Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir  Sælkerakokkurinn, píanóleikarinn og fagurkerinn Alberto Portugheis verður gestakokkur í Hótel Glymi á Ástríðudögum, helgina 7. og 8. mars næstkomandi, en hann er annar eigandi hins þekkta veitingastaðar „Rhapsody“ í London. Alberto Portugheis, sem er konsertpíanóleikari, fæddist í Argentínu. Foreldrar hans voru frá Rúss- landi og Rúmeníu. Hann hóf pí- anónám í Buenos Aires hjá Vin- cenzo Scaramuzza, nam síðan í Genf hjá Louis Hiltbrand og Madeleine Lipatti, og er í dag eini starfandi lærlingur hins fræga snillings, Youra Guller. Portugheis lærði hljómsveit- arstjórn hjá Hermann Scherch- en og við Tónlistarháskólann í Genf, þar sem hann vann Prem- ier Prix de Virtuosité verðlaunin árið 1964. Í fréttatilkynningu segir að hann eigi það sameig- inlegt með tónskáldinu Rossini að unna tveimur list- greinum; tónlistinni og matargerðarlistinni – en Cannelloni og Tournedos Rossini eru eflaust eins frægir réttir og ópera hans „Rakarinn í Sevilla“. Portugheis kom fyrst fram í Royal Festival Hall í London 1971 með Píanókonsert No. 1 eftir Franz Liszt. Sama ár þreytti hann frumraun sína í Banda- ríkjunum. Hann leikur jöfnum höndum sem einleikari og með kammersveitum, hefur meðal annars leikið með Royal Philharmonic, Philharmonia og Sinfón- íuhljómsveit Lundúna. Efnisskrá Portugheis er mjög víðtæk, allt frá bar- okktónlist til nútímatónlistar. Hann hefur hljóðritað töluvert marga hljómdiska, meðal annars með Sin- fóníuhljómsveit Lundúnaborgar, enda hafa mörg verk verið sérstaklega samin fyrir hann. Hann heldur einnig „masterklass“ fyrir píanóleikara víða um heim. Fyrir utan tónlistarferilinn hefur Portugheis verið yfirmatreiðslumeistari á ýmsum fyrsta flokks hót- elum og veitingahúsum í London, auk þess sem hann hefur verið gestakokkur á hótelum og veitingahúsum í Sviss, Spáni, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hann hefur einnig verið ráðgjafi og skrifað um veitingahús fyrir ýmis matartímarit og bækur, auk þess að vera með matreiðsluþætti fyrir BBCog LBC, en hann er veitingahúsaráðgjafi hjá síðarnefndu stöðinni. Í fréttatilkynningu segir að um næstu helgi fái Ís- lendingar tækifæri til þess að kynnast ýmsu því besta af því sem Portugheis hefur viðað að sér. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á slóðinni: www.hotelglymur.is Sælkerarapsódíur á hótel Glym Alberto Portugheis matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. H ótel Holt hefur löngum verið með umfangsmesta og besta vínseðil á Íslandi. Nú hefur verið tekið skref í viðbót og er nú að finna á vínlista Holtsins öll Bordeaux-vínin sem skráð voru sem Grand Cru Classé í hinni þekktu flokkun frá 1855. Eru ekki mörg veitingahús í heiminum sem geta státað af því að bjóða upp öll þessara þekktu vína á sama seðlinum. Sigmar Örn Ingólfsson veitingastjóri á Hótel Holti segir að í um helmingi tilvika sé að auki í boði fleiri en einn árgangur af tilteknu víni. „Ég byrjaði að vinna markvisst að þessu markmiði að ná inn öll- um Grand Cru Classé-húsunum fyrir tveimur árum. Takmarkið náðist svo á dögunum þegar síðasta stóra pöntunin kom í hús,“ segir Sigmar. Rúmlega helmingur vína á vínlista Holtsins eru nú rauð Bordeaux- vín og segir Sigmar að glettilega mikið af slíkum vínum séu selt í veit- ingasalnum. „Hér selst töluvert mikið af flöskum sem kosta yfir tíu þúsund krónum. Fólk virðist leyfa sér meira þegar það kemur hingað“ segir Sigmar. Dýrustu flöskurnar segir hann keyptar jafnt af Íslend- ingum sem erlendum matargestum en ekki síst útlendingum finnist þessi vín mjög ódýr miðað við gangverð þeirra á fínum veitingahúsum erlendis. Að auki sé mun lægri álagning á dýrari vínum en þeim ódýr- ari. Sigmar segist þó ekki einungis einbeita sér að Bordeaux-vínunum. Hann hafi einnig unnið að því að styrkja ítalska hluta vínlistans en ítölsk vín njóti mikilla vinsælda nú um stundir. Til að mynda hafi verið fjárfest töluvert í hinum afbragðsgóða 1997-árgangi. Í vínkjallara Holtsins er nú að finna fjögur þúsund flöskur og eru þær allar í eigu hótelsins. Segir Sigmar að vínlistinn hafi aldrei verið umfangsmeiri í sögu Holtsins. Aðspurður hvort hann merki breytingu á vínvenjum viðskiptavina frá því hann hóf störf fyrir rúmum áratug segir Sigmar svo vissulega vera. „Fyrir um sex árum voru menn mikið í sætu, eikuðu vínunum frá Nýja heiminum. Nú er fólk aftur farið að fara í frönsku vínin. Við- skiptavinahópur okkar hefur verið að yngjast á síðustu árum og kannski er þetta þessi ungi hópur, sem hefur verið að þroska smekk sinn með okkur.