Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F BÓKHALD HUGBÚNAÐUR VERÐMÆTI Hollenska matvörufyr- irtækið Royal Ahold NV hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Linux og annar opinn hugbúnaður hefur hrist ærlega upp í tölvuheim- inum síðustu misserin. Samstarf Ískerfa hf. með rannsóknarstofnunum, útgerðarmönnum og fisk- vinnslum í Skotlandi. SKJÁLFANDI/4 MILLJÓNASPARNAÐUR/6 FÁ/5 SÆPLAST hf. var rekið með rúmlega 9 milljóna króna hagnaði árið 2002. Árið 2001 nam hagnaður félagsins 6 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var um 168 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 234 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) var á síðasta ári 280 milljónir króna, eða 10,8% af tekjum. Í tilkynn- ingu frá Sæplasti kemur fram að afkoma félagsins á síðasta ári valdi stjórn og stjórnendum vonbrigðum en helstu skýr- ingar á henni eru þær að sala úr Canada verksmiðju félagsins var 30% undir áætl- unum félagsins á fjórða ársfjórðungi og í heild var sala í Canada um 10% lægri en fyrir sama tímabil í fyrra vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum. Sala úr Noregsverk- smiðjum félagsins var 10% undir áætl- unum en sterk staða norsku krónunnar var félaginu erfið. Félaginu tókst að mæta þessum sölusamdrætti upp að vissu marki með niðurskurði í kostnaði en ekki að fullu. Þá mun Sæplast Canada tapa nokkrum fjármunum vegna gjald- þrots eins af stærstu viðskiptavinum fé- lagsins í Norður-Ameríku í febrúar sl. en tekið var tillit til þess í ársuppgjöri 2002. „Rekstrarumhverfi í Noregi var erfitt á síðasta ári, styrking norsku krónunnar reyndist eins og áður segir félaginu erfið. Mikið launaskrið var einnig í Noregi og slæm staða norskra sjávarútvegsfyrir- tækja hélt aftur af fjárfestingum í norsk- um sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta náðist að bæta EBITDA framlegð Sæplasts Norge,“ að því er segir í tilkynningu. Dótturfélög Sæplasts á Dalvík og á Ind- landi gengu mjög vel á árinu þrátt fyrir að styrking íslensku krónunnar hefði haft mjög neikvæð áhrif á afkomuna á Dalvík. Gengistap samstæðunnar í rekstrar- reikningi félagsins nam 20 m.kr á síðasta ári á móti 14 m.kr gengishagnaði á síð- asta ári. A F K O M A Sæplast með 9 milljónir í hagnað Afkoman veldur vonbrigðum RÍKISSJÓÐUR Íslands mun selja 39,86% hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum, ÍAV, í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta. Hlut- ur ríkisins er rúmar 552 milljónir króna að nafnverði. Sé miðað við síðustu viðskipti með bréf ÍAV í Kauphöll Íslands sem voru á geng- inu 3,70 þá er söluvirði hlutabréf- anna rúmir tveir milljarðar króna. Landsbanki Íslands mun hafa umsjón með sölunni en við mat á tilboðum verður litið til verðs, áhrifa sölu til viðkomandi tilboðs- gjafa á samkeppni á íslenskum verktakamarkaði, fjárhagslegs styrks og fjármögnunar. Einnig framtíðarsýn hvað varðar rekstur og starfsmannamál fyrirtækisins og stjórnunarlega reynslu og þekkingu á þeim markaði sem fé- lagið starfar á. Tilboðum skilað fyrir 21. mars „Söluferlið er skipulagt með þeim hætti að áhugasömum fjárfestum verður boðið að sitja kynningar- fundi fljótlega í kjölfar auglýsing- ar um söluna. Skulu viðkomandi tilkynna um þátttöku í slíkum fundum til umsjónaraðila sölunnar eigi síðar en kl 16. mánudaginn 10. mars nk.,“ að því er segir í tilkynn- ingu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Tilboðum skal síðan skila inn til framkvæmdanefndar um einka- væðingu í síðasta lagi föstudaginn 21. mars nk. kl. 16. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur að undanförnu unn- ið að undirbúningi sölu alls hluta- fjár ríkisins í ÍAV í samræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin og ráð- herranefnd um einkavæðingu hafa markað. Í tilkynningu frá fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu kemur fram að leitað er eftir fjár- festi sem hefur áhuga á að við- halda rekstri fyrirtækisins, efla það og stuðla að virkri samkeppni á íslenskum verktakamarkaði. Skilyrði er af hálfu stjórnvalda að eignarhaldstími á hlutnum verði að minnsta kosti 12 mánuðir frá kaupdegi. Hagnaður Íslenskra aðalverk- taka var 271 milljón króna eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur um 49% aukningu frá árinu 2001. Starfsmönnum ÍAV fækkaði á síð- asta ári en árið 2001 voru þeir 643 en á síðasta ári voru starfsmenn ÍAV 484 að meðaltali. Á síðasta ári vann fyrirtækið að nokkrum stórum verkefnum. Meðal þeirra voru framkvæmdir við byggingu 92 rúma hjúkrunar- heimilis við Sóltún í Reykjavík og framkvæmdir við Vatnsfellsvirkj- un. Jafnframt vann félagið að byggingu Vöruhótels fyrir Eim- skip og innréttingar og innan- húsfrágang í nýbyggingu Orku- veitu Reykjavíkur. Önnur helstu verk sem ÍAV vinnur nú að eru bygging fjölbýlis- húsa við Þórðarsveig í Grafarholti, íbúðir við Klapparhlíð í Mos- fellsbæ, bygging 60 íbúða fjölbýlis- húss við Laugarnesveg, viðbygg- ing við Menntaskólann í Kópavogi, stækkun Grímsbæjar, endurbygg- ing fjölbýlishúsa á Keflavíkurflug- velli, rekstur malarnáms og al- menn jarðvinna og margvíslegar framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli. Þá vinnur félagið nú við gerð um 720 metra langra jarðgangna við Kárahnjúka, en gert er ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki í apr- íl nk. og auk þess er eftir þar lokafrágangur á 24 km aðkomu- vegi sem félagið lagði fyrir Lands- virkjun á haustmánuðum. „Nú er að ljúka stærstu verk- efnum sem félagið vann að á árinu 2002 og ekki hefur tekist að afla sambærilegra verka að umfangi í stað þeirra sem lokið var. Sam- hliða minnkandi eftirspurn á bygginga- og verktakamarkaði hefur verð lækkað á tilboðsmark- aði vegna harðnandi samkeppni og því dregið úr framlegð verkefna. Því er útlit fyrir að nokkur sam- dráttur verði á starfsemi félagsins á fyrstu mánuðum árs 2003 að óbreyttu,“ samkvæmt upplýsing- um frá ÍAV. Fjárfestingarfélagið Kaldbak- ur, sem átti 7,71% hlut í ÍAV, seldi nýverið hlut sinn í félaginu en Kaldbakur bauðst til þess í nóv- ember sl. að kaupa hlut ríkisins í ÍAV. Annar stærsti hluthafinn í ÍAV á eftir ríkinu er Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og tengdir aðilar með tæplega 15% hlut. Ríkissjóður setur allan hlut sinn í ÍAV í sölu Hluturinn verður seldur í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta síðar í mánuðinum Meðal stórra verkefna ÍAV á síðasta ári var bygging Vöruhótels fyrir Eimskip.  Miðopna: Milljónasparnaður fyrir fyrirtæki og stofnanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.