Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ #     $ %& ' (                                        ! "! # " $   %$#&  !'   %#"# %#         (  )        & #$ ' '&   ' #  &' # " $ "  %$#* %""" "  "& %!   *' * &    + ) (    ,     '& #&-. -&& *' $"-$. -#' )*'+,)   *-.//0,)   $ & +12&        HAGNAÐUR samstæðu Kers hf. á árinu 2002 nam 2.120 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaður félagsins 378 milljónir. Hagnaðurinn jókst því um rúma 1,7 milljarða króna milli ára, eða rúm- lega fimmfaldaðist. Mest munar þar um þróun fjármunaliða sem bötnuðu um tæpa tvo milljarða króna milli ára. Í tilkynningu frá Keri segir að gengisþróun hafi verið afar hagstæð og styrking íslensku krónunnar á árinu hafi skilað gengishagnaði í stað gengistaps á árinu 2001. Fjármuna- liðir voru jákvæðir um 1.096 milljónir á árinu 2002, og þá nam gengishagn- aður 1.200 milljónum króna. Árið áð- ur voru fjármunaliðir neikvæðir um 888 milljónir og var gengistap þá 1.059 milljónir. Fjármunaliðir bötn- uðu því um 1.984 milljónir milli ára. Geir Magnússon, forstjóri Kers, segist ánægður með uppgjör félags- ins fyrir árið 2002. Gengistapið á árinu 2001 hafi gengið til baka. Sölu- hagnaður á hlutabréfum hafi numið á annan milljarð króna og tækifærið hafi verið notað til afskrifta. Þá eigi félagið hlutabréf sem sé dulin eign upp á um 1.700 milljónir króna. Eigið fé Kers sé því í raun að nálgast ellefu milljarða en ekki rúma níu. Geir segist hætta hjá félaginu sátt- ur, en hann lætur af störfum í dag, eins og tilkynnt var í byrjun ársins. Rekstrartekjur samstæðu Kers nema 15.665 milljónum króna á árinu 2002, sem er 299 milljónum króna lægri fjárhæð en á fyrra ári. Hreinar rekstrartekjur eru 4.854 milljónir en voru 4.668 milljónir fyrir árið 2001. Rekstrargjöld án afskrifta nema 3.615 milljónum, sem er um 497 millj- ónum króna hærri fjárhæð en á fyrra ári. Segir í tilkynningu Kers að þetta sé í takt við verðlagsþróun á árinu þegar tekið hefur verið tillit til þeirra liða sem hækka verulega umfram verðbólgu en þar ber hæst hækkun á afskrifuðum töpuðum kröfum. Gjaldfærðar afskriftir vegna við- skiptakrafna og skuldabréfa eru samtals að fjárhæð 515 milljónir króna, hér er um verulega aukningu að ræða miðað við fyrra ár. „Aukn- ingin er fyrst og fremst vegna krafna á útgerðir er stundað hafa veiðar á fjarlægum miðum, en verulegir erf- iðleikar hafa verið í rekstri þessara fyrirtækja. Er félagið með þessu að taka tillit til aukinnar áhættu þessu samfara,“ segir í tilkynningu. EBITDA-framlegð 1,3 ma. kr. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nemur 1.239 milljónum króna, sam- anborið við 1.550 milljónir króna á fyrra ári. Afskriftir fastafjármuna samstæðunnar nema 342 milljónum króna sem er 5 milljónum króna lægri fjárhæð en á fyrra ári. Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 1.096 milljónir króna á árinu en voru neikvæðir um 888 milljónir króna á fyrra ári. „Þetta er verulegur við- snúningur og ræður þar mestu hag- stæð gengisþróun sem skilar félag- inu umtalsverðum gengishagnaði á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Hagnaður af sölu hlutabréfa nam 1.282 milljónum króna og niður- færsla hlutabréfaeignar nam 295 milljónum króna. Þessir liðir eru færðir í rekstrarreikningi undir aðr- ar tekjur og gjöld. Hagnaður eftir að tekið hefur ver- ið tillit til skatta er 2.120 milljónir króna fyrir árið, en