Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Thor Kristinsson er einn þeirra íslensku söngvara, sem hafa halsað sér völl á óp- eruleiksviðum erlendis og koma svo af og til heim, til að syngja fyrir landann. Með Bjarna í för að þessu sinni, er ung söngkona frá Omsk í Rússlandi, er hefur vakið athygli fyrir söng sinn, m.a. í hlutverk Víolettu í La traviata, eftir Verdi, sem sjón- varpað var víða um heim og einnig hér á landi. Á Tíbrártónleikum í Salnum, sl. laugardagskvöld, skiptust Bjarni Thor og Eteri Gvazava á að syngja einsöngslög og hóf Barni tónleikana með tveimur rússneskum sönglögum, fyrst söngnum um flóna, eftir Mus- sorgskí. Bjarni söng lagið á rúss- nesku en textinn, sem er úr Faust, eftir Goethe, er til í meistaraþýðingu eftir Magnús Ásgeirsson, er með einni und- antekningu fellur algjörlega að lagi Mussorgskís. Bjarni söng þetta frábæra lag með miklum glæsibrag og sama má segja um drungalegt lag og texta eftir Bo- rodin, er nefnist Söngurinn um Dimmuskóga. Eteri Gvazava söng fyrst Er fer að rofa til, úr safni fjögurra söngva óp. 42, eftir Rimskí- Korsakov, við texta eftir Pushk- in, fallegt lag er einstaklega fal- lega flutt. Á eftir fylgdi svo Sól er sest, úr sex söngvum óp. 73, eftir Tsjajkovskí, samið 1893, við kvæði eftir D. Rathaus. Í þjóð- lagi frá Úkrainu sýndi Gvazava, að hásviðið er henni létt og þar naut sín glæsileg rödd hennar. Í undurfallegu lagi, er nefnist Ósk- in, op.74, nr. 1, eftir Chopin, var söngur Eteri einstaklega falleg- ur, í frábærum samleik píanist- ans, Jónasar Ingimundarsonar. Bjarni söng því næst lag eftir Mericanto og annað eftir Sparre Olsen og sló svo út með Hamra- borginni og Þótt þú langförull legðir, bæði eftir Kaldalóns, með miklum „bravúr“. Það var svo með söng sínum í Draumaland- inu, eftir Sigfús Einarsson, sem Gvazava „sló í gegn“ með ein- staklega fallegri og persónulegri túlkun. Kvöldsöngurinn eftir Markús Kristjánsson var og fal- lega fluttur. Eftir hlé voru á efnisskránni dúettar, fyrst lag frá 1880, er nefnist Tár, í safni sex dúetta, op. 46, eftir Tsjajkovskí, til- finningaþrungið lag, þá gamandúettinn, Quanto amore, úr Ástadrykknum, eftir Donizetti, er var listilega vel sunginn. Úr Porgy and Bess var dúettinn Bess you is my women now og tónleikunum lauk með löngum og erfiðum dúett, Barak mein Mann, úr óp- erunni Die Frau ohne Schatten, eftir Richard Strauss. Eteri Gvazava er listilega góð söngkona, lék sér með röddina á öllu styrkleikasviðinu og túlkaði viðfangsefni sín af miklum inni- leik, svo sem heyra mátti sérlega í Chopin, úkraínska þjóðlaginu og þá ekki síst í dúettunum, sem voru glæsilega mótaðir, þó mest tæki til raddar og túlkunar í dú- ettinum eftir Strauss. Bjarni Thor er frábær söngvari og söng af glæsibrag í Flónni, Hamra- borginni og Íslendingabrag Stephans G. og lét sitt ekki eftir liggja í dúettunum, sérstaklega úr Ástardrykknum. Jónas Ingi- mundarson átti sinn þátt í því, að Eteri Gvazava og Bjarni Thor „slógu í gegn“, svo að áheyr- endur slepptu þeim ekki fyrr en eftir nokkra dúetta í viðbót, við mikil fagnaðarlæti. Gvazava og Bjarni Thor „slá í gegn“ Bjarni Thor Kristinsson Jón Ásgeirsson Eteri Gvazava TÓNLIST Salurinn Eteri Gvazava, Bjarni Thor Kristinsson og Jónas Ingimundarson fluttu íslensk og erlend sönglög og dú- etta eftir Tsjajkovskí, Donizetti, Gerschwin og Richard Strauss. Laugardagurinn 