Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                             !" #                         $ % $&! EKKERT verður úr því að sinni að minnsta kosti að stærstafyrirtæki landsins verði til með samruna SH og SÍF. Þráttfyrir ákveðnar yfirlýsingar eigenda og stjórnarmanna félag-anna um vilja til sameiningar og mikið hagræði af slíkri sameiningu hefur viðræðum verið slitið. Auðvitað er það margt sem kemur til, þegar ákveðið er að kanna mögulega sameiningu stærstu útflytjenda sjávarafurða á Íslandi og einhverra stærstu fyrirtækja landsins. Fljótt á litið eru kostir sameiningar augljósir. Fyrirtækin hafa rekið „tvöfalda“ starfsemi í flestum löndum, sem þau starfa í. Hægt væri að sameina söluskrifstofur og fiskréttaverksmiðjur með tilheyrandi hagkvæmni og sparnaði í rekstri. Stærð fyrirtækja í sölu sjávarafurða er mjög mikilvæg, því helztu kaupendurnir stækka stöðugt og krefjast meira og meira af birgjum sínum um fjölbreytni og áreiðanleika í afhendingu. Fram hefur komið að sparnaður vegna sameiningar hefði getað numið um 500 milljónum króna í rekstrarkostnað. Líklega er tvöfalt hærri upphæð nærri lagi. Af hverju ekki? Hvers vegna eru fyrirtækin þá ekki sameinuð? Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, sagði í Morgunblaðinu í gær að hverjum þætti sinn fugl fagur. Ætli það sé ekki þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Þó að á tímabili hafi verið rætt um sam- einingu í hlutföllunum 49%/51% var fjarri lagi að samkomulag um slík skipti næðist á hvorn veginn sem væri. Staðreyndin er sú að himin og haf bar á milli, þegar mat SÍF á eigin verðmæti annars vegar og SH hins vegar og öfugt var borið saman. Þá voru hlutföllin nær 60%/40% á hvorn veginn sem var. Þar koma til mismunandi af- skriftaraðferðir og sýn á framtíðarvöxt félaganna. Eitt, sem kann að hafa sett strik í þennan bæði einfalda og flókna útreikn- ing, er að Landsbanka Íslands var við upphaf viðræðna falið að meta verðmæti beggja fyrirtækjanna. Eftir það kaupir bankinn síðan fjórðungshlut í SH og verður fyrir vikið beinn aðili málsins, sem hefur mikilla hagsmuna að gæta. Mat hans á verðmætum fyrirtækjanna gæti hafa markazt af því. Það er ljóst að mismunandi hagsmunir hluthafa félaganna hafa komið í veg fyrir sameiningu. Í raun ætti að vera tiltölulega einfalt að meta verðmæti fyrirtækjanna og framtíðarmöguleika, sé við það beitt sömu aðferðum, og finna þannig út skiptahlutfallið. Það var hins vegar meira sem hékk á spýtunni, ekki endilega yfirráð yfir hinu sameinaða fyrirtæki, en þar yrði Eimskip alltaf stærst, hver sem hlutföllin yrðu. Í þessu tilfelli eru menn að vernda ákveðnar eignir sínar og gera þær sem verðmestar. Fyrir eigendur SH var það mik- ilvægt að sameinast SÍF til að gera hlutabréf sín seljanlegri en ver- ið hefur og væntanlega verðmeiri. Samsetning hluthafa hefur leitt til þess að lítill áhugi hefur verið á viðskiptum með hlutabréf í SH. Með sameiningu hefði þetta breytzt og gengi sennilega hækkað í sameinuðu félagi. Nú breytist líklega lítið. Markmið hluthafa SÍF með sameiningu var auðvitað svipað og hjá SH; að styrkja félagið og auka verðmæti hlutar síns, en bréf í SÍF hafa verið mun seljan- legri en í SH. En hverjum þykir sinn fugl fagur. Hvor aðili um sig vildi sinn hlut sem mestan á kostnað hins. Nú er það þá spurningin hvort báðir hafi tapað á þeirri afstöðu. Hið stóra, sterka, arðsama og verðmæta fyrirtæki verður ekki til um sinn að minnsta kosti. Morgunblaðið/Alfons Innherji skrifar Himin og haf bar á milli Hvor aðili um sig vildi sinn hlut sem mestan á kostnað hins innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● MET var slegið í miðasölu í bandarísk kvikmyndahús á síðasta ári en miðar seldust fyrir 9,5 milljarða dollara eða um 734 milljarða íslenskra króna sem er ríf- lega 13% aukning frá árinu 2001. En þótt fleiri sæki bíóhúsin hafa kvikmyndagerð- armenn í Hollywood áhyggjur af auknum kostnaði en meðalkostnaður við gerð kvikmyndar í þeirri borg jókst um 23% á milli áranna 2001 og 2002. Þannig kost- aði það að meðaltali tæpar 90 milljónir dollara að gera Hollywood-mynd á síðasta ári eða sem nemur um 7 milljörðum ís- lenskra króna. Frá þessu segir á fréttavef Reuters. Segir í fréttinni að kostnaður við sjálfa kvikmyndagerðina hafi verið að meðaltali tæpar 60 milljónir dollara eða um 4,7 milljarðar króna á síðasta ári en innan við 50 milljónir dollara árið áður. Markaðs- og kynningarkostnaður nemur hins vegar um tveimur þriðju hlutum að heildarkostnaði, um 30 milljónum dollara eða um 2,3 millj- örðum króna. Kostnaður Hollywood- mynda eykst ◆ ● ÓSKAR Magnússon, forstjóri Íslandssíma, hafði 13,2 milljónir króna í laun á síðasta ári. Óskar hefur jafn- framt kauprétt sem nemur 4 milljónum króna að nafnverði hlutafjár í félaginu á ári til næstu fjögurra ára og er hann á genginu 2,1. Það er svipað og gengi hlutabréfa félagsins hefur verið frá því í lok október á síðasta ári. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Ís- landssíma til Kauphallar Íslands í gær. Segir þar að fyrirtækið hafi ákveðið, með hliðsjón af nýjum reglum Kauphallar Ís- lands, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, og umræðu um launakjör forstjóra skráðra félaga á aðallista Kauphallar, að birta op- inberlega upplýsingar um launakjör for- stjóra Íslandssíma. Forstjóri Íslandssíma með 13,2 milljónir í árslaun Óskar Magnússon ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES- ríkjum lækkaði um 0,1% milli desember og janúar og var því 111,9 stig í janúar. Í sama mánuði var samræmda vísitalan fyrir Ísland 124,3 stig og hafði hækkað um 0,2% frá desember. Frá janúar 2002 til jafnlengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísi- tölu neysluverðs, 2,1% að meðaltali í ríkjum EES, 2,2% á evrusvæðinu og 1,1% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæð- inu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi 4,7% og 4,2% í Noregi. Verðbólgan var minnst, 1,0% í Þýskalandi og á Íslandi, 1,1%. Minnst verðbólga á Íslandi og í Þýskalandi ● EIMSKIP hefur í samvinnu við Royal Arc- tic Line ákveðið að hefja viðkomur í Nars- aq á Grænlandi á leiðinni frá Bandaríkj- unum og Kanada til Íslands. Beinar viðkomur verða yfir sumartímann á tímabilinu 1. apríl til 1. október ár hvert, þegar ís er hvað minnstur, en yfir vetrartímann verða ekki beinar viðkomur á Grænlandi en þá næst tenging með Royal Arctic Line í gegnum Reykjavík. Eimskip hefur viðkomur á Grænlandi FRANSKA fjarskiptafyrir- tækið France Telecom, næst- stærsta fjarskiptafyrirtækið í Evrópu, tilkynnti í gær að tap á rekstri fyrirtækisins í fyrra hefði numið um 20,7 milljörðum evra, jafnvirði um 1.750 millj- arða íslenskra króna. Árið áður var tap fyrirtækisins um 8,3 milljarðar evra. Á fréttavef Financial Times segir að meginástæðan fyrir miklu tapi France Telecom á árinu 2002 sémiklar niður- færslur á eignum, sem hafi num- ið samtals 18,2 milljörðum evra. FT segir að þar komi aðallega til eignir France Telecom í þýska farsímafélaginu MobilCom, ítalska farsímafélaginu Wind, gagnaskiptafélaginu Equant og svissneska farsímafélaginu Or- ange Suisse. Þessu til viðbótar hafi kostnaður, sem til féll vegna endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins, verið mun meiri en áætlað var. Á fréttavef BBC segir að ekki liggi fyrir hvenær hlutafé France Telecom verði aukið um 15 milljarða evra, sem fyrirhug- að er, en ætlunin mun vera að nota það fjármagn til að minnka skuldir félagsins. Segir BBC að eins og við eigi um mörg önnur fjarskiptafélög þá hafi France Telecom ráðist í illa ígrundaða útrás á tíunda áratug síðustu aldar, sem hafi gert að verkum að skuldir félagsins nú nemi samtals um 70 milljörðum evra. Mettap hjá France Telecom á síðasta ári Reuters Tap France Telecom í fyrra nam um 20,7 milljörðum evra, jafnvirði um 1.750 milljörðum íslenskra króna. Meginástæðan fyrir miklu tapi er niðurfærsla á eignum upp á 18,2 milljarða evra alls ◆ FLUGLEIÐIR hf. hafa keypt þær þrjár Fokker-50- flugvélar sem Flug- félag Íslands, dótt- urfyrirtæki Flug- leiða, hefur haft í notkun undanfarin ár. Vélarnar komu nýjar til notkunar í innanlandsflugi 1992 og hafa verið leigðar af hollensku fjármögnunarfyr- irtæki til þessa. Heildarkaupverð þessara þriggja flugvéla er rúmlega einn milljarður króna. Íslandsbanki og Landsbanki Íslands fjármagna sameiginlega stóran hluta kaupverðsins með láni að upphæð liðlega 800 milljónir króna. Lánið er til sjö ára. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Flugleiða sem innlendir bankar standa að fullu að fjármögnun flugvéla fyrir félagið. Lán sem Flugleiðir þurfa til flugvélakaupa eru ávallt boðin út á alþjóða- vettvangi og að þessu sinni voru tilboð íslensku bankanna hag- stæðari en boð erlendis frá. Flugfélag Íslands rekur samtals fjórar Fokker-50-vélar, þrjár vélar af Metro-gerð og tvær af Twin-Otter-gerð. Flugleiðir kaupa Fokker-flugvélar Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Flugleiða, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka, Sigurður Helgason forstjóri og Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, undirrituðu lánasamninginn. Íslenskir bankar fjármagna kaupin að mestu NORSKI seðla- bankinn lækkaði stýrivexti í gær um 0,50% í annað skiptið á sex vikum. Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að þetta hafi verið gert til að sporna gegn sterkri krónu, sem ógni efna- hagskerfinu í landinu. Stýrivextir norska seðlabankans eru nú 5,50%. Lækkunin fyrir sex vikum var einnig 0,50% og því hafa vextirnir lækkað um 1,0% frá því í lok jan- úar síðastliðnum. Norski seðlabankinn lækkar vexti Miðborg Óslóar. ll SAMGÖNGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.