Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMDRÁTTUR Í FLUGI Samdráttur hefur orðið í einka- flugi á síðustu árum, litlum einka- flugvélum hefur fækkað og kennslu- flug hjá Flugskóla Íslands hefur dregist saman um 50% á síðustu fjórum árum. Kennsluflugið í fyrra var hið minnsta í mörg ár. Stofnanir gera upp við LSR Tólf opinberar stofnanir hafa gert að fullu upp skuldbindingar sínar vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sinna við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Skuldbindingarnar námu alls 32,6 milljörðum króna á árunum 1997–2001. Mikið áfall fyrir al-Qaeda Khalid Sheikh Mohammed, þriðji æðsti forystumaður al-Qaeda, var handtekinn í Pakistan á laugardag. Bandarískir embættismenn segja þetta mikilvægustu handtökuna til þessa í baráttunni gegn hryðju- verkasamtökunum og mikið áfall fyrir þau. Talið er að Mohammed hafi tekið þátt í skipulagningu allra helstu árása al-Qaeda og geti veitt upplýsingar um hryðjuverk sem samtökin eru að undirbúa. Hóta að hætta afvopnun Írakar hótuðu í gær að hætta að eyða bönnuðum eldflaugum ef Bandaríkjamenn héldu áfram að undirbúa stríð. Írakar hafa eyðilagt tíu bannaðar eldflaugar frá því á laugardag. Jarðhita leitað í Grímsey Stefnt er að því að leita að heitu vatni í Grímsey á næstu mánuðum í því skyni að nýta jarðhitann til kyndingar. Talið er að hitaveita í Grímsey myndi borga sig niður á tólf árum. 70% atvinnuleysi í Kosovo Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, sem er staddur í Kosovo, segir uppbygginguna þar eftir stríðsátökin ganga mjög hægt fyrir sig. Framfarir séu þar litlar og allt að 70% atvinnuleysi. Óttast rangfærslur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveðst óttast rangfærslur náttúruvernd- arsamtaka sem reyna að hafa áhrif á erlendar lánastofnanir með það að markmiði að koma í veg fyrir virkj- anaframkvæmdir. 2003  MÁNUDAGUR 3. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LOGI GUNNARSSON: „ATVINNUMENNSKAN HARÐUR HEIMUR“ / B9 ÖRN Arnarson, sundkappi úr ÍRB, setti Íslandsmet í 50 metra flug- sundi á laugardagskvöldið. Örn synti á 24,09 sekúndum og bætti eigið met um 31/100 úr sekúndu. Metið setti hann í sérstöku sun- deinvígi sem haldið var í tengslum við unglingamót KR og keppti hann þar meðal annars við danska sundmenn. Örn setti metið í annarri umferð einvígisins og í þeirri þriðju synti hann einnig undir gamla metinu, 24,23 sekúndur. Sundeinvígið var hluti af Vetr- arhátíð Reykjavíkur og var haldið undir mikilli ljósadýrð og tónlist- arflutningi. Í flugsundseinvígi kvenna hafði Jeanett Ottesen frá Danmörku betur gegn Kolbrúnu Ýr Kristjáns- dóttur, synti á 27,62 sekúndum en Kolbrún Ýr var á 28,05 sekúndum. Íslandsmet hennar er 27,79 sek- úndur. Ottesen er sjöfaldur Norð- urlandameistari stúlkna frá síð- asta ári. Keppt var í Sundhöllinni og voru keppendur 450 talsins frá 21 sndfélagi. Danskir keppendur voru þrettán talsins Íslands- met hjá Erni SIGURÐUR Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA í íshokkí, fagnaði vel um helgina enda full ástæða til. Skautafélag Akureyrar varð þá Ís- landsmeistari í tíunda sinn, en Sig- urður í tólfta sinn. „Ég spilaði fyrstu sjö árin með SA og við urðum meistarar öll ár- in, síðan fór ég suður til náms í tvö ár og lék þá með SR og við urðum meistarar þau ár. Síðan hef ég verið meistari síðustu þrjú árin með SA,“ segir Sigurður, en hann er sá eini sem getur hrósað sér af því að hafa orðið Íslandsmeistari öll tólf skiptin sem keppt hefur verið um þann titil í íshokkí hér á landi. „Ég held að ég sé líka sá eini sem hef spilað í deildinni alveg frá upphafi,“ sagði meistarinn, sem sagði að auðtvitað færi að styttast í þessu hjá sér þrátt fyrir að hann væri aðeins 27 ára. „Það liggur í hlutarins eðla að eftir því sem ár- unum fjölgar styttist í það að mað- ur hætti,“ segir meistarinn. Hefur alltaf orðið meistari SA náði undirtökunum strax,komst í 5:1 í fyrstu lotu og 8:2 var staðan eftir tvær lotur. Þá fengu óreyndari leikmenn að spreyta sig og nýttu Reykvíkingar sér það og unnu síðustu lotuna 5:3. „Þetta er alltaf jafngaman, sama hvað titlarnir verða