hagnaður eftir skatta á árinu 2001 nam 378 millj- ónum króna. Heildareignir Kers hf. og dótturfélaga voru þann 31. des- ember 21.627 milljónir króna og hækkuðu um 2.643 milljónir króna á árinu. Fastafjármunir nema 15.620 millj- ónum króna og hækkuðu um 2.471 milljón króna frá fyrri áramótum. Stærstur hluti þessarar aukningar er vegna aukningar í eignarhlutum í öðrum félögum, en stefna stjórnar félagsins er að minnka fjárbindingu í hlutabréfum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Eigið fé nemur 9.192 milljónum króna og hefur hækkað um 1.927 milljónir króna á árinu. Eiginfjár- hlutfall er 42,5% en var í byrjun árs 38,3%. Skuldir og skuldbindingar nema alls 11.716 milljónum króna og hafa hækkað um 662 milljónir króna frá ársbyrjun. Veltufjárhlutfall er 1,22 en var í byrjun árs 1,49. Veltufé frá rekstri er 1.284 millj- ónir króna. Handbært fé frá rekstri er 1.192 milljónir króna. Í tilkynn- ingu Kers segir, um ytri aðstæður og horfur: „Ekki er gert ráð fyrir geng- ishagnaði í rekstraráætlunum fé- lagsins fyrir árið 2003 en auknar framkvæmdir á landsvísu munu skila félaginu auknum viðskiptum. Ekkert bendir til annars en að afkoma fé- lagsins verði góð fyrir árið 2003 í heild sinni að gefnum þeim forsend- um að ekki verði neinar stórbreyt- ingar í efnahagslífi og að stöðugleiki ríki í gengismálum, en hafa ber í huga að yfirvofandi stríðsátök geta sett strik í reikninginn.“ Hagnaður Kers fimmfaldaðist OLÍUVERSLUN Íslands hf. skilaði 1.379 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2002, en hagnaður nam á sama tímabili í fyrra 211 m.kr. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, svokölluð EBITDA-fram- legð, nam 860 m.kr, samanborið við 1.048 milljónir á fyrra ári. Sem hlut- fall af rekstrartekjum var EBITDA- hagnaður 7,1%, en 8,4% 2001. Arðsemi eigin fjár var 40,9%, sam- anborið við 6,9% árið áður. Sam- stæðuuppgjör félagsins nær til dótt- urfélagsins Nafta ehf., sem er að fullu í eigu Olís. Enginn rekstur er hins vegar í félaginu, sem heldur eingöngu utan um eignarhluti í sjávarútvegs- fyrirtækjum. 25% arður til hluthafa Stjórn Olís samþykkti á fundi sín- um að leggja til á aðalfundi 12. mars næstkomandi, að greiddur verði 25% arður til hluthafa fyrir árið 2002 mið- að við hlutafé félagsins í árslok 2002. Arður verður greiddur þeim hluthöf- um sem eiga hluti í félaginu við lok aðalfundardags. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir að afkoman sé viðunandi. „Hins ber auðvitað að geta, að stærstur hluti hagnaðarins er kominn til vegna breytinga á gengi íslensku krónunn- ar og söluhagnaðar á hlutabréfum,“ segir hann. Að sögn Einars var rekst- urinn að öðru leyti að mestu í sam- ræmi við áætlanir. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 12.057 milljónum króna á árinu, en voru 12.519 milljónir á fyrra ári. Í tilkynningu frá Olís segir að lækkun rekstrartekna skýrist eink- um af verulegri lækkun gengis doll- ars gagnvart krónunni. Heildarsala félagsins á árinu nam 11.987 milljón- um króna og þar af nam sala á öðrum vörum en eldsneyti 2.789 m.kr. Í magni talið jókst heildarsala félags- ins á eldsneyti um 7,5% milli ára. Hreinar rekstrartekjur hækka Hreinar rekstrartekjur á tíma- bilinu voru 3.390 milljónir, en 3.307 milljónir árið áður, sem er 2,5% hækkun. Rekstrargjöld voru 2.530 m.kr., samanborið við 2.259 m.kr. á fyrra ári og hækka um 12%. Hækkun rekstrargjalda