Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 19
helgistaður í augum frumbyggja en fjölsóttur af ferðamönnum. Klettur- inn stendur á bersvæði og trónir upp úr eyðimörkinni. Hann er einnig sér- stakur í jarðfræðilegu tilliti og fyrir að breyta um lit eftir veðurfari og hvenær tíma dagsins horft er á hann. Við sem vorum í hópnum fylgdumst með klettinum einn daginn frá sól- arupprás til sólseturs og það var stórkostlegt.“ Hún segir að mörgum þyki eftirsóknarvert að ganga á klettinn, sem er um 300 metra hár. „Ég hafði einmitt hugsað mér að ganga á hann en skipti um skoðun þegar ég komst að því í samtölum við frumbyggja að með því telja þeir að verið sé að traðka á helgistað þeirra. Í staðinn gekk ég í kringum klettinn, en sú leið er um 10 kílómetra löng. Á þeirri leið var mjög athyglisvert að skoða helgimyndir sem frum- byggjar hafa rist í klettinn.“ Há- punktur ferðarinnar var að gista undir stjörnubjörtum himni. „Kyrrðin var ólýsanleg og myrkr- ið algert.“ Ég spyr hana í einfeldni minni hvort hún hafi ekkert verið hrædd við skorkvikindi? „Áður en við héldum út í eyði- mörkina var okkur kynnt dýralífið, sem er ótrúlega fjölbreytt. Það ber svo sem ekki mikið á því en þegar maður fer að rýna í sandinn eða klettaskorur þá eru þarna eðlur, snákar og slöngur. Ég var í fyrstu óörugg gagnvart slöngunum en við sváfum úti í þykkum hlífðarpokum sem svefnpokarnir voru settir í og það var brýnt fyrir okkur að gæta þess að ekkert kvikt væri í þeim áður en við gengjum til náða. Eðlurnar eru meinlausar og gott að vita af þeim nálægt því þær éta ýmis skorkvikindi. Í ferðinni reyndi töluvert á líkam- legt þrek og úthald enda var tekið skýrt fram að ferðin væri ekki ætluð börnum undir tólf ára eða fólki sem væri komið yfir fimmtugt. Ég var þarna óþyrmilega minnt á að nú væri farið að skipa mér á bekk með börn- um og gamalmennum. Mér varð hugsað til göngufélaga minna hér heima sem eru flestir á sextugs- og sjötugsaldri og mun betur á sig komnir en flest þetta unga fólk í ferðinni.“ Alltaf með gönguskóna og ullarsokka Það kemur á daginn að Sigríður Lóa hefur gengið mikið undanfarin tuttugu til þrjátíu ár bæði hér heima og í útlöndum. „Ég tek alltaf gönguskó og ullar- sokka með mér í ferðalög og reyni að komast í fjallgöngu ef hægt er að koma því við.“ Hvað er svona heillandi við fjall- göngur? „Það er návistin við náttúruna og að komast burtu úr ysnum og vera í þögn og kyrrð. Ég fæ oft annað sjón- arhorn á það sem ég er að fást við í daglegu lífi ef ég ríf mig aðeins upp úr rútínunni og kemst í kyrrðina.“ Ayers Rock eða svokallaður Rauðklettur er í miðri Ástralíu. Sigríður Lóa fékk kennslustund í meðferð slangna, snáka og eðla áður en haldið var í gönguferðina um eyðimörkina.  Gististaðina fann Sigríður Lóa á Netinu. Framboðið var mikið og hún studdist oft við skoðanakannanir sem höfðu verið gerðar meðal gesta um öryggi og hreinlæti. Annars segist Sigríður Lóa ráðleggja fólki að nota bækur eins og Lonely Planet og Let’s go Australia. Báðar þessar bækur segir hún vera fjársjóð þegar skipuleggja á frí. Þær eru árlega uppfærðar og þar er getið um gististaði og matsölustaði líka. Hún segir matinn hafa verið frá- bæran og mikið lagt upp úr góðum bakaríum. Verðlag er hagstætt, matur ódýrari en hér heima og gisting hagstæð. Hún gistir gjarnan á farfuglaheim- ilum því þar segist hún kynnast fólki í leit að ævintýrum. sem er eitt á ferð eins og hún. Fyrir slíka gistingu, oft með morg- unverði, borgaði hún gjarnan á bilinu 800–1.100 krónur.  Slóðir sem koma að góðum notum www.thewordaustralia.com.au Farfuglaheimili og ferðir: www.yha.com.au Göngu- og útivistarferðir: www.adventuretours.com.au www.highspirit.com.au www.autopiatours.com.au gudbjorg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 19 ferðalög Castello di Buonconsiglio eða Buon- consiglio-kastalinn er í borginni Trento, sem er höfuðstaður Trentino- héraðsins hér á Ítalíu. Trentino- héraðið er í hjarta ítölsku Alpanna, en það er stundum kallað „litla Finn- land“ Ítalíu vegna þess að það eru 297 vötn í héraðinu. Íbúar Trento- borgar eru 103.000, en íbúar Trent- ino-héraðsins eru 450.000 á 6.212 ferkílómetra svæði. Heimildir um Trentino eru frá steinöld. Trento byggðu Rómverjar í kringum 500 fyrir Krist. Mesta upp- byggingartímabil í Trento