Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 22
Einn skrítinn… – Hvað myndirðu gera ef þú hittir Kínverja, Frakka og Rússa? – Sprengja Kínverjann, fara í Frakkann og keyra burt á Rússanum! FLESTIR okkar siðir sem tengjast bollu-, sprengju- og öskudegi eru annaðhvort komnir úr kaþólskri trú eða frá Norðurlöndunum. En ösku- pokasiðurinn er íslenskur og er næstum 400 ára gamall. Og á bara að gleyma honum? Við leggjum til að allir krakkar föndri nokkra öskupoka og hengi á aðra krakka á öskudaginn, einsog gert var í gamla daga. Þá reyndu stelpur að koma öskupokum á stráka, en strákarnir nældu pokum með smásteinum í á stelpurnar. Hvað vilt þú hafa í þínum pok- um? Brandara? Málshætti? Ástarbréf? Þú ræður… 1) Klippið niður litla ferhyrnda efnisbúta. 2) Brjótið þá saman og saumið, botn og hlið. 3) Setjið eitthvað óvænt í pokann. 4) Bindið þráð eða band efst um pokann, og festið bréf- klemmu, eða einhverskonar nælu, á enda bandsins. 5) Þið eruð tilbúin í stuðið! Lausn: Hún tók hatt, stígvél og lykil. Fjör að föndra Hvað varð um öskupokana?  Langar þig að vera mar- íuhæna á öskudaginn? Þann búning er auðvelt að búa til og jafnvel líka handa vinum þínum og systkinum. Þau geta verið einhver önnur skordýr og þá breytið þið bara pappanum á bakinu í samræmi við það. Auð- velt og skemmtilegt! Það sem til þarf:  Svört föt  Tveir pípuhreinsarar  Svitaband eða hárspöng  Rauður og svartur föndurpappi  Gamall Moggi  Reglustika  Skæri  Lím  2-3 sm breiður borði Hvað gera skal: 1) Vefjið pípuhreinsurunum utan um svitaband eða hárspöng og þá eru komir þreyfarar. Þá má krulla með því að vefja þeim um putta. 2) Klippið rauða föndurpappann í egg- laga hring sem passar á bakið. 3) Klippið úr svarta föndurpappanum 1 sm breiða línu og límið hana langsum í miðju rauða pappahringsins. 4) Klippið líka út misstóra svarta pappahringi og límið hér og þar á rauða pappahringinn. 5) Látið þorna. 6) Til að festa vængina þarf að gera 8 lítil göt á pappahringinn. Tvö sett ofarlega og tvö sett um 30 sm neðar. (Sjá litlu myndina). 7) Þræðið borðann í gegnum götin, fyrst uppi og síðan niðri. Farið í svörtu fötin ykkar, setjið þreif- arana á ykkur og vængina að lokum. Öskudagsbúningur Maríuhæna  Hvað ætlar þú að vera á öskudaginn? Strumpur, beinagrind eða M&M nammi? Í öllum þessum tilvikum gæti komið sér vel að geta málað sig vel í framan. Prófaðu þessa málningu. 2 matskeiðar mjúk fita 4 matskeiðar maíssterkja matarlitur að eigin vali 1) Blandaðu fitu og maíssterkju saman og skiptu í nokkra bolla, ef þú vilt fleiri en einn lit. 2) Settu handklæði um hálsinn. Þvoðu þér í framan og berðu á þig andlitskrem. Passaðu augun. 3) Með bómullarhnoðra berðu smá maíssterkju framan í þig. 4) Berðu andlitsmálningu framan í þig með putt- unum, í búninginn með þig og af stað í stuðið! Heimalöguð andlitsmálning  „Æi, amma, hvað á ég eiginlega að vera á ösku- daginn?