Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar BÍLAR er að þessu sinni að mestu lagt undir umfjöllun um Formúla-1 sem hefst næstkomandi laugardag með keppni í Melbourne í Ástralíu. Liðin og ökuþórarnir eru kynnt í máli og myndum og fjallað er um reglugerðar- breytingar og fjármálin í kringum íþróttina ásamt mörgu öðru. Umfjöllunin hefst á blaðsíðu 12 þar sem sagt er frá hættulegum beygjum og þær sýndar á teikningum. Þess má geta að mótin á árinu eru 16 talsins og verður Ríkissjónvarpið með beinar útsendingar frá þeim öllum; jafnt tímatökum á laugardegi og keppninni sjálfri á sunnu- degi. Formúla-1 í Bílum VÍK (Vélhjóla- íþróttaklúbb- urinn), undirritaði sl. föstudag samning við Reykjavíkurborg um afnot af Álfs- nesi undir moto- cross-braut til næstu 17 ára. Um er að ræða um 16 hektara lands og munu framkvæmdir við motocross- braut hefjast í þessari viku og mun þeim ljúka á vormánuðum. Vænt- anlegur er til landsins sænskur sér- fræðingur í gerð motocross-brauta og hefur hann yfirumsjón með fram- kvæmdum. Á svæðinu verða brautir fyrir börn og unglinga, auk þess braut í fullri stærð sem uppfylla alþjóðlega staðla. Fyrsta Íslandsmótið á brautinni verður haldið í ágúst. Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 25 ára í haust og hefur aldrei haft varanlega aðstöðu. Hefur klúbburinn verið með aðstöðu á 32 stöðum á þessum aldarfjórðungi. Um 300 manns eru í félaginu og alls er áætlað að 500 menn og konur stundi moto- cross á höfuðborgarsvæðinu. Mikill fjöldi stundar einnig íþróttina á lands- byggðinni og eru keppnisbrautir á Ólafsvík og Akureyri, í Vest- mannaeyjum og fleiri stöðum. 14 keppnir í motocross, enduro og ísc- rossi eru skipulagðar víðs vegar um landið á árinu og keppendafjöldinn nálgast 200. Aldur keppenda er frá 12 ára og langt yfir fimmtugt. „Tilgangur klúbbsins er m.a. að veita félögum aðstöðu og nú hillir undir það,“ segir Hákon Orri Ásgeirs- son, formaður VÍK. Motocross-braut í Álfsnesi Ljósmynd/Magnús Þór Sveinsson Vélhjólaíþróttaklúbburinn fær í fyrsta sinn varanlega aðstöðu fyrir íþrótt sína. Hákon Orri Ásgeirsson RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp til laga um lækkun vörugjalds af nokkrum flokkum ökutækja. Lagt er m.a. til að vörugjald af bílum sem eru sérútbúnir og notaðir til líkflutninga verði lækkað til samræmis við lækkun vöru- gjalds af leigubifreiðum, bíla- leigubifreiðum og bifreiðum til ökukennslu. Vörugjald á fyrr- greinda flokka ökutækja er nú 10% ef sprengirými vélar er frá 0–2.000 rúmsentimetrar og 13% ef sprengirými er yfir 2.000 rúmsentimetrum. Þá er í frumvarpinu lagt til að vöru- gjald af ökutækjum til vöru- flutninga, þ.e.a.s. sendibíla, að heildarþyngd 5 tonn eða minna, lækki í 13%. Þessi lækkun sé til þess fallin að draga úr hvata til innflutnings þyngri bifreiða sem bera ekkert vörugjald. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að nokkuð hafi borið á því að ökutækjum sem ekki ná 5 tonnum sé breytt til þess að þau nái þeirri þyngd fyrir álagningu vörugjalds. Lægra vörugjald á líkbíla og þunga bíla                            !                                                                                                "#$ %%" %$& &$ '( '( '' '# )( )' )) )* "" *$ %+ %*%        ! THERE’S ONLY ONENetsalan, Garðatorgi 3 • sími 544 4210 GRAND CHEROKEE LIMITED OG GRAND CHEROKEE OVERLAND Árgerð 2003 Notið tækifærið meðan $ er hagstæður Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12 Nú er lagið! en enginn veit hve lengi Útvegum notaða Dodge Durango og Caravan bíla á mjög góðu verði. NÝTT sölumet fyrir janúar hefur ver- ið slegið hjá Toyota en 200 bifreiðir voru seldar í síðasta mánuði. Gamla janúarmetið er frá árinu 1999 þegar 181 bifreið var seld. Af þessum 200 bifreiðum eru 68, eða 34%, Land Cruiser 90, sem kynntur var nú í byrjun árs. Þá voru einnig seldir 42 RAV4, 26 Corolla og 23 Avensis. Sölumet í janúar Morgunblaðið/Jim Smart Sextíu og átta Toyota Land Cruiser seldust í janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.