Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjögurra íbúða hús Þroskahjálpar við Ein- arsnes 62 í Reykjavík. Þar er sameiginlegt rými ekkert en starfs- mannaaðstaða 15 fm. Hver íbúð er tveggja herbergja og 65 fm. Hús samkvæmt sömu teikn- ingu eru í byggingu í Mosfellsbæ en þar verða fimm íbúðir auk 25 fer- metra sameiginlegs rýmis. Þessar teikn- ingar verða hugsanlega notaðar á Akureyri. réttFATLAÐ fólk á að getavalið sér búsetuform ísamræmi við óskir sín-ar og þarfir á sama háttog aðrir þjóðfélags- þegnar. Þetta var inntakið í erindi Kristínar Sigursveinsdóttur, iðju- þjálfa og deildarstjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar, á ráðstefnu um bú- setumál fólks með þroskahömlun í síðustu viku. Starfshópur um búsetumál fatlaðs fólks á Akureyri hefur lagt fram drög að búsetuáætlun til ársins 2013 og þar kemur m.a. fram að stefnt skuli að því að loka vistheimilum og leggja niður sambýli í núverandi mynd en byggja þess í stað íbúða- kjarna með sameiginlegri aðstöðu eða þjónustu en þess háttar búseta hentar fólki með flestar tegundir fötlunar og er þá sameiginlega rýmið misstórt. Niðurstaða starfshópsins er að allir einstaklingar með fötlun eiga rétt á að lifa sem sjálfstæðustu lífi við sambærilegar aðstæður og aðrir bæjarbúar og það búsetuform sem flestir kjósa sér er að búa sjálf- stætt í íbúð. Starfshópinn skipa Anna Einars- dóttir ráðgjafi, Helga Alfreðsdóttir þroskaþjálfi, Ingibjörg Jónsdóttir þroskaþjálfi, Jakobína Elva Kára- dóttir félagsráðgjafi, Ólafur Torfa- son iðjuþjálfi og Ólöf Leifsdóttir iðjuþjálfi. Einkaíbúð mikilvæg Núorðið er samstaða um að fatlað fólk eigi rétt á eigin heimili og einka- lífi á sama hátt og aðrir. Sambýli í hefðbundinni mynd hafa þó verið al- gengasti bústaður fatlaðra allt fram á síðustu ár. Á síðasta áratug voru byggð fyrstu húsin með það að markmiði að gefa íbúum kost á sam- eiginlegri aðstöðu en einnig lítilli íbúð í einkarými með herbergi, bað- herbergi og eldunaraðstöðu, þ.e. meira en eitt herbergi í einkarými. Samkvæmt drögunum eiga slík hús að leysa hefðbundin sambýli af hólmi. Kristín Sigursveinsdóttir lýsir því sem svo að íbúar hefðbundins sam- býlis geti ekki hagað lífi sínu á sam- bærilegan hátt og aðrir. „Herbergi eru stundum minni en tíu fermetrar og íbúar geta varla boðið fólki í heim- sókn, hvað þá boðið til dæmis ætt- ingjum gistingu.“ Hún bendir einnig á að húsin verði mismunandi eftir því hverjum þau eiga að þjóna því sumir vilja eða þurfa mikið sameiginlegt rými en aðrir minna. „Það er orðin almenn stefna að reyna að hafa búsetu í þessu formi. Framtíðarbúseta er aldrei í einu her- bergi og á ekki að vera það hvorki fyrir fatlaða né ófatlaða.“ Kristín segir að þetta sé viðtekin stefna t.d. á Norðurlöndunum og yfirlýst stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar. „Það er ekki hægt að vera mjög ósammála um þetta en reyndar hef- ur verið bent á að hætta skapist á að fólk einangrist þegar það er mikið út af fyrir sig. En við erum ekki að tala um það. Við erum að tala um að fólk hafi meira rými ef það þarf og vill en sameiginlega rýmið sé líka til staðar. Og það virðist vera útbreidd ánægja með þetta,“ segir Kristín. Starfshópurinn segir í drögunum að lögð sé áhersla á að einstaklingar með fötlun geti valið sér búsetuform í samræmi við óskir sínar og þarfir