Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 B 9 bílar Í TILEFNI þess að í mars verða 20 ár frá því að Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður hefur verið ákveðið að standa fyrir 1.000 jeppa dagsferð út frá Reykjavík laugardaginn 8. mars nk. Ráðgert er að fara að morgni frá bílaumboðunum og verða nokkrar ferðir í boði frá hverju og einu umboði. Þannig á að vera hægt að finna ferð sem hentar hverjum og einum, eftir tíma, þyngd ferðar og þess háttar. Allar ferðir enda í Kringlunni síðdegis á laugardag, þar sem tekið verður á móti ferðalöngum með veitingum. Þetta er fyrst og fremst hugsað sem kynning á 4x4 og því mikla starfi sem unnið er innan þess. Útvarps- stöðin Bylgjan verður með beina út- sendingu þennan laugardag, svo og einnig vikuna á undan með eitt og annað sem minnir á þessa ferð. Skeljungur er bakhjarl Ferða- klúbbsins í þessari 1.000 bíla ferð, en eins og menn vita hefur Skeljungur verið einn helsti stuðnings- og sam- starfsaðili Ferðaklúbbsins 4x4 síð- ustu misseri. 1.000 bíla ferð 4x4 klúbbsins Morgunblaðið/Árni Sæberg DINSIDE.NO er norsk vefsíða þar sem fjallað er um fasteignir, tölvur, ferðalög, atvinnu- og fjármál og fleira en besta krækjan er samt motor, þar sem fjallað er um nýjungar í bílum. Umfjöllunin er óvenju óstaðfærð og getur því hentað fleirum en eingöngu Norðmönnum. Þarna er oft að finna nýjustu fréttir áður en þær sjást ann- ars staðar og jafnframt er einfaldur aðgangur að safni frétta og greina frá fyrri tímum. Síðan er þægileg í notk- un og vel hönnuð. Vefsíða vikunnar TENGLAR .............................................. www.dinside.no/motor/ ♦ ♦ ♦ FRÆÐSLUKVÖLD verður fimmtudagskvöldið 6. mars nk. í sýn- ingarsal B&L-hússins, Grjóthálsi 1. Fjallað verður um jeppaferðir og undirbúning þeirra. Leiðbeinandi verður Páll Halldór Halldórsson, Ferðaklúbbnum 4x4, en fræðslu- kvöldið byggir á hinum vinsælu ný- liðanámskeiðum klúbbsins. Fjallað verður m.a. um hvernig undirbúa eigi jeppann fyrir hálend- isferðir, hvaða búnaður sé nauðsyn- legur, gerð ferðaáætlunar og hvern- ig meta beri aðstæður hverju sinni, t.d. þegar farið er yfir ár, eða lofti hleypt úr dekkjum. Í tengslum við hina athyglisverðu 1.000 jeppa ferð, sem farin verður 8. mars nk. í tilefni af 20 ára afmæli Ferðaklúbbsins 4X4, verður enn fremur stiklað á framkvæmd slíkra hópferða. Jafnframt verður farið yfir þær þrjár ferðir sem lagt verður af stað í frá B&L-húsinu þennan laug- ardagsmorgun. Fræðslukvöldið hentar öllum þeim sem vilja kynnast þeim mögu- leikum til fulls sem jeppinn þeirra býr yfir. Hressandi hálendisferðir eru á færi flestra óbreyttra 4x4-far- artækja, ef rétt er að þeim staðið og frábær fjölskylduskemmtun að auki. Fyrsta alvöru jeppaferðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.