var árið 1514 þegar Bernardo Clesio biskup komst til valda og lét hann marga listamenn úr nágrenninu koma til Trento og lét einnig byggja stórbygg- ingar í endurreisnarstíl. Buonconsiglio-kastalinn er í mið- borg Trento. Bygging hans hófst í byrjun 13. aldar, en það var byggt við hann á 15. og 16. öld. Kastalinn var biskupasetur frá seinni hluta 14. aldar til 1803. Til ársins 1920 var hann í höndum austurríska hersins og var hann gerður upp á árunum 1920 til 1930. Þessi kastali er gullfallegur og mikið listaverkasafn er til sýnis í hon- um, en auk þess eru freskur og postulínssafn í Speglasalnum. Í ár verða einnig haldnar þar tvær sýn- ingar. Sýning á verkum Valentino Rovisi Önnur sýningin er tileinkuð Valent- ino Rovisi. Hann fæddist í Moena í Val di Fiemme eða í Fiemme-dalnum hinn 23. desember 1715. Faðir hans var timburkaupmaður og hafði hann mikil sambönd við Feneyska lýðveldið og þess vegna hefur hann líklegast sent Valentino í læri til Feneyja árið 1728. Valentino bjó rétt hjá Rialto-brúnni. Ekki eru til neinar heimildir um hvaða listamanni hann hafi verið í læri hjá en líklegt er talið að hann hafi verið hjá frægasta málara Feneyja á þeim tíma, Giambattista Tiepolo. Árið 1733 eða 1734 snýr hann aft- ur heim til Moena, þar sem menning- arlíf hefur staðið í stað og fær hann lítið að gera og sama sem ekkert borgað fyrir verk sín. Tíu árum síðar ákveður Valentino að halda aftur til Feneyja. Hann hafði samband við vini sína í Feneyjum og bjó á sama stað og hann hafði búið á þegar hann var við nám. Í því húsi kynntist hann eig- inkonu sinni, Lucia Ghisler, og eign- uðust þau 5 börn. Heimildir eru til fyrir því að hann hafi unnið hjá líklegum læriföður sín- um frá fyrri dvöl sinni í Feneyjum, Giambattista Tiepolo. Valentino tók upp stíl Giambattista Tiepolo í einu og öllu. Valentino dvaldist í Feneyjum frá 1743 til 1752 eða 53. Verk eftir Valentino Rovisi eru í mörgum kirkjum og höllum í Trent- ino-héraði. Hann lést í Moena 12. mars 1783. Sýning á píanóum Á hinni sýningunni eru píanó. Það eru liðin 300 ár síðan fyrsta píanóið var framleitt. Í samvinnu við Museo del Pianoforte Antico di Ala, það er Safn fornra píanóa í Ala (Trento) verða sýnd yfir 50 píanó, sem koma frá mikilvægum píanósöfnum víðs vegar í Evrópu, en einnig verða á sýn- ingunni málverk og plaköt, sem tengj- ast hljómlist. Tónleikar þar sem spilað verður á píanó, sem verða á sýning- unni, verða haldnir víðs vegar í Trent- ino-héraðinu á meðan á sýningunni stendur. Sýningar í Trento á Ítalíu Listaverkasafn í gullfallegum kastala Buonconsiglio-kastalinn er í borginni Trento, sem er höfuðstaður Trentino- héraðsins á Ítalíu. Buonconsiglio-kastalinn er í borginni Trento á Ítalíu og í ár segir Bergljót Leifsdóttir að þar verði haldnar tvær merkar sýningar.  Nánari upplýsingar um Trento er hægt að fá hjá Upp- lýsingamiðstöð ferðamála á veffanginu www.apt.trento.it eða senda tölvupóst á net- fangið informazioni@apt.t- rento.it. Sýningin á verkum Valentino Rovisi í Buonconsiglio kast- alanum stendur yfir frá 15. mars til 15. júní 2003. Opið er frá kl. 9 til kl. 12 og kl. 14 til kl. 17 (frá 15. til 31. mars) og frá kl. 9 til kl. 12 og frá kl. 14.30 til kl. 17 (frá 1. apríl til 15. júní). Sýningin og einnig kastalinn eru lokuð á mánudögum. Aðgangs- eyrir er 5,00 evrur. Þeir sem eru á aldrinum 12 til 18 ára, námsmenn og þeir sem eru yfir sextugt, og sýna skilríki, borga 2,50 evrur. Börn yngri en 12 ára fá ókeypis inn. Innifalinn í að- gangseyrinum er aðgangur að Buonconsiglio-kastalanum. Sýningin á píanóunum verður opin frá 21. júní til 19. október 2003. Opið frá kl. 10 til kl. 18. Lokað á mánudögum. Frekari upplýsingar um Buon- consiglio kastalann er hægt að fá á veffanginu: www.buoncon- siglio.it og senda tölvupóst á netfangið: info@buonconsiglio- .it. begga@inwind.it ÍSLAND ÍT-FERÐIR KYNNA GÖNGUFERÐIR Laugardaginn 8. mars næstkom- andi verða ÍT-ferðir með kynningu í Laugardalnum á gönguferðum á Spáni og á Íslandi. Kynningin hefst klukkan 13 og verður sagt frá tveimur gönguferðum á Spáni og fjórum á Íslandi. Heimamenn frá hverjum stað hérlendis mæta og kynna „sínar“ ferðir. Boðið verður upp á kaffi og með því.  Nánari upplýsingar verða á heimasíðu ÍT-ferða www.itfer- dir.is Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.