margir enda er það þetta sem málið snýst um, að vinna,“ sagði Sigurður Sveinn Sig- urðsson, fyrirliði SA, eftir sigurinn. Hann sagði úrslitakeppnina hafa verið spennandi þó svo SA hafi unnið 3:0. „Fyrstu tveir leikirnir voru mjög jafnir og spennandi og fyrir sunnan lentum við í framleng- ingu, tvöfaldri vítakeppni og síðan bráðabana. Í síðasta leiknum hér heima var eitthvert mannahallæri hjá SR þannig að þetta var frekar öruggt hjá okkur,“ sagði fyrirlið- inn. Tímabilið er búið að vera jafnara en nokkru sinni fyrr hjá íshokkí- mönnum. „Það voru nú margir búnir að afskrifa okkur þegar við töpuðum þremur leikjum í röð um mitt tímabil, einum leik fyrir SR og tveimur fyrir Birninum. Þetta er í fyrsta sinn síðan Íslandsmótið hófst sem allir vinna alla og það sýnir að þetta er að verða jafnara en áður. Maður átti því von á spennandi úrslitakeppni og hún varð það þó svo við næðum að vinna í þremur leikjum. Við vorum alltaf ákveðnir í að leika bara þrjá leiki í úrslitarimmunni og það tókst,“ sagði fyrirliðinn kampakát- ur. Það verður ekki langt frí hjá þeim bestu í íshokkíinu því í lok mánaðarins heldur landsliðið til Sófíu í Búlgaríu þar sem það tekur þátt í heimsmeistaramótinu. „Við fáum frí um næstu helgi en síðan hefjast æfingar af fullum krafti og hingað koma erlend lið til að leika æfingaleiki við hokkur áður en við förum til Búlgaríu,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistaranna. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA, lyftir Íslandsbikarnum. Við hlið hans stendur Rúnar Rún- arsson. Sigurður er tólffaldur Íslandsmeistari í íshokkí, hefur alltaf orðið meistari, með SA og SR. Tíundi titill Akureyringa SKAUTAFÉLAG Akureyrar varð á laugardaginn Íslandsmeistari í ís- hokkí í tíunda sinn, en tólf sinnum hefur verið keppt á Íslands- mótinu. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Akureyringum. SA vann úrslitarimmuna gegn Skautafélagi Reykjavíkur 3:0 og úrslitaleikinn á laugardag nokkuð auðveldlega 11:7. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 24 Viðskipti 11/12 Bréf 26/27 Erlent 13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Minningar 20/23 Veður 35 * * * VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segist mjög ósammála þeirri skoðun for- manns Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, að það sé sjálfsagt að nátt- úruverndarsamtök reyni að hafa áhrif á erlendar lánastofnanir í því skyni að koma í veg fyrir virkjana- framkvæmdir. Hún segist óttast rangfærslur slíkra samtaka við lánastofnanirnar. Í Morgunblaðinu í gær sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, að það væri sjálfsagt atriði í baráttu allra nátt- úruverndarsamtaka að benda lána- stofnunum á það ef þær ætli að fjár- magna framkvæmdir sem eru gagnrýniverðar en alþjóðlegu sam- tökin International Rivers Network hafa nýlega sett sig í samband við a.m.k. eina erlenda lánastofnun og hvatt hana til að taka ekki þátt í fjármögnun vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Fæti brugðið fyrir lýðræðið „Ég er mjög ósammála Árna í þessu því þarna má segja að sé verið að reyna að bregða fæti fyrir lýðræði,“ segir Valgerður. „Það er búið að taka hér ákvörðun á Alþingi með miklum meirihluta um að fara í þessa framkvæmd. Þetta sýnir bara að þessir aðilar leita víða fanga við málflutning sinn en auðvitað er það mjög lítill minnihluti sem er þeirrar skoðunar að svona vinnubrögð séu réttlætanleg.“ Hún segir ósanngjarnt að tala um að með þessu sé verið að benda lánastofnunum á ef reglur þeirra um framkvæmdir eru ekki uppfyllt- ar. „Það sem ég óttast er að þessi samtök séu með rangfærslur og reyni að hafa áhrif á lánastofnan- irnar á grundvelli rangra upplýs- inga því það veit ég að hefur verið ástundað.“ Valgerður telur þó ósennilegt að þessi málflutningur hafi mikil áhrif á lánastofnanirnar. „Ég trúi því ekki að virtar lánastofnanir kynni sér ekki málin þegar verið er að bera það á borð að íslensk stjórn- völd séu að falsa úrskurði og þar fram eftir götunum. Þetta er nátt- úrlega svo yfirgengilegt að ég trúi því ekki að virtar lánastofnanir kynni sér ekki mál í þaula áður en þær fara að hlusta á svona lagað.