Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 B 17 Formúla-1 MORGUNBLAÐIÐ hefur á vefsvæði sínu á Netinu haldið úti sérstökum formúluvef í fjögur ár. Þar er að finna nýjustu fréttir af Formúlunni, úr- slitum móta, frammistöðu einstakra liða og ökuþóra o.s.frv. Þar verður í ár boðið upp á sérstakan leik sem felst í því að skjóta á úrslit móta og eru vegleg verðlaun í boði fyrir hina heppnu. Á formúluvef mbl.is er jafnan að finna fréttir af öllu því helsta sem ber á góma í formúlunni, aðdraganda móta, hönnun bílanna, manna- breytingum og þar fram eftir götunum. Þar er að finna þann valmögu- leika að kalla sérstaklega fram og lesa fréttir tengdar hverju liði fyrir sig. Ávefnum gefur einnig að líta myndasyrpur frá keppninni, hægt er að fræðast um tilurð formúlunnar, sjá stöðuna í stigakeppninni jafnt fyrir ökuþóra sem lið, fræðast um hverja keppnisbraut fyrir sig, kanna árang- ur manna á síðustu árum og svo má telja. Loks er sérstakt spjallsvæði á formúluvef mbl.is þar sem hægt er að taka þátt í umræðum áhugamanna um íþróttina, um keppnina, ökuþór- ana, mótin og hvaðeina sem er að gerast á vettvangi Formúlu-1. Skjóttu á úrslitin Nýi leikurinn verður fólginn í að geta sér til um fyrstu þrjá ökuþóra á mark í hverju móti. Skrá menn sig til þátttöku og fá þá upp lista yfir þau lið/ökumenn sem taka þátt. Gefur Skeljungur hf. verðlaun sem þrír getspökustu í hverju móti hljóta, eða áfyllingu af V-power bensíni á bíl- inn. Sigurvegarinn fær fyrir 5.000 krónur, annar fyrir 3.000 og sá þriðji fyrir 2.000 kr. Nafnalistinn birtist í röð eftir stigafjölda viðkomandi öku- manns og fyrir aftan hvert nafn eru þrír reitir til að haka í, einn fyrir hvert sæti. Menn geta tekið þátt eins og og þeir vilja, þ.e. skipt um skoð- un eftir því sem þeim sýnist, en síðasta val gildir þegar upp er staðið. Hægt er að tippa á eitt mót í einu allt þar til klukkutíma fyrir tímatöku. Þátttakendur safna stigum eftir árangri, þ.e. ákveðinn fjöldi stiga er gefinn fyrir að vera með ökuþór í réttu sæti, mismörg eftir því hvaða sæti er um að ræða; réttur maður í 1. sæti gefur 10 stig, 8 fást fyrir 2. sæti og 6 fyrir 3. sæti. Eftir hvert mót verður hægt að sjá stöðu efstu manna í tippleiknum á formúluvef mbl.is. Uppfærist staða þátttakenda í leiknum jafnharðan. Og þegar upp verður staðið, eftir að keppendur koma á mark í lokamótinu í Suzuka í haust, telst sá sigurvegari sem flest fær stigin. Verði tveir eða fleiri jafnir verður dregið milli þeirra. Tippleikur á formúluvef mbl.is MCLARENÞÓRINN David Coulthard hef- ur hingað til þótt með stæltari ökuþórum en hann ætlar að verða enn betur lík- amlega á sig kominn á komandi keppn- istímabili. Til þess að reka sig áfram við þjálfunina hefur hann ráðið fyrrverandi þjálfara fótgöngusveita breska flotans. Coulthard hefur átt í erfiðleikum með að finna þjálfara sem gætu tekið þátt í æfingunum, keppt við hann á þeim og fylgt honum eftir. „Annar ökuþór benti mér á einn á dögunum og ég ákvað að prófa hann með því að fara í tveggja stunda hjólreiðaferð meðfram ströndinni. Eftir nokkra kílómetra varð ég að stoppa og bíða svo hann gæti náð mér. Og er við komum loks aftur heim til Mónakó var hann móður og másandi. Hann hafði ekki úthaldið sem ég var að leita eftir,“ sagði Coulthard er hann hafði ráðið Gerry Convey sem þjálfara sinn og sagði hann