“ vælir Guðrún Edda. Amma yppir öxlum og bendir henni síðan á að fara upp á háaloft þar sem finna má fullt af dóti. Guðrún Edda gramsar og dregur fram úr gömlum pappakössum það sem sést á efri myndinni. Á neðri myndinni er Guðrún Edda búin að taka það sem hún ætlar að nota í búninginn sinn. Finndu út hvað hún tók. Lausn hjá öskupokunum. Hvað á ég að vera? „Þegar bollubollur bakast …“ heyrist sönglað innan úr eldhúsi þar sem hinn 10 ára Þorlákur bakar sínar al- ræmdu bollur. Þetta er skemmtileg- asti dagur ársins hjá honum. Boll- urnar hans eru nefnilega ekkert venjulegar bollur. Fyrst bakar hann þessa grunnuppskrift, en setur síðan ótrúlegustu sætindi ofan á. Hann hef- ur sett ís og ananas á bollurnar sínar, en þekktastur er hann fyrir að hræra saman skyri og súkkulaðisósu og smyrja á bollurnar. Vitiði hvað hann gerir svo? Hámar þær í sig! Þessi uppskrift dugar í svona 15– 20 bollur. Hvað langar þig að hafa á þínum bollum? Lakkrís? Hví ekki? 200 gr hveiti 125 gr smjörlíki 5 tsk þurrger 1 msk sykur 1 egg 1 dl vatn Nammi namm Hámið hefst! 1) Hveiti og sykur sett í skál og smjör- líkið mulið ofan í. 2) Þurrgerinu blandað saman við. 3) Egg og vatn þeytt saman og bætt við deigið. Hrærist vel. 4) Sett með skeið á plötu og látið lyfta sér við stofuhita í hálftíma. 5) Bakist við 200°C í 10–15 mínútur. Fylgist með hvernig þeim líður. 6) Bollunum er leyft að kólna. Skerið þær í tvennt og setjið gómsæti að eig- in vali ofan á. Nammi namm. T hereza B. Petkova, 12 ára stelpa úr Kópa- voginum, skrifaði þessa skemmtilegu sögu í vinakeppninni okkar. Og hún á held- ur betur við núna. Takk Thereza. Við vorum byrjaðar í nýjum skóla. Það var fullt af skemmti- legum krökkum í bekknum okk- ar, þ.á m. fjórar stelpur, þær Andrea, Vala, Helga og Jónína og þrír strákar, þeir Jakob, Pétur og Ingi. Allar stelpurnar í bekknum voru skotnar í Inga og ég reynd- ar líka. Sesselja var hins vegar ekki hrifin af neinum. Við stelpurnar ræddum um hvað við ætluðum að vera á ösku- daginn. Ég var ekki viss en Andr- ea ætlaði að vera köttur, Vala ætlaði að vera vampíra, Helga ætlaði að vera rokkstjarna en Jónína og Sesselja voru ekki viss- ar. Dagarnir liðu og öskudagur nálgaðist. Það voru fimm dagar til öskudagsins. Fjórði dagurinn leið og var bara venjulegur. En á fimmta degi gerðist dálítið ótrú- legt. Ég var að koma af klósett- inu og þvoði mér um hendurnar í vaskinum. Skólinn var búinn og ég var að fara heim til mín. Ég klæddi mig í íþróttaskóna mína og var að reima þá þegar ég heyrði sagt: Sæl María. Þessi rödd var kunnugleg, svo áttaði ég mig á því að þetta var Ingi! Ég leit upp og horfði á hann. Dökk- bláu, djúpu augu hans horfðu á móti. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum Sæll Ingi, hálfhvíslaði ég. Ingi ræskti sig og sagði: Ég var að pæla hvort þú mundir vilja fara með mér í bæinn á öskudaginn. Það var smáþögn og svo bætti hann við: Ef þú ert ekki búin að skipuleggja ferð í bæinn með ein- hverjum öðrum á öskudaginn. Ég trúði ekki mínum eigin eyr- um! Hafði hann sagt þetta eða var þetta bara blekking? Nei, nei, ég er ekki að fara með neinum öðrum og vil endilega fara með þér í bæinn, sagði ég. Allt í lagi, sjáumst þá. Eigum við að hittast fyrir utan Hagkaup? Já, já, sagði ég. Og hann fór. Ég stóð ein eftir og reið við sjálfa mig. Ég var búin að skipuleggja ferð með Sesselju á öskudaginn. Hvað átti ég nú að gera? Ég var búin að ákveða að fara með Inga í bæinn. Ég meina, Sesselja gæti ekki orðið mjög vond út í mig, ég gæti bara sagt að ég yrði að fara til frænku minnar en kæmi síðan klukkan svona 16 og þá gætum við farið saman í bæinn. Ég hringdi í Sess- elju og sagði