Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 15 AÐ hverju eru tónskáld að leita með því að semja tónlist? Leita þau yfirleitt einhvers? Er einhver sérstök meining eða merking á bak við tóna og hljóð sem eru skipulögð eftir geð- þótta tónskálds til þess að verða að því sem við köllum tónverk? Hvar er snertiflöturinn milli þess sem tón- skáld upplifir við smíði verka sinna og þess sem hlustandinn upplifir? Það er auðvelt að segja að hann liggi í flutn- ingi verksins, þessum magnaða miðli sem túlkar hugsanir skaparans yfir til þess vill ýmist bara njóta eða skilja einhverri dýpri músíkalskri merk- ingu – eða hvort tveggja. En eitthvað meira liggur að baki. Ýmsar rann- sóknir hafa verið gerðar á því hvernig fólk heyrir tónlist, og hvernig upp- lifun þess tengist „ætlunum“ tón- skálds. Það er sem sagt hægt að hlusta á tónlist á ýmsa vegu; – allt frá því að „heyra“ hana, án þess að hún hafi nokkur sérstök áhrif á þann sem heyrir, – til þess að hlusta á hana og njóta hennar sem sterkrar tilfinn- ingalegrar upplifunar, og enn frekar til þess að hlusta á hana með tón- fræðilegum skilningi – skilja eitthvað af þeim tónhugmyndum sem tón- skáldið er að fást við. Flestir þeir sem sækja tónleika vegna ástar á tónlist, upplifa hana á tilfinningalega mát- ann; – geta notið hennar sem merk- ingarfullrar reynslu tilfinninganna. Forsenda þess að það geti gerst, er sú að snertiflöturinn milli tónskálds og hlustanda, – flutningurinn sjálfur, sé þess eðlis að þar sé allt lagt í söl- urnar til að hugmyndir tónskáldsins skili sér sem best til hlustandans. Með öðrum og einfaldari orðum, – tónlistar verður ekki fullkomlega not- ið, nema flutningur hennar sé góður. Á þrennum tónleikum í vikunni sem leið hafa tónleikagestir geta vitn- að um þetta á sérstaklega áhrifamik- inn hátt. Á sunnudag fyrir viku söng Schola cantorum tvö kórverk í Hall- grímskirkju, Berlínarmessu eftir Arvo Pärt og Chichestersálma eftir Leonard Bernstein. Með kórnum lék Mattias Wager á orgel, og í seinna verkinu bættust við, Elísabet Waage á hörpu, Steef van Oosterhout á slag- verk, og ekki síst Ísak Ríkharðsson drengjasópran. Milli kórverkanna spann Wager litla fantasíu á orgelið, byggða á stefjum úr þeim báðum, og tengdi þau þannig saman á fallegan og persónulegan hátt. Berlínarmessa Pärts hófst á þung- um og djúpum orgeltóni, sem gaf strax vísbendingu um alvarleika og dýpt verksins sjálfs. Kórinn kom inn sindrandi tært og hreint og söng íhugulan Kyrieþáttinn að anda hlust- andans var strax lyft í hæðir. Áköf og hraðari Glorian var tilþrifamikil í flutningi kórsins. Einsöngvarar kórs- ins í Alleluia þáttunum sungu skín- andi fallega og í Veni sancte spiritus, – Kom heilagur andi, var söngur kórsins góður, þrátt fyrir örlítil „óhreinindi“ í versinu Sine tuo num- ine. Kraftmikil trúarjátningin í messu Pärts, – Credo, reyndist mik- ilfengleg smíð, og í Sanctuskafla var dregin fram krúmmhornsrödd í org- elinu sem ýtti enn frekar fram forna og helga stemmningu verksins. Nið- urlagið, sem lauk á sama þunga org- elpunktinum og heyrðist í upphafi, var áhrifamikið. Chichester-sálmar Bernsteins eru allt annars konar verk. Þar er ekki leitað að áhrifamætti gegnum þann forna tærleika sem Pärt er þekktur fyrir, – heldur er allt litróf tilbeiðslu spannað í einstaklega fjörmikilli mús- ík. Verkið er hreint út sagt unaðslegt í gleði sinni og hér skipti ekki síður máli hvað flutningur kórsins og hljóð- færaleikaranna var frábær. Ein- söngvarinn, Ísak Ríkharðsson var þó stjarna verksins, og söng svo undur- fallega og blítt, – það er sjaldgæft að heyra barn syngja af slíku næmi og tilfinningu fyrir tónlistinni. Þessi augnablik voru ekki síður upphafin en þau í fyrra kórverkinu. Þótt hvor- ugt þessara tónskálda dragi beinlínis músíkalskan dám af meistara and- legu kórtónlistarinnar, Jóhanni Seb- astian Bach, – þá eiga verk þeirra á þessum tónleikum þó bæði það sam- merkt með verkum Bachs, – að hafa til að bera þann innblástur og andríki sem verður hlustandanum að mikilli músíkupplifun í góðum flutningi. Hörður Áskelsson og Schola cantor- um stóðust það próf með miklum glans. Þetta voru ekki langir tón- leikar – aðeins um klukkustund, en alveg nógu langir til að nesta andann vel til vikunnar. Hafi það andans brauð þorrið á mánudegi, – var ekki lengur að bíða en til þriðjudags- og miðvikudags- kvölds eftir næsta skammti, þegar Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Jory Vinikour semballeikari léku öll flautuverk Jóhanns Sebastians Bachs á tvennum tónleikum í Saln- um. Það þarf mikinn kjark og dug að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að