Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 13 LEYNIÞJÓNUSTUMENN hafa kallað Khalid Sheikh Mohammed „Heilann“ og talið er að hann hafi tekið þátt í skipu- lagningu allra helstu árása al- Qaeda, meðal annars hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Mohammed var handtekinn í Rawalpindi í Pak- istan á laugardag ásamt tveimur öðr- um mönnum, Pakistana og araba. Fulltrúar bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, yfirheyrðu hann á leyni- legum stað í Pakistan í gær og fregn- ir hermdu að hann yrði fluttur á flugvöll Bandaríkjahers í Afganistan. Mohammed segist sjálfur hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin í Bandaríkj- unum og þarlend stjórnvöld sögðu handtöku hans þá mikilvægustu til þessa í baráttunni gegn al-Qaeda. Þeir vona að hún geti orðið til þess að fleiri forystumenn samtakanna, þeirra á meðal Osama bin Laden, finnist. Mohammed er einnig talinn hafa skipulagt misheppnuð áform um að sprengja ellefu bandarískar farþega- vélar í loft upp yfir Kyrrahafi árið 1995 og fljúga þotu á höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hættulegasti maður al-Qaeda Mohammed, sem er 37 ára, er álit- inn þriðji æðsti forystumaður al- Qaeda, á eftir Osama bin Laden og Egyptanum Ayman al-Zawahri. Embættismenn telja Mohammed gegna jafnmikilvægu hlutverki í al- Qaeda og bin Laden og margir telja hann hættulegasta mann samtak- anna. Einn liðsmanna al-Qaeda, sem er í fangelsi, segir að hann hafi skorið bandaríska blaðamanninn Daniel Pe- arl á háls eftir að honum var rænt í Pakistan. „Þetta er risastórt skref fram á við í baráttunni við al-Qaeda,“ sagði Pat Roberts, formaður leyniþjónustu- nefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings. „Bin Laden er nokkurs konar guðfaðir samtakanna. Khalid Sheikh Mohammed er aðal-liðsforinginn, sá sem stjórnar starfseminni. Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir þá.“ Bandarískir embættismenn segja að það hafi jafnvel verið mikilvægara að handtaka Mohammed en bin Lad- en, hugmyndafræðilegan leiðtoga al- Qaeda, þar sem hann hafi tekið miklu meiri þátt í skipulagningu hryðju- verkanna. Talið er að Mohammed viti um nöfn og aðsetur liðsmanna al-Qaeda út um allan heim og áform þeirra um frekari hryðjuverk í framtíðinni. „Forgangsverkefnið er að komast að því sem hann veit og koma í veg fyrir árásir,“ sagði háttsettur bandarískur embættismaður. „Hann tók þátt í öll- um árásunum sem samtökin hafa gert og við vitum að hann gegndi mikilvægu hlutverki í skipulagningu fleiri árása í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu.“ Bandarískir embættismenn telja að Mohammed hafi fyrstur fengið þá hugmynd að al-Qaeda beitti flug- vélum sem sprengjum. Hann hafi einnig valið þá sem frömdu hryðju- verkin í Bandaríkjunum og fylgst með þeim. Slyngur í að villa á sér heimildir Mohammed er 37 ára, sagður bráðgreindur og talar fjögur tungu- mál. Hann fæddist og ólst upp í Kúv- eit en foreldrar hans fluttust þangað frá Baluchistan í Pakistan, héraði við landamærin að Íran og Afganistan. Hann gekk í menntaskóla í Kúveit en hélt síðan til Bandaríkjanna og var um hríð í babtistaskóla í Norður- Karólínu. Hann stundaði síðan nám í vélaverkfræði við háskóla í Norður- Karólínu og talið er að hann hafi farið þaðan til Pakistans. Mohammed er sagður mjög slyng- ur í því að villa á sér heimildir. Hann hefur notað skilríki frá Egyptalandi, Katar, Saudi-Arabíu, Bretlandi og Kúveit. Hann þóttist oft vera auð- ugur olíufursti, raftækjainnflytjandi eða trúarráðgjafi. Hann talar arab- ísku með kúveiskum hreim, úrdú, ríkismál Pakistans og ensku. Mohammed hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í átta ár og þarlend yfirvöld höfðu lofað verðlaunum að andvirði nær 2,5 milljarða króna fyr- ir upplýsingar sem leiddu til hand- töku hans. Bandarískir rannsókn- armenn voru að minnsta kosti sex sinnum mjög nálægt því að ná hon- um. Mohammed bjó um tíma með bróður sínum, sem aðstoðaði afg- anska flóttamenn í Pakistan á vegum kúveiskrar góðgerðastofnunar. Hann var um hríð kennari við há- skóla sem afganskur stríðsherra stofnaði og annaðist einnig kennslu í nálægum flóttamannabúðum. Viðriðinn fyrri árásina á World Trade Center Talið er að Mohammed hafi fyrst tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi ár- ið 1992 þegar hann sendi systursyni sínum, Ramzi Yousef, peninga. Yous- ef bjó þá í New Jersey og var að und- irbúa sprengjuárásina á World Trade Center 1993. Mohammed og Yousef tóku síðar þátt í nokkrum hryðjuverka- samsærum á Filippseyjum, meðal annars um að myrða Jóhannes Pál páfa og Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, og sprengja ell- efu bandarískar farþegaþotur í loft upp yfir Kyrrahafi. Yfirvöld á Fil- ippseyjum komust að samsærunum þegar eldur kviknaði í íbúð þar sem Yousef var að setja saman sprengju. Yousef var síðar handtekinn en Mohammed komst undan og flúði á Persaflóasvæðið. Þaðan ferðaðist hann til margra ríkja, m.a. Ítalíu, Egyptalands, Singapúr, Jórdaníu, Taílands og Filippseyja. Hann bjó um tíma í Katar sem gestur meðlims í konungsfjölskyldunni og ráðherra trúmála. Louis Freeh, yfirmaður banda- rísku alríkislögreglunnar, fór til Kat- ar og óskaði eftir heimild til að hand- taka Mohammed árið 1996. Alríkislögreglan vildi handtaka hann strax en embættismenn Bandaríkja- stjórnar lögðust gegn því og vildu að farið yrði varfærnislega í málinu. Freeh ákvað senda stjórn Katar bréf til að óska eftir formlegri heimild til handtökunnar. Þegar heimildin var loks veitt var Mohammed farinn frá Katar og talið er að hann hafi flúið til Afganistans og orðið þar einn af æðstu forystumönnum al-Qaeda. Tæpu ári eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum sendi arabíska sjón- varpsstöðin al-Jazeera út viðtal við Mohammed og samstarfsmann hans, Ramzi Binalshibh, þar sem þeir sögðust hafa skipulagt tilræðin. Nokkrum dögum síðar var Binalsh- ibh handtekinn í íbúð í pakistönsku borginni Karachi en Mohammed komst naumlega undan. „Heili“ al-Qaeda-sam- takanna handtekinn The Washington Post, Los Angeles Times, AP, AFP. Reuters Khalid Sheikh Mohammad var handtekinn í þessari íbúð í Rawalpindi í Pakistan ásamt Pakistananum Ahmed Qaddoos á laugardag. Kona í fjöl- skyldu Qaddoos sýnir hér íbúðina eftir að lögreglan handtók mennina og lagði hald á tölvur og tölvudiska. ’ Embættismenntelja Mohammed gegna jafnmikil- vægu hlutverki í al-Qaeda og Osama bin Laden. ‘ Khalid Sheikh Mohammed Handtaka Khalids Sheikhs Mohammeds á laugardag er talin hin mikilvægasta til þessa í baráttunni við al-Qaeda og mikið áfall fyrir hryðjuverkasamtökin. Tyrkir íhuga nýja atkvæða- greiðslu Ankara. AFP, AP. RECEP Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi, sagði í gær að hann væri að íhuga að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu á þingi landsins um að heimila Bandaríkja- mönnum að senda hermenn til lands- ins til að gera árásir á Írak komi til stríðs. Tillagan var felld naumlega á þinginu í fyrradag. Eyup Fatsa, varaformaður stjórn- arflokksins, Réttlætis- og þróunar- flokksins (AKP), sagði hins vegar að sem stendur væru engin áform um að bera tillöguna aftur undir atkvæði á þinginu. Ummæli hans þóttu benda til þess að ágreiningur væri um mál- ið innan flokksins, en hann er með tvo þriðju þingsætanna. 