Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 20
20 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formúla-1 E INN AF hápunktum ársins var strax í fyrsta móti er ástralski ökuþórinn Mark Webber ók Minardi-bíl til fimmta sætis í jómfrúarakstri sínum í Formúlu-1. Snart hann hjörtu landa sinna á heimavelli í Melbourne og tóku þeir þátt í gleði hans. Fimmta sæti japanska ökuþórsins Takuma Sato hjá Jordan á heima- velli í Suzuka í lokamóti ársins var önnur stórstund Formúlu-1. Þús- undir áhorfenda, sem allir voru á bandi heimamannsins, dvöldust á brautinni fram í myrkur og sungu hetju sinni til dýrðar. Nýliðarnir í ár eru með misjafnan bakgrunn en munu ugglaust reyna að fremja sína eigin galdra er vertíð- in hefst í Melbourne í Ástralíu um komandi helgi. Antonio Pizzonia hjá Jagúar og Cristiano da Matta hjá Toyota gætu orðið fyrstu Brasilíumennirnir í ára- tug til að skora stig í heimamóti þeirra í Interlagos-brautinni í Sao Paulo í apríl. Ekki síst þar sem nú verða veitt stig fyrir fyrstu átta sæt- in í stað sex áður. Bretarnir Justin Wilson hjá Min- ardi og Ralph Firman hjá Jordan dreymir eflaust líka um stórkostleg- an árangur í Silverstone í sumar. Allir munu þessir fjórir mæta til leiks í Melbourne staðráðnir í að sýna fram á að þeir eigi heima í toppgrein akstursíþróttanna eftir að hafa unnið sinn titilinn hver í öðrum greinum þeirra. Elstur nýliðanna Da Matta er elstur nýliðanna eða 29 ára, sem er hlutfallslega hár ald- ur á jómfrúarári í Formúlu-1, en hann mætir til leiks sem meistari úr bandarísku systurkeppninni, CART. Af þeim sökum verður hann óhjá- kvæmilega borinn saman við Kól- umbíumanninn Juan Pablo Montoya hjá BMW.Williams og Jacques Villeneuve hjá BAR, sem einnig komu til keppni í Formúlu-1 sem CART-meistarar og hafa staðið sig vel. Einnig munu einhverjir velta því fyrir sér hvort hans bíði kannski sömu örlög og annars CART-meist- ara, Ítalans vinsæla Alex Zanardi, sem átti afar erfitt uppdráttar með Williams árið 1999 eftir að hafa unn- ið CART-titilinn næstu tvö ár á und- an. „Da Matta er óþekkt stærð hvað mig varðar,“ segir Bretinn Nigel Mansell sem á sínum tíma varð bæði heimsmeistari í Formúlu-1 og meist- ari í CART. „Ég hlakka mjög til þess að sjá hvernig honum farnast, mér skilst að Montoya telji hann góðan. Vonandi líkist hann Juan Pablo því sé svo þá verður hann spennandi,“ segir Mansell. Da Matta þarf að keppa við hrað- an og reyndan liðsfélaga þar sem Frakkinn Olivier Panis er. Og verð- ur að vera snöggur upp á lagið með að venjast nýja tímatökufyrirkomu- laginu á braut sem hann hefur engin kynni haft af. Mikil áhrif hefur hvernig menn standa sig í byrjun og mikilvægi jómfrúarmóts verður seint vanmet- ið. Mjög fáir afburðamenn hafa ekki látið til sín taka í fyrstu mótum jafn- vel þótt þeir, eins og Michael Schu- macher, hafi ekki unnið stig í fyrsta móti. En enginn gleymir þeim sem vinna strax stig sem er nokkuð sem skiptir máli þegar kemur að því að endurnýja þarf ökuþórasamninga á miðju tímabili. Átta horfnir á braut Webber var 51. ökuþórinn í sögu Formúlu-1 sem vinnur stig í jómfrú- armóti. Árið áður afrekaði Finninn Kimi Räikkönen það, þá með Saub- er, og Bretinn Jenson Button með Williams árið 2000. Fimmta sæti Webbers er staðreynd sem standa mun fyrir sínu. Löngu eftir að menn verða búnir að gleyma að það hjálp- aði vissulega upp á sakirnar að helmingur ökuþóranna féll úr leik vegna hópáreksturs á fyrsta hring. Webber keppir í ár fyrir Jagúar og er eini nýliðinn frá í fyrra sem enn er í keppni. Sato er tilraunaöku- þór hjá BAR, Brasilíumaðurinn Fel- ipe Massa gegnir sama starfa hjá Ferrari og Skotinn Allan McNish hjá Renault. Átta af 22 ökuþórum síðustu ver- tíðar eru horfnir á braut en þá leysa nýliðarnir fjórir af hólmi og tveir ökuþórar