á sama hátt og aðrir þjóðfélagsþegnar og að þeim skuli tryggð sú þjónusta og stuðningur sem þeir þurfa til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili. Í lögum og alþjóðasamþykktum er skýrt kveðið á um friðhelgi heimilis- ins, það á einnig við um heimili fatl- aðs fólks, eins og fram kemur í drög- unum. Kristín segir að sambýlin í hefð- bundinni mynd hafi verið börn síns tíma og mikið framfaraskref frá sól- arhringsstofnunum. „Hugsanlega hafa þau verið nauðsynlegt skref eða áfangi þar sem margir höfðu efa- semdir um að þau ættu rétt á sér. Janvel heyrðist að fólk sem byggi við víðtæka fötlun hefði ekkert að gera með að búa utan stofnana. Í dag má segja að slík viðhorf séu útdauð. Mannréttindi fólks verða ekki minni þótt fólk fæðist með fötlun eða fatlist síðar á lífsleiðinni.“ Hentar öllum óháð fötlun Þrír íbúðakjarnar með sameigin- legri aðstöðu eru nú reknir á Akur- eyri. Í drögunum kemur fram að reynslan af þessu búsetuformi er mjög góð, einkarými er fullnægjandi og öll þjónusta aðgengileg. Íbúðir af þessu tagi virðast geta hentað öllum óháð fötlun. Samkvæmt drögunum er mark- miðið að árið 2013 verði sambýli í nú- verandi mynd ekki til á Akureyri og í lok þess árs hafi íbúðir með sameig- inlegri aðstöðu leyst sambýlin af hólmi. Á þeim tíma hafi bæst 61 íbúð með sameiginlegu rými við þær íbúð- ir sem fyrir eru af sama tagi. Þetta mun svara þörf þeirra sem nú eru á sambýlum eða á biðlista. Kristín seg- ir að flestir þeirra sem bíða séu geð- fatlaðir. Á næsta ári er ráðgert að af- henda níu íbúðir með sameiginlegri aðstöðu og svo verði afhentar mis- margar íbúðir á ári til ársins 2013, en að sögn Kristínar er óvanalegt að búsetuáætlun nái svo langt fram í tímann. Hún segir varlega áætlað hvað varðar byggingatíma og að hugsanlega verði hægt að ná mark- miðunum fyrr en árið 2013. Kristín segir að í drögunum komi fram að leggja beri meiri áherslu á heimaþjónustu og minnka eftir fremsta megni þann stofnanabrag sem hugsanlega fylgir sambýlum. Einstaklingur á að fá þjónustu sem er miðuð við hann en ekki stóran hóp, að sögn Kristínar. „Það teljum við spurningu um hugarfar en ekki peninga. Við reiknum því ekki með að þetta fyrirkomulag þurfi að auka kostnað en fyrst og fremst bæta þjónustuna.“ Akureyrarbær í forystu Félagsmálaráðuneytið hefur með búsetumál fatlaðra að gera og stefna ráðuneytisins er að klára biðlista á næstu þremur árum. Áætlað er að byggja hús með sameiginlegri þjón- ustu a.m.k. á Akureyri og nokkur slík hús eru á höfuðborgarsvæðinu. Slíkir íbúðakjarnar eru það sem koma skal, að sögn Kristínar. Akureyrarbær tók yfir þjónustu við fatlaða árið 1997 með samningi við félagsmálaráðuneytið. Skrefin í ákvarðanatökunni eru því færri en ella hjá Akureyrarbæ og er sveitar- félagið með þeim fremstu hvað varð- ar búsetumál fatlaðs fólks. Akureyr- arbær hefur reyndar lengi verið í forystu þar sem fyrsta hefðbundna sambýlið á Íslandi var sett á fót á Ak- ureyri árið 1975 og árið 1996 þegar vistheimilinu Sólborg var lokað, fyrst af sólarhringsstofnunum. Drög starfshópsins að búsetuáætl- un liggja fyrir félagsmálaráði Akur- eyrarbæjar sem leitar nú eftir um- sögnum hagsmunaaðila sem skila á fyrir lok mánaðarins. Búsetudeild mun í samvinnu við Þroskahjálp halda kynningar- og umræðufund 22. mars um búsetuáætlunina sem verður öllum