Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formúla-1 S KOTINN Allan McNish, sem keppti fyrir Toyota í fyrra en tilraunaekur fyrir Renault í ár, segir t.a.m. að Hungaroring í Búdapest bjóði oftast upp á skemmtun fyrir áhorfendur en líklega eini ökuþórinn, sem þyki gaman að aka hana, sé sig- urvegarinn. Áhorfendur hafa engar áhyggjur af því hvort ökuþórarnir njóti akstursins, einungis að þeir fái að sjá jafnan slag og innbyrðis bar- áttu. McNish segir þó að þetta tvennt fari oftast saman, þegar brautirnar séu þannig að ökuþórarnir hafi gam- an af verði keppnin oftast fjörlegri. Sérhver braut hefur sína kosti og galla frá sjónarhóli ökuþóra. Sumar beygjur eru erfiðari en aðrar og á hverjum hring er a.m.k. ein sem get- ur reynst ökuþórum örlagaríkari en allar hinar. McNish tjáði sig á dög- unum um slíkar beygjur í breska akstursíþróttaritinu Autosport sem eftirfarandi samantekt er byggð á. Á kortinu hér til hliðar einkennir brot- inn hringur þessar örlaga beygjur. Ástralía – Melbourne Brautin lítur út á korti fyrir að vera blátt áfram og auðveld en er til- tölulega tæknileg. Margar beygjur eru knappari og atlögur ökuþóranna að þeim oftast á mörkum þess að of- gera. Þar sem beygjurnar opnast upp á leið út úr þeim og virðast bjóða upp á mikinn hraða í gegnum þær hættir ökuþórum til að fara of hratt inn í þær og lenda í vanda. Örlagabeygja er Waite-beygjan, hlykkurinn að baki bílskúrasvæðinu. Komið er inn í hann blint, þ.e. beygj- an birtist nánast fyrirvaralaust, á miklum hraða, bríkin vinstra megin sleikt á leið inn og einbeitingin verð- ur að vera 100% því ef fyrri hlutinn mistekst verður hægri beygjan út úr hlekknum brösug. Skapast því oft möguleiki til framúraksturs á beina kaflanum í framhaldi af henni. Malasía – Sepang Hönnuð frá grunni og býður upp á fjölbreytilegar beygjur, hraðar, flæð- andi, gagnstæða boga og ýmsa hrekki. Fyrri hlutann eru beygjurnar tiltölulega opnar og flæðandi en seinni hluti hringsins er samsuða af fléttum og hárnálarbeygjum sem beinir kaflar tengja saman. Örlagabeygja er hægri beygjan inn á síðasta beina kaflann, að baki aðalstúkunni, eiginlega beygjur núm- er 13 og 14. Ekið er hratt nokkuð djúpt inn í hana en síðan – allt á sömu sekúndubrotunum – er bílnum stillt upp inn í krappari seinni hluta beygj- unnar, bremsað um leið og skipt nið- ur um þrjá gíra. Bensíngjöfin síðan hömruð í gólfið til að ná sem snarast miklum hraða fyrir langa kaflann til að eiga ekki á hættu að næstu bílar komist í kjölsogið og fái tækifæri í lokabeygjunni til að taka fram úr, sem oft gerist, áhorfendum til skemmtunar. Brasilía – Interlagos Ekin rangsælis sem reynir mjög á krafta ökuþóra sem eiga því að venj- ast að aka jafnan réttsælis í keppnis- brautum. Hraðar líðandi beygjur ein- kenna brautina nema miðslaufan sem er í raun þrjár hárnálarbeygjur hver á eftir annarri. Miklar og snarpar hæðarbreytingar og ójafnir bogar um beygjur og hossótt braut. Hár- nálarnar varasamar og bremsu- notkun þar krítísk. Örlagabeygja: Síðasta beygja brautarinnar, Subida dos Boxes, sú viðsjárverðasta. Komið er inn í hana upp brekku í öðrum gír en vanda- samast er að hitta á réttan hraða inn í hana og halda honum fram að því að gjöfin er stigin í botn og gírað upp eftir löngum hröðum sveig inn á endakaflann. San Marino – Imola Brautin hefur tekið breytingum undanfarin ár og hafa hlekkir leyst hraðar beygjur af hólmi. Því er beygjuhraði ekki ýkja hár en sprett þeim mun betur eftir beinu köflunum á milli. Ökuþórarnir láta vaða á hlekkbeygjurnar, og leyfi bíllinn þeim að aka yfir bríkurnar eða eftir þeim verða þeir snarir í snúningum. Gott veggrip er mikilvægt því marg- sinnis á hring ríður á að ná fljótt miklum hraða. Örlagabeygja: Tvöföld hægri beygja, Acque Minerali, á miðjum bakkaflanum. Verður krappari og krappari eftir því sem lengra kemur inn í hana. Komið er inn í fyrri slynk- inn á mikilli ferð og reynt að halda topphraða sem lengst inn í hann, en áður en varir kreppist beygjan snögglega og bremsa