sem snúa aftur til keppni; Spánverjinn Fernando Alonso ekur fyrir Renault og Hollendingurinn Jos Verstappen fyrir Minardi. Þá hefur keppendum fækkað frá í fyrra vegna andláts Arrows-liðsins. Enginn nýliðanna í ár getur reitt sig á toppbíl en talið er að Toyota- bíll da Matta geti átt eftir að koma á óvart. Neyðarlegar klessukeyrslur Firman er núverandi meistari úr japönsku kappaksturskeppninni Formúla-Nippon og mun því vera á kunnuglegum slóðum í lokamótinu í Suzuka. Vandi hans er hinn harð- snúni liðsfélagi Giancarlo Fisichella. Takist honum að halda í við hann, að ekki sé minnst á að vinna hann stöku sinnum, mun álit hans vaxa. Það er hagstætt fyrir Englend- inginn 27 ára að taka við af Sato hjá Jordan en jómfrúarár hans ein- kenndist af neyðarlegum klessu- keyrslum þar til hann blómstraði í Suzuka. Þá hefur Firman keppt á fyrri stigum í unglingaformúlum gegn mörgum mótherjanum í Form- úlu-1. Aðspurður segist hann beinlínis enga ástæðu að óttast það að hefja keppni við hlið manna eins og Mont- yoa. „Hvers vegna? Ég hef unnið hann áður,“ segir hann. Og vinnu- veitandi hans, Eddie Jordan, hefur á Firman mætur því hann segir: „Í hreinskilni sagt sé ég enga ástæðu til annars en ætla að hann komi mest á óvart í ár og verði nýliði árs- ins.“ Pizzonia, sem fengið hefur viður- nefnið frumskógarsnáðinn sakir þess að hann er fæddur á Amazon- svæðinu og er lágvaxinn, er fyrrver- andi meistari í Formúlu-3 í Bret- landi. Hann þykir tvímælalaust hraður og gæti átt eftir að njóta þess að vera borinn saman við Webber. Ólíkt á við um Wilson, heimsmeist- arann í Formúlu-3000 í hittiðfyrra, en ætlast verður til að hann leiki ágæta frammistöðu Webbers hjá Minardi eftir. Frægðarsól Webbers skein auð- veldlega vegna slakrar frammistöðu liðsfélaga hans Alex Yoong frá Mal- asíu. Wilson fær mun erfiðari mót- herja hjá Minardi í Verstappen. Enski risinn, langhæstur ökuþór- anna, hefur fengið minni reynslu- akstur í vetur en nokkur annar, en hann fékk loks seint í síðasta mánuði að aka keppnisbílnum. Játar Min- ardi-stjórinn Paul Stoddart að hverfandi líkur séu á öðrum eins ár- angri um næstu helgi og í fyrsta mótinu í fyrra, en hann hefur þó trú á Wilson. „Ég tel að hann eigi eftir að koma vel til greina sem nýliði árs- ins og ég held að hann eigi eftir að gera okkur stolta,“ segir ástralski flugfélagseigandinn. Justin Wilson Antonio Pizzonia McNeil/Sutton Ralph Firman Christiano da Matta Búist við mestu af da Matta Nýliðar komu rækilega við sögu bæði fyrsta móts síð- ustu vertíðar og hins síð- asta. Eins og Ágúst Ásgeirs- son rifjar hér upp sýndu nýliðar eftirminnilega frammistöðu og náðu ein- hverjum ánægjulegasta árangri ársins.   "  ! ##  >(77CBJ<9F<9GE@ .F 'IB&;;4)    76 4;&E4 4$$%/6 &)B 1 # 76 ? ? /6 &)B  ;.)%JK4 E4 .) :74 && @  &) 4$$ 76 4 )&C@  L? 76 4 ) 4<)  %; ; 6A? ?  76  'IB 76 H -  .///    ) 0///  # 1/     (   2#   0//    F&@EM&   % 4; 44<)H 3//  & 0.//  % ! 4///  "% )  5.  )% &* " * 6./  "   & &   & 0.//// %     ) " ) 0//    ./ ! 4)  $$   =)   ) > ? EC  EM&H  ( & 71/////  !&( 8 N  5&) 4  && ;OP N G;)F5 4 ) /6 &)B5%& +  & (   "  #   04. 9 !    % & " *? E4 .  ) &6)%5 )4 4;6&%)@6: ; G4B 4 :"        " # " !)   0 1*/ 2 A    1... , E 0& ! ! ##%2  2  ? %4 #@ *? # #% K(>>BCECKB9<9GE@ .FECE NE4 <4. 4)<4 M G);& ; < M   5 ) ;C;)   "@,  ! *21!-( ;(   (  !&   !    <!   = " " ")    ( 6/  " 05     %" 1/  5//= 1/>?  0//>? 81 -*00 $" "( @     & (          )# (! 51 $% " & % ; 6/>? 7&%  0//>? 7 ((-*00  " #"  !        )  #( " &    51 A"&   3/>? B ./>? *2!-*00 :# " &    ) )%   !  & 'Q22(!2 2* R C" )   %  &"  #     #        ""   ""  # " ! */! 'S!-1 D ")   (   0//  "        ( "   ) E  ! "   !   ( "   ) !&(  : 2* '" ' ,# F $ L0!(9 (!2  D  /  !, "  , ! &    D / ! '   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.