Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 24
KIRKJUSTARF 24 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERKEFNIÐ „Á leiðinni heim,“ verður haldið alla virka daga föstunnar í Grafarvogskirkju (5. mars – 16. apríl) kl. 18:15 til 18:30. Þungamiðja hverrar helgi- stundar verður lestur viðkom- andi Passíusálms. Á undan lestri hans verður signing, stutt bæn og víxllestur. Eftir lestur Pass- íusálmsins verður síðan Faðir vor og blessun. Þetta er stutt helgistund sem henta ætti fólki sem er á leið heim til sín að loknum vinnudegi. Þannig gefst fólki tækifæri til að setjast niður í skamman tíma á föstunni, sem er undirbúnings- tími páskanna, og íhuga með meistara Hallgrími innihald og þýðingu þessa tímabils í kirkj- unni og í lífi okkar mannanna. Grafarvogsskáldin og leikarar lesa úr Passíusálmunum í hvert sinn. Í þessari viku lesa eftirtaldir: 5. mars: Pálmi Gestsson; 6. mars: Sigmundur Ernir Rúnarsson; 7. mars: Kristbjörg Kjeld; 10. mars: Margrét Helga Jóhannsdóttir. Grafarvogs- kirkja – Á leiðinni heim Morgunblaðið/Jim Smart Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Kl. 15-16.30 Ævintýraklúbburinn, starf fyrir 7-9 ára börn, sem eru öll velkomin. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn. Kvenfélag Laugarneskirkju fundar kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Allar konur velkomnar. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.15. 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10- 12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13- 15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Mánudagur: KFUK í Grafarvogskirkju kl. 17.30-18.30 fyrir stúlkur 9-12 ára. Kirkjukrakkar í Engja- skóla kl. 17.30-18.30 fyrir 7-9 ára. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30- 19.30. Sorgarhópur kl. 20. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Um- sjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566-7113. Opinn bænahópur í Lága- fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og sr. Kristján Björnsson. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6-9 ára starf, kl. 16. TTT-starf kl. 17.30. Tónleikar Páls Rósinkrans og Óskars Einarssonar kl. 20.30. Gestasöngvari Hera Björk. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans Nóa, 1. 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30 Mannakorn, 6. og 7. bekkur. Safnaðarstarf FRÉTTIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m² jarðhæð m/2 stórum innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3-5 ein. 5 m lofthæð. Í húsinu er fyrir stór og virtur förðunarskóli. 2. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m². Stór bjartur salur sem hægt er að skipta upp í smærri ein. Tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. 3. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun- arbil 68 m² og 136 m². Í þetta 1500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu. 4. Við Bolholt — skrifstofuhæð. Á 4. hæð í lyftuhúsi ca 545 m² hæð sem skipta má upp í smærri einingar. Hagstætt leiguverð. 5. Við Bergstaðarstræti — verslunar- eða þjónustuhúsnæði. 2 einingar, ca 60 m² og ca 50 m² á jarðhæð. Hægt að sameina. 200 m frá Skólavörðustíg. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892-3797 og tsh@islandia.is. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Selfossi Opinn fundur og almennar stjórnmálaumræður Sjálfstæðisfélagið Óðinn heldur opinn fund þriðjudaginn 4. mars kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38. Efni fundarins: Ávörp flytja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Árni Ragnar Árnason, Drífa Hjartardóttir, Kjartan Ólafsson og Böðvar Jónsson sem kynnir fjölnota íþróttahús. Sigurður Jónsson ræðir íþróttamál í Árborg. Allir velkomnir. Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokksins Leiðarþing Þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 17:30-21:00 stendur stjórn kjördæmisins fyrir Leiðarþingi í Valhöll fyrir kjörna fulltrúa kjördæmisráðs. Almenn umræða um stjórnmálaviðhorfið. Frummælendur: Árni M. Mathiesen, Sigríður Anna Þórðardóttir, Gunnar I. Birgisson, Þor- gerður Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. Fundarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnar- braut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bugðuleira 2, 010102, þingl. eig. Öryggisvarslan ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 13.00. Bugðuleira 6, 0102, þingl. eig. Sigurborg Jóhanna Svavarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.00. Fiskhóll 11, 0101, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.10. Fiskhóll 11, 0102, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.20. Fiskhóll 11, 0201, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.30. Garðsbrún 6, þingl. eig. Elín Ragnarsdóttir og Birkir Birgisson, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 13.20. Hafnarbraut 24, 01 0101, þingl. eig. Helgi Stefán Egilsson og Elín Helgadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sparisjóður Horna- fjarðar/nágr., og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 13.50. Hafnarnes 1, þingl. eig. Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Greiðslumiðlun hf. og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.40. Heppuvegur 6, þingl. eig. Kjötumboðið hf., gerðarbeiðandi Lánasjóð- ur landbúnaðarins, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 16.50. Hlíðartún 5, þingl. eig. Valgeir Hjartarson, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóður Austurlands, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.50. Hoffell 2, 0101, þingl. eig. Ragnar Leifur Þrúðmarsson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtu- daginn 6. mars 2003 kl. 15.10. Hæðargarður, 4, þingl. eig. Snorri Einarsson, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 13.40. Kirkjubraut 64, þingl. eig. Kolbrún Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupás hf., fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 15.00. Sauðanes, hús og mannvirki í Sauðanesi, þingl. eig. Kristinn Péturs- son, Rósa Benónýsdóttir og Jarðasjóður ríkisins, gerðarbeiðendur Fróði hf., Jón Gunnar Gunnarsson, Lánasjóður landbúnaðarins og Samvinnulífeyrissjóðurinn, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 15.40. Skálafell 1, eignarhl. Þorsteins Sigfússonar 50%, þingl. eig. Þorsteinn Sigfússon, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og Leifur Árnason, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 15.30. Svalbarði 1, þingl. eig. Charlie Valeriano Radam, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 13.10. Sýslumaðurinn á Höfn, 28. febrúar 2003. UPPBOÐ Uppboð Eftirtalin bifreið verður boðin upp á Gránugötu 4—6, Siglufirði, mánudaginn 10. mars 2003 kl. 13.00: KP-248 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 28. febrúar 2003. Guðgeir Eyjólfsson. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  183338  III MÍMIR 6003030419 II mbl.is ATVINNA FÉLAG dúklagninga- og veggfóðr- arameistara verður 75 ára þriðju- daginn 4. mars. Í tilefni afmælisins er félagið með opið hús á afmæl- isdaginn, kl. 16–18, fyrir fé- lagsmenn sína í Skipholti 70, boðið verður upp á veitingar. Félagið var stofnað 4. mars árið 1928, en þá komu 11 veggfóðr- arameistarar saman í Baðstofu iðn- aðarmanna að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Mikill framfarahugur var í þessum mönnum og 20 dögum síðar eða hinn 24. mars gáfu þeir út sinn fyrsta uppmælingartaxta en það mun hafa verið í fyrsta sinn sem iðnaðarmenn hér á landi tóku upp það launakerfi. Fyrstu stjórn Veggfóðrarafélags- ins skipuðu: Viktor Kr. Helgason formaður, Sigurður Ingimundarson ritari og Björn Björnsson féhirðir. Fjórum árum síðar eða í júlí 1932 var nafni félagsins breytt í Meist- arafélag veggfóðrara og enn var nafninu breytt árið 2001 í Félag dúklagninga- og veggfóðrarameist- ara. Félagsmenn hafa allir fag- menntun að baki en í starfsemi fé- lagsins er mikið lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum og þekk- ingu á þeim efnum sem unnið er með. Menntun nýrra veggfóðrara fer að hluta til fram í iðnskóla en stærsti hlutinn er þjálfun hjá meist- ara. Inn í greinina fellur vegg- fóðrun, lagning hersían, fíbestriga, teppalagnir, ýmis gólfdúkalagning, mynstur í gólf, lagning íþróttagólfa og hlaupabrauta. Undanfarin ár hefur aðaluppistaða greinarinnar verið lagning línóleumgólfdúka. Árið 1964 hófst félagið handa ásamt fjórum öðrum meist- arafélögum við að byggja húsnæði yfir starfsemi sína í Skipholti 70 og er félagið þar með skrifstofu fyrir meðlimi sína og aðra sem til félags- ins þurfa að leita, segir í frétta- tilkynningu. Núverandi stjórn Félags dúk- lagninga- og veggfóðrarameistara skipa: Þorleifur Gunnlaugsson for- maður, Þorvarður Einarsson vara- formaður, Jón Ólafsson ritari, Þor- geir Valdimarsson gjaldkeri og Jörgen P. Guðjónsson meðstjórn- andi, Ólafur M. Ásgeirsson vara- maður. Félag dúklagninga- og veggfóðrara- meistara 75 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.