Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 9 Landkostir Skaftárhrepps Ráðstefna Kirkjubæjarstofu um rannsóknir á náttúru og auðlindum í Skaftárhreppi í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Landsvirkjun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Rarik Kirkjubæjarklaustri 8.-9. mars 2003 Laugardagur 8. mars 13:00-13:15 Setning: Jón Helgason, formaður Kirkjubæjarstofu. 13:15-13:50 Grunnvatn og vatnajarðfræði Skaftársvæðisins, verðlaunaverkefni Fræðslunets Suðurlands: a) Kynning: Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri. b) Erindi: Ríkey Hlín Sævarsdóttir, BS jarðfræðingur. 13:50-14:30 Vistgerðir á vatnasviði Skaftár og Hólmsár: Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon, gróðurvistfræðingar. 14:30-14:40 Kaffihlé 14:40-15:00 Fuglalíf í Skaftárhreppi: Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur. 15:00-15:20 Verndun jarðminja í Skaftárhreppi: Helgi Torfason, jarðfræðingur. 15:20-15:40 Tillögur um náttúruverndarsvæði í Skaftárhreppi: Jón Gunnar Ottósson, náttúrufræðingur. 15:40-16:10 Kaffihlé. 16:10-16:40 Laxfiskar á vatnasvæði Skaftár og Kúðafljóts: Magnús Jóhannsson, líffræðingur. 16:40-17:00 Botndýrafána á vatnasvæði Skaftár og Kúðafljóts: Erla Björk Örnólfsdóttir, sjávarlíffræðingur. 17:00-17:15 Árangur af bleikjueldi í lindarvatni: Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri. 17:30-19:00 Vettvangsferð að bleikjueldisstöð á Teygingalæk. Sunnudagur 9. mars 9:00-9:25 Jarðfræði Skaftártungu og Álftaversafréttar: Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur. 9.25-9:45 Rannsóknir á hraunhellum í Skaftáreldahrauni: Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur, formaður Hellarannsóknarfélags Íslands. 9:45-10:10 Ferðaþjónusta í náttúru Skaftárhrepps og vannýttir möguleikar: Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi. 10:10-10:25 Kaffihlé. 10:25-10:45 Nauðsyn atvinnu og mannlífs í Skaftárhreppi fyrir fjölbreyttari nýtingu landkosta: Sigurður Bjarnason, Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. 10:45-11:05 Kynning á Norðurslóðaáætlun ESB: Ingunn Bjarnadóttir, Byggðastofnun. 11:05-11:25 Fundarstjórar taka saman niðurstöður erinda og fyrirspurna á ráðstefnunni. 11:25 Ráðstefnuslit. Gert er ráð fyrir stuttum fyrirspurnum í lok hvers erindis. Landsvirkjun og Rarik sýna ennfremur á myndum og veggspjöldum yfirlit um rann- sóknarstörf og áætlanagerð fyrirtækjanna í Skaftárhreppi. Á ráðstefnunni er sérstaklega ætlað að kynna hið fjölbreytta og sérstæða náttúrufar héraðsins og renna með þeim hætti stoðum undir þróunarverkefni um frekari nýtingu þessara náttúrugæða. Gefnar eru upplýsingar og tekið við skráningu á ráðstefnuna og gistingu á Hótel Kirkju- bæjarklaustri, sími 487 4900, netfang klaustur@icehotel.is. Ráðstefnugjald og kaffi báða daga kr. 2000. kosta. Það er að segja hvort þörfin væri virk. Þrátt fyrir að fólk segð- ist mundu koma í þeim markaðs- könnunum sem við gerðum vildu þeir vita hvort svo væri í raun og veru. Þá var í þessu ferli einnig unnin markaðsgreining á heilsuræktar- geiranum á Íslandi. Við vildum skoða hvað væri í boði og hvort eitthvað væri í líkingu við þetta. Ljóst er að hér á landi er ekki í boði sérhæfð heildarlausn eins og við hyggjumst bjóða upp á. Við gátum því lagt fram við- skiptaáætlun sem sýnir fram á að miklar líkur séu á að fólk muni sækja miðstöðina þannig að rekst- ur