“ Öll Grand Cru Classé-vínin á Holtinu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigmar Örn Ingólfsson veitingastjóri með Grand Cru Classé-vínin. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n DAUÐI Bernards Loiseaus, eins þekktasta matreiðslumeistara Frakklands, hefur vakið gífurlega athygli og umræður í Frakklandi. Loiseau fannst í byrjun vikunnar látinn á heimili sínu í bænum Sau- lieu í Bourgogne þar sem hann hefur rekið veitingastaðinn La Côte d’Or frá árinu 1975. Loisau framdi sjálfs- víg eftir að veitingastaður hans hafði verið lækkaður í tign og lýstu marg- ir af þekktustu matreiðslumönnum Frakklands því yfir í kjölfarið að hinu harða samkeppnisumhverfi veitingastaða í Frakklandi, þar sem staðir keppa um stjörnur og stig, væri um að kenna. La Côte d’Or hef- ur ávallt verið talinn einn besti veit- ingastaður í Frakklandi og hefur m.a. haft þrjár stjörnur í Michelin handbókinni. En í GaultMillau hand- bókinni fyrir árið 2003, sem er nán- ast jafnvirt og Michelin-handbókin, fær staðurinn aðeins 17 punkta af 20 en hefur til þessa haft 19. Loiseau var 52 ára gamall. Dauði hans hefur vakið miklar umræður í Frakklandi og helstu veitingamenn landsins segja að sá þrýstingur sem GaultMillau og Rauða handbókin frá Michelin setji á veitingastaði, sé orð- inn óbærilegur. „Húrra GaultMillau, þið hafið sigrað. Einkunnagjöf ykkar hefur kostað mannslíf,“ sagði Paul Bocuse, einn þekktasti matreiðslumaður Frakka sem þekkti Loiseau vel. Hann segist þess fullviss að Loiseau hafi tekið það mjög nærri sér að missa punktana tvo. „Við getum ekki látið ráðskast svona með okkur – punktur tekinn hér og gefinn þar. Gagnrýnendur eru eins og geld- ingar. Þeir vita hvernig á að gera hlutina en geta það ekki,“ sagði Bocuse. Annar þekktur veitingamaður, Jacques Lameloise, sem einnig rek- ur þriggja stjörnu veitingastað í Bourgogne, segir að Loiseau hafi sagt sér að ef hann missti stjörn- urnar sem La Cote d’Or’s hefur haft í handbókunum myndi hann fremja sjálfsmorð. „Við erum allir á sama báti. Þeir leika sér að okkur – þeir hefja okkur upp og steypa síðan undan okkur aftur. Ég held að hann hafi ekki þol- að þetta,“ sagði Lameloise. Þótt einkunn La Cote D’Or lækk- aði segir í GaultMillau handbókinni fyrir 2003 að staðurinn sé enn einn besti hátískuveitingastaður í Frakk- landi. En síðan er bætt við að eldhús Bernard Loiseau skíni ekki lengur jafnskært og áður, það sé ekki frá- bært heldur aðeins gott. Patrick Maye- nobe, yfirmaður GaultMillau, vísaði því á bug að fyr- irtæki hans ætti sök á sjálfsmorði Lam- eloise og sagði að veitingamaðurinn hlyti að hafa átt við sálræn vandamál að etja. „Einkunn drepur ekki og ekki heldur það að fjar- lægja stjörnu,“ sagði hann. Loiseau gerði veitingahús sitt að almenningshluta- félagi árið 1998 og skráði það á markaði. Jafnframt færði hann út kvíarnar og stofnaði hótel, verslanir og keypti þrjú veitingahús í París. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um 90% í morgun eftir að fréttir bárust af dauða Loiseaus og voru viðskipti með bréf þess stöðvuð í kjölfarið í kauphöllinni í París. Dominique, ekkja Lois- eau, sagði að eiginmaður sinn hefði verið úrvinda af þreytu. Hann hefði unnið alla daga ársins og ekki tekið sér frí síðustu 3 ár. Loiseau hefði í raun ekki gert neitt annað í 27 ár en að strita í eldhúsinu og það hefði að lokum orðið honum ofviða, sagði frú Loiseau. Ekki voru þó allir mat- reiðslumenn sammála um að kenna bæri veitinga- húsavísunum um. Marc Veyrat, sem rekur þriggja stjörnu veitingahús í Annecy í alpahéruðum Frakklands og fékk nú í vetur fyrstur manna fullt hús stiga hjá GaultMillau, sagði: „Við höfum sjálfir gert veit- ingahúsavísana að hluta kerfisins. Við getum ekki kennt þeim um nú.