verður af alefli, skipta niður og hitta rétt inn í hægari hlykkinn sem opnast inn í brekku. Spánn – Barcelona Bíll með gott veggrip og væng- pressu nýtur sín í Katalóníu- hringnum, einkum nokkrum löngum beygjum sem reyna á þessa þætti. Miskunnarlaus braut þeim bílum sem ekki eru með þá í lagi. Annars fjölbreytilegar beygjur, upp á við, hraðar, blindar og beygjur sem þrengjast og verða krappari eftir því sem innar í þær kemur. Örlagabeygjan er síðasta beygja brautarinnar, svonefnd beygja 13. Við af henni tekur afar langur beinn kafli sem býður upp á að taka fram úr þeim sem klúðra henni. Því verða ökuþórarnir að taka áhættuna og fara inn í hana á miklum hraða til að halda góðri vinnslu gegnum beygj- una, ekki síst í tímatökunum. Sé ekið aðeins of vítt er sú hætta fyrir hendi að lenda uppi á hól á bríkunum í ytri kanti, en við það getur bíllinn tekist á loft og beygjan klúðrast alveg. Austurríki – A1-Ring Nýja brautin er ólík þeirri gömlu og fátt annað en beinir kaflar sem nokkrar krappar beygjur tengja saman. Veggripið lítið en góð rás- festa þó afar mikilvæg til að mótor- aflið nýtist til skilvirkrar og skjótrar hröðunar í upphafi lengstu beinu kaflanna. Örlagabeygjan er vinstri- hægri beygja í miðjum hring, svo- nefnd Power Horse-beygja, sem get- ur verið einkar erfið í tímatökum þegar kjörhita vantar enn í dekkin. Komið er afar hratt niður brekku inn í vinstri sveig og skiptir öllu að stilla bílnum rétt inn í hann svo negla megi í gegnum hægri beygjuna í lægri gír- unum, og annaðhvort vinna menn eða tapa tíma í henni miðri. Mónakó Einstök braut, kröpp og bugðótt og meðalhraðinn hlutfallslega lítill þótt komið sé út úr undirgöngum á 300 km/klst. ferð. Reynir mjög á dirfsku ökuþóra. Svigrúm til mistaka nær ekkert vegna nálægðar braut- arveggjanna. Mikilvægt að væng- pressa afturvængs sé mikil til að nýta megi afl bílanna fljótt út úr grip- litlum beygjum. Örlagabeygjan er við spilavítið fræga, nefnd Massanet, mjög boga- dregin vinstri beygja inn á Casino- torgið. Komið er að beygjunni á botn- ferð upp löngu brekkuna. Beygt inn í hana utarlega af brekkubrún, skipt um leið niður í fjórða gír og afli beitt á ný en áður en varir er bílnum sveifl- að inn í krappa hægribeygju en þar verður að varast bungu í henni ut- anverðri til að tapa ekki gripi. Kanada – Montreal Brautin er einkum langir beinir kaflar sem hægar hlekkbeygjur slíta í sundur. Reynir þar mjög á bremsur. Svipar til Melbourne en að- eins hægari. Örlagabeygjan er hægri-vinstri hlekkurinn strax fyrir upphafs- og endamarkskaflann, Droit de Casino- beygjan. Keyra verður grimmt inn í hlekkinn og nota það pláss sem fyrir hendi er með því að fara alveg út að innri brautarvegg á leið út úr henni, en hann bíður ógnvekjandi og hefur margur meistarinn hafnað á honum. Sé ekið of mikið upp á bríkur í vinstri slynknum losnar bíllinn upp og erf- iðara er að meta hraðann út úr beygj- unni, en margur hringurinn hefur farið forgörðum í þessari beygju. Örlagaríkar beygjur í hv                                   ! !" # $ %& #     #          ' (    $ %&  )        #   *+ ",     ' *  !- #.&%            / 00 !- .&%          1!2+* 3  !- #              4$4 54      ' !- 0(! #4$4 54       #   3 , ! #6754       , !!  % !        1 1 0(  % "#$  )  #   0 ! -  .%          "! 0" .%          ! "## $#      +/)'0"*12*+34(51*%6 >- &?" %4 #@ '-&?- * # -?5& ?#; %& :  7  !  !4 !  !4 6!7!2 ! ! 2!  7  !7! 7  ! -!3! ;!6<! = ! !*$$).!7!>7 ! !:?  - 89 0  !% #       #.%              #        #                                  #  #    # %&'  & & '  Áhorfendur að kappakstri vita hvað þeir vilja; harðan og spennandi bardaga og fram- úrakstur en ekki er víst að keppnisbrautir bjóði endilega upp á slíkt. Engin braut getur talist fullkomin og engin er annarri lík, hvorki í augum áhorfenda, liðanna, tækni- manna þeirra og ökuþóra eða fjölmiðla og sjónvarps. Braut sem er frábær í augum áhorf- enda getur verið hið gagn- stæða í huga ökuþórsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.