opinn. Ef yfirvöld á Ak- ureyri samþykkja drögin er hægt að byrja að vinna eftir áætluninni og semja við byggingaraðila. Það gæti orðið í apríl, að sögn Kristínar. Enn er ekki ljóst hverjir munu koma að byggingu húsanna en ekki er ólíklegt að íbúðirnar verði í eigu ríkisins, hagsmunasamtaka eða sveitarfé- lagsins og verða leigðar til íbúa. Íbúðirnar verða reknar með leigu- tekjum og þeir sem sjá um þjón- ustuna, þ.e. ríki eða sveitarfélög, reka sameiginlegu rýmin. Sambýli hafa ókosti stofnana Fyrir um 30 árum hóf vistheimilið Sólborg starfsemi á Akureyri. Á þeim tíma átti fólk með þroskahöml- un einungis þess kost að búa á stórum sólarhringsstofnunum. „Mjög fljótlega fóru að koma í ljós ókostir þess að búa á stórri stofnun og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í réttindabaráttu fólks með fötlun,“ segir m.a. í drögunum. Starfshópurinn telur sambýli ekki ákjósanlegasta kostinn sem búsetu- form því þau bera í sér marga þá ókosti sem þekkjast á stofnunum, þ.e. þeim hættir til að verða litlar stofnanir. „Það er réttur hvers ein- staklings, hvort sem hann býr við fötlun eður ei, að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili en ekki í „sambýli“ með fjórum til fimm óskyldum einstak- lingum bara af því að hann er fatl- aður,“ segir í drögunum. Kristín segir að líta megi á íbúða- kjarnana sem sambýli en í annarri mynd en áður. „Eftir sem áður nýtir óskylt fólk sameiginlega rýmið en hefur líka einkaíbúð. Þetta er eigin- lega sambýli með miklu einkarými.“ Hún bendir á að nýju sambýlin þurfi að hanna frá upphafi og byggja með notkunina í huga en ekki sé lengur mögulegt að kaupa og gera upp notað einbýlishús eins og gert hafi verið þegar setja átti hefðbundið sambýli á stofn. Nú er búið að hanna nokkuð mörg ný hús með sameigin- legri aðstöðu og Kristín segir að bú- setudeildin muni reyna að nýta fyr- irliggjandi teikningar sem þykja vel heppnaðar þegar hafist verður handa fyrir norðan. Í drögunum kemur einnig fram að íbúðir með sameiginlegri aðstöðu er búsetuform sem hentar fólki með geðrænar raskanir mjög vel, þ.e. að hafa nægjanlegt einkarými og vera í nálægð við þjónustu. „Við höfum reynslu af því að fólk með geðrask- anir þarf oft ekki eins mikla beina þjónustu. Mörgum hentar það mjög vel að hafa sitt einkarými en hafa möguleika á að sækja sér aðstoð,“ segir Kristín. Í fjögurra íbúða húsi við Einarsnes býr fatlað fólk í einkaíbúðum. Frá vinstri: Rúnar Erlingsson í íbúð sinni. Þá sést Hildur Óskarsdóttir í íbúð sinni og Gunnars Gunnbjörnssonar. Þriðja myndin er úr íbúð sem hentar vel fyrir hreyfihamlað fólk og sést rennihurð á milli svefnherbergis og baðherbergis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristján Kristín Sigursveinsdóttir með Naustahverfið í baksýn, en þar verða byggð hús með íbúðum og sameiginlegri þjónustu. Sambýli fyrir fatlað fólk voru börn síns tíma en nútímasambýli gera ráð fyrir mun stærra einkarými íbúa og misstóru sameiginlegu rými. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við Kristínu Sigursveinsdóttur, deildarstjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar, um drög að búsetuáætlun fyrir fatlaða í bænum til ársins 2013. steingerdur@mbl.is Búseta fatlaðs fólks Eiga á einkalífi á eigin heimili eins og aðrir DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.