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Óttast rangfærslur náttúruverndarsamtaka Valgerður Sverrisdóttir Morgunblaðið/Júlíus Sjónarspil í Öskjuhlíðinni tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Talið er að um tvö til þrjú hundruð manns hafi fylgst með gjörningnum. Meðal annars var notast GJÖRNINGAKLÚBBURINN og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru með sannkallað sjónarspil í Öskjuhlíðinni á laugardagskvöld í við tvo körfubíla frá slökkviliðinu, rauð blys, vatnsstróka og líkbíla. Myndin segir þó meira en mörg orð.  Svipmyndir/32 OLÍUFÉLAGIÐ ákvað verð- hækkun á dísilolíu um 2,30 kr. lítrinn og flotaolíu um 2,20 kr. í gær en verð á bensíni og svart- olíu helst hins vegar óbreytt, skv. upplýsingum félagsins. Eru ástæður verðbreyting- anna sagðar verðhækkanir á heimsmarkaðsverði gasolíuteg- unda vegna mikillar eftirspurn- ar víða um heim vegna kulda á meginlandi Evrópu og í Banda- ríkjunum. Til viðbótar því hafi langvarandi spenna í Mið-Aust- urlöndum ásamt löngu verkfalli í Venesúela ýtt undir hækkun heimsmarkaðsverðs. Á síðustu vikum hafi þó bensínverð ekki fylgt þessari þróun og hið sama gildi um verð á svartolíu. Bens- ínverð sé því óbreytt. Ekki hafa borist tilkynning- ar frá öðrum olíufélögum um breytingar á eldsneytisverði. Dísilolía hækkar en bensínverð er óbreytt VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð (VG) vill að eitt af for- gangsverkefnum á næsta kjör- tímabili verði að ríkið tryggi allt að 1.800 milljónum króna í sameig- inlegt átaksverkefni þess og sveit- arfélaga um ókeypis leikskóla í áföngum. Þetta kemur fram í kosningaáherslum VG sem sam- þykktar voru á flokksráðsfundi. Einnig er lagt til að hver fjöl- skylda greiði aðeins leikskólagjöld fyrir eitt barn í senn frá og með árinu 2004. Meðal annarra forgangsverk- efna VG eru breytingar í skatta- málum. Lagt er til að sköttum verði létt af lægstu launum í áföngum á næsta kjörtímabili með hækkun skattleysismarka og tekjutengdum endurgreiðslum. Fjármagnstekjur undir 100 þús. verði skattfrjálsar Dregið verði úr skattlagningu meðaltekna og lægri tekna með stiglækkandi skattbyrði um leið og jaðaráhrif verði takmörkuð. Fjár- magnstekjur undir 100.000 kr. verði skattfrjálsar og skattþrep á hækkandi tekjur umfram það verði tvö, 12% og 18%, og skili allt að 2.000 milljóna kr. viðbótar- tekjum. Kosningaáherslur VG kynntar Ríkið tryggi 1.800 milljónir til ókeypis leikskóla SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-herra segist vilja beita sér fyrir þvíað skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn mengun hafsins hafi aðsetur á Íslandi. Hún segir að málið sé á algjöru frumstigi, en telur ekki óeðlilegt, í ljósi þess að Ísland hafi haft forystu á alþjóðlegum vettvangi í baráttu gegn mengun hafsins, að Ísland sækist eftir að skrifstofa SÞ, sem fyrirhugað er að setja á stofn, verði á Íslandi. „Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja sem vilja setja baráttuna gegn mengun hafsins hærra á verkefna- skrá alþjóðasamfélagsins. Við höfum barist fyrir því í meira en tvö ár að Sameinuðu þjóðirnar settu af stað vinnu sem miðaði að því að gera reglulega úttektir á mengun hafsins. Slíkar úttektir eru forsenda fyrir því að stjórnmálamenn fái í hendur áreiðanlegar upplýsingar um meng- un sjávar og tengsl þessarar meng- unar við efnahagslega og félagslega þróun,“ sagði Siv. Ísland tók þetta mál fyrst upp á fundi Umhverfisstofnunar Samein- uðu þjóðanna í Nairobi í Kenýa og tillaga Íslands var síðan samþykkt á leiðtogafundi SÞ um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í S-Afríku. Siv sagði að áfram yrði unnið að þessu máli, en hún sagðist vera þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að setja upp skrifstofu sem héldi utan um vinnu við þessar út- tektir. Í ljósi þess frumkvæðis sem við hefðum sýnt í málinu væri ekki óeðlilegt að Ísland óskaði eftir að þessi skrifstofa yrði hér á landi. Siv tók fram að málið væri á frumstigi. Aðgerðir gegn mengun sjávar Skrifstofa SÞ hafi aðsetur á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.