1. mars, 2003. SAMSÖNGUR TRYGGVI V. Líndal er sér á blaði. Í raun er hann utanflokka í bókmenntunum. Ósjaldan kemur hann lesandanum í vanda. Maður reynir að skerpa skilningsljósið, spyrja og spekúlera, grípa til sam- anburðarfræðinnar, leggja á skáld- ið þetta venjulega málband sem liggur á milli einkunnanna gott og vont en er svo óafvitandi farinn að skemmta sér undir lestrinum án þess að hafa hugmynd um hvort maður sé að hlæja á réttum stöð- um! Tryggvi kynnir sig sem klass- ískmenntaðan, alvarlega þenkjandi mann með háleitar hugmyndir um hlutverk sitt og annarra andans manna í heimi skáldskapar og mennta, en orðar hlutina stundum nokkuð skáhallt við hefðina, hvað svo sem að baki liggur. Skopskyn ef til vill? Ellegar óhefðbundið og harla persónulegt mat á fræðunum og alvörunni? Forngrísk goð og gyðjur eru títt- nefnd á síðum þessarar bókar. Sú er að sönnu ein af mótsögnum sam- tímans að skáld skuli yfirhöfuð hverfa svo langt aftur. Tryggvi er síður en svo einn um það. Orsökin er vafalaust sú að í umróti og óreiðu grísks samfélags eygja menn hliðstæðu við öll þau óleys- anlegu mannlegu vandamál sem við blasa í nútímanum. Atferli grískra spekinga, sem sneru baki við gögn- um og gæðum samfélagsins en bjuggu um sig í tunnu, sennilega til að ögra síns tíma góðborgurum, gæti verið fyrirmynd slíkra nú á dögum. Því síður má horfa framhjá lífsann- indagildi grískra goð- sagna og þeirri ótæmandi uppsprettu sem þær hafa orðið ljóðlist Vesturlanda aldirnar í gegnum. Sá sem nemur staðar í brekkunum uppi yfir Delfí og rennir augum út yfir sólheitan Kórintufló- ann má vel finna sig á eins konar upphafsreit. Ef til vill vakir fyrir Tryggva að tengja fornt og nýtt samanber upp- hafskvæði bókarinnar sem skáldið nefnið Goð- sagnalimrur. Fyrsta erindið hljóðar svo: Ástkona Orfeifs hét Evridíka. Hún var ein helvítis hverfipíka. Er sótt var til Helju þá girntist hún hvelju snáksins hans Hadesar svona líka! Þó undirritaður sé þokkalega vel að sér í fornum fræðum minnist hann þess ekki að hafa áður séð eða heyrt grískar goðsögur túlk- aðar með þessum frumlega hætti. Sum orðin geta meira að segja vaf- ist fyrir manni hvernig skilja beri? En það er ekki skáldskapur af þessu tagi sem fyllir meirihluta bókarinnar heldur ljóðaþýðingar. Strax og flett er kemur í ljós að Tryggvi glímir ekki við smátt. Með- al viðfangsefna hans eru Chauser, Shakespeare, Marvell og T. S. Eliot. Allir hljóta þeir að teljast til höfuðskálda enskrar tungu. Emily Dickinson og Dylan Thomas flokk- ast naumlega með slíkum en eigi að síður með meiriháttar nöfnum, einkum hin ameríska Dickinson. Þarna er og að finna yngri skáld. Tryggvi mun njóta þess að hann kvað vera vel heima í ensku, og meir en svo. Þar með hefur hann á valdi sínu að koma merkingunni vel til skila. Að öðru leyti sýnist hann fara frjálslega með formið. Dæmi skal tekið af sonnettu eftir Shakespeare sem hann hefur tekið sér fyrir hendur að þýða. To His Love nefnist hún í bók sem ligg- ur á borði undirrit- aðs. Yfirskriftin hjá Tryggva er Sonn- etta nr. XVIII. Í þýðingunni fylgir Tryggvi frumtextanum hvað merk- inguna varðar en víkur að öðru leyti frá forminu, leysir það reynd- ar upp í órímað ljóð sem hann skiptir í nítján línur. Þar með er það ekki lengur sonnetta, líkist engri sonnettu, ætti fremur að heita tilbrigði við sonnettu eða eitt- hvað í þá áttina. Bókin endar