Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Markaðsmenn reyna alltaf að leita nýrra og áhrifamikilla leiða til að kynna vöru. Mankiw, hagfræðiprófessor við Harvardháskóla, hefur tekið við sem aðalefnahagsráðgjafi Bandaríkjaforseta. Markaðskostnaður lyfjageirans og hagfræðiprófessor í nýju starfi FJÖLDI þeirra sem starfa við að mark- aðssetja lyf í Bandaríkjunum nærri þrefald- aðist á tímabilinu frá 1995 til 2002. Í ný- legri grein í The Economist segir að samtals hafi um 90 þúsund manns starfað á þessu sviði í fyrra í Bandaríkjunum. Segir í greininni að þessi fjölgun eigi sér eðlilegar skýringar. Hefur blaðið eftir markaðssér- fræðingi að reynslan hafi kennt lyfjafyr- irtækjunum að beint samband sé á milli lyfjasölu og markaðssetningar, sem ekki kemur svo mjög á óvart. Markaðssetning lyfjafyrirtækjanna bein- ist ekki í meginatriðum að neytendum þeirrar vöru sem þau framleiða, heldur að læknum. Þeim hefur hins vegar ekki fjölgað nærri eins mikið og sölumönnunum. Eco- nomist vitnar í markaðsrannsóknarfyrir- tækið Verispan, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að lyfjafyrirtækin í Bandaríkj- unum hafi varið nærri 9,4 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári í það eitt að reyna að fá lækna til að vísa á þau lyf sem viðkomandi fyrirtæki framleiða. Segir blað- ið að fyrirtækin séu að reyna að þræða sig eftir þeim þrönga stíg sem sé á milli eðli- legrar markaðssetningar, annars vegar, og óeðlilegra viðskiptahátta, hins vegar. Vegna hinnar miklu fjölgunar sölumanna lyfjafyrirtækjanna, langt umfram fjölgun lækna, svo og vegna minni fjölgunar nýrra lyfja sem koma á markað á hverjum tíma, segir Economist að markaðssetning á lyfj- um sé að verða nokkuð flókin starfsemi. Sí- fellt sé þörf á nýjum leiðum í þeim efnum. Danska blaðið Jyllandsposten greindi fyrir nokkru frá því hvernig danska lyfja- fyrirtækið Novo Nordisk fékk hárgreiðslu- konur í Ástralíu til liðs við fyrirtækið við að markaðssetja lyf þar í landi, sem ætlað var miðaldra konum sem eiga við kynlífsvanda- mála að stríða samfara breytingaraldrinum. Auglýsingastofa í Ástralíu, sem vann með Novo Nordisk, komst að þeirr niðurstöðu að konur vilji frekar ræða við hárgreiðslu- konur sínar um þessi vandamál en lækna. Hágreiðslukonur voru því teknar á nám- skeið þar sem þeim var kennt hvernig best væri að ræða um þessi mál. En að auki voru þeim útvegaðar svuntur sem á var letruð slóð á Netinu, þar sem hægt væri að fá lausn Novo Nortis við vandamáli kvennanna. Á sama hátt og orðið „sjúkrabíll“ er öf- ugt framan á sjúkrabílum, til að bílstjórar sjái betur í baksýnisspeglinum hver er fyrir aftan þá, þá var slóð Novo Nortis á Netinu öfug á svuntum hárgreiðslukvennanna í Ástralíu, svo viðskiptavinirnir sæju hana rétta í speglinum á hárgreiðslustofunni. Lyfjafyrirtækin deyja nefnilega ekki ráða- laus. ll MARKAÐSSETNING Grétar J. Guðmundsson Lyfjageirinn á hárgreiðslustofunni Novo Nordisk fékk hárgreiðslukonur í Ástralíu til liðs við fyrirtækið við að markaðssetja lyf þar í landi gretar@mbl.is HVER vildi ekki fá þá einkunn um sjálfan sig, að hann sé „hinn nýi Samuelson“? Þá umsögn fékk