Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 C SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grensásvegi 1 • 108 Reykjavík Sími 510 4000 • Fax 510 4001 www.honnun.is Við seljum þekkingu! 03.03.́03 Starfsemin flutt Á morgun 3. mars flytjum við starfsemi okkar frá Síðumúla 1 að Grensásvegi 1 O rk u fl u tn in g u r Þj ó n u st u b yg g in g vi ð B lá a ló n ið N ýj ar h ö fu ð st ö ð va r H ö n n u n ar að G re n sá sv eg i 1 Sk ri fs to fu b yg g in g V íf ilf el ls G ra fa rv og sk irk ja G ö n g u b rú y fi r M ik lu b ra u t M at á u m h ve rf is áh ri fu m Hugvit Reynsla Ráðgjöf 13 28 / T A K T ÍK / H A U K U R 2 8. 2. ´0 3 Reynsla og þekking eru ígildi verðmæta. Hæfir starfsmenn, góð undirstöðuþekking, símenntun og þekkingarleit hafa verið lykilatriði í starfsemi Hönnunar frá stofnun fyrirtækisins, 1963. Svo verður áfram, enda byggist afurð okkar á frumkvöðlastarfi og þekkingu. Við erum leiðandi fyrirtæki í verkfræðiþjónustu á Íslandi. LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Sólarsport í Ólafsvík hélt á dögunum upp á 5 ára afmæli stöðvarinnar: Voru viðskiptavinir fjölmargir sem fögnuðu þessum áfanga hjá þeim hjónum Gylfa Scheving og Jóhönnu Hjelm, sem eiga og reka stöðina ásamt börnum sínum. Voru gestir í sannkölluðu hátíðarskapi og urðu þeir að gera svo vel að njóta veiganna sem boðið var upp á, og að sjálfsögðu var það heilsufæði sem var á boð- stólum. Að sögn Gylfa Scheving er stöðin fyrir löngu búin að sprengja utan af sér húsnæðið, og er fyrirhugað að stækka Sólarsport. Aðspurður sagðist Gylfi vera mjög ánægður með að- sóknina á þessum 5 árum sem stöðin hefur verið opin. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Gylfi og Jóhanna, lengst til vinstri, með föngulegum hóp kvenna sem stundar ræktina í Sólarsporti. Sólarsport 5 ára Ólafsvík. Morgunblaðið. STARFANDI einstaklingum á bak við hvern ellilífeyrisþega mun fækka á næstu áratugum. Nú er áætlað að þrír til sex einstaklingar á vinnualdri (16–64 ára) standi að baki hverjum einstaklingi 65 ára og eldri. Sam- bærilegar tölur eru hins vegar taldar verða tveir til þrír einstaklingar árið 2050. Þetta kemur fram í skýrslu norrænnar nefndar sem falið var að skoða langtímaáhrif breyttrar ald- urssamsetningar á fjármál hins op- inbera á Norðurlöndum. Þá er vakin athygli á því að útgjöld ríkisins vegna ellilífeyrisgreiðslna muni aukast verulega á öllum Norð- urlöndum nema á Íslandi en helsta skýring á því sé sérstaða íslenska líf- eyriskerfisins. Aftur á móti segir í skýrslunni að aldurstengd opinber útgjöld hérlendis vegna heilbrigðis- mála og öldrunarþjónustu muni aukast sem hlutdeild af landsfram- leiðslu næstu 50 árin. Málið nái fram að ganga „Þetta kemur svo sem ekki á óvart og hefur verið vitað lengi,“ segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara. „Staðan er að vísu heldur betri hér á landi. En í þessu felst hins vegar engu að síður ábend- ing til stjórnmálamanna og eitt ráð við þessari þróun væri að taka upp sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Það er full ástæða til þess að vekja at- hygli á því, ekki síst þar sem menn hafa skoðað þann möguleika mjög lengi hér á landi. Ég vona að þessi skýrsla verði til þess að þetta mál nái loksins í gegn, það er full þörf á því og þetta er eitt af baráttumálum Félags eldri borg- ara. Enda eru ansi margir hressir í því félagi,“ segir Ólafur. Fleiri ellilíf- eyrisþegar á hvern vinn- andi mann Heilsugæslan á Suðureyri í nýtt húsnæði TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt húsnæði heilsugæslustöðvarinnar á Suðureyri við Súgandafjörð. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, var viðstaddur opnun hússins. Nýja heilsugæslu- stöðin er til húsa í 125 fermetra leiguhúsnæði sem talið er að þjóni starfseminni á fullnægjandi hátt. Gamla húsnæði heilsugæslustöðvar- innar var byggt um 1960 og orðið mjög erfitt í viðhaldi. Jón Krist- jánsson flutti ávarp við opnunina þar sem hann lýsti mikilli ánægju með nýja húsnæðið og sagði að með því væri staða heilsugæslunnar á Suðureyri tryggð. Hann fór nokkr- um orðum um sögu heilsugæslunn- ar á staðnum og minntist sérstak- lega á þátt Lovísu Ibsen, hjúkr- unarfræðings, sem bjó lengi á Suðureyri en Súgfirðingar áttu því láni að fagna að njóta starfskrafta hennar í áratugi. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.