Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Neitaði aldrei góðri skák Skákmót til minningar um Guðmund J. hefst í dag Fréttir 10 Umsögn um tónleika Gvazava og Bjarna Thor Listir 14 Alltaf Íslands- meistari Sigurður Sigurðsson hampar 12. íshokkítitlinum Íþróttir 1 Slógu í gegn með söng HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir uppbygginguna eftir stríðsátökin í Kosovo ganga afskaplega hægt fyrir sig og að framfarir þar séu litlar. Allt að 70% at- vinnuleysi er í landinu. Um fjögur ár eru síðan stríðið í Kosovo stóð sem hæst en það var á fyrri hluta árs 1999 sem NATO hóf loftárásir vegna að- gerða Serba í héraðinu. Halldór er nú staddur í Pristina, höfuð- borg Kosovo, til að taka formlega við stjórn NATO-flugvallarins þar fyrir hönd Ís- lensku friðargæslunnar. Hann segir eitt og hálft ár síðan hann var síðast í Kosovo en litlar breytingar hafi orðið síðan þá. „Það er víða heldur dapurlegt um að litast, upp- byggingin er afskaplega hæg og framfar- irnar litlar,“ sagði Halldór. „Þetta er land sem þarfnast mikillar aðstoðar og greini- lega skiptir mestu að hér verði fjárfest og einhver atvinna sköpuð.“ Utanríkisráðherra í Kosovo Uppbygg- ingin afskap- lega hæg Næg verkefni/4 Pristina. Morgunblaðið. ÍRAKAR eyðilögðu í gær sex bannaðar eld- flaugar af gerðinni Al Samoud 2 en hótuðu að hætta afvopnun ef Bandaríkjamenn héldu áfram að undirbúa árásir á Írak. Írakar hafa eyðilagt tíu eldflaugar í við- urvist eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna frá því á laugardag. Vísindaráðgjafi Saddams Husseins, Amer al-Saadi, sagði þetta sýna að Írakar virtu kröfur öryggisráðs SÞ um samstarf við eftirlitsmennina en þeir kynnu að hætta því ef Bandaríkjamenn gæfu til kynna að þeir hygðust samt hefja stríð. „Hvers vegna ættum við að halda þessu áfram ef í ljós kemur í byrjun mánaðarins að Bandaríkja- menn hyggjast ekki fara löglegu leiðina?“ sagði al-Saadi á blaðamannafundi í Bagdad og bætti við: „Afvopnun – friðsamleg – kostar bandaríska skattborgarann ekkert, [en] stríð til að knýja fram afvopnun 80 milljarða dollara.“ Eiturvopn grafin upp Eftirlitsmennirnir fóru í gær á stað þar sem Írakar segjast hafa grafið sýkla- og eit- urvopn. Al-Saadi sagði að þar væru 157 sprengjur með miltisbrand, aflatoxín og taugasperðileitur. Írakar væru að grafa vopnin upp og hefðu þegar fundið átta sprengjur. Tvö arabaríki, Kúveit og Bahrain, tóku í gær undir tillögu, sem Sameinuðu arabísku furstadæmin settu fram á leiðtogafundi arabaríkja á laugardag, um að skora á Saddam Hussein að fara frá völdum þar sem ekki verði komið í veg fyrir stríð í Írak með öðrum hætti. Leiðtogarnir neituðu að ræða tillöguna á laugardag og Írakar sögðu hana bera því vitni að Sameinuðu arabísku furstadæmin væru handbendi Ísraela. Hóta að hætta að eyða eld- flaugum Bagdad. AP. SAMDRÁTTUR hefur orðið í einkaflugi á sein- ustu árum, litlum einkaflugvélum hefur fækkað og samkvæmt upplýsingum Össurar Brynjólfs- sonar, yfirflugkennara hjá Flugskóla Íslands, hefur kennsluflug hjá skólanum dregist saman um 50% á síðustu fjórum árum. Að sögn Össurar var kennsluflug á seinasta ári hið minnsta í mörg undanfarin ár. Að mati Össurar eru meginskýringarnar á þessu þær miklu þrengingar sem urðu í flugheim- inum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septem- ber 2001. Notkun á flugvélaeldsneyti minnkað um 44% frá 1996 Samdrátt í flugi má einnig merkja af mun minni sölu á flugvélaeldsneyti. Hefur notkun á flugvélaeldsneyti dregist saman um 44% frá árinu 1996. Árið 1996 var innlend notkun 1.519 tonn, en nú áætlar Reynir Guðlaugsson, inn- kaupastjóri Skeljungs, út frá tölum félagsins, að