henni þetta sem ég var búin að plana með frænku minni og því. Hún sagði: Ég trúi þér ekki! Þú ert að skálda þetta upp er það ekki? Og þegar ég neitaði skellti hún á mig. Þetta er slæmt, núna er Sesselja óvinkona mín og maður þarf virkilega á vinkonu að halda á öskudegi og reyndar öllum dögum. Á morgun er öskudagur. Ég ætlaði að vera kúrekastelpa. Ég ætlaði að flétta síða brúna hárið mitt í fastafléttu og setja brúnan kúrekahatt á hausinn. Svo ætlaði ég að setja á mig ljósan augn- skugga og bleikan gloss, fötin mín voru svo bara í kúrekastíl: brún peysa, brúnar, útvíðar bux- ur og geðveikt flottir brúnir, há- hælaðir skór. Ekkert nammi Ég var mætt stundvíslega fyrir utan Hagkaup en ég þurfti að bíða í korter. Svo loksins kom hann. Hann var í sömu fötunum og hann hafði verið í í gær. Svart- ar buxur og svartur leðurjakki. Við gengum um en ég þorði ekki að syngja fyrir framan af- greiðslufólkið því að hann var með mér. Svo ég fékk ekkert nammi. Loks fengum við okkur franskar og gos í McDonalds. Eftir langa stund sagði hann: Ég þarf að koma mér heim því ég lof- aði kærustunni minni að fara með henni út að borða og í bíó. Þessi orð urðu mér mikið áfall. Hann áttu kærustu! Og samt sat ég hérna með honum meðan aum- ingja vinkona mín lét sér leiðast heima hjá sér. Ég er ekki sönn vinkona, sagði ég við sjálfa mig á meðan ég gekk út á leiðinni að strætisvagnastöð. Hann fór með leigubíl til kær- ustunnar sinnar en ég hafði ekki efni á leigubíl svo ég tók strætó heim til mín. Svo hringdi ég í Sesselju: Ekki skella á! (M=María (ég) S=Sesselja (vin- kona mín) M: Hæ, hæ. S: Hæ. M: Ég verð að segja þér dálítið. S: Hvað er að? M: Ég fór aldrei með frænku minni í bæinn. S: (greip frammí) Svo þú fórst aldrei í bæinn, hvað gerðirðu þá? M: Jú, ég fór í bæinn, en með Inga. Það var rosalega leiðinlegt að vera með honum, það eina sem var ágætt var að við fengum okk- ur franskar og gos. Það var löng þögn í símanum og hvorug okkar sagði orð í fimm mínútur. Loks sagði Sesselja. S: Nú, ég held að þú hafir skemmt þér mjög vel með honum Inga! Svo var hún að því komin að skella á þegar ég sagði: M: Gerðu það, ekki skella á! S: Hvers vegna ætti ég ekki að skella á? M: Ég get útskýrt allt! Leyfðu mér að útskýra. S: Hvað getur þú svo sem út- skýrt! En útskýrðu þá. M: Komdu heim til mín, svo að við getum talað almennilega sam- an. Bæ. S: Ok. bæ. Vinátta endist að eilífu! Sesselja kom til mín eftir tæpt korter. Hún sparkaði af sér Nike-skónum og fór úr jakkanum sínum og fór svo með mér upp í herbergið mitt. Hún var í búningi og hún var kúrekastelpa alveg eins og ég! Ég sagði það við hana og við brostum báðar út að eyr- um. Svo sagði ég henni alla sólar- söguna. Ég sagði að mér þætti þetta leitt og bað hana að fyr- irgefa mér. Hún fyrirgaf mér. Svo breiddust bros um andlit okkar og ég spurði hana hvort hún vildi koma með mér í Kringl- una og hún játaði. Svo lögðum við af stað og þetta var besta skemmtun mín með Sesselju! Og nú var mér alveg sama um Inga. Hann var líka einhvernveginn ekki mín týpa. Og nú er sagan búin. Sesselja er besta vinkona mín í öllum heiminum og þið ættuð aldrei að gera sömu mistök og ég gerði. Vinátta endist að eilífu! Öskudagurinn Saga af vináttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.