264 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni á laugardag og 250 á móti. Þótt hún hefði fengið meiri- hluta atkvæðanna dugði það ekki þar sem hún þurfti að fá stuðning meiri- hluta allra þingmannanna, ekki að- eins þeirra sem greiddu atkvæði. Þrjú atkvæði vantaði til að hún yrði samþykkt. Stjórnmálaskýrendur í Ankara sögðu að þessi niðurstaða hlyti að valda mikilli spennu í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna. Erd- ogan og Abdullah Gul forsætisráð- herra sögðu hins vegar að málið myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. „Samstarf Bandaríkjanna og Tyrk- lands í öryggismálum og tengsl ríkjanna geta ekki versnað á einum degi, alveg eins og þau voru ekki byggð upp á einum degi,“ sagði Erdogan. Observer birtir minnisblað um hleranir Bandaríkjamanna Grannt fylgst með fulltrúum í öryggisráði BANDARÍSK stjórnvöld hafa hler- að símtöl fulltrúa ríkja, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, heima og í vinnu og fylgst með tölvupósti þeirra og er þetta liður í viðleitni þeirra til að fá atkvæði í ör- yggisráðinu samkvæmt upplýsing- um, sem breska blaðið Observer hef- ur komist yfir og greint er frá í blaðinu í gær. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Frank Koza, háttsettur emb- ættismaður bandarísku Þjóðarör- yggisstofnunarinnar (NSA), sendi til samstarfsmanna sinna í stofnuninni og vinveittrar erlendrar leyniþjón- ustu, sem ekki er tilgreind nánar. Í minnisblaðinu er lýst fyrirmælum til starfsmanna um að setja aukinn kraft í eftirlit, sem „sérstaklega beinist til [...] aðila að öryggisráði SÞ (vitaskuld að Bandaríkjunum og Bretlandi undanskildum)“ til að veita embættismönnum Bandaríkja- forseta nýjustu upplýsingar um það hvernig aðildarríki SÞ hyggjast greiða atkvæði um mál, sem snerta Írak. Sérstaklega á að beina athygl- inni að ríkjum með tímabundið sæti í öryggisráðinu; Angólu, Kamerún, Chile, Mexíkó, Gíneu og Pakistan. Í frétt Observer segir að leitað hafi verið álits þriggja sérfræðinga um áreiðanleika minnisblaðsins og hafi þeir talið að það sé áreiðanlegt. Kemur fram að stjórnarerindrekar umræddra ríkja hafi kvartað undan beinlínis „fjandsamlegum“ þrýstingi Bandaríkjamanna um að fylgja þeim að málum, þar á meðal hótunum um að annað gæti haft áhrif á aðstoð af ýmsum toga. ÞJÓÐVERJAR í fötum úr 2.000 sniglakuðungum á kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Zell am Harmers- bach í gær. Nokkur hundruð íbúa bæjarins dansa og syngja á götum bæjarins í ýmsum búningum, meðal annars úr pappír, spilum og laufum, þar til hátíðinni lýkur á öskudag. Reuters Kjötkveðjuhátíð í Þýskalandi Minnihluta- stjórn í Póllandi Varsjá. AP. SAMSTEYPUSTJÓRNIN í Póllandi féll í gær þegar Leszek Miller for- sætisráðherra ákvað að slíta stjórn- arsamstarfinu við Bændaflokkinn vegna harðvítugrar deilu um stjórn- arfrumvarp um nýjan skatt á bíla til að fjármagna vegaframkvæmdir. Miller óskaði eftir því að forseti landsins leysti stjórnina upp formlega í dag og leysti tvo ráðherra Bænda- flokksins frá störfum; aðstoðarfor- sætisráðherrann, sem er einnig land- búnaðarráðherra, og umhverfis- ráðherrann. Miller sagði að flokkur sinn, Lýð- ræðislega vinstrabandalagið, yrði áfram við völd sem minnihlutastjórn. Óljóst var hvort stjórnarandstaðan gæti krafist atkvæðagreiðslu á þinginu um vantraust á stjórnina til að knýja fram kosningar. „Ef allir stjórnarandstöðuflokkarnir reyna að lama stjórnina verður að flýta þing- kosningum,“ sagði forseti þingsins, Marek Borowski. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.