heildarnotkunin í fyrra hafi numið um 850 tonn- um. Segir hann að gera megi ráð fyrir því, að sala á flugvélabensíni hafi dregist saman um 10 -–15% milli ár- anna 2001 og 2002. Árið 2001 var notk- unin 972 tonn. Reynir segir meg- inskýringuna á þess- ari þróun vera að flugvélar í innan- landsflugi hafi í auknum mæli byrjað að nota flugsteinolíu. Núna séu það nánast eingöngu litlar flug- vélar í einkaeign sem noti flugvélabensín auk véla sem hafi verið notaðar í sjúkraflug. Fækkun einkaflugvéla Litlum einkaflugvélum hefur fækkað á sein- ustu árum. 271 slík vél var skráð hérlendis 1992, en í árslok 2001 voru 263 litlar vélar skráðar. Össur segir alveg ljóst að fækkun litlu einka- flugvélanna sé alvarleg vegna þess hve mikilvæg- um þætti þær gegni við þjálfun flugmanna. „Það þekktist hér áður fyrr að margir ættu sína eigin einkaflugvél en það hefur minnkað mikið. Það átti að vísu stóran þátt í þessu að fyrir nokkrum árum var stofnaður flugklúbbur, Geirfugl, sem er stór og öflugur klúbbur í dag. En álagning opinberra gjalda er svo há að það er ofboðslega dýrt fyrir menn að eiga og reka eigin vél, jafnvel þótt þeir séu nokkrir saman um hverja vél,“ segir hann. Lítrinn af flugvélaeldsneyti kostar í dag 75 krónur með virðisaukaskatti og er það óbreytt frá 1. ágúst 2000, en þá hækkaði lítrinn um 20 krón- ur, fór úr 55 krónum í 75 kr. Lítrinn kostaði 50 krónur 1. ágúst 1999 og 44 krónur 1. júní 1998. Greinileg merki um uppsveiflu Össur er þrátt fyrir allt bjartsýnn á að þróunin sé að snúast til betri vegar. „Það eru greinileg merki um uppsveiflu á nýjan leik. Þar er bæði um aukinn áhuga að ræða og svo verðum við strax varir við það í skólanum þegar flugfélögin eru far- in að ráða inn mannskap aftur.“ 50% samdráttur í kennsluflugi á 4 árum              ! ! " JACQUES Chirac, forseta Frakklands, var fagnað sem hetju í Algeirsborg þegar hann kom þangað í gær í fyrstu opinberu heimsókn fransks forseta til Alsírs frá því að landið fékk sjálfstæði frá Frakk- landi árið 1962 eftir blóðugt stríð. Hundruð þúsunda voru á götum Algeirsborgar til að fagna gestinum. Chirac hefur notið mikilla vin- sælda í Alsír síðustu ár og þær hafa aukist vegna andstöðu hans við stríð í Írak. Chirac og forseti Alsírs, Abdelaziz Bouteflika, veifa hér til mannfjöldans, umkringdir vörðum. Heimsóknin stendur í þrjá daga. AP Chirac heimsækir Alsír HELSTI efnahagsráðgjafi dönsku ríkisstjórnarinnar leggur til að hún stöðvi atgervisflótta með því að láta hámenntaða Dani greiði hluta kostn- aðar ríkisins af menntun sinni flytji þeir til útlanda að námi loknu. Að sögn dagblaðsins Berlingske Tidende leggur ráðgjafinn, prófess- or Torben M. Anderssen, til að skuld danskra námsmanna verði afskrifuð með punktum sem þeir fái fyrir skattana sem þeir greiða eftir að þeir hefja störf í Danmörku, en fari þeir að vinna í öðrum löndum endurgreiði þeir hluta námskostnaðarins. Hann spáir auknum atgervisflótta með alvarlegum afleiðingum. Greiði sjálfir fyrir menntunina MIÐFLOKKURINN í Eistlandi virtist hafa fengið flest þingsæti í kosningum sem fram fóru í gær en ekki var ljóst hvort hann gæti mynd- að stjórn þar sem mið- og hægri- flokkar virtust hafa fengið fleiri þingsæti samanlagt. Miðflokkurinn er undir forystu Edgars Savisaars, fyrrverandi inn- anríkisráðherra, sem hefur verið kallaður „Nixon Eistlands“ því að hann neyddist til að segja af sér 1995 eftir að upp komst að hann lét taka upp samtöl pólitískra keppinauta. Fylgi flokksins var 25,3% er 90% atkvæðanna höfðu verið talin og var honum spáð 28 þingsætum af 101. Kosið í Eistlandi Miðflokk- urinn stærstur Tallinn. AP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.