Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7 . M A R S 2 0 0 3 B L A Ð B  HÖNNUN ER HUGARFAR/2  TÁR ÚR SKÆRUM/2  VAXMYNDIR MADAME TUSSAUD/4  KÖTTUR OG MÚS HERRAMANNSMATUR/5  BÚSETA FATLAÐRA/6  BLÓMLEG BRÚÐKAUP/7  AUÐLESIÐ/8  Morgunblaðið/Sverrir Heimir Þór Guðjónsson hjá Rauðhettu og úlfinum útfærði hár Steinunnar: „Þetta er það sem okkur finnst einna mest vera á leiðinni, blanda af stíl 7. og 10. ára- tugarins. Skáklippingin er einmitt dæmi- gerð sixtís-tíska – kannski sú lína sem einna mestu breytti á þeim tíma. Svo er hárið gífurlega stutt undir, næstum rakað, sem við köllum undercut.“ Heimir lýsir því hvernig þríhyrningur er klipptur undan hnakkanum og kanturinn þar í kring dekktur. „Í yfirhárið setjum við svo annan heillit, sem er blanda af ljós- um, fjólubláum og gráum tónum,“ út- skýrir hann og kveður svonefnda ösku- tóna njóta vaxandi vinsælda í stað kopars og gylltra tóna. Annar meginstraumur séu ósamhverfu línurnar, eins og hér, en þótt hárið virðist skyggja á annað augað ítrek- ar Heimir að auðvelt sé að greiða toppinn frá þegar tískumyndatökum sleppir. „Þetta er ekki klipping sem eykur slysa- hættu í umferðinni,“ segir hann og brosir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nonni Quest á hárgreiðslustofunni Kristu klippti Móu þannig: „Við finnum að síðar línur eru að koma dálítið sterkt inn. Þessi flokkast sem slík og einkennist af því að hárið virkar jafnsítt, en samt er heilmikill strúktúr í miðjunni sem gefur höfuðlaginu fyll- ingu. Þegar hárið er sett upp koma fjaðrandi endarnir líka skemmtilega út.“ Hann bendir á toppinn sem klipptur er á ská og opnar þannig fyrir vinstra auga og kinnbein. „Toppurinn er að- skilinn frá hárinu með hvössu horni og dreginn enn meira fram með þremur ljósum strípum,“ útskýrir Nonni og bætir við að klippingin sé mjög meðfærileg eftir að heim er komið. „Fólk er oft með sömu klippinguna í 3-4 mánuði og þá verður það að geta greitt sér sjálft. Það á ekki að þurfa að koma á stofuna til þess að líta vel út. Fyrir myndatökuna flækti ég endana til þess að ná fram ákveðinni áferð, en möguleikarnir eru annars óteljandi.“ Hárið á Móu er lýst í miðjunni, í kringum fyrrnefndan strúktúr, en heildarsvipurinn fékkst með náttúrulegu skoli í mahóní-lit. Tár úr skærum Fannar Leósson hjá Space vann hárið á Edith: „Hún var með strípur fyrir, þannig að ég setti gráa litablöndu yfir. Kaldir lit- ir, eins og silfurgrár, eru mikið að koma,“ segir Fannar og bætir við að oft sé óþarfi að strípa hár upp á nýtt, hægt sé að fríska upp á það með fljótlegri aðferð- um sem kosta minna. „Reyndar setti ég aðeins dekkri, kaldan brúnan lit í topp- inn, sem er klipptur aflíðandi. Toppar hafa einmitt verið áberandi að und- anförnu og verða það enn meira í vor, þungir eða skakkir. Um þessa klippingu er að öðru leyti hægt að segja að hún sé síð með ýktari styttum í hvirflinum.“ Fannar bendir á að áberandi strípur séu að detta út. „Í staðinn er þeim meira blandað inn í hárið eins og tónum, þær eru settar undir svo hárið verði ekki röndótt. Já, svo eru liðir að koma aftur eftir talsverða fjarveru – og gefa skemmtilega möguleika á einföldum og afslöppuðum hárgreiðslum.“ Klippt á ská yfir brá Þrír ungir hárgreiðslumenn gefa forsmekkinn að því sem koma skal í hártísku íslenska vorsins. Morgunblaðið/Sverrir Hártískan vorið 2003 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.