“ Frakkar syrgja Loiseau Bernard Loiseau AFP. Kaffi. Þetta fimm stafa orð lætur svo sem ekki mikið yfir sér. Það gustar þó af því þegar það er borið fram og hið tvöfalda eff, sem krefst talsverðrar þátt- töku þindar og magavöðva, gefur tóninn að þeim hressandi og styrkjandi áhrifum sem þessi ævarforni töfradrykkur hefur. Sterkur ilmurinn einn og sér smýgur inn í merg og bein og maður fyllist einhverri ólýsanlegri öryggistilfinningu og vellíðan því í raun er hann huggandi ilmurinn sá. Sama á við um blessað kakóið sem vinnur beinlínis gegn depurð sé þess neytt innan hæfilegra marka. Heit mjólk og vatn róa einnig hug- ann og fylla mann hugrekki og trú á sjálfan sig. Hér eru uppskriftir að nokkrum hughreyst- andi vorþreytudrykkjum, með kaffi og án. Rommsarabomm Hrærið 5 cl af rommi, koníaki eða viskíi út í sjóðheitt súkkulaði og berið fram með þeyttum rjóma og gjarnan rifnu súkkulaði. Búrgúndarpúns Setjið 4 cl af rommi og tvo sykurmola út í stórt, heitt rauð- vínsglas. Fyllið glasið að 3⁄4 af stofuheitu rauðvíni og hellið síðan sjóðandi vatni hér um bil að barmi. Berið fram með sítrónusneið. Drykkinn má gjarnan krydda með ögn af rifnu múskati eða vanillusykri. Kransæðasprengjan Hrærið saman í toddíglasi einu hráu eggi og 1 tsk. af sykri. Bætið út í 4 cl af rommi og 4 cl af koníaki og fyllið síðan með sjóðheitri mjólk. Rífið örlítið múskat yfir. Viskítoddí Setjið 1–2 sykurmola í heitt toddíglas ásamt rifnu múskati og 6 cl af viskíi. Fyllið með sjóðandi vatni og berið helst fram með silfurskeið sem má e.t.v. fá lánaða hjá nágrannanum, að ég tali nú ekki um sé hann fæddur með hana í munninum. Mjólkurgin Hrærið saman í toddíglasi 5 cl af gini og 1 tsk af sykri. Hellið 2½ dl af sjóðheitri mjólk út í ásamt smávegis af rifnum appelsínuberki, eða eftirfar- andi sykruðum appelsínuberki: Huggandi ilmur styrkjandi drykkjar Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Appelsínukaffi Hellið 4 cl af Cointreau (eða öðrum appelsínulíkjör) í bolla. Kveikið í því (sagt án ábyrgðar) og fyllið bollann með svörtu, heitu kaffi þegar loginn er að deyja út. Setjið hálfþeyttan rjóma út á, gjarnan bragðbættan með líkjör eða heima- tilbúinni karamellusósu, t.d. þessari: Setjið slatta af sykri (u.þ.b. 150 g) á pönnu og bræðið við vægan hita (tekur ca. 15 mín.). Þegar sykurinn er orðinn rafgulur á lit skvettið þá ca. 175 ml af vatni á pönnuna, hækkið hitann og sjóðið í nokkrar mínútur. Þá ætti að verða orðin til fallega brúnleit karamellusósa.  Prófið einnig að blanda sósunni saman við þeytann rjóma og bera fram með heimatilbúnum vanilluís (eða tilbúnum). Sykraður appelsínubörkur Upplagt er að útbúa frekar meira en minna af berkinum þar sem hann geymist vel. Þegar góðar appelsínur eru á markaðnum er um að gera að sykra slatta af berkinum, geyma í lokuðum krukkum og nota t.d. þegar verkast vill út á kökur (t.d. súkkulaði- eða sítrónuböku), eftirrétti (s.s. ávaxtasalöt) og í heita drykki á borð við þennan og þar sem appelsínu- líkjörar koma við sögu. Það er líka hrikalega gott að narta í börkinn með góðu espresso-kaffi og dýfa jafnvel í bráðið dökkt súkkulaði. Afhýðið 2 lífrænar appelsínur og skerið börkinn í mjóar 3–4 cm langar ræmur. Setjið á pott ásamt 200 ml af vatni og 100 g af sykri og látið malla þar til allt vatnið hefur gufað upp og sykurinn náttúrlega uppleystur. Veltið því næst ræmunum vel upp úr sykri, nánast kaffærið í honum og látið storkna vel utan á ræmunum. sigtið að því búnu umfram sykurinn frá og setjið sykurbörkinn í krukku.  Ath. ef venjulegur ósykraður börkur er notaður er gott að strá líka ögn af múskati yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.