hennar standi undir sér, mark- aðsgreiningu á íslenska markaðn- um þar sem kemur í ljós að fólk segist muni nota slíka aðstöðu og könnun á Bandaríkjamarkaði, sem bendir til að áhugaverðir mögu- leikar séu á að sækja inn á hann með svona lausn í framtíðinni. Þá bentum við á að ein meginástæðan fyrir því að hótel á landsbyggðinni væru í erfiðleikum væri sú að þau hefðu ekki haft getu eða mögu- leika á að skapa sér sérstöðu. Það ætlum við hins vegar að gera. Eftir þetta voru nokkrir fjár- festar tilbúnir að leggja fram fjár- magn til að reyna dagskrána áður en ákvörðun yrði tekin um að fjár- magna allan pakkann. Á þessu stigi bættist í hópinn Vesturland ehf. sem er fjárfestingarfyrirtæki á Vesturlandi og Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins sem veitir okkur áhættulán til að hefja tilrauna- verkefnið, auk núverandi hlut- hafa.“ Næsta skref var að setja saman dagskrá sem hægt væri að reynslukeyra og kostnaðaráætlun fyrir hana. Kostnaðurinn nemur nokkrum milljónum og hefur tek- ist að afla fjármagns til að byrja. Ef vel tekst til og námskeiðin verða fullbókuð er vonast til að ná einhverju af þessu fjármagni til baka. Páll segir aðalatriðið vera að sannreyna hugmyndina. Hollur matur, rólegheit og engir farsímar Þegar hér var komið sögu voru allir aðilar málsins sammála um að nauðsynlegt væri að fá fram- kvæmdastjóra með rekstrar- menntun til að stjórna uppbygg- ingu miðstöðvarinnar og tilraunadagskránni. Erla Björg Guðrúnardóttir var þá að ljúka námi við Háskólann í Reykjavík og var hún ráðin um síðustu áramót. Stjórnin mun starfa náið með henni, en auk Páls Kr. Pálssonar, sem er formaður hennar, sitja í henni þeir Ólafur Sveinsson frá Atvinnuþróun Vesturlands og Bergþór Ólason sem er fulltrúi Stykkishólmsbæjar. Páll hafði farið til Bandaríkj- anna og skoðaði Kripalu heilsu- og jógamiðstöðina í Massachusetts. Þar hafa margir Íslendingar stundað nám. Meðal annarra Helga Mogensen jógakennari og aðstoðaði hún við val á námskeið- um, en hún hefur mikla reynslu í andlegri meðferð, streitu- og álagsmeðferðum og hefur verið mikil áhugamanneskja um hollt mataræði og stofnaði m.a. veit- ingastaðinn Á næstu grösum. Helga mun sjá um jógakennsluna sem boðið verður upp á. Af þeim námskeiðum sem voru í boði í þessari miðstöð taldi Páll að fjögur þeirra hentuðu mjög vel. Þau Erla fóru í gegnum þessi námskeið og ákváðu að velja tvö þeirra til að vera í tilraunaverk- efninu og fá leiðbeinendur frá mið- stöðinni. Auk þess bættu þau einu íslensku námskeiði við. „Stofnunni var gefið nýtt nafn nýlega,“ segir Erla. „Þegar ég kom að verkefninu verð ég að við- urkenna að mér fannst nafnið Heilsuefling Stykkishólms ehf. ekki sérstaklega markaðsvænt. Mér datt því í hug nafnið Temple Spa sem vísar bæði í gæðavatnið sem skiptir svo miklu máli í starf- seminni og einnig staðarins þar sem það fannst, Hofsstaði. Þessu nafni fylgir einnig viss dulúð sem er einkennandi fyrir Snæfellsnes.“ „Við leggjum mikla áherslu á að „afstressa“ fólk þegar það kemur til okkar,“ segir Erla. „Helst vildi ég að fólk skildi símana sína eftir í móttökunni. Á þessum þriggja daga námskeiðum gefst fólki kost- ur á að einbeita sér alfarið að því að vinna með sjálft sig. Fjarri öllu áreiti og það sem ég sé einna já- kvæðast við þetta er að það fer ekki heim að loknum degi, heldur gistir á staðnum og nær því að kúpla sig út úr öllu.