N. Gregory Mankiw, hagfræði- prófessor við Harvardháskóla. Mankiw (bor- ið fram „Mankjú“, með áherslu á fyrra at- kvæði) er höfundur einnar vinsælustu kennslubókar hagfræðinnar, „Principles in Economics“, sem kennd hefur verið í fram- haldsskólum víða um heim, m.a. hér á landi. Sú bók hefur smám saman verið að taka við af „Economics“ eftir Paul Samuelson og vegna þess hefur Mankiw hlotið þann titil sem getið var hér í byrjun. Mankiw hlaut líka annan, og kannski virðulegri, titil í síðustu viku. Hann var þá skipaður aðalefnahagsráðgjafi Bandaríkja- forseta. Mankiw tekur við af R. Glenn Hubbard og fyrsta verk hans verður að reyna að sannfæra bandaríska þingið um að rétt sé að samþykkja frumvarp forsetans um 674 milljarða innspýtingu í efnahagslífið. Hubbard hafði verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa sett saman frumvarpið og sakaður af hagfræðingum um að láta fagleg vinnu- brögð víkja fyrir pólitískum markmiðum George W. Bush. Þar hefur fremstur í flokki verið Paul Krugman, sem segir að halla- rekstur á hinu opinbera hafi neikvæð áhrif á vaxtastig til langs tíma. Mankiw er talinn til frjálslyndari hag- fræðinga. Hann er 45 ára gamall, og af flestum álitinn vera skarpgáfaður. Meðal lærifeðra hans í hagfræði eru Larry Summ- ers, fyrrverandi fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, og Alan Blinder, sem var áður hjá bandaríska seðlabankanum. Hans bíður erf- itt verk, sem á ef til vill meira skylt við stjórnmál en hagfræði. Þegar á þennan víg- völl er komið er viðbúið að gera verði mála- miðlanir. ll HAGFRÆÐI Ívar Páll Jónsson Hinn nýi Samuelson er mættur N. Gregory Mankiw þarf að reyna að sannfæra bandaríska þingið um að rétt sé að samþykkja frumvarp forsetans ivarpall@mbl.is ◆ ELVAR Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að Microsoft standi ekki ógn af notkun Linux hér á landi. „Frá árinu 2001–2002 varð 118% aukning í sölu Windows-miðlara hér á landi. Það er því ekki að sjá að Linux hafi nokkur einustu áhrif, nema í jákvæða átt,“ segir Elv- ar en aukning sölu Microsoft á milli þessara ára hér á landi almennt var 97% að hans sögn. Elvar segir að Linux hafi fyrst og fremst verið notað hér á landi sem stýrikerfi áhuga- manna, en einnig undir vefi eða önnur kerfi sem ekki teljast „mission critical“. „Þekking á Linux er takmörkuð, sem veldur því að út- breiðsla þess er minni en ætla mætti, hvort heldur hér á landi eða annars staðar.“ Að- spurður segir hann að Microsoft hafi enga ákveðna stefnu varðandi það hvernig hugs- anlegri samkeppni vegna aukinnar út- breiðslu opins hugbúnaðar verði mætt. „Í sjálfu sér höfum við enga stefnu í þessa veru, aðra en þá að vera með besta hugbún- aðinn á hverjum tíma, sem styður opna staðla og réttlætir hina hóflegu verð lagn- ingu sem í gangi er. Stefna okkar er eins og ég segi er að vera ávallt með besta og hag- kvæmasta hugbúnaðinn sem völ er á.