Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar H ONDA hefur kynnt nýjan Accord sem á að verða tromp verksmiðjanna í hörðum slag framleiðenda stórra millistærðarbíla. Þarna er um auðugan garð að gresja og flestir framleiðendur hafa nýlega sett á markað bíla í þessum stærð- arflokki. Þeir tveir bílar sem undir- rituðum finnst standa upp úr hvað varðar aksturseiginleika í þessum flokki eru Ford Mondeo og Mazda 6. Auk þess að vera gerbreyttur í útliti hefur nýr Accord stækkað, bæði lengst og breikkað, sem finnst vel á innanrýminu. Bíllinn tekur sig vel út og minnir framendinn ekki lítið á Mazda 6. Þar er eiginlega komið að kjarna málsins í samanburðarfræðunum. Honda ætlar greinilega að jafna met- in og helst skáka hinum vel heppnaða Mazda 6 í búnaði og aksturseiginleik- um og það verður að segjast strax að nýi bíllinn virðist fara langt með það. Um leið og hann er þægilegur fimm manna fjölskyldubíll býður hann upp á sportlega takta í ríkari mæli en keppinautarnir. Þar kemur einkum tvennt til; frísk tveggja lítra i-VTEC- vél og fimm þrepa sjálfskipting með handskiptivali ásamt stífri og sport- legri fjöðrun sem gefur bílnum afar traustvekjandi veggrip. Einfaldur og stílhreinn að innan Að innan er bíllinn fremur einfald- ur en um leið klassískur. Frágangur er vandaður og efnisval gott. Sætin eru þægileg og veita um leið góðan stuðning sem þarf að vera til staðar í bíl sem er gaman að keyra. Og það er gaman að keyra Accord. Accord er á nýjum undirvagni sem byggist þó á þeirri formúlu sem hefur gert þennan bíl að rómuðum aksturs- bíl með sínar lausnir í hjólaupphengj- um að framan og fimm liða fjöðrun að aftan. Fjöðrunin er sportleg og stíf án þess að koma niður á þægindum í akstri. Fjöðrunin gerir bílinn afar rásvissan og hann hefur fyrirmynd- araksturseiginleika þegar ökumaður tekur virkilega á honum í beygjum. Stýringin er nákvæm og gefur öku- manni góða tilfinningu fyrir bíl og vegi. Um leið hefur Honda útbúið bíl- inn með góðum bremsum og staðal- búnaður er hemlalæsing, hemlunará- taksdreifing og neyðarhemlunarátak. Diskar eru að framan og aftan, 300 mm að framan kældir, og 260 mm að aftan. Accord er fernra dyra stallbakur en er kynntur þessa dagana á bíla- sýningunni í Genf einnig sem lang- bakur. Hérlendis er hann fáanlegur með 2ja lítra i-VTEC-vél og 2,4 lítra vél. Sú fyrrnefnda skilar að hámarki um 155 hestöflum en sú síðarnefnda um 190 hestöflum. Hnökralaus sambúð vélar og skiptingar Við prófuðum bílinn með minni vél- inni. Eins og aðrar vélar með breyti- legum ventlaopnunartíma líður henni alveg hreint bærilega á háum vélar- snúningi og þar fæst líka mest aflið, eða við 6.000 snúninga á mínútu. Við vélina er tengd fimm þrepa sjálf- skipting með handskiptimöguleika. Sambúð vélarinnar og sjálfskipting- arinnar gerir að verkum að bíllinn er þægilegur fyrir þjóðvegaakstur, og um leið sparneytinn, en um leið er hann valkostur fyrir þá sem vilja einnig hafa sportlega takta í sínum bíl því vélin og sjálfskiptingin svara kröfum ökumanns um frísklegri takta. Meðaleyðsla í blönduðum akstri er uppgefin 8,4 lítrar. Gott verð Sú var tíðin að Honda kostaði jafn- an mun meira en keppinautarnir og slagaði verðið hátt í verð á BMW. Nú eru breyttir tímar. Honda er farið að bjóða góða bíla á viðráðanlegu verði og auk þess komið með breiða línu fólksbíla. Skemmst er að minnast hins nýstárlega smábíls Jazz og Civic er bíll sem stendur fyrir sínu. Accord er síðan stóri millistærðarbíllinn sem jafnan var of dýr. Núna fæst hann vel búinn á verði frá 2.140.000 kr. Þar er um að ræða Comfort-útfærslu með beinskiptingu. Staðalbúnaður í þeim bíl er m.a. sex loftpúðar, málmlitur, rafdrifnar rúður, útvarp með geisla- spilara og margt fleira. Í Sport-út- gáfu, sem kostar beinskipt 2.340.000 kr. og 2.440.000 kr. sjálfskipt, er að auki tölvustýrð loftkæling, skriðstill- ir, regnskynjari, 16" álfelgur, tau og leður í sætum, leðurstýri og fleira. Miðað við gerð og búnað Accord er óhætt að segja að hér sé á ferðinni bíll sem er allrar athygli verður og fyllilega samkeppnishæfur í verði. Króm í grilli og á hliðum gefur bílnum sportlegt útlit. Honda Accord – sportlegur og hagkvæmur      %##,'-$$$ %&$,)-#$$ %$.' *%# (.),%%.& %-)*) )-''# %-+'$ %-))# )#& /  , 0-,  - 12  ' 12       34!,! 5  !2!67 5  ! 6!,! 5  !2!67 5 "#  !7!%$$! $%&'" 6, ()"&  * & +  * ,%$$! ( ! ,) !  - ! 66 .- 66 /" 66  !#&0% % &+%-&  -%  % + 1%/  / ! 1 2 3)!! &4" 5 - !# -" 6 7&&  %#$,#-+$$ *%$,%-+#$ %$.# *%# &.),%".) %-)'$ )-+$" %-+)' %-)'* )+#,($$ /  , 0-,  -  12 )   8     - -   %)#,'-$$$ %&$,)-#$$ %$.* *%$ +.&,%%.' %-*+# )-+"% %-(%* %-)*& #$$,%-"+$ /  , 0-,  - 12  '      9 %- 8   9 %'#,'-)$$ *$+,"-*#$ (.* **$ (.',%*.* %-*#$ )-)"$ %-+)# %-)%# "+( /  , 0-,  - 12 12 '   :;  "#$$%&'()'*&%* <- -  = %  %)+,#-'$$ *$" %$.( *%$ &.),%".' %-)## )-#&' %-+&( %-)'$ #"$,%-"'$ /  , 0-,  - 12 12 (   :  +  ,       -  . Sætin eru sportleg og í þeim er bæði tau og leður. Farangursrýmið er ekki það mesta í þessum flokki bíla. Stefnuljós eru í hliðarspeglum. Í Accord Sport eru rauðar tölur á mælum og í stýri eru stjórnrofar. gugu@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Minnir dálítið á BMW 3 að aftan. REYNSLUAKSTUR Honda Accord Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.