skýrist aðallega af verulega auknu framlagi í niður- færslusjóð félagsins, vegna útistand- andi viðskiptakrafna, að upphæð 250 milljónir króna, sem gjaldfærist und- ir liðnum „annar rekstrarkostnaður“. Þetta framlag í niðurfærslusjóð er meginskýringin, að því er kemur fram í fréttatilkynningunni, á lakari hagnaði félagsins, fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, á fjórða ársfjórðungi borið saman við fyrri árshluta. Afskriftir voru 265 m.kr. á árinu, samanborið við 242 milljónir 2001. Gengishagnaður 749 millj. „Rekstur félagsins á árinu ein- kenndist af miklum sveiflum á gengi íslensku krónunnar og nam gengis- hagnaður 749 milljónum króna og hreinar fjármunatekjur voru 1.075 milljónir króna, en á árinu 2002 voru hrein fjármagnsgjöld 697 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni. Með fjármunatekjum teljast tekjur af eignarhlutum í öðrum fé- lögum, sem námu 329 milljónum króna. Þar er aðallega um að ræða söluhagnað af hlutum í Síldarvinnsl- unni og Haraldi Böðvarssyni, sem skipt var á fyrir hluti í Samherja og Eimskipi. Heildareignir samstæðunnar í árs- lok námu 10.594 m.kr. og heildar- skuldir voru 5.865 milljónir. Skuldir lækkuðu um 988 m.kr. á árinu. Skuld- ir að frádregnum veltufjármunum námu 2.187 milljónum. Eigið fé í árs- lok var 4.729 milljónir og hafði aukist um 1.322 m.kr. á árinu, eða um 39%. Eiginfjárhlutfall var 44,6%. Bókfært verð eignarhluta í öðrum félögum var í árslok 2.342 milljónir. Veltufjárhlutfall 2,2 Veltufé frá rekstri var 714 milljónir króna, en á fyrra ári 633 m.kr. Veltu- fjárhlutfall var 2,2 og handbært fé í árslok 376 milljónir. Um horfur segir í fréttatilkynningu Olís: „Eins og áð- ur getur hefur styrking á gengi ís- lensku krónunnar sett verulega mark sitt á rekstur og afkomu félagsins á árinu 2002. Að öðru leyti var rekst- urinn að mestu leyti í samræmi við áætlanir. Áætlanir félagsins fyrir ár- ið 2003 gera ráð fyrir bættri rekstrar- afkomu fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað. Eins og áður mun endanleg rekstrarniðurstaða einkum ráðast af þróun á gengi íslensku krónunnar.“ Hagnaður Olís 1,4 milljarðar eftir skatta #     $ %& 34 5    (                     /    )               '"* " * *! $ $'! & $!  &   !* $  &""        (  )         "  # *&'  & ## ' && *$ $ $!* & &'  &#& '* '  ''   "# $ #!*   + ) (         *# ##- . #!-'. # $$-&. -'. )*'+,)   *-.//0,)   $ & +12&        Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is „Viðskiptaþjónusta VUR er einhver mikilvægasta aðstoð sem ég hef fengið við markaðssetningu á Penzími erlendis. Viðskiptafulltrúarnir í Frakklandi og Þýskalandi hafa veitt djúpa sýn á heimamarkaði sína með skýrslum og opnað þar mikilvæg sambönd. Ef misskilnings hefur gætt í samskiptum við milliliði eða tækniörðugleikar orðið, hef ég getað reitt mig á stuðning viðskiptafulltrúanna og leiðsögn. Jafnframt veit ég að VUR hefur opin augu fyrir viðskiptatækifærum og upplýsingum sem gagnleg hafa reynst Ensímtækni á ókunnum og fjarlægum slóðum.“ Jón Bragi Bjarnason, prófessor, framkv.stjóri Ensímtækni E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 0 -0 3 Dýpri sýn á markaði fyrir Pensím                                                                                                                                   !                          !      "    #    $$       % 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.