svo á þrem frum- sömdum smásögum. Þær eru settar upp eins og prósaljóð, hvað sem það nú á að fyrirstilla. Þær nefnast: Stúlkan og lindin, Hrösun skáldsins og Dísyrði. Hin síðast talda er þeirra mest og raunar langbest. Hugmyndina spinnur Tryggvi út frá goðsagnapersónum: Artemis hin gríska flýgur í norðurátt og endar ekki ferðina fyrr en hin nor- ræna Skaði verður á vegi hennar. Skemmst er frá að segja að fundur þeirra verður hinn ánægjulegasti. Ef rétt er skilið er Tryggvi með þessu að sýna fram á hvernig grískar og norrænar goðsögur muni vera sprottnar af sömu rót. Þar er hann vafalaust á réttri leið. Goðsagan í nýrri mynd Tryggvi V. Líndal Erlendur Jónsson BÆKUR Ljóð og sögur eftir Tryggva V. Líndal. 59 bls. Útg. Valtýr. Prentun: Gutenberg. Reykjavík, 2003. GYÐJULJÓÐ OG -SÖGUR BASSI og bollur er yfirskrift tónleika Hávarðar Tryggvasonar kontra- bassaleikara og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Salnum kl. 20.00 að kvöldi bolludags. Á tón- leikunum verður meðal annars frum- flutt nýtt íslenskt verk, „Secret Psalms“ fyrir kontrabassa og rafhljóð eftir Úlfar Inga Haraldsson, en Úlfar Ingi fékk styrk út Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins til að semja það. Önnur verk á efnisskránni eru Sin- fonia eftir Pergolesi, Sónata nr. 2 eft- ir Misek, Andante og Rondó eftir Dragonetti, Une larme pour basse eftir Rossini og Móses tilbrigðin eftir Paganini. „Þegar ég setti prógrammið saman vildi ég hafa það fjölbreytt, en um leið bæði aðgengilegt fyrir áheyrendur og skemmtilegt fyrir mig að æfa í þá mánuði sem það tekur, og halda mér við efnið í skammdeginu,“ segir Há- varður, sem fékk sex mánaða starfs- laun í vetur til að undirbúa tón- leikana. Vel heppnað verk hjá Úlfari Inga „Ég er þarna með barrokkverk eft- ir Pergolesi, og í lokakafla þess er stefið sem Stravinskíj notaði í svítu sína, Pulcinella. Misek er eiginlega Brahms og Dvorak okkar kontra- bassaleikaranna og verkið hans „stóra rómantíska sónatan“ fyrir kontrabassa. Það er mikill efniviður í þessu verki og það er vel samið, með mjög fallegum andante-þætti og tón- skáldið nýtir sér margar ólíkar hliðar bassans – bæði kraft og lýrík. Ég spil- aði fyrstu sónötu hans á tónleikum okkar Steinunnar Birnu fyrir níu ár- um, – ætli ég taki ekki þá þriðju og síðustu næst.“ Það var í fyrravor að Hávarður fór þess á leit við Úlfar Inga Haraldsson að hann semdi fyrir hann tónverk, og Úlfar Ingi hefur verið að vinna að því frá þeim tíma. „Mér finnst útkoman alveg rosalega skemmtileg. Þetta er dálítið hug- leiðsluverk – hljóðin sem koma úr há- tölurunum eru mjög róleg og bassinn svarar í sama stíl. Það sagði einhver að þetta væri eins og menn á tungl- göngu, – svona léttir og fljótandi. Þetta er kannski svolítið í átt að ný- aldartónlist, og mjög vel heppnað, enda er Úlfar Ingi bassaleikari sjálf- ur og veit alveg hvað virkar á hljóð- færið. Hann notar flaututóna mjög mikið, en sleppir sér sem betur fer ekki út í það að hafa þetta eingöngu erfitt. Dragonetti var skemmtilegur karl og stórt númer á sínum tíma – ferðaðist um og spilaði á bassann sinn. Honum fannst til dæmis gaman að spreyta sig á sellóröddum í strengjakvartettum. Sú saga hefur verið lífseig að hann hafi hitt Beethoven og spilað með honum fyrstu sellósónötu meistarans – á kontrabassann – Beethoven auðvitað á píanóið. Dragonetti hafði alla vega mikil áhrif