“ Stefnt að langtímaárangri Erla segir að allt miði að vellíð- an fólksins. Það fái góðan mat sem Snorri Birgir Snorrason býr til. Ekki hafi verið farið út í að bjóða upp á svokallað makróbíótískt fæði, heldur sé markmiðið að bjóða upp á góðan, heilbrigðan og fallegan mat úr fersku hráefni. Þeir sem eru grænmetisætur geti að sjálfsögðu fengið mat við hæfi, en reynt verður að nota hráefni af svæðinu svo sem sjávarfang og fleira. „Námskeiðin sjálf eru hugsuð þannig að fólk stefni að langtíma- árangri. Við viljum að fólk gangi inn í „hofið“ og komi endurnært út. Ekki nóg með það heldur vilj- um við að það hafi með sér heim þau „verkfæri“ sem því verða af- hent á námskeiðunum sem það getur notað áfram til að vinna með sjálft sig og bæta líf sitt.“ Erla segir að mjög margt fólk sé undir miklu álagi í sínu daglega lífi. Hún telur að námskeiðið Streita og álag sem í boði verður höfði sérstaklega vel til fólks sem vinnur mikið með öðru fólki sem er jafnvel veikt eða á við erfiðleika að stríða. Þetta eru til dæmis hjúkrunarfræðingar, félagsfræð- ingar, kennarar og fleiri. Ástæðan er sú að auk þess að vinna með sjálft sig fer þetta fólk út með þekkingu sem nýtist því í starfi og það getur miðlað til skjólstæðinga sinna. Hún bendir einnig á að fólk sem starfar í fjármálageiranum sé oft undir miklu álagi í starfi. Eins og áður segir hentar námskeiðið einnig þeim sem hafa orðið fyrir miklu álagi í einkalífinu til dæmis við ástvinamissi því ekki er margt í boði fyrir fólk sem þarf að ná sér eftir slíkt. En þetta er aðeins eitt af þremur námskeiðum sem í boði verður. Talið berst að því að stundum virðist eins og að það sé ákveðinn stíll eða jafnvel vísbending um dugnað fólks að það sé stressað. „Ég vona að við getum innleitt nýja tísku sem felst í því að það þyki flott að vera í góðu jafnvægi og alveg án streitu,“ sagði Erla. Erla segir leiðbeinendurna á námskeiðunum búa yfir mikilli reynslu, en þrír þeirra eru stofn- endur og leiðbeinendur við áður- nefnda Kripalu jógamiðstöð sem er orðin 25 ára. Eftirfarandi þrjú námskeið verða í boði til reynslu nú í vor. Streita og álag nefnist fyrsta námskeiðið sem haldið verður 3.-6. apríl nk. og reyndar aftur 15.-18. maí. Joel Feldman hefur þróað og haldið þetta námskeið í meira en 15 ár. Þátttakendum eru kenndar aðferðir til að taka á álagi og streitu. Beitt er margvíslegum að- ferðum, m.a. samtölum, æfingum, hreyfingu og ýmiss konar annarri þjálfun sem þátttakendur fara í gegnum. Líf mitt og framtíð er námskeið sem haldið er af Richard Michaels og Marciu Goldberg 8.-11. maí nk. Þau hafa staðið fyrir þessu nám- skeiði í yfir 10 ár og er lögð áhersla á að fólk fari í gegnum lífsferil sinn og skoði sig í „bak- sýnisspeglinum“ og átti sig á styrkleikum sínum og veikleikum. Sjálfstraust í samskiptum er námskeið sem þeir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Haf- steinsson sjá um 10.-13. apríl. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu einkenni árangursríkra samskipta og góðs sjálfstrausts. Kenndar verða leiðir til að skil- greina og efla sjálfstraust, t.d. með hugþjálfun, spurningalistum og léttum æfingum. Markviss kynning á fulla ferð Um þessar mundir er að hefjast kynning á námskeiðunum. Ætlunin er að senda bæklinga til sérvalinna einstaklinga úr markhópum. Auk þess verða veggspjöld hengd upp í heilsuræktarstöðvum og fyrirtækj- um. Þá verða um 40 fyrirtæki heimsótt og námskeiðin