flytja öll flautuverk Bachs, sex sónötur fyrir flautu og sembal og par- títu fyrir einleiksflautu á tvennum tónleikum, tvö kvöld í röð. Ekki það að það sé endilega svo mikið flóknara að spila tónlist Bachs en aðra, – hún getur þó vissulega verið erfið, – held- ur vegna þess að verk hans eru svo endalaus glíma við andann, – það býr svo margt í henni. Verk Bachs krefj- ast þess að vera vel flutt. Af þeim átta verkum sem Áshildur og Vinikour léku deila tónlistarfræðingar enn um uppruna þriggja, og hafa efast um að þau séu eftir Bach sjálfan og talið þau jafnvel vera höfundarvek næst elsta sonar hans, Carls Philips Emanuels Bach. Þau gætu þó allt eins verið eftir elsta soninn, Wilhelm Friedemann sem var uppáhald pabba síns og góð- ur flautuleikari. En í dag virðast vangaveltur um uppruna verkanna nánast óþarfar. Þau urðu til, – voru samin, – eru hvert um sig hrein og klár perla, og það eitt skiptir máli. Verkin sverja sig þó mismikið í bar- rokkstílinn, – sónöturnar sumar samdar í hinum eldri fjögurra þátta kirkjustíl, en aðrar í þriggja þátta kammerstíl. Sú fyrsta sem þau Ás- hildur og Vinikour léku, Es-dúr són- atan BWV 1031 er jafnframt svo miklu nær því að vera klassískt verk í heiðríkjustíl sínum, en barrokkverk, að hún gæti þess vegna gefið fræð- ingum tilefni til að feðra hana til sona Bachs. Tónleikar Áshildar og Vinikours standa ekki bara upp úr tónleikum síðustu daga sem minnisvarði um dásamlega flaututónlist Bachs. Þeir gera það ekki síður fyrir frábæran leik þeirra og músíkalska túlkun. Það telst til sérstaks fags innan tónlistar- innar að stúdera túlkunarmáta tón- listar Bachs. Þar velta menn vöngum yfir öllu mögulegu, allt frá því hvern- ig eigi að útfæra tölusettan bassa, eins og í nokkrum þessara verka – þar sem semballinn hefur eingöngu bassalínu að styðjast við og svo núm- er sem gefa vísbendingu um hvaða hljóma tónskáldið ætlaðist til að væru spilaðir með; – til þess að rannsaka skraut, og stúdera hendingamótun, – til dæmis það hvernig eigi að spila tónstiga og tónaraðir sextánudup- artsnótna – hvar eigi að binda saman nótur og hvar eigi að spila þær stakar – legato og staccato á tónlistarmáli. Það sem einkenndi leik Áshildar og Vinikours fyrst og fremst var hve þau völdu alltaf músíkölskustu leiðina í gegnum þessar leikþrautir. Val þeirra var: “eins og það hljómar best. Í því ljósi verða fræðin öll skuggi sem ekki þvælist fyrir flutningnum, held- ur eðlilegur hluti spilamennskunnar. Samspil þeirra tveggja var frábært, og engu líkara en þau hefðu æft sam- an árum saman, slík var tilfinning þeirra hvors fyrir öðru. Það er ekki auðvelt að tína til eitthvað sem öðru fremur stóð upp úr, eða það sem var öðru lakara. Sicilianan í Es-dúr són- ötunni var unaðslega fallega spiluð, og allegróþáttur g-moll sónötunnar glitraði af spilagleði. Prestoþátturinn í h-moll sónötunni er svo hraður, að þar hlýtur að vera erfitt að móta hendingar, en það gerðu þau þó full- komlega og fallega. Í allegroþætti E- dúr sónötunnar á seinni tónleikum kristallaðist frábært samspil Áshild- ar og Vinikours, – þau önduðu sem eitt hljóðfæri. Sicilianan í sömu són- ötu var það eina sem maður getur ímyndað sér að hefði geta verið betra. Hún var broti of hæg, – of hæg til að vaggandi hrynjandin næði að skila sér. Leikur Áshildar í einleikspartít- unni var ekkert minna en afrek. Heildarsvipur tónleikanna beggja var góður og ljóst að mikil vinna lá að baki þessum framúrskarandi leik. Á þrennum ofangreindum tónleik- um var það ekki síst ánægjuefni hve vel tókst til með leik og söng. Tón- verk verður ekki til bara fyrir það að vera samið; – það þarf að miðla því og einhver þarf að hlusta. Þessi þrí- þætta eining tónskálds, flytjanda og hlustanda getur goldið fyrir það að tónverk sé ekki nógu gott, – að flutn- ingur þess sé ekki nógu góður, – eða að enginn hlusti. Á þessum tónleikum voru fyrri þættirnir tveir eins og þeir geta best orðið, – verkin góð og flutn- ingur frábær. Hvað þennan hlust- anda áhrærir var upplifunin í takt við það. Með andans innileik TÓNLIST Hallgrímskirkja / Salurinn Schola cantorum og fleiri fluttu Berl- ínarmessu eftir Arvo Pärt og Chichester- sálma eftir Leonard Bernstein undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgríms- kirkju, sunnudag 23.2 kl. 17. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Jory Vinikour semballeikari fluttu flautu- verk eftir Jóhann Sebastian Bach í Saln- um, þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR / KAMMERTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Áskelsson, stjórnandi Schola cantorum. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.