á Beethoven og í sinfóní- um hans eru víða veglegir bassa- partar, þótt hann hafi aldrei samið einleiksverk fyrir bassann. Það gerði Rossini hins vegar, og tileinkaði Dragonetti til dæmis dúett fyrir selló og bassa. Titill verksins, – Une larme pour basse, þýðir eiginlega Tár fyrir bassa. Mér fannst það ljóðrænt að kalla það bara Tregaljóð fyrir bassa. Þetta verk var að líkindum samið fyr- ir kontrabassann, – en ég hef óljósar hugmyndir um að það sé líka til sem sönglag, þótt ég hafi ekki fundið það í því formi. Þetta stef notaði hann líka í sellóverki, – annars er þetta bara lítið sætt lag fyrir bassa. Svo er það enn einn Ítalinn, Paganini, sem tengist Rossini beint með Móses tilbrigð- unum, en stefið er upprunalega aría úr óperu Rossinis Móses í Egypta- landi. Hana nýtti Paganini sér í til- brigðin. Þetta er frægt fiðlustykki, – en hefur mikið verið spilað á bassa og gerir sig vel þannig, ekki djúpt, en lýrískt og virtúósískt.“ Þarf að semja meira fyrir bassann Hávarður og Steinunn Birna hafa áður leikið saman, bæði á tvíleikstón- leikum og í annarri kammertónlist. Þau hafa einnig gert upptökur saman fyrir útvarp. Síðast léku þau saman á Reykholtshátíðinni á liðnu sumri. Hávarður segir að hver viðbót í flóru íslenskra tónverka fyrir kontra- bassann sé ánægjuleg, og að sá sjóð- ur virðist einmitt vera að fitna svolítið um þessar mundir. „Karólína Eiríks- dóttir samdi nýtt bassaverk í fyrra, og Haukur Tómasson var að klára konsert fyrir tvo kontrabassa, sem vonandi verður fluttur næsta vetur af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þorkell Sigurbjörnsson samdi konsertinn Nið á sínum tíma og Árni Egilsson hefur samið ýmislegt. Úlfar Ingi hefur líka samið fleiri verk fyrir kontrabass- ann.“ Hávarður segist ekki hafa æft Nið, en flest önnur íslensk verk fyrir kontrabassann hefur hann ýmist spil- að, eða æft, – í það minnsta kíkt á. „Það þarf bara að fá þetta fólk til að semja meira fyrir hljóðfærið.“ Bassi og bollur Tónskáldið, Úlfar Ingi Haraldsson, Hávarður Tryggvason með bassann sinn og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðin til Norður- heima er eftir Sig- ríði Þorgeirs- dóttur. Bókin er ævintýrabók um verur og vættir sem eru mönnum nánast alltaf ósýnilegar. Til Íslands koma systkinin James og Janette frá Írlandi og með þeim í för er álfurinn Leppi. Þau halda í ferðalag með frændfólki sínu til Fögruvíkur þar sem ævintýrið byrjar. Börnin lenda í ferða- lagi um hina ýmsu heima, og hitta þar verur og vættir sem eru bæði góðar og slæmar. Þar kemur við sögu Rell- inn, gamall gráskeggjaður bláálfur sem leiðir krakkana gegnum heim- ana. Sigríður féll frá stuttu eftir að hún lauk uppkasti að þessari ævintýraför. Hún byggði atburðarás og persónu- sköpun mikið til á eigin upplifunum. „Sjálf hafði Sigríður innsýn í heim álfa og trölla og notaði þessa hæfi- leika sína til þess að gera heiminn að betri stað með ýmiskonar listsköpun, en einnig með beinu sambandi við fólk sem leitaði til hennar. Sigríður gefur í bókinni innsýn inn í margbrot- inn veruleikann sem umlykur okkar eigin hversdagslega raunveruleika,“ segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Yst ehf., Seyðisfirði. Bókin er 205 síður með 26 litmynd- um eftir höfundinn. Hægt er að nálg- ast upplýsingar um bókina á www.niu- heimar.com. Ævintýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.