kynnt. Á femin.is verður auglýsing sem fólk getur smellt á og komist inn á heimasíðuna www.templespa.is , en femin sendi krækjuna í tölvu- pósti til um 10.000 kvenna. Þau Erla og Páll leggja einmitt mikla áherslu á að beina fólki inn á heimasíðuna því þar eru allar upp- lýsingar um fyrirtækið og þar er hægt að bóka sig á námskeiðin. Páll er mjög áhugsamur um að fá líklega fjárfesta til að koma sjálfa á námskeiðin til að sann- reyna gildi þeirra. Það hljóti að vera áhrifaríkasta aðferðin til að fá þá til að leggja fjármuni í fyr- irtækið og kynnast Erlu, sem hann telur mjög hæfan stjórnanda til að leiða daglegan rekstur. Eftir tilraunanámskeiðin verður viðskiptaáætlunin uppfærð sam- kvæmt þeirri reynslu sem fæst af þeim. „Við munum síðan kynna fram- tíðaráform okkar fyrir líklegum fjárfestum strax í maí og vonumst til að það leiði til þess að við get- um sett rekstrarlega og umhverf- islega uppbyggingu á fulla ferð þannig að starfsemin geti hafist af fullum krafti frá og með næsta hausti,“ segir hann. Þau Erla og Páll eru bjartsýn og sannfærð um að um einstaka starfsemi verði að ræða í Temple Spa í Stykkishólmi. Þau eru ánægð með staðsetninguna og segja hana mikilvæga. Þau benda á að miðstöðvar á borð við þessa úti í heimi séu alls ekki í stór- borgum heldur í minni bæjum sem búa yfir einhverri sérstöðu. Stykk- ishólmur sé einmitt slíkur bær og þar sé hægt að eiga dýrðardaga. asdish@mbl.is Dagskrá námskeiðanna er þannig uppbyggð að á fimmtudeginum hefj- ast námskeiðin með móttöku og kvöldverði. Eftir kvöldverð hefst síð- an dagskráin. Kvöldinu lýkur með stuttri útiveru; sundi eða gönguferð. Á föstudögum og laugardögum hefst dagurinn með morgunjóga, síðan er morgunverður og að því loknu þriggja tíma vinna á nám- skeiði. Eftir hádegi er útivist og síð- an hefst námskeiðsvinna að nýju og stendur til klukkan 18, eftir það er farið í kvöldjóga. Þá er kvöldverður og um kvöldið er síðan hvíldar- og hressingardagskrá. Á sunnudegi er dagskrá með hefðbundnum hætti fram yfir hádegi en þá lýkur nám- skeiðunum og heimferð er áætluð upp úr kl. 14. Fimmtudagur: 16.00–17.30 Innritun. Frjáls tími til 17.30. 17.30–18.00 Móttaka. 18.00–19.30 Kvöldverður. 19.30–21.00 Gestir boðnir velkomnir. Dagskráin yfirfarin og kennarar kynntir. Þátttakendur kynna sig. Rætt um væntingar en síðan taka kennarar við og hrista hópinn saman. 21.00–22.00 Frjálst val; sund eða gönguferð. 22.00–23.00 Spjall í veitingasal. 23.00 Gengið til náða. Föstudagur: 07.00–08.00 Morgunjóga. 08.00–09.00 Morgunverður. 09.00–12.00 Námskeið. 12.00–13.30 Hádegisverður. 13.30–15.30 Frjálst val; hvíld, sund, gönguferð, nudd. 15.30–18.00 Námskeið. 18.00–19.00 Kvöldjóga. 19.00–20.30 Kvöldverður. 20.30–22.00 Tónleikar í kirkjunni með söng og tónlist. 22.00–22.30 Spjall í veitingasal. 22.30 Gengið til náða. Laugardagur: 07.00–08.00 Morgunjóga. 08.00–09.00 Morgunverður. 09.00–12.00 Námskeið. 12.00–13.30 Hádegisverður. 13.30–15.30 Frjálst val; hvíld, sund, gönguferð. 15.30–18.00 Námskeið. 18.00–19.00 Kvöldjóga. 19.00–20.30 Kvöldverður. 20.30–22.00 Róandi sundferð. 22.00–22.30 Spjall í veitingasal. 22.30 Gengið til náða. Sunnudagur: 07.00–08.00 Morgunjóga. 08.00–09.00 Morgunverður. 09.00–12.00 Gengið til klausturs og íhugað. Lok námskeiðsins. Hópurinn kvaddur af kennurum. 12.00–14.00 Hádegisverður. 14.00 Heimferð. Dagskráin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.