Stemningin þarna var mjög sérstök, t.d. mátti ekki ræða af hverju unglingarnir höfðu verið sendir þangað. Hins vegar var ým- islegt hvíslað og sumar stelpurnar jafnvel kallaðar mellur af því að þær höfðu lent í sifjaspellum. Viðhorfið til þessara afbrota hefur auðvitað gjör- breyst á fáum árum. Nú – nýja kvik- myndin gerist á sama sögusviði, þ.e. betrunarheimili á Íslandi svona 1971 til 1972. Nokkrir krakkar hverfa og strax er byrjað að leita að söku- dólgi.“ „Sitjum uppi með hvort annað“ Hver skrifar handritið? „Við skrif- um handritið saman. Fyrst skrifuð- um við svona 10 blaðsíðna atburða- rás. Svo tók Duna við því að hún er svo miklu betri í að skrifa samtöl og alls konar smáatriði,“ segir Halldór og er spurður að því hvernig þeim gangi að vinna saman. „Bara nokkuð vel. Yfirleitt komumst við fljótt að samkomulagi. Ef illa gengur leitum við til þriðja aðila. Við verðum að vinna saman. Við sitjum jú uppi með hvort annað,“ segir hann og hlær. „Við stefnum að því að kynna handritið á Cannes í vor,“ heldur Guðný áfram. „Helsti kosturinn við þennan samstarfsvettvang er hvað hann er stór. Þarna eru allir. Þú get- ur hitt einn, talað við hann, talað síð- an við annan, og aftur við hinn. Þó að tölvur og faxtæki séu í sjálfu sér ágæt kemur ekkert í staðinn fyrir al- vöru mannleg samskipti og oft er hægt að spara mikinn tíma með því að hitta marga á sama staðnum eins og í Frakklandi í vor. Eftir að vakin hefur verið athygli á handritinu á Cannes hefst síðan 2 til 3 ára þrauta- ganga í tengslum við fjármögnun þar til hægt verður að hefjast handa við tökur á kvikmyndinni. Við ætlum ekki að ana að neinu því að verkefnið er stórt og verður að takast vel,“ segir hún og svarar því til að líklega eigi hún eftir að leikstýra myndinni sjálf. „Þó alls ekki sé heldur útilokað að ég leiti til einhvers annars.“ Kemur til greina að taka Habeas corpus á ensku? „Nei,“ svarar Guðný ákveðið. „Eftir að hafa séð norsku kvikmyndina Dinu hef ég engan áhuga á því að framleiða mynd á ensku. Allir leikararnir í þeirri mynd tala ensku – hverrar þjóðar sem þeir eru upprunalega, t.d. talar franski leikarinn Gerard Depardieu þarna ensku. Ég get ekki séð að það breyti neinu fyrir myndina nema hvað hún var óheyrilega dýr í framleiðslu – kostaði um 1,4 milljarða. Við skulum heldur ekki gleyma því að flestir aðdáendur íslenskra kvikmynda eru evrópskir og hafa ekki ensku að móðurmáli. Svo hafa íslenskar kvik- myndir notið talsverðra vinsælda í Suður-Ameríku og áfram mætti telja. Viðfangsefnið skiptir meira máli í tengslum við markaðsetningu í útlöndum og það getur auðveldlega máð út öll landamæri.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 7 K A R L A R Ráðstefna fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga haldin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið 7. mars 2003 á Grand Hótel Reykjavík 9.00 Setning: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. 9.10 Ávarp: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 9.20 Starf fráveitunefndar: Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu og formaður fráveitunefndar. 9.45 Kynning á skýrslu um úttekt á fráveitumálum á Íslandi: Ágúst Þorgeirsson, Ráðbarði. 10.45 Kaffi. 11.00 Umræður. 12.15 Matarhlé. 13.00 Hvað hefur áunnist? Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, Ármann Jóhannesson, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, Sigurður Grétarsson, byggingarfulltrúi í Fellabæ og Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðingur í Hveragerði. 14.00 Athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði: Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis, Helgi Jensson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. 14.45 Fráveitumál inni í landi: Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu. 15.00 Kaffi. 15.15 Umræður. 16.00 Samantekt: Smári Þorvaldsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu. 16.30 Framtíðarsýn: Knútur Bruun, fulltrúi sveitarfélaga í fráveitunefnd. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis. Skráning er hjá umhverfisráðuneytinu með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is eða í síma 545 8600. Grand Hótel býður upp á hádegismat á 1.700 kr. og þarf að skrá sig í hann við upphaf ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.