Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar JÖKLAR eru töluvert frábrugðnir öðrum ferðasvæðum og varasamari. Á jöklum geta geisað vályndari veð- ur en þekkjast annars staðar og þau standa yfirleitt lengur yfir en á lág- lendi. Þrátt fyrir þessar ísköldu stað- reyndir eru allir sem tækifæri hafa hvattir til að ferðast um jökul á jeppa því svona ferðalög eru venjulega ein- stök upplifun og ekki hættuleg ef farið er með kunnáttufólki sem fer að öllu með gát. Upplifunin, þegar komið er í fyrsta skipti að jökli, er venjulega sú að manni finnst hann vera eins og hver önnur snævi þakin brekka. Stað- reyndin er sú að á jöklum geta leynst dauðadjúpar sprungur svo mikillar aðgæslu og kunnáttu er þörf. Jökulsporðarnir, sem ekið er upp á leið á jökul, geta einnig verið vara- samir. Þar er gjarnan stutt niður á ís og á þeim eru víða sprungur, vatns- rásir og svelgir. Aðstæður á jök- ulsporðum fara þó mikið eftir árs- tíma og árferði því ef snjór er mikill verður vanalega ekki vart við sprungur og vatnsrásir. Svæðið neð- an við jökulsporðana er einnig oft erfitt yfirferðar. Þar er mikið af fínni leirkenndri drullu sem myndast er skríðandi jökullinn ryður á undan sér jarðvegi. Það er vont að festa jepp- ann í henni því hún fer illa með bremsur, hjöruliði og legur. Rétt er að benda þeim sem ætla að ferðast um jökla að kynna sér GPS-leiðir, en þær eru margar og fjölgar stöðugt. Þær er t.d. hægt að nálgast á heimasíðu Ferðaklúbbsins 4x4. Varasamt getur þó verið að nota GPS-punkta um jökla frá öðrum því aðstæður geta breyst án fyr- irvara. Mikilvægt er að fylgjast vel með öllum torkennilegum misfellum framundan og ekki hika við að kanna þær betur áður en lengra er haldið. Ef bíll dettur í sprungu er mjög mikilvægt að engum sé hleypt út úr bílunum meðan verið er að kanna hvernig sprungan liggur. Þegar svona er komið er mjög líklegt að fleiri sprungur séu í næsta nágrenni. Öruggast er að binda þann sem fer út við bílinn meðan hann kannar að- stæður. Talstöðvar í jeppum eru mjög mikilvægar þegar svona gerist því þá er auðveldara að samhæfa að- gerðir. Akstur á og við jökla Morgunblaðið/Árni Sæberg Jeppahornið Úr Jeppabók Arctic Trucks. Öflug loftdæla frá Oasis MARGAR gerðir af loftdælum eru fáanlegar en óhætt er að segja að Oasis-loftdælurnar séu athyglisverður kostur. Þetta eru stimpildælur en í stað þess að vera knúnar áfram með mótor bílsins eru þær knúnar áfram með rafmagnsmótor spilsins. Mótorinn er fimm hestafla miðað við 24 volt en hann geng- ur líka á 12 voltum, sem er al- gengast í flestum bílum. Miðað við 12 volt er hámarksþrýst- ingur dælunnar 125 pund en 175 pund miðað við 24 volta raf- kerfi. Mótorinn snýst 1.650 snúninga á mínútu.. Oasis-loftdælan, sem seld er hjá Fjallasporti, er fyrirferðarlítil miðað við afköst. Málin eru 42,5 cm á lengd, 17,5 cm á breidd og 25 cm á hæð. Fjallasport hefur gert mæl- ingar á afkastagetu dælunnar við dælingu í 38 og 44 tommu dekk. Samkvæmt upplýsingum frá Fjallasporti tekur hana 30 sekúndur að dæla úr tveggja punda þrýstingi í 18 punda þrýsting í 38 tommu dekk og 60 sekúndur að dæla úr tveggja punda þrýstingi í 15 punda þrýsting í 44 tommu dekk. Loftflæðið frá Oasis-dælunni er 396 lítrar á mínútu í 12 volta rafkerfi en 707 lítrar á mínútu í 24 volta kerfi. Staðgreiðsluverð á Oasis- dælunni er 98.700 kr. KARIM Djermoun rekur fyrirtækið Aukahlut- ir.com sem sérhæfir sig í sölu alls kyns aukahluta fyrir bíla eingöngu á Netinu. Karim, sem á franskan föður, er borinn og barnfæddur hér á landi og hefur haft mikinn áhuga á bílum allt frá því hann komst til vits og ára. Það merkilega við Karim er að þrátt fyrir umfangsmikinn rekstur á aukahlutaverslun er hann ekki ennþá kominn með bílpróf. „Ég fæ bílpróf eftir nákvæmlega fjóra daga og var því sextán ára þegar ég stofnaði fyrirtækið. Ég hef hins vegar alltaf verið á kafi í bílum og keppti t.d. í körtubílaakstri í sumar. Ég er líka á kafi í motocrossi, sæsleðum og öllu sem hefur mótor,“ segir Karim. „Ég byrjaði á þessu í lok september á síðasta ári. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að breyta bílum og hafa þá fallega. Ég sel neonljós í bíla, að innan og utan, tölvukubba og loftsíur og stór pústkerfi. Þetta er dýr vara og þrír aðilar bjóða hana hérna. Þeir eru allir með mikla yf- irbyggingu og þurfa því að leggja mikið á vöruna. Ég er hins vegar bara með þetta á lager heima hjá mér og þarf því ekki að leggja alls konar kostnað á vöruna. Hjá mér er varan allt að 40– 50% ódýrari, nákvæmlega sömu merki,“ segir Karim. Hann kveðst ná lægra verði með því að panta í gegnum Netið. Hann fékk gott viðskiptatilboð frá Bandaríkjunum og fær allar sínar vörur sendar þaðan. „Þetta þrælgengur. Mér hefur gengið vel að kynna þetta án þess að hafa þurft að auglýsa starfsemina mikið. Þetta hefur spurst út. Það eru mjög margir að breyta bílum sínum og ég fæ allt upp í 1.300 flettingar á síðunni minni á hverjum degi. Núna er ég með tilboðsviku sem virkar mjög vel. Viku áður tilkynni ég að varan verði á 25–40% afslætti ofan á þetta góða verð sem ég er að bjóða. Á tilboðsvikunni er allt vitlaust að gera en þess á milli er rólegra. 90–95% af viðskiptavinum mínum búa úti á landi. Heima hef ég allt sem þarf til þess að senda vöruna og gefa út reikninga. Einnig hef ég sent innan höfuðborgarsvæðisins. Ég held að höfuðborgarbúar vilji koma og skoða vöruna en landsbyggðarfólk á erfiðara með það.“ Sextán ára með Aukahluti.com Morgunblaðið/Jim Smart Karim Djermoun rekur Aukahluti.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.