“ Eitt verkefni Elvars í starfi sínu hjá Microsoft á Íslandi er að ýta undir umræðu um löglega notkun hugbúnaðar en Elvar segir að Íslend- ingar séu flestir fengnar útgáfur sé ekki eingöng frá Microsoft. „Flytji menn s hvort heldur óke menn eftir sem Það er rangt hu að svíkja einhve ur skv. gildandi er eins og með g hafir ekki borga til útlanda og bo skuldar þú ennþ segir Elvar. Hann segir að soft á markaðnu gæðum, þekkin og hagkvæmni. hæfir til að met hverju sinni. Þa bjóða alltaf bes verði,“ sagði Elv ll HUGBÚNAÐUR Engin ógn fyrir Micro L INUX og annar opinn hugbún- aður svokallaður hefur hrist upp í tölvuheiminum síðustu misserin, jafnvel svo að hug- búnaðarrisanum Microsoft, sem margir gagnrýnendur hafa sagt sjálfu lýðræðinu stafa ógn af, er farið að volgna undir uggum. Linux-stýrikerfið, sem kalla má flagg- skip opna hugbúnaðarins, er ókeypis og hægt er að hlaða því niður af Netinu. Fyr- irtæki kjósa þó mörg að fá kerfið ásamt vél- búnaði og kaupa þá þjónustu með, en hug- búnaðurinn er alltaf frír og kóðinn opinn. Helsta fyrirtækið sem selur Linux-tengdar vörur er Red Hat Inc., en önnur fyrirtæki eru SuSE og Turbolinux. Viðmælendur Morgunblaðsins hérlendis sem og fyrirtæki, sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um, nefna öll hinn mikla sparn- að sem hlýst af innleiðingu kerfisins sem eina höfuðástæðuna fyrir innleiðingu þess, auk þess sem kerfið er að mestu leyti sam- bærilegt í gæðum við lausnir Microsoft og annarra stýrikerfa. Hér á landi nemur sparnaður einstakra fyrirtækja milljónum til milljónatuga á ári hverju en erlendis getur sparnaður numið margföldum þeim upphæðum í stórum fyrirtækjum eða stofnununum, en jafnt skólar sem ríkis- stofnanir um allan heim hafa annaðhvort innleitt kerfið eða eru að hugleiða innleið- ingu. Í nýlegri grein í USA Today er rætt um útbreiðslu opins hugbúnaðar og nefnd ýmis dæmi. Meðal annars er sagt að Brasilía, Perú og Argentína séu að horfa á opinn hugbúnað sem fyrsta kost til að mæta tæknilegum þörfum stjórnvalda auk þess sem Kína hefur lagt áherslu á Linux og op- inn hugbúnað til að ýta undir innlendan hugbúnaðariðnað. Ennfremur er Evrópu- sambandið að kanna það fyrir nokkrar rík- isstjórnir að skipta á Microsoft-kerfi og Linux-kerfi. Þá er ræt fjórum mánuðum hafi m ar og lítil fyrirtæki í Ban ókeypis opnum hugbúna Samkvæmt Goldman 39% bandarískra fyrirt hverju marki. 13,7% hlutdeild Nú er svo komið að mar ux í miðlurum (servers) um vaxið nánast úr eng af alheimsmarkaðnum s talinn vera 50,9 milljar kvæmt markaðsrann IDC er búist er við að hl 25,2% fyrir árið 2006 s Linux yrði þá næststæ fyrir miðlara. IDC segir dag er fremst á þessu sv 59,9% markaðshlutdei markshlutdeild á þessu dala hægt og sígandi. Notkun Linux í stýrik tölvur er ekki orðin nán menn, og hefur Micro markaðshlutdeild. Þó g Linux í einkatölvum sín sem eru að mestu sam forrit eins og Word og Linux-forritarar úti um við að endurbæta og s uppfærslur af Linux-h sjón einni saman. Því m möguleika að hlutdeild Milljónas fyrirtækja Opnum ókeypis hugbúnaði með flaggskipið Linux í broddi fylkingar vex ört ásmegin Linux og annar opinn hugbúnaður svokall- aður hefur hrist ærlega upp í tölvuheim- inum síðustu misserin. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og ræddi við íslensk fyrir- tæki sem tekið hafa Linux opnum örmum. Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.