hafa í fullu tré við sig. Þeir hafa æft saman nokkrar vikur og segist Coulthard betur á sig kominn en nokkru sinni fyrr – þolmeiri, sterkari og líka léttari. „Ég er reiðubúinn að leggja hart að mér til að vera í toppformi þegar í keppnina er komið. Gerry hefur knúið mig áfram. Einbeiting mín er nú betri en nokkru sinni áður. Ástríðan til að standa sig vel er mikil. Ég veit hvað þarf til að vinna kappakstur, ef bíllinn er burðugur mun ekki á mér standa,“ segir Coulthard. Reuters David Coulthard er hér við prófanir á McLaren Mercedes-bíl sínum. Hann hefur nú ráðið sér nýjan þjálfara. Coulthard ræður þjálfara hersins sem einkaþjálfara ÍTALSKI ökuþórinn Giancarlo Fisi- chella segist enn ekki hafa gefið frá sér vonina um að verða ráðinn til starfa hjá Ferrari, en hann er nú öðru sinni í starfi sem keppnisökuþór hjá Jordan- liðinu. Fisichella segist munu leggja allt í sölurnar til að ná sem bestum árangri fyrir Jordanliðið á komandi keppnistíð en segist vonast til að komast að hjá toppliði á næsta ári, 2004. Felipe Massa var fyrir skömmu ráð- inn tilraunaökuþór til Ferrari og þrálát- ur orðrómur hermir að sú ráðning hafi þann tilgang að festa hann sem keppn- isökuþór í framtíðinni. Fisichella virðist ekki trúa því. „Þeir hafa ráðið hann sem til- raunaökuþór. Tíminn mun leiða í ljós hvort hann verður þar keppnisökuþór. Ég lifi í voninni. Markmiðið er að kom- ast að hjá Ferrari því það er besta liðið, afrek þess eru mikil og það á hrað- skreiðasta bílinn,“ sagði hann við ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport. Jordan hefur átt í mótbyr frá lokum síðasta keppnistímabils og þjáist af peningaskorti; er í fyrsta sinn á 12 ár- um án aðalstyrktaraðila. Fisichella vonast samt eftir góðu gengi. „Ég veit hvað ég er með í höndunum og við fjár- hagsvandræði er að etja. Ég mun samt reyna að ná góðum árangri fyrir liðið. En takmarkið er að komast að hjá stórliði 2004,“ segir hann. Fisichella gefur ekki upp vonina TOYOTA YARIS SOL FREETRONIC 7/99, EKINN 45 ÞÚS. KM, VERÐ 850 ÞÚS. MMC LANCER GLI 1,3 7/00 EKINN 55 ÞÚS KM, 5 GÍRA VERÐ 980 ÞÚS. MASDA 323F GT 1,8. 5/98, EKINN 98 ÞÚS. KM, 5 GÍRA. VERÐ 990 ÞÚS. TILBOÐ 850 ÞÚS. OPEL VECTRA 1,6 GL 4/99, EKINN 36 ÞÚS. KM, SJÁSK. VERÐ 1.190 ÞÚS. DAEWOO LANOS SX 1,6 7/99, EKINN 39 ÞÚS. KM, SJÁSK. VERÐ 950 ÞÚS. TILBOÐ 770 ÞÚS. SUZUKI SWIFT GLS 5/99, EKINN 83 ÞÚS. KM, 5 GÍRA. VERÐ 550 ÞÚS. DAIHATSU TERIOS 1,3 9/97, EKINN 85 ÞÚS. KM, 5 GÍRA. VERÐ 690 ÞÚS. TILBOÐ 590 ÞÚS. KIA GRAND SPORTAGE 2,0 12/99, EKINN 54 ÞÚS. KM, 5 GÍRA. VERÐ 1.350 ÞÚS. SSANG. MUSSO 602 TDI ´98, EKINN 130 ÞÚS. KM, 5 GÍRA. VERÐ 1.590 ÞÚS. TILBOÐ 1.390 ÞÚS. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík Sími 530 9500 www.bilabaer.is Reykjavík Nýir og notaðir bílar Á mbl.is er að finna frétta- og upplýsingavef um Formúluna. Á vefnum er það nýjasta um Formúluna, úr- slit móta og frammistaða einstakra liða og ökuþóra, fréttir af öllu því helsta sem ber á góma, aðdrag- anda móta, hönnun bílanna, mannabreytingar, sögu Formúlunar, árangri síðustu ára og lýsingu keppnisbrauta. Einnig myndasyrpur og spjallrás. Netleikur Á Formúluvefnum er Netleikur þar sem hægt er að skjóta á úrslitin í hverri umferð. Glæsilegir vinningar frá Skeljungi eru í boði fyrir þá sem hitta á rétt úrslit. Formúla 1 á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.